Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 Reykjavík er eftir- sótt af ferðamönnum enda er bæjarstæðið við sundin einstaklega fallegt. Það skýtur því skökku við að borgin glími sífellt við mann- gert svifryk og borgin sé í mun verri málum en stórborgir. Ein af ástæðum þess að svif- ryk er viðvarandi vandamál er að borgin lætur sjaldan sópa göt- ur sínar. Þessu þarf að breyta. Sorphirða hef- ur verið lakari en hjá mörgum öðrum sveit- arfélögum og á það við um heimatunnur sem og rusl á víðavangi. Ferðamannaborg og höfuðborg á að hafa þessi mál í lagi. Sláttur og snjómokstur eru svo kapítuli út af fyrir sig, en mörk Reykja- víkur og Seltjarnarness sýna sláandi mun á þessu. Stjórnkerfið hefur vaxið á kostnað þjónustu við íbúana. Skipuritið hefur vaxið eins og arfi og óljós ábyrgð gerir afgreiðslu mála seina og ótrygga. Flestar fundargerðir borg- arinnar enda á sama orðinu: Frest- að. Þessu þarf að breyta. Rekstur borgarinnar hefur þyngst í góðæri og er sú þróun rann- sóknarefni. Mesta góð- æri Íslandssögunnar hefur skilað hvalreka til borgarsjóðs en skuldir borgarsjóðs hafa vaxið úr 62 millj- örðum 1. janúar 2014 í 112 milljarða 30. sept- ember 2017. Það er aukning upp á 80% á innan við fjórum árum. Þetta verðum við að stöðva. Breytinga er þörf Í vor gefst tækifæri fyrir íbúa Reykjavíkur að velja áframhaldandi lausatök, eða breyta um stefnu og taka á vandanum. Ég býð mig fram til að leiða lista Sjálfstæðisflokks- ins í prófkjöri sem fer fram í þessari viku. Ef ég fæ ykkar stuðning mun ég beita mér fyrir breytingum í stjórn borgarinnar næstu fjögur árin. Eftir Eyþór Arnalds » Í vor gefst tækifæri fyrir íbúa Reykjavíkur að velja áfram- haldandi lausa- tök, eða breyta um stefnu og taka á vand- anum. Eyþór Arnalds Höfundur er frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Tökum til í Reykjavík Borgarlínan kallast verkefni sem sveitar- félögin á höfuðborg- arsvæðinu settu á fót til að skoða hvernig þróa mætti almenn- ingssamgöngur í framtíðinni. Ekki er verið að horfa til þeirra lausna sem verður að ráðast í núna, heldur er verið að horfa til ársins 2040. Verkefnið fjallar um að greina hvernig hægt verði að hafa áhrif á skipulag og þróun byggðarinnar á höfuðborg- arsvæðinu ásamt því að bjóða fólki upp á að nota almennings- samgöngur og minnka álagið á samgöngukerfið sem er þegar sprungið á álagstímum og mun versna. Tvær síðustu ríkis- stjórnir undir forystu Sjálfstæð- isflokks sem og Sjálfstæðisflokk- urinn í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík styðja verk- efnið þar sem um nauðsynlega aðgerð til framtíðar er að ræða. Ef borgarlína getur stytt tím- ann sem við eyðum í umferð- arteppu um 25% þá er sjálfsagt að skoða málið. Í upphafi barátt- unnar mátti heyra frá nokkrum meðframbjóðendum mínum að það ætti alfarið að hætta að ræða Borgarlínuna og kasta henni ein- faldlega út af borð- inu. Úrtölumenn kasta því fram að verkefnið verði allt of dýrt og því eigi að hætta við hið snarasta. Þeir minn- ast ekki á það að verkefninu fylgir tekjuhlið. Samhliða þeim þróunarási sem borgarlínan mun mynda verða til verðmæt byggingarsvæði með mikilli atvinnu og þjónustu. Þau svæði geta dregið verulega úr því mikla