Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 3. J A N Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  19. tölublað  106. árgangur  TÖFRABRÖGÐ KVIKMYNDA- SÖGUNNAR TIANA ÓSK FIMMTA BEST Í HEIMI PERSÓNULEG NÁLGUN VIÐ LANDS- LAG OG NÁTTÚRU ÍÞRÓTTIR ÞESSI EYJA JÖRÐIN 30STIKLAÐ Á STÓRU 12 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Arion banki mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabús United Silicon að ganga að veðum sínum í eignum fyrirtækisins, koma þeim eignum í söluferli og freista þess að koma kísilverksmiðjunni aftur í gang. Í tilkynningu bankans til kauphallar- innar kemur fram að Arion er eini kröfuhafinn á fyrsta veðrétti. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins verður stofnað nýtt félag um eignirnar sem bankinn gengur út frá að eignast við gjaldþrota- skipti United Silicons en félagið lýsti sig gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Um 8 kaupendur hafa sýnt verksmiðjunni áhuga en allt söluferli er á frumstigi. Ef bankanum berst ekki viðunandi til- boð í eignirnar verður reynt að koma verksmiðjunni í gang áður en sala fer fram. Arion banki átti u.þ.b. 67% í Unit- ed Silicon þegar félagið var tekið til gjaldþrotaskipta en bankinn kom upphaflega inn sem lánveitandi ann- ars vegar og ráðgefandi í fjármögn- unarfasa fyrirtækisins hinsvegar en aldrei stóð til að eignast verulegan hlut í fyrirtækinu. Bankinn eign- aðist upphaflega hlut í fyrirtækinu eftir að hafa sölutryggt skuldabréfaútboð og keypt síðan það sem ekki seldist. Í framhaldinu lagði bankinn til viðbótarhlutarfé og eignaðist síðan hægt og rólega meiri hlut í fyrirtækinu eftir því sem rekstur versnaði. United Silicon fékk fyrst heimild til greiðslustöðv- unar í ágúst 2017. Rekstur verk- smiðju félagsins var skömmu síðar, 1. september, stöðvaður af Um- hverfisstofnun. Tilkynnt var í fyrra- dag um úrskurð Umhverfisstofnun- ar sem kvað á um að United Silicon fengi ekki heimild til að hefja fram- leiðslu á ný fyrr en lokið væri við nær allar þær tilteknu úrbætur sem eru í mati norska ráðgjafafyrirtæk- isins Multiconsult sem rannsakað hefur tækjabúnað fyrirtækisins. Stjórn United Silicon sendi frá sér tilkynningu sem segir að „útséð þykir að nauðasamningar náist og því ekki forsendur fyrir beiðni um frekari framlengingu á greiðslu- stöðvun“. Áætlar stjórnin að fram- kvæmdir og viðbætur verksmiðj- unnar gætu tekið vel á annað ár. Í tilkynningu Arion banka til kaup- hallarinnar í gær kemur fram að lán, kröfur og aðrar eignir sem tengjast United Silicon, þar með talið allt hlutafé bankans í félaginu, voru færðar niður um 4,8 milljarða króna í uppgjöri bankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2017. Nýtt félag um United Silicon  Arion banki mun stofna nýtt félag um þær eignir sem koma úr gjaldþrotaskipt- um United Silicon  Freista þess að koma verksmiðjunni í gang og í nýjar hendur MLangtíma tekjumissir … »2 Ljósmynd/Víkurfréttir Gjaldþrota United Silicon lýsti sig gjaldþrota í Héraðsdómi í gær. Stærsti eigandi og lánveitandi fyrirtækisins, Arion banki, mun ganga að veðum sínum. