Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 Það legði birtu af þeim gjörningi, ef ríkisstjórnin tæki á æskudögum sínum og í fullri sátt ákvörðun þess efnis að styrkja barnastarf í Jemen með einni milljón dala (dollara). Sömu upphæð ætti að senda stjórninni í Bangla- desh en hún er með fangið fullt vegna flóttafólksins frá Myanmar (Burma) en helmingur þess gríð- arlega mannfjölda er börn. Víðar er þörf eins við öll vitum en á þeim tveim svæðum sem hér eru tilnefnd er ástandið einna skelfi- legast og píslir barnanna eins og þær geta verstar orðið. Upphæð- irnar sem héðan kæmu væru eins og dropi í úthaf en orðspor okkar og sjálfsvirðing eru í veði. Ef stóru fréttastofurnar létu slíkra gjörða af hálfu Íslendinga getið í fréttum gæti það vakið aðrar þjóð- ir af svefni og ýtt fram fleiri hjálparverkum. Þjóðir aflögufærar hafa verið of hikandi og smátæk- ar gagnvart þörfum fyrir aðstoð við nauð- stadda í Afríku og Mið-Austurlöndum. Aðstoð hefði átt að renna í stríðum straumum til neyðar- svæða í heilan áratug, ekki bara fjármunir og matvörur heldur einnig leiðbeinendur í getnaðar- og sótt- vörnum ásamt kennurum í rækt- unar- og tæknimálum. Úrræða- leysi á heimavelli veldur flótta og leit að nýjum möguleikum í öðru umhverfi og í löndum annarra þjóða. Íslenskt klapp – ekki víkingaklapp Íslenska klappið er rétta heitið á lófataki íþróttamanna með upp- rétta handleggina. Það er á því heimóttarlegur bragur að nefna þetta hressilega klapp eftir dönsk- um og norskum óbótamönnum fornaldar. Skandínavarnir höfðu fréttir af auði breskra klaustra, settust undir árar og réru yfir Norðursjóinn í því skyni að ræna og rupla. Lesa má um aðfarir þeirra í klaustrinu á eynni Lindis- farne þar sem þeir myrtu munka og annað vopnlaust fólk án mis- kunnar og höfðu síðan á brott með sér helga gripi og önnur verð- mæti. Fleiri slíkar frásagnir af heimsóknum víkinga í klaustur á Bretlandi eru skráðar en aðfarir Skandinavanna vöktu skelfingu og viðbjóð um allt Bretland og víðar. Kristni var tekin að móta dagfar og viðhorf fólks víða í löndum Evrópu og voru því skrælingjar úr norðri þeim mun verr séðir, enda taldir þegnar úr ríki Satans. Til að auðvelda sér aðdáun á vík- ingum og sjóræningjum hafa menn hallað sér að síðari tíma rómantíseruðum bókverkum og kvikmyndum sem skila þeim ósönnum og snyrtum myndum af þessum óþokkum fornaldar. Ís- lendingar eiga að losa sig undan víkingaheitum og muna að „Ís- lenskan er orða frjósöm móðir/ ekki þarf að sníkja bræður góðir“. Vestfjarðakappar hljómar betur en Vestfjarðavíkingar enda nær sanni. Vonandi verður framhald á frækilegri frammistöðu íþrótta- fólksins okkar og íslenska klappið á sínum stað. Afleggjum glannalegar lífsvenjur Umfjöllun í blöðum um sjúkra- tryggingar og kostnaðinn við rekstur spítalanna hefur verið í nokkuð þröngum farvegi; menn virðast ekki sjá aðrar aðkomur en meiri fjáraustur úr ríkissjóði. Gunnlaugur K. Jónsson er einn örfárra manna sem hafa reynt að breikka umræðuna og spyr hvort við höfum gleymt að hvert og eitt okkar ber ábyrgð á þeim lifnaðar- háttum sem ráða mestu um heilsu- far okkar. Áfengi, tóbak og önnur fíkniefni bera þungan