álagi sem nú er á vest- urhluta borgarinnar og styrkt svæðin austanmegin. Takist það er mikill sigur unninn. Á fundi sjálfstæðismanna síð- ast liðinn laugardag rakti ég þá skoðun mína að mér þykir óá- byrgt að hætta að skoða svo mikilvæga heildarlausn til fram- tíðar og þá sérstaklega þar sem sú nálgun er á skjön við afstöðu Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Ég lagði því til að við frambjóð- endurnir myndum setjast niður til að finna þá snertifleti sem við getum sameinast um í þessu viðamikla verkefni svo við getum staðið sameinuð fyrir flokkinn okkar. Ég hef engar áhyggjur af að sá samhljómur náist ekki þar sem ég hef til að mynda haldið á lofti mýmörgum og sjálfsögðum athugasemdum um ákveðna óvissuþætti um þetta verkefni í borgarstjórn und- anfarin ár. Það gleður mig að sú tillaga fékk góðan hljómgrunn og ég er þess handviss að Sjálf- stæðisflokkurinn geti staðið ein- huga að því að gagnrýna það sem gagnrýni er vert, en á sama tíma slá ekki alfarið útaf borð- inu að skoða svo mikilvæga lausn til framtíðar. Eftir Áslaugu Maríu Friðriksdóttur »Ég lagði því til að við frambjóðend- urnir myndum setjast niður til að finna þá snertifleti sem við get- um sameinast um í þessu viðamikla verk- efni. Ég hef engar áhyggjur af að sam- hljómur náist ekki.Áslaug María Friðriksdóttir Höfundur er borgarfulltrúi og fram- bjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Samhljómur Sjálfstæðis- flokks um Borgarlínu Í 14. gr. stjórnar- skrárinnar er kveðið á um að ráðherrar skuli bera ábyrgð á stjórnarfram- kvæmdum öllum. Skipun dómara fellur undir það sem hér er nefnt stjórn- arframkvæmd. Það er því skylt að haga löggjöf landsins með þeim hætti að sá ráð- herra sem í hlut á, dóms- málaráðherra, taki ákvarðanir um skipun nýrra dómara. Í III. kafla laga um dómstóla er að finna ákvæði um skipun dóm- ara. Þessi ákvæði komu inn í lögin á árinu 2010 og er víst að valda- hópurinn við Hæstarétt og eftir atvikum aðra dómstóla beitti sér fyrir setningu þeirra. Þar er kveð- ið á um að dómnefnd skuli meta hæfni umsækjenda um dómara- embætti. Nefndarmenn eru fimm talsins og eru þeir tilnefndir af Hæstarétti, Landsrétti Dóm- stólasýslunni og Lögmannafélagi Íslands. Alþingi kýs svo einn. Þessi nefnd á að raða umsækj- endum upp eftir hæfni og er ráð- herra óheimilt að skipa mann í embættið sem dómnefndin hefur ekki talið hæfastan til að gegna því. Sagt er í lögunum að frá þessu megi þó víkja ef Alþingi samþykki tillögu ráðherra um heimild til að skipa í embættið annan umsækjanda, sem fullnægi að mati dómnefndar skilyrðum til að hljóta skipun í embættið. Ábyrgðarlaus nefnd fær völdin Þessi lagaákvæði virka þannig í reynd að valdið til að skipa nýja dómara hefur verið tekið úr hönd- um dómsmálaráðherra og fengið þessari nefnd. Að vísu getur ráð- herra borið tillögu um frávik und- ir Alþingi. Sú heimild er alveg óvirk í framkvæmd, enda skirrast ráðherrar við að stofna til ágrein- ings og átaka við skipun nýrra dómara. Nefndin er með öllu ábyrgð- arlaus af ákvörð- unum sínum. Fræði- menn í lögfræði hafa dregið í efa að þessi skipan standist fyrr- greint ákvæði stjórnarskrár. Þeir hafa mikið til síns máls. Í ljós hefur komið á undanförnum