Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 ✝ Grétar L.Strange raf- vélavirkjameistari fæddist á Seltjarn- arnesi 23. ágúst 1931. Hann and- aðist á Landspítal- anum í Reykjavík 10. janúar 2018. Foreldrar hans voru þau Victor Strange, reiðhjóla- og rennismiður frá Friðriksberg í Kaupmannahöfn, f. 2. september 1896, d. 4. ágúst 1975, og Hansína Þorvalds- dóttir húsfreyja frá Skálanesi á Mýrum, f. 8. júní 1900, d. 1. maí 1986. Hann var sjötti í röð átta systkina en þau voru; Elsa, Borghildur, Vilborg, Gyða, Egill, Grétar, Ruth og Victor. Grétar kvæntist 16. maí 1953 Eddu Ástu Sigurðardóttir, f. 9. febrúar 1932 á Akureyri. Þau hjónin eignuðust fjögur börn. einnig dótturina Anítu Ýri sem er í sambúð með Sölva Mar Valdimarssyni. Grétar átti fimm barnabarnabörn. Eftir hefðbundna skólagöngu lærði Grétar rafvélavirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík og tók sveinspróf 1951. Hann tók síðan rafmagnsdeild Vélskólans. Grétar starfaði við almenn raf- virkjastörf hér á landi en 1962 fór hann ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjana þar sem hann vann hjá Westinghouse. Eftir að hann kom heim um áramótin 1963-1964 byrjaði hann hjá Jötni þar sem hann vann þang- að til Jötunn hætti, eftir það vann hann í nokkur ár hjá Mætti. Grétar var meðal annars í trúnaðarmannaráði Félags ís- lenskra rafvirkja og í sveins- prófsnefnd rafvélavirkja í mörg ár, lengst af sem formaður. Grétar var virkur í skátahreyf- ingunni. Útför Grétars fer fram frá Seljakirkju í dag, 23. janúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Þau eru: 1. Sig- urður rafmagns- tæknifræðingur, f. 17.4. 1955, sam- býliskona hans er Harpa Kristjáns- dóttir, fyrri eigin- kona Sigurðar var Sigrún Garðars- dóttir. 2. Guðrún, húsmóðir, f. 24.1. 1958, eiginmaður hennar er Hilmar Snorrason. Börn þeirra eru Edda Margrét, gift Árna Dani- elssyni, og Haukur. 3. Hannes, sölustjóri, kvæntur Bryndísi Björnsdóttur. Börn þeirra eru Birgir Örn, kvæntur Arndísi Maríu Einarsdóttur, Sandra Björg, í sambúð með Orra Gunnarssyni, og Andri Már. 4. Grétar, flugmaður, kvæntur Guðbjörgu Fanndal Torfadótt- ur. Börn þeirra eru Viktor Torfi og Rakel Ásta. Grétar á Elsku pabbi. Þá hefur pabbi kvatt þessa jarðvist og það gerði hann á sinn máta ef svo má að orði komast. Hann greindist með MND í byrjun september og eftir það gerðust hlutirnir hratt. Honum hrakaði það mikið að hann var fluttur með sjúkrabíl 9. janúar á Landspítalann í Foss- vogi þar sem hann lést daginn eftir. Þetta var í fyrsta sinn sem pabbi hafði farið í sjúkrabíl á æv- inni, enda alla tíð mjög heilsu- hraustur. Mamma hafði séð um hann allan tímann heima og stóð sig alveg frábærlega en hann var afskaplega þakklátur fyrir allt það sem hún gerði. Þessa síðustu daga hafa minn- ingar um pabba flogið um huga mér. Það var ansi margt sem ég lærði af honum og hann var mér góð fyrirmynd í mörgu. Pabbi fylgdist alla tíð mjög vel með okk- ur systkinum, mökum okkar, barnabörnum og langafabörnum og það skipti hann mjög miklu máli að okkur liði sem allra best. Hann var ótrúlega handlaginn, það var nánast ekkert sem hann gat ekki gert eða