Morgunblaðið - 10.01.2018, Qupperneq 13
ólíkt eða hvort það þýddi að það sem
hann mundi ekki væri hluti af skáld-
skapnum.“
Þurfum að hlusta á þá eldri
– Minnið í okkur er þó ekki
geymsla, það er vinnslustöð sem er
sífellt að breyta og bæta.
„Já, minnið hefur verið eitt af
uppáhaldsviðfangsefnunum í mínu
fagi. Eftir að ég hætti í starfi við Há-
skólann setti ég á laggirnar nám-
skeið sem ég nefndi „Auður efri ára“.
Þar var farið í gegnum það hvernig
við getum tekist á við lífið þegar við
eldumst. Ég las mér til um öldrunar-
sálfræði og ræddi við sérfræðinga
um hvað það væri í raun sem gerðist
hjá okkur á því nýja aldursskeiði.
Eins og flestir vita höfum við vinstra
heilahvel og hægra heilahvel.
Geymslan fer fram í vinstra heila-
hvelinu en móttaka og vinnsla í því
hægra. Það sem við tökum við í
hægra hvelinu og vinnum úr varð-
veitist í vinstra hvelinu. Þegar við
eldumst drögum við smám saman úr
inntöku á nýju efni og þá verður
hægra hvelið latt. Þetta er meðal
annars ástæðan fyrir því hversu ötult
eldra fólk er við að segja frá því liðna.
Þær frásagnir eru sannur auður fyrir
þá sem leggja við hlustir. Þegar ég er
á vettvangi að lesa úr bókinni minni
kemur fólk oft að máli við mig og lýs-
ir eftirsjá yfir að hafa ekki lagt við
hlustir þegar það bauðst. Því miður
held ég að það sé að gerast í síaukn-
um mæli í okkar hraða samfélagi þar
sem við höfum aðgang að flestu nema
reynslu og tilfinningum okkar nán-
ustu. Vonandi verður vakning í þess-
um efnum, því lífið hefur tilhneign-
ingu til að ganga í hring.“
– Í inngangi bókarinnar segist
þú vonast til að geta framkallað
skilning og samkennd hjá lesendum
með fólkinu sem þú segir frá. Átti
það ekki líka við um höfundinn sjálf-
an?
„Svo sannarlega, því meðan á
skrifunum stóð opnuðust margar
skilningsdyr og ég sá betur sam-
hengi hlutanna. Það má því segja að
skrifin og greining á sögunni hafi
þannig verið ákveðin lækning. Pabbi
minn var algert hörkutól og alger dá-
semd, en hann var líka mjög
tilfinninganæmur og lokaður þegar
kom að því persónulega. Hann ræddi
aldrei bernsku sína út frá sársauk-
anum sem mætti honum þá, heldur
aðeins um góðu minningarnar. Eftir
að pabbi lést sagði mamma mér að
stærsta bernskusár pabba hefði
smám saman leitt af sér þunglyndið
sem hann glímdi við síðustu 15 ár ævi
sinnar. Hún hafði lofað honum að
ræða ekki við neinn um það sem
hafði gengið honum svo nærri, og því
var líf hans fyrir mér ráðgáta. Sú
ráðgáta var ein meginástæðan fyrir
því að ég hafði þörf fyrir að skrifa
bókina árið 2017, sléttum 100 árum
eftir fæðingu hans.
Lesendur bókarinnar Það sem
dvelur í þögninni skynja eflaust sam-
eiginleg mynstur sem ég leitast við
að draga fram. Hér á ég við áhrifa-
valda pabba frá bernskuárum hans
og áhrifavalda föður hans þegar
hann var ungur drengur. Þá leitast
ég við að tengja mynstur Kristrún-
anna tveggja, Kristrúnar Tómas-
dóttur föðurömmu minnar og Krist-
rúnar Jónsdóttur föðurömmu
hennar. Samfella kynslóðanna og
áhrif hennar á þá sem á eftir koma er
grunntónninn sem ég leitaðist við að
slá.“
Per ardua ad Astra Kristrún Tómasdóttir, föðuramma
Ástu, teiknaði fyrst og málaði þessa mynd, litaði ullar-
bönd og saumaði svo út með forníslenskum krosssaumi.
Komin heim Kristrún eftir heimkomuna frá Ameríku
með þremur börnum sínum, Unni Sylvíu, Benedikt Agli
og Ragnari Tómasi, föður bókarhöfundar, Ástu.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2018
Á morgun fimmtudag fara af stað
fyrstu tónleikar í röðinni Jazz í há-
deginu á vegum Borgarbókasafnsins.
Stína Ágústsdóttir ætlar að mæta í
Gerðuberg í Breiðholti kl. 12.15-13 og
flytja vókalísur við valin sóló sem
flytjendur á borð við Cannonball Add-
erley, Duke Ellington, Wynton Kelly,
Miles Davis, Charlie Parker og Ward-
ell Gray hljóðrituðu á sínum tíma.
Vókalísur eru sóló sem settur er nýr
texti við. Ekki er vitað til að þetta hafi
verið gert áður á Íslandi á þennan
hátt. Stína sér um sönginn en Kjartan
Valdemarsson leikur á píanó, Leifur
Gunnarsson á kontrabassa og Matt-
hías Hemstock á trommur. Stína
fagnar útgáfu sinnar þriðju plötu,
Jazz á íslensku, og hefur hún samið
textana sjálf.
Djass í Gerðubergi á morgun fimmtudag
Söngkonan Stína Söngur hennar er sagður einlægur og glettinn.
Stína syngur í hádeginu
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
ÚTSALAN ER HAFIN
30-70% afsláttur
ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU!
Bólgueyðandi og verkjastillandi
munnsogstafla við særindum í hálsi
HUNANGS
OG SÍTRÓNU-
BRAGÐ
APPELSÍNU-
BRAGÐ
SYKURLAUST
Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og
Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri,
munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen.
Strefenernotaðsemskammtímameðferð
til að draga tímabundið úr særindum í
hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en
12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu
rólega og láta leysast upp í munni á
3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur
á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið
lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega
upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir
notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings
sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu
og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is.