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Launavísitala Hagstofunnar hefur ofmetið launabreytingar hjá fólki í þjónustu-, sölu- og afgreiðslustörf- um um 38% á árunum 2005-2016. Þetta benda Samtök atvinnulífsins á og vísa til samanburðar á launavísi- tölu og þeirrar hækkunar sem orðið hefur á reglulegum launum fullvinn- andi í fyrrnefndum geirum. „Launavísitala Hagstofunnar hef- ur æ ofan í æ ofmetið þær launa- breytingar sem orðið hafa á íslensk- um vinnumarkaði síðustu áratugina. Hún hefur að jafnaði hækkað rúm- lega 0,7% umfram hækkun meðal- launa á árabilinu 2005-2016,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri SA. „Þetta er verulega alvarlegt mál því vinnumarkaðurinn allur miðar forsendur þeirra kröfugerða sem uppi eru þegar kjarasamningar losna við þessa vísitölu. Þegar hún gefur ranga mynd af launaþróuninni er fólk í sífellu að miða við hluti sem varpa ekki réttu ljósi á raunverulega launaþróun í landinu.“ Bendir Hannes á að sú aðferða- fræði sem Hagstofan styðst við sé hvergi annars staðar notuð til að meta launabreytingar á vinnumark- aði. „Aðferðin sem hér er notuð þekk- ist hvergi annars staðar og raunar var bent á þessa innbyggðu skekkju þegar þetta fyrirkomulag var tekið upp. Þá gerðu þeir sem þekktu best til í þessum efnum sér grein fyrir því að þessi aðferð skilaði ávallt hærri niðurstöðu um hlutfallsbreytingar en breyting meðallauna gerði,“ segir Hannes. »16 Launabreytingar ofmetnar  SA segja launavísitölu Hagstofunnar gefa bjagaða mynd  Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkis- olíufélagið Pet- oro hafa skilað til orkustofn- unar olíu- leitarleyfum á Drekasvæðinu. Íslenska fyrir- tækið Eykon Energy hyggst ekki leggja inn sitt leyfi, heldur finna nýja samstarfsaðila. Orkustofnun telur Eykon Energy ekki hafa næga getu til þess að halda áfram með verkefnið. »2 Olíuleit á Dreka- svæðinu í uppnámi Olía Bakslag er kom- ið í olíuleitina. Reykjavíkurborg innheimtir sem svarar 1,5 milljónum króna í innviða- gjald á hverja 100 fermetra í fyrir- huguðum íbúðum í Furugerði við Bústaðaveg. Gjaldið kemur til við- bótar gatnagerðargjaldi. Það nemur samtals um 50 milljónum króna. Stundum hjá borgarlínunni Óli Örn Eiríksson, deildarstjóri atvinnuþróunar hjá skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar hjá borginni, seg- ir innviðagjaldið mismunandi. „Gjaldið tekur mið af aðstæðum hverju sinni. Stundum eru bygging- arlóðirnar við hliðina á fyrirhugaðri borgarlínu og stundum koma aðilar með samfélagslega innviði til við- bótar við samgönguinnviði. Það er að segja samfélagslega innviði í skilningnum félagslegt húsnæði eða leiguíbúðir. Gjaldið er því mismun- andi eftir reitum,“ segir Óli Örn. Varðandi innviðagjaldið í Furu- gerðinu bendir Óli Örn á að ef börn- um fjölgi með fleiri íbúðum fylgi því kostnaður. Borgin sé að meta hús- næðisþörf Knattspyrnufélagsins Víkings í Víkinni. Það komi senn á fjárhagsáætlun. baldura@mbl.is »6 1,5 millj- óna gjald á 100 fer- metra íbúð Morgunblaðið/Ómar Öryggi Kjalnesingar vilja að breikkun Vesturlandsvegar hefjist sem allra fyrst.  Vegagerðin áætlar að það taki fimm til sjö ár að breikka Vestur- landsveg á Kjalarnesi. Talsverð vinna er eftir við undirbúning og fjármagn hefur ekki verið tryggt á fjárlögum. Gróf kostnaðar- áætlun fyrir breikkun hringvegar á Kjalarnesi á 10 km kafla frá Kollafirði að Hvalfjarðargöngum er áætluð í kringum 2.600 millj- ónir króna. Vinna er í gangi við gerð deili- skipulags fyrir svæðið og er gert ráð fyrir að deiliskipulagstillaga verði auglýst í febrúar. Mikill þrýstingur hefur verið á stjórnvöld að grípa til aðgerða á Vesturlandsveginum. Sveitar- stjórnir hafa ályktað sem og Fés- bókarhópurinn Til öryggis á Kjal- arnesi. » 14 Áætla að það muni taka fimm til sjö ár að breikka Vesturlandsveg á Kjalarnesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.