lagað, hvort sem um var að ræða smíðavinnu, jarðvinnu, bílaviðgerðir, að smíða skútu, kassabíla eða hvað sem var. Þegar eitthvert okkar systk- inanna var í einhverjum fram- kvæmdum þá var pabbi mættur. Seinni árin eftir að líkamlegur þróttur hans þvarr kom hann, eða við sóttum hann í eftirlitsstörf eins við systkinin kölluðum það honum til mikillar ánægju. Hann var oftast með góðar ráðlegging- ar um útfærslu á hinu og þessu. Pabbi var ekki þolinmóðasti maður í heimi enda gerðum við systkinin og mamma oft grín að því, honum fannst óþolandi að bíða, hvort sem um var ræða að bíða í röð í verslun eða eitthvað annað. Pabbi gerði sjálfur oft grín að sér og sagði stundum að ef það væri eitthvað sem hann hefði nóg af þá væri það þolin- mæði, svo hló hann. Hann hafði fínan húmor og gat oft verið mjög stríðinn og þessum húmor hélt hann alveg fram á síðasta dag. Hann var ekki mikið fyrir að dvelja við verkefni, hann bara kláraði þau, það má segja að núna þegar hann kvaddi hafi honum fundist vera komið nóg. Eitt af því sem pabbi hélt að okkur systkinum var skíða- mennska. Hann var mjög góður skíðamaður og keppti á sínum yngri árum fyrir skíðaflokk skáta bæði í bruni og svigi. Pabbi og mamma voru einnig á yngri árum töluvert á gönguskíðum og í tengslum við skíðaskála sem pabbi og vinir hans höfðu byggt á Hellisheiði þegar hann var rétt um tvítugt. Pabbi kenndi okkur öllum á skíði og þær voru ófáar ferðirnar sem farnar voru á skíði hér í nágrenni Reykjavíkur með honum og mömmu. Pabbi var alla tíð vel á sig kom- inn, hann var eitthvað í fótbolta á yngri árum í KR en afi Victor var mikill KR-ingur, þannig að pabbi hefur fengið KR-genin frá honum. Þessar minningar um sam- verustundir með pabba eru nota- legar núna. Auðvitað var maður ekki alltaf sáttur við þann gamla þegar hann var að segja manni til eða hvernig gera ætti þetta og hitt, hann gat verið mjög stjórn- samur og við orðið ósammála en yfirleitt í mjög skamman tíma. Að lokum, elsku pabbi, takk fyrir allar góðar minningar og ég vona að þú verðir áfram með okk- ur einhvers staðar. Sigurður. Elsku pabbi. Nú ertu farinn. Jú, við vissum að hverju stefndi en þó ekki svona hratt þegar þú fékkst í september 2017 þá grein- ingu að þú værir með MND-sjúk- dóminn sem er enn þann dag í dag ólæknanlegur. Það eru marg- ar góðar minningar sem birtast frá þessum tíma. Þú varst ákveð- inn maður, vildir að hlutirnir gengju hratt fyrir sig og það var eins með að vakna á morgnana. Þú komst bara inn og smelltir fingrum og stóðst í dyragættinni þar til maður drattaðist á fætur. Maður var nú ekki alveg til í þetta á unglingsárum og maður fann fljótt út að mamma hafði ekki sömu aðferð – hún kom bara mörgum sinnum inn og ýtti við manni og þar með náði maður í nokkrar aukamínútur í svefn. Ég man líka þegar við fluttum í Garðabæinn úr Fossvoginum og ákveðið var að ég myndi klára 12 ára bekkinn í Fossvogsskóla þó að við værum flutt. Strætósam- göngur voru nú alls ekki góðar í Garðabæinn á þeim tíma og oft var planið að þú myndir bara koma við í Fossvoginum og sækja mig. Þetta gekk nú ekki alltaf eft- ir – því að það kom fyrir að þú varst kominn alla leið í Garða- bæinn og svo allt í einu hringdi síminn og þá var það ég að hringja og spyrja hvort þú hefðir ekki gleymt einhverju – ég man að við hlógum alltaf mikið að þessu. Við bræður unnum nú allir eitthvað hjá Jötni – í sumarfríum og jólafríum o.