ár- um að þessi dóm- nefnd hefur misfarið með vald sitt. Um- sækjendur, sem vitað er að eru nefndinni og dómurunum sem að henni standa þóknanlegir, hafa verið teknir fram yfir aðra um- sækjendur sem augljóst er að hafa staðið framar að hæfni. Þannig hafa verið valdir umsækj- endur sem eru gamlir skólabræð- ur og persónulegir vinir sitjandi dómara og þá teknir fram yfir þá sem hæfari hefðu átt að teljast sé miðað við starfsferil og hlut- laust hæfnismat. Þeim áróðri er haldið uppi að „sérfræðingar“ í nefnd taki frek- ar heiðarlega afstöðu til umsækj- enda um dómaraembætti en póli- tískur ráðherra. Þetta er mikill misskilningur. Bæði starfandi dómarar og alls kyns lögfræð- ingar kringum þá eru auðvitað uppfullir af huglægum sjón- armiðum, bæði vegna viðhorfa í stjórnmálum, en þó öllu heldur vegna persónulegra tengsla við þá sem sækja um embætti. Al- menningur ætti ekki að láta þennan áróður blekkja sig. Síðan hefur komið í ljós að dómaraelítan sækist ákaflega eft- ir valdinu til að ákveða hverjir bætast skuli í hópinn. Segja má að þjóðin hafi að undanförnu orð- ið vitni að einhvers konar valda- baráttu þar sem dómarahópnum virðist ekkert vera heilagt. Al- varlegast hefur verið að fylgjast með því þegar dómsvaldið hefur hreinlega verið misnotað í þess- ari valdabaráttu gegn ráðherra dómsmála, sem þó hefur gengið allt of skammt í að reyna að tryggja skapleg vinnubrögð á þessu sviði. Lýðræði og ábyrgð á stjórnarathöfnum Við teljum okkur búa við lýð- ræðislegt stjórnkerfi. Til þess heyrir að þjóðkjörnir fulltrúar þjóðarinnar skuli taka ákvarðanir um málefni sem varða almenning. Þeir sæta svo ábyrgð í kosningum, þar sem meðferð þeirra á rík- isvaldi er til meðferðar. Fulltrúar okkar sem valdir hafa verið af okkur sjálfum eru auðvitað miklu líklegri til að haga ákvörðunum sínum á hlutlausan og málefna- legan hátt, heldur en klíkubræður á því málasviði sem um ræðir hverju sinni. Og bregðist hinir þjóðkjörnu fulltrúar trausti getum við látið þá finna fyrir því með þeim aðferðum sem lýðræðið mæl- ir fyrir um. Af þessum ástæðum er í stjórnarskránni kveðið á um að ráðherra skuli bera ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum. Hinn 19. desember s.l. voru kveðnir upp tveir dómar í Hæsta- rétti í málum umsækjenda um dómarastöður í Landsrétti, sem af nefndinni höfðu verið taldir í hópi 15 hæfustu, en Alþingi skipaði ekki í störfin. Hafa ber í huga að í þessu tilviki var unnið eftir bráða- birgðaákvæði í dómstólalögum um þessa fyrstu skipun dómara í Landsrétt og 15 dómarar skipaðir í einu. Allt að einu fjallaði fyrr- greind dómnefnd um umsækj- endur og raðaði þeim upp. Ráð- herra gerði svo tillögu um 15 dómaraefni til Alþingis, sem tók ákvörðun um hverjir skyldu skip- aðir. Í tillögu ráðherra til Alþingis voru gerðar fjórar breytingar frá uppröðun nefndarinnar. Í bráða- birgðaákvæði laganna var kveðið á um að Alþingi skyldi taka ákvörð- un um skipun þessara fyrstu 15 dómara í Landsrétt. Var tekið fram að ráðherra skyldi gera til- lögu til Alþingis um nöfn þeirra. Ekkert var sagt um að ráðherran- um skyldi vera skylt að gera til- lögu um þá 15 sem nefndin hafði raðað efst. Þar var heldur ekki að finna neinar reglur um að heimild