Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 Missagt var í frétt á forsíðu Morgunblaðsins í gær, sem byggðist á viðtali á blaðsíðu 6 við Skarphéðin Berg Steinarsson, nýjan ferðamálastjóra, að hann teldi komugjöld af farþegum sem koma til landsins besta kostinn til að fjármagna uppbyggingu inn- viða í þágu ferðaþjónustunnar. Að mati ferðamálastjóra er slík inn- heimta aðeins ein þeirra leiða sem koma til greina í fyrrnefndu skyni. Þjónustu- og notendagjöld eru þó besti kosturinn í stöðunni, að hans mati. Fréttin á forsíðu var því efnislega röng og fyrirsögn hennar ekki í neinu samræmi við efni viðtalsins sem vitnað var til. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Telur þjónustugjöld vera besta kostinn LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR * Til að DHA skili jákvæðum áhrifum þarf að neyta 250 mg á dag. OMEGA-3 FYRIR SJÓN OG AUGU Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi sem er einkumætlað að viðhalda eðlilegri sjón. Omega-3 augu inniheldur lútein, zeaxanþín og bláberjaþykkni. Ásamt omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og ríblóflavíni (B2 vítamín) sem stuðla að viðhaldi eðlilegrar sjónar. Fæst í öllum helstu apótekum landsins. BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Vísbendingar eru um að á árinu 2017 hafi fjárfestingar lífeyrissjóða er- lendis verið á bilinu 120-130 millj- arðar að minnsta kosti. Þetta segir Gunnar Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðs- ins og formaður starfshóps um hlut- verk lífeyrissjóða í uppbyggingu at- vinnulífs sem for- sætisráðherra skipaði í fyrra- sumar á blaða- mannafundi. Lífeyrissjóð- irnir sátu fastir í fjármagnshöftum í átta ár þar til í mars á síðasta ári. Þeir gátu því ekki fjárfest er- lendis fyrr en þá. Á sama tíma greiddu landsmenn meira í sjóðina en þeir tóku út. Hlutfallið hefur því lækkað úr 30% árið 2006 í 23% árið 2016. Auki vægi erlendra eigna Starfshópurinn telur mikilvægt að lífeyrissjóðir stefni á að auka vægi erlendra eigna til að draga úr um- svifum í innlendu hagkerfi og auka áhættudreifingu, segir í skýrslu sem birt var á föstudag. „Með hliðsjón af aukinni erlendri fjárfestingu lífeyrissjóða töldum við ekki ástæðu til að ganga lengra og leggja fram tillögu um gólf á erlenda fjárfestingu,“ segir Gunnar og nefnir að í þessu felist að brýnt sé fyrir líf- eyrissjóðum að fjárfesta erlendis í ríkara mæli. Að hans sögn stefna líf- eyrissjóðir á að „auka verulega vægi erlendra eigna“. Aðspurður segir hann að lífeyrissjóðir gætu náð hlut- fallinu í 40% á sex til átta árum án þess að selja innlendar eignir. „Við viljum líka að stjórnvöld fylg- ist með þróuninni,“ segir Gunnar. Hópurinn leggur til að stjórnvöld semji skýrslu á árinu 2020 um vægi erlenda eigna lífeyrissjóða til að meta hvort ástæða sé til að endur- skoða lagaákvæði um heimildir líf- eyrissjóða. Fram kemur í skýrslunni að í al- þjóðlegum samanburði séu erlendar eignir íslenskra lífeyrissjóða með minnsta móti. Í samanburðarlöndum sé algengt að hlutfallið sé yfir 40% af heildareignum. Holland og Sviss séu með álíka stóra lífeyrissjóði í hlutfalli af vergri landsframleiðslu en hjá þessum þjóðum sé hlutfallið 81% og 41% svo dæmi sé tekið. Erlendar eignir eru mikilvægar fyrir áhættudreifingu, sérstaklega fyrir lítil hagkerfi eins og Ísland. Hér á landi er atvinnulífið tiltölulega einhæft og samtvinnað og því getur samdráttur haft víðtæk áhrif, að því er segir í skýrslunni. Heyrst hafa raddir um að stórfelld eignakaup lífeyrissjóða í útlöndum á komandi árum kunni að veikja gengi krónunnar. Starfshópurinn bað Hag- fræðistofnun að svara þeirri spurn- ingu. Niðurstaða hennar er að hugs- ast getur að breytt eignasamsetning lífeyrissjóðanna veiki krónuna, en sennilega yrðu þau áhrif ekki mikil. Fjárfest fyrir 120-130 milljarða erlendis  Lífeyrissjóðir gátu fjárfest erlendis í fyrra eftir átta ára bið Erlendar eignir lífeyrissjóða 2005-2017 Sem hlutfall af heildareignum 30% 28% 26% 24% 22% 20% 18% 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Heimild: Seðlabanki Íslands Gunnar Baldvinsson Félag í eigu Reynis Karlssonar hrl. og Braga Sveinssonar bókaút- gefanda hefur keypt helming allra nemenda-, starfsmanna- og hótel- íbúða Háskólans á Bifröst fyrir 580 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hyggst félagið halda áfram upp- byggingu á ferðaþjónustu á staðn- um. Um 100 íbúðir eru enn í eigu íbúðafélags á vegum skólans og verða ekki seldar. Hafa nemendur skólans og starfsfólk þær á leigu. „Þróun í átt til fjarnáms á síð- ustu árum hefur gjörbreytt öllum forsendum um rekstur og nýtingu íbúðarhúsnæðis á Bifröst en nú eru um 80% nemenda skólans í fjarnámi en hann er í fararbroddi