þ.h. – og ég er enn að hugsa um það hvernig við komust alltaf á leiðarenda, því að t.d. í jólafríum þegar frost var úti og hrím og klaki myndaðist á rúð- um bílanna þá man ég að þú áttir loftkældan Citroën-bíl sem hitaði mjög illa og hrímið fór ekkert og ofan á þetta voru London Docks- vindlar með í för – fullt af reyk og skyggni ekkert en samt komumst við alltaf á leiðarenda – alveg magnað. Þú varst alltaf boðinn og búinn að hjálpa í hvers konar framkvæmdum og þegar við Bryndís fórum að byggja varstu mættur snemma morguns alla daga – svona eins og þú værir bara að mæta til vinnu. Algjör- lega ómetanlegt og við hefðum ekki klárað þetta án þín. Það er alveg ljóst að frá þér fengum við verksvitið og getuna til að takast á við hvaða framkvæmdir sem er; hvort sem það var eitthvað sem var tengt rafmagni, smíðum, pípulögnum eða bara hverju sem er. Við búum að þessu alla ævi. Ekki má gleyma öllum bílavið- gerðunum saman. Ég keypti minn fyrsta bíl 16 ára – einn tjón- aðan úr tryggingafélagi – og árinu fyrir bílpróf eytt í að gera hann í stand. Það var svo gaman og þú svo úrræðagóður er kom að þessu. Þegar bílprófið loks kom var sko farið út að keyra á eld- rauðum Fiat sem var endursmíð- aður af okkur eða kannski öllu heldur þér. Þú hafðir mjög mik- inn áhuga á að fylgjast með börn- unum okkar Bryndísar. Þú mætt- ir ásamt mömmu á öll frjálsíþróttamót þar sem bæði Birgir Örn og Sandra Björg voru að keppa og fótboltamót hjá Andra Má hvort sem þau voru hér á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi. Þau töluðu alltaf um hvað það hefði verið gaman. Hvíl í friði, elsku pabbi. Þinn sonur, Hannes. Það er sárt að þurfa að kveðja, en eins og hann sagði sjálfur, þá er tvennt öruggt, „skatturinn og dauðinn“. Pabbi var eins og mað- ur segir, strangur, þ.e. það var agi á okkar heimili sem varð til þess að oft þurfti maður að finna aðrar leiðir til að fá eitthvað í gegn. Það var í gegnum mömmu sem stóð sem klettur við hlið hans allt til loka. Sú leið var auðveldari og tók mamma það að sér að fara með mál í grenndarkynningu sem oftast leiddi til jákvæðrar niður- stöðu fyrir mig, hún átti gott með að tala við hann. Pabbi var alltaf boðinn og búinn að hjálpa og vildi flest fyrir mann gera. Við gátum þó verið ósammála, en aldrei varð það til að hafa áhrif á samband okkar. Mikill áhugi var á að kaupa tjónaða bíla og gera við þá í skúrnum. Þar lærði maður margt og átti bæði skemmtilega daga í skúrnum sem og erfiða, sérstak- lega þegar maður þurfti að halda á ljósinu fyrir hann og lýsa á þann stað sem hann var að vinna við. Maður var nú kannski ekki alltaf með ljósið á réttum stað og fékk alveg að heyra það, en stuttu seinna kom þessi magnaða setn- ing, „sjaldan fær hann lof sem á ljósinu heldur“. Þegar maður var kominn upp í rúm og líklega átti maður að vera sofnaður, þá sá ég pabba alltaf koma við í dyrunum hjá mér og signa