Morgunblaðið - 10.01.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.01.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018 ÆvintýraheimurKína sp ör eh f. Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir Í þessari draumaferð um Kína skoðum við allt það sem landið er frægast fyrir á tveimur vikum.Terrakotta herinn, Shanghai og Peking,Torg hins himneska friðar, Forboðnu borgina og förum í siglingu um Yangtze. Ásamt því munum við kynnast matarhefðum og menningu á skemmtilegan hátt. 7. - 21. september Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Allir velkomnir á kynningarfund 10. janúar kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Vefsíðan www.esta.is býður Íslend- ingum aðstoð við að fylla út vega- bréfsáritanir fyrir ferðalög til Bandaríkjanna og innheimtir 88 bandaríkjadali í þjónustugjöld fyrir. Um er að ræða 9.200 kr. í gjöld samkvæmt gengi gærdagsins. Síðan er með íslenskt lén en eigandi síð- urnar er skráður í Bretlandi. Þegar umsóknarferlið hefst færist um- sækjandi til Bandaríkjanna á lénið www.evisaonline.com. Að sögn bandaríska sendiráðsins á Íslandi eru til fleiri slíkar síður og er þjón- ustan í raun óþarfi þar sem vefsíðan innheimtir gjald fyrir að senda um- sóknir áfram á bandaríska landa- mæraeftirlitið. „Þetta er tæknilega séð ekki ólöglegt. Þeir eru bara að fylla út formið fyrir þína hönd sem þú getur gert sjálfur og rukka þig fyrir það. Það er einfaldara fyrir Íslendinga að skrá sig bara sjálfir á heimasíðu landamæraeftirlits Bandaríkjanna á cbp.gov. Það er alltaf gott að muna að ef lénið endar ekki á .gov þá er það ekki bandaríska ríkið,“ segir Kristinn Gilsdorf, fjölmiðlafulltrúi bandaríska sendiráðsins en almennt gjald fyrir vegabréfáritun er 14 dal- ir, eða um 1.400 kr. Kristinn bendir á að erfitt getur verið að laga villur sem kunna að koma upp við um- sóknarferlið á slíkum vefsíðum. „Vandamálið er auðvitað að þú sem umsækjandi berð ábyrgð á þeim upplýsingum sem eru settar inn fyr- ir þína hönd. Við höfum orðið vör við fólk sem hefur farið í gegnum þessar síður og upplýsingar hafa verið settar vitlaust inn. Það er ekki hægt að leiðrétta þetta eftir á og þá þarf að sækja um visa í hvert skipti“. Rukka fyrir óþarfa þjónustu  Erlend síða innheimtir um 9.200 kr. fyrir vegabréfsáritanir til Bandaríkjanna Morgunblaðið/Golli Vegabréf Áritun getur verið dýr. Icelandair hefur ákveðið að hefja flug til banda- rísku borgar- innar Kansas City í maí. Borg- in er 21. áfanga- staðurinn í Norð- ur-Ameríku sem Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu. Flogið verð- ur þrisvar í viku frá 25. maí til sept- emberloka. Sala farseðla er þegar hafin. „Kansas City-flugvöllur er sá stærsti í Bandaríkjunum þar sem ekkert beint flug til Evrópu er í boði. Með nágrannaborgum er íbúafjöldi svæðisins um 5 milljónir og Icelandair því að opna stóran spennandi markað fyrir íslenska ferðaþjónustu og styrkja tengiflug félagsins til og frá Evrópu,“ er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, for- stjóra Icelandair, í tilkynningu frá félaginu. Kansas City er í miðjum Banda- ríkjunum á mörkum ríkjanna Kan- sas og Missouri á sléttunum miklu. Saga borgarinnar tengist gjarnan villta vestrinu og amerískri menn- ingu. Hún var heimabær útlagans Jessie James, þar teiknaði Walt Disney fyrst Mikka mús á náms- árum sínum og Count Basie kynnti „swing“ tónlist fyrst í fjölmörgum djassklúbbum borgarinnar. Beint flug Ice- landair til Kansas City hefst í vor Icelandair Nýr áfangstaður í vor. