Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 Félaga atvinnurekenda ermyndarlegt nafn, á merkum félagsskap, en nafnið er ekki endi- lega nákvæmt.    Og þar sem skrif-stofumenn þessa góða félags senda frá sér fleiri umvöndunarbréf til hinna og þessara aðila, ekki síst til þeirra sem halda að þeir séu yfirvöldin í landinu, og send- ingarnar eru flestar með ögn meira af yfirlæti en tíðkast al- mennt, þá er því iðulega ruglað saman við Samtök atvinnulífsins.    Þau samtök komast þó ekki meðtærnar þar sem litla félagið með stóra nafnið hefur hælana.    Nú síðast fékk sjávarútvegs-ráðherrann skammarbréf fyrir að hafa svikið loforð, sem tekið var fram að hann hefði ekki gefið, um að eiga „samtal við þjóð- ina.“    Til skýringar er rétt að takafram að þegar þjóðin er nefnd í þessu sambandi er gengið út frá því að ráðherrann viti að þá er átt við samtal við yfirmann skrifstofu Félags atvinnurekenda sjálfan. Þjóðin, í gömlu úreltu merking- unni, hefur ekki gert neinar at- hugasemdir við þessi svik ráð- herrans á loforði sem hann gaf ekki, heldur hinn hluti þjóðar- innar, sjálfur formaður Viðreisnar, sem hljóp út úr ríkisstjórn nýlega, án samráðs við gömlu úreltu þjóð- ina.    Hvernig stendur á því að sam-tök Evrópuríkja, skipuð San Marínó og Andorra, senda ekki frá sér fleiri höstug umburðarbréf, eins og ástandið er á meginland- inu? Standa þau ekki í stykkinu? Ólafur Stephensen Sveik loforð hins STAKSTEINAR Biskup Íslands hefur auglýst laus til umsókn- ar tvö embætti sóknarpresta. Um er að ræða Staða- staðarpresta- kall í Vestur- landsprófasts- dæmi og Patreksfjarðarprestakall í Vest- fjarðaprófastsdæmi. Kjörnefnd prestakalls kýs prest úr hópi umsækjenda, að loknu val- ferli kjörnefndar, samanber starfs- reglur um val og veitingu prests- embætta. Skipað verður í embættin frá 1. mars nk. til fimm ára. Um- sóknarfrestur um embættin tvö er til 19. febrúar nk. Sóknarpresturinn á Patreksfirði, sr. Leifur Ragnar Jónsson, sagði embættinu lausu í fyrra. Hann er nú settur sóknarprestur við Guðríðar- kirkju í Grafarholti. Fráfarandi sóknarprestur á Staðastað á Snæfellsnesi, sr. Páll Ágúst Ólafsson, var í fyrra færður í embætti héraðsprests í Vestur- landsprófastsdæmi. sisi@mbl.is Tvö prests- embætti auglýst  Patreksfjörður og Staðastaður laus Patreksfjarðarkirkja. Veður víða um heim 22.1., kl. 18.00 Reykjavík 2 snjókoma Bolungarvík 2 skýjað Akureyri 0 skýjað Nuuk -3 skýjað Þórshöfn 3 léttskýjað Ósló -2 skýjað Kaupmannahöfn 0 skúrir Stokkhólmur -5 alskýjað Helsinki -8 snjókoma Lúxemborg 5 skýjað Brussel 8 léttskýjað Dublin 8 skýjað Glasgow 7 skúrir London 9 alskýjað París 10 skýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 1 þoka Berlín 1 snjókoma Vín 0 snjókoma Moskva -11 snjókoma Algarve 16 heiðskírt Madríd 13 heiðskírt Barcelona 18 heiðskírt Mallorca 17 heiðskírt Róm 12 heiðskírt Aþena 9 léttskýjað Winnipeg -6 alskýjað Montreal -6 snjókoma New York 7 þoka Chicago 10 rigning Orlando 21 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:35 16:46 ÍSAFJÖRÐUR 11:01 16:29 SIGLUFJÖRÐUR 10:45 16:11 DJÚPIVOGUR 10:09 16:10 Miðflokkurinn sendir frá sér frétta- tilkynningu í gær til að ítreka þá af- stöðu flokksins að nýr Landspítali skuli rísa annars staðar en við Hring- braut. „Ítrekað hefur komið fram ranglega í máli ráðherra, þingmanna ríkisstjórnarinnar og fjölmiðlamanna að allir stjórnmálaflokkar á Alþingi séu fylgjandi því að Nýr Landspítali skuli byggður upp við Hringbraut. Þessari rangfærslu til stuðnings er gjarnan vísað til þingsályktunar sem samþykkt var rétt fyrir þinglok 2014. Upphaflega tillagan sem lögð var fram sagði að ríkisstjórn skyldi falið að ljúka svo fljótt sem verða mætti undirbúningi byggingar Nýs Land- spítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja byggingu hans. Um þessa tillögu var engin sam- staða á Alþingi og var hún raunar notuð til að taka þingstörf í gíslingu við þinglok. Meðal þeirra sem stóðu algerlega gegn þessari tillögu um byggingu Nýs Landspítala við Hringbraut var þáverandi forsætis- ráðherra og núverandi formaður Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Til málamiðlunar og til að liðka fyrir þinglokum var tillög- unni breytt á þann veg að ríkisstjórn var falið að ljúka undirbúningi á end- urnýjun og uppbyggingu Landspít- ala við Hringbraut, en hvergi var þar talað um að Nýr Landspítali skyldi byggður við Hringbraut. Það er því alrangt að þessi tillaga geti talist einhvers konar samhljóða álit stjórnmálaflokka um framtíðar- staðsetningu Nýs Landspítala. Þvert á móti var engin samstaða um það,“ segir í tilkynningunni og lögð áhersla á að Miðflokkurinn hafi ekki verið að- ili að samþykkt umræddar tillögu. Afstaða flokksins er ítrekuð; að það séu alvarleg og afdrifarík mistök til framtíðar að byggja Nýjan Landspít- ala við Hringbraut. Ekki sammála um staðsetninguna  Miðflokkurinn telur afdrifarík mistök að byggja nýjan spítala við Hringbraut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.