toll og því fær enginn mótmælt. Rangar neysluvenjur og óhóf hafa leitt til ofþyngdar hjá stórum hluta þjóð- arinnar en offita leiðir til margs- konar sjúkleika; sykursýki er orð- in faraldur í landinu; tannskemmdir eru algengar meðal barna en einnig er farið að bera á offitu meðal þeirra. Með meiri hófsemi í neyslu almennt og aukn- um hlut matjurta í fæðu okkar myndum við sjá miklar breytingar til hins betra á furðuskömmum tíma, álagið á lækna og stofnanir þeirra mundi minnka, lyfjanotkun mundi minnka verulega og færri vinnustundir glatast. Sú afneitun sem þarf að eiga sér stað gagn- vart ýmsum glannalegum neyslu- venjum okkar ætti ekki að vera okkur ofraun ef við íhugum ávinn- inginn. Sitthvað um samfélagsmál Eftir Emil Als »Ef stóru fréttastof- urnar létu slíkra gjörða af hálfu Íslend- inga getið í fréttum gæti það vakið aðrar þjóðir af svefni og ýtt fram fleiri hjálparverkum. Emil Als Höfundur er læknir. Þetta söng Þokkabót, vinsæl hljómsveit sem hóf feril sinn á áttunda áratug síðustu aldar og flutti lög í anda vinstri- sinnaðrar þjóðfélags- ádeilu. Í flutningi þessa lags og texta eftir Mal- vinu Reynolds, snilldar- lega snarað af Þórarni Guðnasyni, fór ekki milli mála, að verið var að gera grín að blokkar- byggingum í Reykjavík sjálfstæðismanna, sem vinstrimönn- um þótti lélegur arkitektúr svo ekki sé meira sagt. Lífið í þessum blokka- hverfum með kaupmanninn á horn- inu og litla verslunarmiðstöð í hverf- inu þótti líka lítt spennandi og Þokkabót söng: Og í húsunum eiga heima ungir námsmenn sem ganga í háskóla, sem lætur þá inn í litla kassa, litla kassa, alla eins. Staðlaður stúdent í kassa var nú ekki ná- kvæmlega æðsta hug- mynd vinstrimanna um menningarlega auðugt mannlíf. Miklu fremur var það táknmynd alls þess ófrelsis hugar og lífsmáta sem þeir töldu einkenna hægristefnu og börðust gegn. Þeir litu á sjálfa sig sem frjálsa og gátu ekki sætt sig við þá hugmynd, að það mætti staðla lífshætti fólks, hvað þá fólkið sjálft, til að skapa ver- öld þar sem allir yndu sælir við sitt. Samt hefur þessi hugmynd fylgt vinstrimönnum frá dögum Marx og síðar Leníns og eina útgáfu hennar sjáum við nú í stefnu vinstri- meirihlutans í borgarstjórn um Borg- arlínu og þéttingu byggðar. Nú skal velja mestu umferðaræðarnar, þar sem Borgarlína liggur, og meðfram þessum æðum skal fylla öll græn svæði og bílastæði með nýjum stórum íbúðakössum. Ef söngflokkurinn hefði horft upp á þetta fyrir 40 árum hefði hann umsvifalaust stimplað þetta sem hægristefnu og sungið: Stóra kassa með Borgarlínu byggja núna á bílastæðunum og þar flytur inn góða fólkið í Goretex-fötum og gönguskóm. Söngflokkurinn mundi þannig grín- ast með bæði arkitektúrinn og hina stöðluðu lífshætti sem þarna er verið að koma á, allt skipulagt eftir stefnum sem er að finna í aðalskipulagi Reykjavíkur um skipulag vistvænna hverfa og hverfisverslana. Þessi hverfi verða svo þétt að þar glittir varla í grænt utan nokkur tré upp úr malbikinu. Fólk mun varla þora að skreppa út í búð á bíl sínum af ótta við að missa bílastæðið. Ætli maður að heimsækja einhvern í þess- um hverfum þýðir ekkert að fara á einkabíl þangað sem ekkert