mig og gefa fingurkoss. Þessu gleymdi hann aldrei og ég ekki heldur. Ég hafði ákveðið að læra að verða flugmaður. Til þess þurfti stúdentspróf. Ekki er hægt að segja að ég hafi verið með hæstu einkunnirnar í skólanum. Það var oft erfitt að koma heim með fall í fagi. Þá ræddi maður við mömmu og hún á sinn einstaka hátt ræddi við pabba þannig að maður fékk þægilegri móttökur frá honum. Ég hafði mikinn áhuga á flugi og það hafði pabbi líka. Komst svo síðar að því að hann hafi alltaf langað að vera flugmaður. Að námi loknu var komið að fyrsta flugtúrnum með pabba, mamma ætlaði bara að koma með þegar ég væri byrjaður að fljúga stærri flugvélum. Fórum í loftið í fallegu veðri og flugum um landið. Þetta fannst okkur gaman og maður fann stoltið sem skein frá honum. Krakkarnir hafa alltaf verið stór hluti af lífi pabba. Við fjöl- skyldan áttum magnaðar stundir sem gleymast aldrei með honum og mömmu. Eitt árið fórum við til Flórída og þar fór hann í sund með krökkunum á hverjum degi. Hann var nú samt fljótt flautaður út af í búðarferðunum þar sem raðir í búðum voru ekki hans uppáhald og megnið af þolinmæð- inni hafi hann gefið börnunum sínum eins og hann sagði. Það er gaman að heyra krakkana og konuna mína tala um hann pabba, og klárt að hann á stóran hlut í hjarta þeirra. Sögurnar og minn- ingarnar eru misjafnar og því verður gaman að rifja þær upp nú þegar hann hefur kvatt okkur öll. Ég hef alltaf litið upp til hans og veit að fjölskyldan mín hefur ávallt gert það og gerir enn. Traustur, kennari, hugulsemi og væntumþykja er það sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa til hans. Það er erfitt að kveðja en minning hans lifir og hana tekur enginn frá okkur. Kærar þakkir fyrir allt, elsku pabbi minn, við erum heppin. Þinn Grétar og fjölskylda. Í dag kveð ég með söknuði minn elskulega tengdapabba. Ég kynntist þér fyrir 32 árum þegar ég kom í fyrsta skiptið í Hörgslundinn með Hannesi mín- um. Þá fann ég fljótlega að þú varst mikill húmoristi og elsku- legur maður. Þú varst alltaf boð- inn og búinn að aðstoða okkur, en vildir samt klára það verkefni strax en ekkert vera að hangsa við það. Það var einkennandi með þinn karakter að klára allt fljótt en vel. Ég tók strax eftir því hvað þú elskaðir hana Eddu þína mik- ið, þú varst líka duglegur að láta hana vita af því alveg fram á síð- asta dag. Ég minnist margra skemmtilegra veiði- og útilegu- ferða, þá fór stórfjölskyldan þín öll saman. Þá var grillað, leikið og skemmt sér. Við fórum líka til Spánar að halda upp á 80 ára af- mælið þitt, þessi ferð var yndis- leg í alla staði, frábær minning sem allir höfðu gaman af. Og ekki má gleyma öllum ferðunum í yndislega bústaðinn ykkar í Skorradalnum sem þið byggðuð saman. Þar gistum við Hannes oft með börnunum okkar. Þú hafðir svo gaman af því að hafa okkur hjá ykkur, þá gastu notið þess að fara með krakkana að veiða og út á bát. Síðasta ferð okkar saman var þegar við fórum með ykkur norður í október 2016, við fórum að heimsækja Birgi, Arndísi og Ara Hrafn, langafa- barnið þitt, þú varst svo þakklát- ur fyrir þessa ferð. Við fengum ofboðslega fallegt veður allan