ráðherra til að víkja frá nið- urröðun nefndarinnar væri bundin öðrum skilyrðum en þeim að dóm- araefni þyrfti að fullnægja, að mati dómnefndar, öllum skilyrðum til að geta orðið dómari. Það gerðu allir sem ráðherra lagði til að yrðu skipaðir. Það var því aug- ljóst hverjum manni að ráð- herrann fór í einu og öllu að lög- um við meðferð málsins. Alþingi samþykkti síðan tillögu ráð- herrans. Hirta þurfti ráðherrann En ekki Hæstiréttur! Þar á bæ una menn því ekki að dóm- araelítan skuli ekki í einu og öllu fá að ráða því hverjir verði skip- aðir í dómaraembætti í þessu landi. Það varð því að hirta ráð- herrann fyrir að hafa gert frávik frá uppröðun dómnefndarinnar. Það var gert með því að fallast á miskabótakröfur umsækjend- anna tveggja í málunum sem dæmd voru í desember sl. For- sendur í þeim dómum eru ekki frambærilegar. Fyrst þurfti rétt- urinn að komast að þeirri nið- urstöðu að ráðherrann hefði breytt andstætt lögum við gerð tillögu sinnar til Alþingis. Það var gert með því að telja að ráð- herrann hefði ekki sinnt rann- sóknarskyldu samkvæmt stjórn- sýslulögum, þegar tillagan var gerð. Hvaða rannsóknarskyldu? Lágu ekki fyrir allar upplýsingar um þessa umsækjendur í umsókn- um þeirra sjálfra og umfjöllun dómnefndarinnar um þá? Hvað átti ráðherrann að rannsaka? Ráð- herrann var bara á annarri skoð- un en nefndin um niðurröðun hennar. Reyndar studdist sú nið- urröðun við alveg galnar starfs- aðferðir, eins og sýnt hefur verið fram á að undanförnu, sjá m.a. grein mína „Stórisannleikur“ í Morgunblaðinu og Eyjunni 9. jan- úar sl. Til viðbótar þessu er ljóst að ráðherrann tók alls ekki þá ákvörðun sem hér var fjallað um. Það gerði Alþingi. Hafi skort eitt- hvað á rannsókn málsins áður en ákvörðun var tekin hlutu það að vera þeir sem ákvörðun tóku sem brugðust þeirri skyldu. Það hlutu þá að hafa verið alþingismenn- irnir, sem ákváðu að ráða aðra en málssóknarmenn í embættin. Að- alatriðið er allt að einu, að ekkert skorti á rannsókn málsins, hvorki hjá ráðherra né Alþingi, áður en ákvörðun var tekin. Bregðast verður við Það er svo alveg stórbrotin nið- urstaða að sá sem sækir um starf og fær það ekki geti krafist miskabóta á þeim grundvelli að æra hans hafi meiðst við að verða ekki skipaður í embætti. Þetta er auðvitað bara hlægileg vitleysa. Mikið hlýtur þeim dómurum að liggja á sem dæma svona. Nauðsynlegt er að þjóðin átti sig á því að dómaraelítan er í valdabaráttu. Hún vill fá að ráða því hverjir hljóti laus dómaraemb- ætti. Og hún virðist ekki hika við að misnota á grófan hátt dómsvald sitt til að kenna þeim ráðherra lexíu sem ekki beygir sig í duftið. Málið er mjög alvarlegt og kall- ar á viðbrögð af hálfu Alþingis. Endurskoða verður reglur um skipan nýrra dómara og uppræta þá með öllu áhrif sitjandi dómara við val milli umsækjenda. Barátta um völd Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Bæði starfandi dóm- arar og alls kyns lögfræðingar kringum þá eru auðvitað upp- fullir af huglægum sjón- armiðum, bæði vegna viðhorfa í stjórnmálum, og þó öllu heldur vegna persónulegra tengsla við þá sem sækja um embætti. Almenningur ætti ekki að láta þennan áróður blekkja sig. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.