Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 Sálin meðal strengjanna“var yfirskrift tónleika Ás-dísar Valdimarsdóttur ogMarcels Worms í Salnum á laugardagskvöld og orð að sönnu, enda víólan að margra viti einna ,mannlegasti‘ fulltrúi hennar þar sem hún nær frá dýpstu ten- órrödd upp fyrir skærasta sópran. Því má svo við bæta að þó að mál- hreinsunarnýyrðið „lágfiðla“ frá um 1900 þyki nú rétthugsunarlega óalandi – á svipuðum skyndi- forsendum og „undirleikur“ í stað „meðleiks“ – þá ranglætist það fremur af því að víólan var frum- gerð fiðlufjölskyldunnar – s.s. ekki „lág“ útgáfa af fiðlunni. Fiðlan kom nefnilega til síðar – sbr. viol- ino: „lítil víóla“. Dæmigert tím- anna tákn þegar sögulegur bak- grunnur víkur fyrir hrárri augnablikstilfinningu. En það er önnur saga. Hitt stóð eftir að innbyggð hljómfegurð hljóðfærisins skilaði sér að fullu þetta kvöld í magnaðri tjáningu Ásdísar, er spannaði nærfellt alla hugsanlega liti og kenndir með jafnt dramatískri spennu og snerpu sem syngjandi angurværð, leiftrandi gáska og nærri draugalegri dulúð, svo hljóti fyrir vikið að mega setja hana í fremstu röð núverandi víólista landsmanna. Hún var dyggilega studd píanó- samleik félaga síns úr kammer- hópnum Leo Smit Ensemble í Amsterdam, hins hollenzka Marcels Worms. Kannski burtséð frá fyrsta verkinu, táningsárasón- ötu Mendelssohns frá 1824 þar sem styrksamvægið var frekar ví- ólunni í óvil. Það lagaðist hins vegar eftir það. Fyrst í Sónötu Mieczyslavs Weinbergs (1919-96), þeas. seinni eftirgerð Klarínettsónötu hans Op. 28 frá 1945 sem frá mínum bæjar- dyrum stóð upp úr annars ágætu verkavali kvöldsins fyrir víðfeðmt innblásinn frumleika, m.a. í íbygg- inni hljómanotkun á jaðri gálga- húmors er Sjostakovitsj, vinur hans og stuðningsmaður í Moskvu, kunni óefað að meta, þótt lægi oft- ar en ekki undir niðri. Pólska helfararfórnarlambið í Auschwitz, Dick Kattenburg (1919-44) átti eftir hlé snotran Allegro moderato þátt úr ófull- gerðri Sónötu í prýðisgóðri túlkun. Hann náði þó ekki upp í þríþættan svanasöng Sjostakovitsj, Sónötu hans frá því fáum vikum fyrir andlát meistarans sumarið 1975. Þrátt fyrir feigðargrun Dmitris hikaði hann ekki við að læða inn hálfsatírískum ,poco scherzoso‘ marsi í miðju, þó að innhverf ör- lagasátt virtist ráða ferðum í út- þáttum er dúóið tjáði af snilld við frábærar undirtektir. Og skyldi engan undra. Samstillt „…innbyggð hljómfegurð hljóðfærisins skilaði sér að fullu þetta kvöld í magnaðri tjáningu Ásdísar,“ segir meðal annars um tónleika Ásdísar Valdimarsdóttur víóluleikara og hollenska píanóleikarans Marcel Worms. Sál strengja og anda Salurinn Kammertónleikar bbbbn Verk eftir Mendelssohn, Weinberg, Katt- enburg og Sjostakovitsj. Ásdís Valdi- marsdóttir víóla og Marcel Worms pí- anó. Laugardaginn 20.1. kl. 16. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST konan Kristen Bell sætt gagnrýni fyrir að ræða ekki fílinn í herberginu á verðlaunaafhendingunni. Þar er vísað til þess að hún hafi ekki nefnt það einu orði að Aziz Ansari og James Franco, sem báðir voru til- nefndir fyrir leik sinn, hafi verið sak- aðir um óviðkunnanlega framkomu í garð kvenna. Áhættuleikarar kvikmyndarinnar Wonder Woman voru verðlaunaðir fyrir framúrskarandi frammistöðu sem og áhættuleikarar í sjónvarps- þáttaröðinni Game of Thrones. Besti leikari í sjónvarpsþáttaröð eða -mynd var Alexander Skarsgard í Big Little Lies og besta leikkonan í sjónvarpsþáttaröð eða -mynd var Nicole Kidman. „Mikið er dásamlegt að ferli okkar þarf ekki lengur að ljúka um fertugt. […] Við höfum sannað að við erum hæfar og kröft- ugar og lífseigar. Ég bið þess aðeins að bransinn haldi áfram að standa með okkur,“ sagði Kidman. Claire Foy var verðlaunuð fyrir leik sinn í The Crown, sem og Willi- am H. Macy fyrir Shameless. Julia Louis-Dreyfus hlaut sín níundu SAG-verðlaun fyrir gamanþáttaröð- ina Veep, en enginn annar leikari hefur unnið verðlaunin jafnoft. Hún var ekki viðstödd afhendinguna, enda í miðri meðferð vegna brjósta- krabbameins. Morgan Freeman var heiðraður fyrir ævistarf sitt. Verðlaun Sambands kvikmynda- framleiðenda í Bandaríkjunum, Producers Guild Awards, voru af- hent á laugardag. Þar var The Shape of Water í leikstjórn Guill- ermo del Toro valin besta myndin. Coco var valin besta teiknimyndin og The Handmaid’s Tale besta sjón- varpsþáttaröðin. AFP Besti leikhópurinn Frances McDormand ásamt leikhóp Three Billboards Outside Ebbing, Missouri. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Þri 23/1 kl. 20:00 aukas. Mið 7/2 kl. 20:00 aukas. Fös 2/3 kl. 20:00 aukas. Fim 25/1 kl. 20:00 59. s Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Lau 3/3 kl. 20:00 aukas. Fös 26/1 kl. 20:00 60. s Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Sun 4/3 kl. 20:00 aukas. Lau 27/1 kl. 20:00 61. s Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Fös 9/3 kl. 20:00 aukas. Þri 30/1 kl. 20:00 aukas. Sun 18/2 kl. 20:00 69. s Lau 10/3 kl. 20:00 aukas. Lau 3/2 kl. 20:00 64. s Fös 23/2 kl. 20:00 aukas. Lau 17/3 kl. 20:00 aukas. Sun 4/2 kl. 20:00 65. s Lau 24/2 kl. 20:00 aukas. Þri 6/2 kl. 20:00 aukas. Sun 25/2 kl. 20:00 aukas. Allra síðustu sýningar leikársins! Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið) Mið 24/1 kl. 20:00 8. s Fim 1/2 kl. 20:00 11. s Sun 11/2 kl. 20:00 14. s Sun 28/1 kl. 20:00 9. s Fös 2/2 kl. 20:00 12. s Fim 15/2 kl. 20:00 15. s Mið 31/1 kl. 20:00 10. s Fim 8/2 kl. 20:00 13. s Byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar. Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Sun 28/1 kl. 20:00 48. s Lau 3/2 kl. 20:00 50. s Fös 2/2 kl. 20:00 49. s Fös 9/2 kl. 20:00 51. s Draumur um eilífa ást Medea (Nýja sviðið) Mið 24/1 kl. 20:00 6. s Mið 31/1 kl. 20:00 8. s Sun 28/1 kl. 20:00 7. s Fim 1/2 kl. 20:00 9. s Stuttur sýningatími. Allra síðustu sýningar! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 28/1 kl. 13:00 aukas. Sun 4/2 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas. Allra síðustu sýningar. Skúmaskot (Litla sviðið) Lau 27/1 kl. 13:00 7. s Sun 4/2 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas. Sun 28/1 kl. 13:00 8. s Lau 10/2 kl. 13:00 aukas. Búðu þig undir dularfullt ferðalag! Hafið (Stóra sviðið) Fös 26/1 kl. 19:30 10.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 11.sýn Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 19.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 28/1 kl. 13:00 Sun 11/2 kl. 13:00 Sun 4/2 kl. 13:00 Sun 18/2 kl. 13:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Faðirinn (Kassinn) Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn Þri 30/1 kl. 19:30 Auka Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn Mið 14/2 kl. 19:30 Auka Fös 2/2 kl. 19:30 Auka Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Efi (Kassinn) Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Mið 7/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Lau 3/3 kl. 19:30 13.sýn Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Lau 27/1 kl. 13:00 5.sýn Fim 8/2 kl. 13:00 7.sýn Lau 27/1 kl. 15:00 6.sýn Fim 8/2 kl. 15:00 8.sýn Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 3/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 15:00 Lau 10/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 13:00 Lau 10/2 kl. 15:00 Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 15:00 Brúðusýning Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 25/1 kl. 20:00 Fös 2/2 kl. 22:30 Lau 10/2 kl. 22:30 Fös 26/1 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 20:00 Fim 15/2 kl. 20:00 Fös 26/1 kl. 22:30 Lau 3/2 kl. 22:30 Fös 16/2 kl. 20:00 Lau 27/1 kl. 20:00 Fim 8/2 kl. 20:00 Fös 16/2 kl. 22:30 Lau 27/1 kl. 22:30 Fös 9/2 kl. 20:00 Lau 17/2 kl. 20:00 Fim 1/2 kl. 20:00 Fös 9/2 kl. 22:30 Lau 17/2 kl. 22:30 Fös 2/2 kl. 20:00 Lau 10/2 kl. 20:00 Sun 18/2 kl. 21:00 Konudagur Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 7/2 kl. 20:00 Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 14/2 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 28/2 kl. 20:00 Mið 28/3 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.