tíman sól og logn. Birgir sýndi þér sjúkravélina sem hann er að fljúga og þú hafðir alltaf mikinn áhuga á flugvélum og flugi enda mikið flugfólk í kringum þig. Við fórum líka með ykkur á Siglu- fjörð. Þú varst börnunum okkar frábær afi, varst duglegur að fylgjast með þeim. Þú fylgdir þeim eftir í frjálsum og fótbolta komst oft á þessi mót og varst ekkert að láta það stoppa þig þótt þau væru haldin úti á landi. Þau voru líka ofsalega ánægð með það. Í seinni tíð vandi ég komur mínar til ykkar í morgunkaffi til að spjalla um daginn og veginn. Það var svo gott að finna hvað þú varst þakklátur þegar ég kom í kaffistundirnar. Mér fannst það svo sjálfsagt en þú sagðir alltaf, elsku Bryndís mín, það er það ekki, fólkið nú til dags lifir svo hröðu lífi og það eru ekki allir að gefa sér tíma í svoleiðis. Ég á eftir að sakna allra skemmtilegu frásagnanna þinna og húmorsins. Elsku tengda- pabbi, nú hefur þú fengið ósk þína uppfyllta að fá að hvílast. Hvíl þú í friði. Þín tengdadóttir, Bryndís Björnsdóttir. Elsku afi minn. Orð geta ekki lýst hversu mik- ið ég mun sakna þín. Það var svo yndislegt að geta eytt þessum 18 árum með þér. Þú varst jákvæður og alltaf stutt í brosið. Þú varst lærður rafvirkjameistari en ég held að þú hefðir orðið æðislegur uppistandari. Þú varst mikill húmoristi og það var svo auðvelt að koma til þín og spjalla. Við tengdum mjög vel saman og gát- um við spjallað um allt milli him- ins og jarðar. Takk, afi minn, fyrir allar minningarnar. Minn- ingarnar eru endalausar, eins og gerst hafi í gær. Í mínum augun hafðir þú með góðan fatasmekk og tók eftir því frá ungum aldri. Aðeins fimm ára gamall kom ég til þín með aðdáunarsvip. „Afi, hvar fékkstu þessar buxur?“ Þá varst þú klæddur í ljósbrúnar kakíbuxur. Ég mun aldrei gleyma þegar þú vaskaðir upp og raulaðir með. Ég mun aldrei gleyma að þegar þú sast þá var eins og það væri alltaf einhver taktur í gangi. „Aldur er bara tala,“ þú sannaðir að þessi setning væri sönn. Þú varst að klifra uppi á þaki, sópa laufið og taka til í garðinum þegar þú varst 85 ára gamall. Alveg magnað. Afakex og svali, þú pass- aðir að það væri alltaf til afakex og svali þegar ég kom í heimsókn. Ég skoða myndaalbúm og rifja upp minningar. Tíminn líður hratt. Ljósmyndir af okkur fara með báta sem við bjuggum til í litlu tjörnina við bústaðinn í Skorradal. Þið amma pössuðuð mig mjög oft þegar ég var lítill. Þegar þú komst í heimsókn eða varst að passa mig náðir þú nán- ast ekki að fara úr jakkanum vegna þess að ég vildi leika við þig. Þú varst æðislegur leikfélagi, besti sem til er. Við vorum ekki bara afi og barnabarn, við vorum frábærir vinir og verðum það allt- af. Mun aldrei gleyma því sem þú sagðist síðast við mig. „Haltu áfram að vera svona skemmti- legur.