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gunnar Svavarsson, framkvæmda- stjóri Nýs Landspítala ohf. (NLSH), segir það ekki rétt sem fram kom í Morgunblaðinu í gær að spítala- svæðið hefði verið stækkað. Vísar hann þar til fréttar á forsíðu. Sagði þar að áformað væri að bæta þremur stórhýsum við fyrirhugað svæði Nýs Landspítala. Um væri að ræða 15 þúsund fermetra randbyggð. Þá var vitnað í kynningargögn á vef Nýs Landspítala þar sem sagði að gert væri ráð fyrir vörumóttöku vest- an við meðferðarkjarnann. Á lóðinni væri mögulegt að stækka meðferð- arkjarnann til vesturs. „Samkvæmt teikningu ASK arkitekta, sem birt er í Morgunblaðinu í dag, hafa verið gerð drög að byggingu á umræddri lóð. Hún verður á móti áformaðri samgöngumiðstöð,“ sagði orðrétt í fréttinni í blaðinu í gær. Gunnar segir misskilnings gæta í þessari framsetningu. Bæði randbyggðin og stækkun meðferðarkjarnans til vesturs hafi verið inni á samþykktu deiliskipulagi frá 2013. Því sé hvorki um að ræða viðbót né stækkun. Að því leyti sé fyrirsögn greinarinnar, Nýtt spítala- svæði stækkar, villandi. Úthlutað til Vísindagarða „Það sem hefur gerst er að lóðum syðst á svæði deiliskipulagsins, sem eru ekki inni á lóð Landspítala og Há- skóla Íslands, var úthlutað til Vís- indagarða Háskóla Íslands til frekari þróunar og úthlutunar,“ segir Gunn- ar og vísar til randbyggðar. Hann bendir svo á að áætlanir um uppbyggingu 1. áfanga í Hring- brautarverkefninu taki ekki á öllum húsum í deiliskipulaginu. Engum nýjum húsum hafi verið bætt við. Spurður hvenær skóflustunga verður tekin að meðferðarkjarnanum segir Gunnar það verða gert næsta sumar með fyrirvara um fjár- og framkvæmdaheimildir. Hvað varðar fyrirhugað rannsóknarhús annars vegar og skrifstofu- og tæknihús hins vegar segir Gunnar að skóflustunga að þeim verði tekin á árunum 2019- 2021 með fyrirvara um fjár- og fram- kvæmdaheimildir. Síðari áfangi ekki tímasettur Hvað varðar framkvæmdir við byggingu vestan við meðferðarkjarn- ann segir Gunnar þær ráðgerðar í síðari áfanga, sem væri ótímasettur. Þær væru ekki hluti af 1. áfanga verkefnisins sem gildi til 2023. Haft var eftir Eiríki Hilmarssyni, framkvæmdastjóra Vísindagarða Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu í gær að hugmyndir væru um að hægja á umferð við Hringbraut. Þá m.a. vegna fyrirhugaðrar uppbygg- ingar. Gunnar segir þessar hugmyndir ekki hafa verið til umræðu við gerð deiliskipulagsins 2013. Öll forysta í umferðarmálum á Hringbraut sé á hendi Reykjavíkurborgar og Vega- gerðarinnar. Skóflustunga tekin að nýjum spítala í sumar  Fulltrúi Nýs Landspítala segir engin hús hafa bæst við Teikning/Corpus3 Drög Nýr meðferðarkjarni. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Djarfur dílaskarfur réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og nældi sér í ál við höfnina í Höfn í Hornafirði. Brynjúlfur Brynjólfsson, sem er í forsvari fyrir Fuglaathug- unarstöð Suðausturlands, náði yfir 100 myndum af baráttu dílaskarfs- ins við álinn, en atvikið átti sér stað um tíuleytið á nýársdag. Brynjúlfur segir ljóst að baráttan við álinn hafi staðið í einhverja stund áður en hann kom þar að, enda virtist állinn þreyttur. „Þetta er vegleg fyrsta máltið ársins hjá skarfinum. Ég hélt fyrst að hann væri með silung þegar ég sá hann. Ég sá bara langan fisk, aðeins app- elsínugulur og brúnleitur blær á honum. Mér datt í hug einhver bleikja en svo var hann svolítið stærri og lengri. Hann hefur vænt- anlega verið búinn að djöflast í hon- um og þreyta hann þarna,“ segir Brynjúlfur í samtali við Morg- unblaðið. Fuglaathugunarstöð Suð- austurlands vinnur við merkingar og rannsóknir á fuglum á Íslandi og er ein sinnar tegundar hérlendis. Myndband af atvikinu má nálgast á fésbókarsíðu stöðvarinnar. Háll áll í dögurð við höfnina Ljósmynd/Brynjúlfur Brynjólfsson Kirkjuráð hefur gert samkomulag við fráfarandi vígslubiskup í Skál- holti, Kristján Val Ingólfsson, um að sinna ákveðnum verkefnum þar til nýr vígslubiskup tekur við, að sögn Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Nýjar kosningar um embætti vígslubiskups í Skálholti hefjast með rafrænu forvali frá hádegi 2. febrúar til hádegis 7. febrúar. Kosningin sjálf fer fram með póst- kosningu dagana 9. mars til og með 21 mars. ge@mbl.is Kristján Valur sinnir verkefnum þar til nýr biskup tekur við

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.