meðal íslenskra háskóla á því sviði,“ segir Vilhjálmur Egilsson, rektor á Bifröst. Skuldir íbúðafélaga Háskólans á Bifröst hafa íþyngt rekstri þeirra undanfarin ár. Áhvílandi skuldir, sem eru aðallega við Íbúðalána- sjóð, hafa verið langt umfram það sem rekstur þeirra stendur undir. Vilhjálmur segir að salan hafi ver- ið gerð í samráði við Íbúðalána- sjóð. „Söluandvirði eigna rennur nánast alfarið til sjóðsins,“ segir hann. Íbúðalánasjóður afskrifar háar fjárhæðir í kjölfarið eða um 1.700 milljónir króna. „Ljóst var þegar á árinu 2007 að reksturinn á þessum íbúðum væri ekki að ganga upp en það er fyrst nú að niðurstaða fæst í málin,“ segir Vil- hjálmur. Kaupendur íbúðanna á Bifröst eignast hluta þess húsnæðis sem skólinn notar nú undir kennslu, skrifstofur og bókasafn. Þá taka þeir yfir rekstur hótelsins á staðn- um, en skólinn hefur rekið það undanfarin ár. Vilhjálmur segir ljóst að endurskipuleggja þurfi notkun á húsnæði skólans í kjölfar- ið og flytja til. Miklar breytingar þurfi að verða um garð gengnar fyrir upphaf næsta skólaárs til þess að aðstaða nemenda verði áfram eins og best verður á kosið. Aldargamall í ár Háskólinn á Bifröst starfar á grunni Samvinnuskólans sem stofnaður var í Reykjavík í desem- ber 1918. Hann fagnar því 100 ára afmæli á þessu ári. Stefna skólans a.m.k. 4 ár fram í tímann er end- urnýjuð árlega í framhaldi af stefnumótunarfundi starfsfólks og aðkomu stjórnar skólans. Síðast- liðið haust var ákveðið að halda að auki sérstakan fund þar sem leitað var eftir breiðri þátttöku frá bak- landi skólans. Í kjölfarið gerði stjórn skólans samþykkt þar sem skólinn er skilgreindur sem við- skiptaháskóli og er m.a. ákveðið að nýtt námslíkan verði þróað fyrir nám með búsetu á Bifröst. Þá seg- ir stjórnin að Háskólinn á Bifröst sé opinn fyrir samstarfi og jafnvel sameiningu við aðrar stofnanir á háskólastigi í næsta umhverfi eða á landsbyggðinni. gudmundur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Bifröst Í kringum háskólann og hótelreksturinn hefur myndast vísir að þorpi á staðnum. Auk skólans verður þar áfram rekin ferðaþjónusta. Helmingur íbúða á Bifröst seldur Starfshópurinn leggur til, að því gefnu að lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð verði hækkað úr 12% af launum í 15,5%, að stjórnvöld skoði í samráði við hagsmunaaðila að lögum verði breytt þannig að ein- staklingar fái auknar heimildir til að ráðstafa viðbótarlífeyr- issparnaði til húsnæðissparn- aðar og jafnframt að sjóð- félagar geti ráðstafað 3,5% af 15,5% lágmarksiðgjaldi í sér- eign eða til húsnæðissparn- aðar. Einstaklingar sem leggja fyrir 15,5% af launum í lífeyr- issjóð alla starfsævina, munu safna upp tiltölulega góðum eftirlaunaréttindum. Með við- bótarlífeyrissparnaði geta eft- irlaun jafnvel orðið meiri en atvinnutekjur, segir í skýrsl- unni. Auknar heimildir VIÐBÓTARLÍFEYRIR Aldrei hafa fleiri Íslendingar lagt mannréttindabaráttunni lið í hinni ár- legu herferð Amnesty International Bréf til bjargar lífi eins og árið 2017. Alls voru tíu mál einstaklinga og hópa sem sæta grófum mannréttinda- brotum tekin fyrir og söfnuðust 95.224 undirskriftir, bréf, stuðnings- kveðjur, sms- og netáköll þolendunum til stuðnings, segir í tilkynningu frá Ís- landsdeild Amnesty International. „Það verður að teljast undraverður árangur enda var Ísland á pari við undirskriftasafnanir í löndum eins og Svíþjóð og Bandaríkin, lönd sem telja milljónir og hundruð milljóna íbúa. Þessi einstaki samstöðumáttur Íslend- inga er þakkarverður og við vitum að hann skilar raunverulegum breyt- ingum í lífi þeirra sem minnst mega sín,“ segir í tilkynningunni. Metþátttaka í Bréf til bjargar lífi 2017 Sundlaug og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal verður boð- in út. Það var ákveðið á síðasta fundi borgarráðs að heim- ila umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út áframhaldandi framkvæmdir á skóla og íþrótta- mannvirkjum í Úlfarsárdal. Framkvæmdir hafa staðið yfir við skólamannavirki í Úlfarsárdal frá árinu 2015 og var fyrsti áfanginn, 820 fer- metra leikskólabygging, tekinn í notkun haustið 2016. Þessi misserin er verið að byggja grunnskólann sem er 6.852 fermetrar að stærð. Stefnt er að því að fyrsti hluti hans verði tekinn í notkun í haust. Lagt er upp með að hefjast handa við að byggja menningarmiðstöð ásamt inni- og útisundlaug en einnig sameiginleg rými sem tengir grunnskólann, menningarmiðstöðina og sundlaugina í apríl á þessu ári. Áætlað er þessi áfangi kosti 3.300 milljónir króna sem er með stærri útboðum hjá Reykjavíkurborg, segir í tilkynningu frá borginni. Úr Úlfarsárdal. Áframhaldandi uppbygging í Úlfarsárdal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.