Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Þróun kvikmyndatækninnarhefur staðið í 120 ár, alltfrá svart-hvítum þöglumörmyndum til tölvugerðra stórmynda nútímans. Í flugblaði SAS, sem stóð farþegum til boða í desember sl. og verður væntanlega í vösum á sætisbökunum út janúar- mánuð eru m.a. ýmsir fróðleiks- molar í þessari mögnuðu kvik- myndasögu. Hér er stiklað á stóru: 1. KVIKMYNDIN Gestir á kaffihúsinu Grand Café Paris þann 28. desember árið 1895 sátu agndofa þegar eimlest stefndi beint á þá á miklum hraða ofan af hvítu tjaldi. Heimildarmyndin Eim- reið kemur á brautarpall var aðeins 50 sekúndna löng en með henni mörkuðu frönsku bræðurnir Aug- uste og Louis Lumiére upphaf al- mennra kvikmyndasýninga í heim- inum. Þar nutu þeir frumkvöðlastarfs Thomas Edisons og William K. Dicksons sem höfðu þróað tæknina árin á undan. Á Norðurlöndunum varð ljósmyndar- inn Peter Elfelt fyrstur til að taka lifandi myndir af dönsku hversdags- lífi tveimur árum síðar eða 1897. Og fyrstu kvikmyndasýningarnar á Ís- landi voru aðeins fimm árum síðar þegar tveir erlendir lukkuridarar ferðuðust um landið og kynntu landsmönnum þetta nýja undur. 2. LITMYNDIN Svart- hvíti litaskal- inn réð árum, ef ekki áratug- um saman ríkj- um á sýningar- tjöldunum. En smám saman fjölgaði lit- unum. Á Bret- landi voru þannig nokkr- ar þöglar myndir teknar með tækni sem kall- aðist Kinemacolor milli 1912 og 1914. Byltingin varð hins vegar með Technicolor-tækninni sem leiddi fram ríkuleg litbrigði í Hollywood- stórmyndum á borð við Á hverfanda hveli og Galdrakarlinn í Oz sem báð- ar voru frumsýndar árið 1939. Danir og Svíar gerðu fyrstu norrænu lit- myndirnar árið 1946. Núna eru Topp 10 töfrabrögð kvikmyndasögunnar Erfitt er að ímynda sér að kvikmyndagerð eigi eftir að taka afgerandi tækniframförum, nú þegar svo virðist sem allt sem okkur getur dottið í hug sé bæði sýnilegt og heyranlegt á hvíta tjaldinu – og jafnvel á skjánum líka. En þannig hefur það ekki alltaf verið. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon 1895 Úr heimildarmyndinni Eim- reiðin kemur á brautarpall eftir Auguste og Louis Lumiére. 1939 Á hverfanda hveli var tekin með Technicolor-tækninni. Þegar sjónvarpið hélt innreið sína og bauð upp á svipað kassaform og kvikmyndirnar, neyddust kvikmynda- framleiðendur til að laða áhorfendur út af heimilunum með nýrri breiðtjaldstækni á borð við CinemaScope. Orri Vésteinsson, prófessor í forn- leifafræði við Háskóla Íslands, flyt- ur hádegisfyrirlesturinn Þorp á Hofstöðum í Mývatnssveit, kl. 12 á morgun, miðvikudaginn 24. janúar í sal Þjóðminjasafns Íslands. Í erindinu greinir hann frá niður- stöðum vettvangsrannsókna haust- ið 2017, en þar hafði árið áður fundist óþekkt bæjarstæði um 400 metrum norðan við veisluskálann á Hofstöðum í Mývatnssveit. Hann beinir sjónum að þeim af- leiðingum sem þessir fundir og aðrir sambærilegir hafa á hug- myndir okkar um skipulag byggðar í öndverðu og setur vísbendingar um fjölbýli á landnámsjörðum í samhengi við víðtækar rannsóknir á þróun byggðar í Þingeyjarsýslum og Skagafirði. Erindið er í fyrirlestrarröð Félags fornleifafræðinga, námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafns Íslands. Vefsíðan www.felagfornleifafraedinga.is Morgunblaðið/Birkir Fanndal Stillur í Mývatnssveit Það er óneitanlega víða fagurt í Mývatnssveit. Þorp á Hofstöðum í Mývatnssveit? Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúru- vöktunar hjá Veðurstofu Íslands, kynnir náttúruváreftirlit Veðurstof- unnar, kl. 12-15 - 12.55, á morgun, miðvikudaginn 24. janúar, í Náttúru- fræðistofu Kópavogs, Hamraborg 6a. Kristín mun einkum fjalla um eftirlit er varðar jarðskjálfta og eldfjöll. Hver er staða virkra eldstöðva í dag og hvað getur almenningur gert til að fylgjast með atburðum sem verða í iðrum jarðar? Á undirsíðum og tengl- um Veðurstofunnar má nálgast fróð- leik af margvíslegum toga um virkni eldstöðvanna og á hinu eldvirka belti Íslands. Erindið er liður í Menningu á mið- vikudögum sem er dagskrá hjá Menn- ingarhúsunum í Kópavogi á hverjum miðvikudegi. Aðgangur ókeypis. Menning á miðvikudögum hjá Menningarhúsunum í Kópavogi Hvað er að frétta af gos- stöðvunum? Morgunblaðið/RAX Hekla Frægasta eldfjall Íslands í ald- anna rás gaus síðast árið 2000. Liðsmenn Illgresis hafa undanfarið svolítið verið að slíðra hljóðfærin sín í Gullöldinni Sportbar við Hvera- fold. Þeir hyggjast endurtaka leikinn kl. 21 til 23 í kvöld, þriðjudaginn 23. janúar. Hljómsveitin varð til sumarið 2009 þegar leiðir þeirra Guðmundar Atla Péturssonar (mandólín), Vignis Þórs Pálssonar (banjó), Arnbjörns Sólimanns Sigurðssonar (gítar) og Eiríks Hlöðverssonar (tvöfaldur bassi) lágu saman í leitinni að ein- hverjum til að spila með bluegrass. Illgresi fæst við instrumental bluegrass tónlist, hraða og hressa, í þeim stíl sem rekja má til uppruna þessarar tónlistar og músíkanta á borð við mandólínleikarann Bill Monroe og hljómsveit hans, banjó- leikarann Earl Scruggs og fleiri slíka á árunum eftir seinna stríð. Á laga- listum Illgresis eru gamlir standard- ar eins og Foggy Mountain Break- down og Paddy on the Turnpike í bland við yngra efni, t.d. frá man- dólínleikaranum David Grisman og banjóleikaranum Béla Fleck. Gamlir standardar á lagalistunum Þriðjudags Bluegrass með Illgresi á Gullöldinni í kvöld Illgresi Hljómsveitin Illgresi varð til árið 2009 þegar leiðir liðsmanna lágu saman í leit að einhverjum til að spila með bluegrass. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan GÆÐA BAKKAMATUR Sjá heimasíðu www.veislulist.is Veislulist afgreiðir hádegismat í bökkum alla daga ársins, bæði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Í yfir 40 ár hefur Veislulist lagt áherslu á góða þjónustu og framúrskaran matreiðslu. Hádegismatur Verð kr. 1.370 Lágmark 3 bakkar + sendingargjald d MisMUnAndi RéTTiR AllA dAGA viKUnnAR EldUM EinniG fyRiR MöTUnEyTi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.