Morgunblaðið - 10.01.2018, Side 8

Morgunblaðið - 10.01.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018 Bergþór Ólason,þingmaður Miðflokksins, skrif- aði athyglisverðan pistil hér í blaðið í gær þar sem hann benti á að skatta- hækkanir væru framkvæmdar strax en að skatta- lækkanir eða það sem koma mætti á móti skattahækkununum fengi að bíða.    Nefndi hann fjármagnstekju-skatt sem dæmi, þar sem skatthlutfallið væri hækkað en beð- ið með að útfæra gjaldstofninn, þannig að raunávöxtunin ein yrði skattlögð. Niðurstaðan væri hærri skattlagning.    Þá nefndi Bergþór að talað værium að skattar mættu ekki lækka í uppsveiflu og spurði hvort þau rök mæltu þá ekki með niður- skurði ríkisútgjalda. „Ef eyðsla almennings er hættuleg fyrir efna- hagslífið, er eyðsla ríkisins eitthvað betri?“    Hann benti á að stjórnmálamennhrósuðu sér af útgjaldaaukn- ingu í innviði, sem þurfi að efla, en spurði hvað væri þá með skatt- greiðendur. „Eru þeir ekki mestu innviðirnir? Er ekki ástæða til að efla þá með myndarlegum skatta- lækkunum?“ spurði þingmaðurinn.    Þetta er ábending sem á mikinnrétt á sér. Stjórnmálmenn gleyma því iðulega þegar þeir kom- ast í aðstöðu til að leggja á skatta að þeir eiga að huga að hags- munum skattgreiðenda.    Skattgreiðendur, með öðrumorðum almenningur, eiga rétt á að halda sem mestu af því sem þeir afla í eigin vösum. Algengar afsakanir um efnahagslegt góðæri eða hallæri koma því ekkert við. Bergþór Ólason Skattgreiðendur skipta líka máli STAKSTEINAR Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, skipaði í gær átta héraðsdómara sem taldir voru hæfastir samkvæmt mati dómnefnd- ar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti á grundvelli dómstólalaga, að því er fram kom í tilkynningu. Skipuð voru: Arnar Þór Jónsson, Ásgerður Ragnarsdóttir, Ástráður Haraldsson, Bergþóra Ingólfsdóttir, Daði Kristjánsson, Helgi Sigurðsson, Ingiríður Lúð- víksdóttir og Pétur Dam Leifsson. Að lokinni skipun í embættin rit- aði settur dómsmálaráðherra bréf og kom með því á framfæri við dóms- málaráðherra athugasemdum um verklag og reglur um veitingu dóm- araembætta. Dómsmálaráðherra hefur lýst opinberlega yfir vilja sín- um til þess að endurskoða þær regl- ur. Var bréfið jafnframt sent alls- herjar- og menntamálanefnd Alþingis. Í bréfinu segir Guðlaugur Þór m.a. að þrátt fyrir að hann hafi tvívegis sent tölvupósta til starfs- manns nefndarinnar hafi nefndin lát- ið líða hjá að svara veigamiklum at- hugasemdum og spurningum ráðherra. „Settur ráðherra er til að mynda enn engu nær um innbyrðis vægi þeirra sjónarmiða sem lágu til grundvallar mati nefndarinnar,“ segir hann. Þá hafi nefndin ekki út- skýrt hvernig hið svokallaða „heild- stæða mat“ hennar fór fram. Átta nýir héraðsdómarar skipaðir  Ráðherra gagnrýnir vinnubrögð dómnefndar og telur breytingar nauðsynlegar Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Mikið álag er um þessar mundir á Landspítalanum en fjöldi sjúklinga hefur leitað til spítalans síðustu daga vegna inflúensutilvika og slysa. „Það er árstíðabundin uppsveifla í starf- seminni sem við þekkjum alveg. Til viðbótar við mikla inflúensu eru aðr- ar pestir að ganga sömuleiðis. Síðan hefur það mikil áhrif á starfsemina hjá okkur að það hafa mjög margir komið hingað með brot og ákomur vegna alls kyns hálkuslysa,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoð- armaður forstjóra Landspítalans. Hún bendir jafnframt á að flensan herjar einnig á starfsfólk spítalans sem er nú þegar undirmannaður. „Á sama tíma og við erum að glíma við skort á starfsfólki sér- staklega hjúkrunarfræðingum og þurfum við því að loka rýmum. Þetta er svona keðja og hún er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn“. Starfa náið með heilsugæslum Anna beinir því til fólks að leita al- mennt til heilsugæslunnar fyrst ef erindið er ekki áríðandi. „Við beinum því almennt til fólks að ef það telur sig geta nýtt þjónustu heilsugæslunnar og læknavaktar- innar að fara þangað fyrst. Að sama skapi ef það áríðandi ef fólk telur sig alvarlega veikt að það komi hingað. Það er bæði þannig að við sendum á heilsugæsluna í forskoðanir og sömuleiðis sendir heilsugæslan fólk til okkar. Þetta er náin samvinna“. Anna segir fólk almennt fara eftir þeim tilmælum að leita fyrst til heilsugæslunnar en álagið þar hefur einnig aukist. „Það er áríðandi að fólk leiti læknisaðstoðar ef það telur sig þurfa þess. Það á ekki að draga það ef það telur gagn í að leita á heilsugæsluna og ef það telur sig al- varlega veikt, þá kemur það hingað.“ Aukið álag á Landspítalanum  Mikið um inflúensutilvik og hálkuslys Morgunblaðið/Ómar Spítali Árstíðabundni flensufarald- urinn er ögn meiri í ár en áður. HVAÐ HENTAR ÞÍNU STARFSFÓLKI? Hjá okkur færðu ljúffengan mat úr fyrsta flokks hráefni. • Fjölbreytta rétti úr fiski, kjöti og grænmeti. • llmandi og nýbökuð brauð, rík af korni og fræjum. • Gómsætar súpur, lagaðar með hollustu að leiðarljósi. • Brakandi fersk salöt og ávexti. • Við komum til móts við ykkar óskir kryddogkaviar.is kryddogkaviar@kryddogkaviar.is Sími 515 0702 og 515 0701 Veður víða um heim 9.1., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Bolungarvík 6 alskýjað Akureyri 8 skýjað Nuuk -6 snjóél Þórshöfn 6 skýjað Ósló -3 þoka Kaupmannahöfn 3 heiðskírt Stokkhólmur -2 heiðskírt Helsinki 0 heiðskírt Lúxemborg 6 heiðskírt Brussel 4 skýjað Dublin 7 súld Glasgow 3 skýjað London 5 þoka París 7 súld Amsterdam 3 þoka Hamborg 3 heiðskírt Berlín 4 heiðskírt Vín 6 skýjað Moskva -5 heiðskírt Algarve 14 rigning Madríd 3 rigning Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 14 léttskýjað Róm 13 rigning Aþena 12 skýjað Winnipeg -6 skýjað Montreal 0 snjókoma New York 4 heiðskírt Chicago -1 þoka Orlando 21 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:06 16:06 ÍSAFJÖRÐUR 11:41 15:40 SIGLUFJÖRÐUR 11:26 15:22 DJÚPIVOGUR 10:43 15:28

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.