er bíla- stæðið, svo við verðum að nota Borg- arlínu. Hagsmuna hennar er þannig vel gætt. Stórmarkaðir með matvöru í jaðri íbúðarsvæðis eru andstæðir gild- andi aðalskipulagi Reykjavíkur, þann- ig skal tryggt að íbúar hverfisins kaupi allt sitt hjá kaupmanninum á horninu. Það er ekki komið fram hvort hinar stóru netverslanir sem senda vöruna heim eru komnar á skipulagið Það liggur auðvitað ekki alveg ljóst fyrir hvað það er sem gerir þessi hverfi vistvæn. Varla er það eins- leitnin eða nábýli við umferðaröng- þveitið meðfram fráteknum akreinum Borgarlínu. Hugsanlega á það að vera gamli íhaldskaupmaðurinn á horninu, en hann kemst varla að fyrir 10-11 með sitt skyndibitafæði. Kannski á það að vera vegalengdin til næstu bensínstöðvar sem verður í næsta sveitarfélagi ef vinstrimeirihlutinn kemur fram stefnu sinni í þeim mál- um. Þá er ótalið, að íbúðirnar verða væntanlega of dýrar fyrir venjulega stúdenta, en það flokkast varla undir vistvæna eiginleika. Sú stöðlun og einsleitni sem Þokka- bót grínaðist með fólki til viðvörunar var í þá daga talin sprottin af gróða- hyggju hægrimanna, en virðist nú vera orðin að draumsýn vinstrimeiri- hlutans í Reykjavík. Það er erfitt að sjá nokkurn heillegan þráð í málflutn- ingi þeirra sem getur leitt til þessarar stefnu nema helst eitthvert óþol gagn- vart einkabílnum. Inn í það er svo ver- ið að hræra öðrum málum eins og al- menningssamgöngum, minni loftmengun, lýðheilsu og vistvænum hverfum. Útkoman, það sem allt ann- að verður að víkja fyrir, er Borgarlína ásamt stöðlun á búsetuúrræðum fólks og lifnaðarháttum þess svo það passi inn í draumsýnina. Fyrir henni verður allt að víkja; hagkvæmni, þjónusta við borgarbúa og aðhald í rekstri borgar- innar. Vinstrimeirihlutinn er búinn að reikna dæmið og fá sína útkomu og hún stendur hvað sem hver segir. Ef annað kemur út úr raunveruleikanum munu vinstrimenn segja að eitthvað sé að raunveruleikanum. Lífshættir íbúa höfuðborgarsvæð- isins byggjast hvað flesta varðar á einkabílnum. Fyrirbrigði eins og smá- kaupmaðurinn á horninu hafa orðið undir í samkeppninni um viðskipta- vini. Skipulag höfuðborgarsvæðisins er sniðið að einkabílnum og í öllum bæjarfélögunum nema sjálfri höfuð- borginni hefur því verið lýst yfir, að ekki verði við honum amast. Aðeins í sjálfri Reykjavík er reynt að þvinga fram hugmyndir um búsetu og lífs- hætti sem í reynd er búið að hafna. Útkoman úr slíkum tilraunum verður að lokum ætíð eins; óstjórn, efnahags- leg hrörnun og skrifstofuræði. Þessa sjást þegar skýr merki í Reykjavík og hér þarf að breyta um stefnu. Litlir kassar á lækjarbakka Eftir Elías Elíasson » Aðeins í sjálfri Reykja- vík er reynt að þvinga fram hugmyndir um bú- setu og lífshætti sem í reynd er búið að hafna. Elías Elíasson Höfundur er verkfræðingur. GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Sérfræðingar í erfiðum blettum! Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is Sími: 535 9000 | bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð Vottaðir hágæða VARAHLUTIR í flestar gerðir bifreiða Siðan 1962 Bílanaust er einnig í Kópavogi – Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.