“ Þá sagði ég, „við erum nú skemmtilegastir í fjölskyldunni“. Þá fórst þú að hlæja sem lýsti vin- skap okkar fullkomlega. Hlátur og gleði. Ég elska þig, elsku afi minn Þinn Andri Már. Grétar L. Strange Ungur að aldri keypti Sveinn sér kjallaraherbergi í Nökkvavogi 44 í Reykjavík. Hann réðst til starfa hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborg árið 1987. Helgi Nielsen réð hann til starfans. Hann vann við útprentun á sólarhringsvöktum. Starfið fólst í að prenta öll gögn, sem ríki og Reykjavíkurborg þurftu að fá prentuð á pappír. Nafn fyrir- tækisins breyttist í Skýrr og varð að hlutafélagi, eftir að hafa verið í opinberri eigu áratugum saman. Árið 1999 tókst samstarf milli Skýrr og Umslags um að prent- anir flyttust niður í Umslag, Lág- Sveinn R. Þorvaldsson ✝ Sveinn R. Þor-valdsson fædd- ist 17. nóvember 1963. Hann lést 19. desember 2017. Útför hans hefur farið fram. múla 5. Skýrr átti alla tíð prentarana og á enn í dag. Ég var ráðinn til starfa hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykja- víkurborg 1. sept- ember 1989 sem bif- reiðarstjóri fyrirtækisins. Ég starfaði þar í tutt- ugu og þrjú ár, fyrst hjá Skýrsluvélum, síðan hjá Skýrr og að lokum hjá Advania. Unnum við Sveinn sam- an þessi tuttugu og þrjú ár og var hann nánasti samstarfsmaður minn allan tímann. Með tímanum minnkaði útprentun. Það komu tveir menn til að sjá um útprent- un í Umslagi, þeir Sveinn og Sig- urður Andrésson. Prentararnir voru mörgum sinnum hraðvirkari, öflugri og miklu fleiri. Að lokum var Sveinn einn eftir við prentunina í prent- salnum. Við Sveinn náðum vel saman. Keyrði ég hann annað slagið heim, oftast gekk hann inn í Voga. Stöku sinnum tók hann leigubif- reið. Sjaldgæft var það, oftast gekk hann báðar leiðir. Að heim- an og heim. Sveinn tók aldrei bíl- próf. Hann var ekki allra, en hann var mikill tölvumaður. Hann átti fáa, en góða vini á Facebook. Eignaðist hann einnig marga kunningja í gegnum bridsspila- mennskuna. Hann vann til ótelj- andi verðlauna, átti fullt borð af bikurum, medalíum og silfurdisk áritaðan. Hann fylgdist vel með sínum nánustu vinum. Hann var húmor- isti. Sveinn var skarpgreindur. Hann var lítillátur og hógvær. Hann með hærri mönnum, jötunn að vexti. Fannst mér hann vera tveggja manna maki. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem á eftir, kanske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og synda- gjöld. (Bólu-Hjálmar) Blessuð sé minning þín. Þinn vinur Bergþór Einarsson. Það eru rétt um 37 ár síðan ég kynntist Sveini Þorvaldssyni. Við brölluðum ýmislegt saman, hann var mótspilari minn í brids í mörg ár enda mjög góður spilari, plús góður vinur. Það er erfitt þegar svona mað- ur hverfur snögglega frá. Sveinn var vel greindur og víðlesinn maður. Við spjölluðum oft um ým- is málefni, heimspeki og fleira. Þar kom maður ekki að tómum kofunum. Við fórum í allmargar ferðir á kjördæmamót út um allt land. Þar sýndi hann oft hversu góður bridsspilari hann var. Mörg gull í höfn, við sem vorum með honum í sveit söknum hans. Þar voru með- al annars Halldór bróðir hans og Magnús Sverrisson. Við Sveinn, Sveinn Eiríksson og Erlendur Jónsson urðum ungmennafélags- meistarar 2010 á Akureyri. Það þykir þónokkuð góður árangur og ekki allra að ná því. Þessi örfáu kveðjuorð um góð- an dreng segja allt sem segja þarf. „Gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína og í húsi Drottins bý ég langa ævi.“ (23. Davíðssálmur) Guðlaugur Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.