Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Brugghúsið The Brothers Brewery, er starfrækt í Vestmannaeyjum og framleiðir þorrabjórinn 23.01.73. Hann fór í almenna sölu hjá Vínbúð- um ÁTVR sl. fimmtudag en seldist upp daginn eftir. „The Brothers Brewery er handverksbrugghús sem var opnað 16. mars í fyrra með því að opna öl- stofu í Vestmannaeyjum, en við fengum framleiðsluleyfið árið á und- an. Með framleiðslu á 23.01.73 erum við að heiðra fólkið sem tók slaginn í Vestmannaeyjum og flutti aftur heim,“ segir Jóhann Guðmundsson, einn eigenda brugghússins og upp- skriftameistari. „Þetta er dökkt öl (e. Dark Ale), vel humlað og 6%, svart að lit, það er ristað og reykbragð af því og á að minna á öskuna og myrkrið í gosinu. Við höfum framleitt þennan bjór frá upphafi, en í byrjun vorum við að- eins að framleiða 50 lítra í einu, árs- tíðabundið og fyrir ölstofuna okkar. En nú erum við með tæki til að framleiða 500 lítra og ákváðum að prófa að setja 23.01.73 í almenna sölu í tilefni þess að 45 eru liðin frá upphafi gossins í Heimaey. Við von- uðumst reyndar til að hann mundi endast a.m.k. fram á 23. janúar, en hann er bara búinn,“ segir Jóhann og hlær við, en segir að bjórinn muni þó fást á krana á The Brothers Bre- wery ölstofunni í Vestmannaeyjum. Við eftirgrennslan blaðamanns á vef Vínbúðar ÁTVR fannst ein flaska af 23.01.73 í versluninni í Kringlunni og ein í Skeifunni. Ölið frá Vestmannaeyjum 23.01.73 uppselt í Ríkinu Ljósmynd/The Brothers Brewery Uppseldur Þorrabjórinn 23.01.73.  Fæst á krana í Vestmannaeyjum Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sigríður Á. Andersen dómsmála- ráðherra segir að gögn þau sem Stundin fjallaði um í gær, um sam- skipti við starfsfólk í ráðuneytinu í aðdragandanum að því að Sigríður gerði fjórar breytingar á tillögum um dómara við Landsrétt í lok maí, hafi einvörð- ungu verið send til eftirlits- og stjórnskipunar- nefndar Alþingis. Engir aðrir hafi séð gögnin, enda um vinnuplögg að ræða. „Ég ætla ekki að tjá mig sér- staklega um umfjöllun Stundar- innar, að öðru leyti en því, að í henni kemur ekkert nýtt fram,“ sagði dómsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er með til umræðu þessi mál öll. Nefndin óskaði eftir gögnum frá dómsmálaráðuneytinu, sem voru send til nefndarinnar. Þar var reyndar um vinnugögn að ræða, sem aldrei voru ætluð til opinberrar birt- ingar,“ sagði Sigríður. Hún kveðst vona að umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar muni auðga umræðuna um þessi mál. Hún sé mjög áfram um það að nefndin fjalli um fyrirkomulagið við skipan í dómaraembætti, störf hæfn- isnefndar. Aðspurð hvort hún teldi að ein- hver nefndarmanna stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefði lekið gögn- unum til Stundarinnar, sagði Sigríð- ur: „Ég ætla ekkert að fullyrða neitt um það, en get þó sagt það að gögnin voru bara send stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Við höfum engum öðr- um sent gögnin, enda eru gögnin þess eðlis að við hefðum ekki veitt aðgang að þeim.“ Sigríður var spurð hvort það væri ekki óþægilegt fyrir hana að hún skyldi hafa fengið samskonar lög- fræðiráðgjöf frá ráðuneytisstarfs- mönnum og var rökstuðningur Hæstaréttar fyrir því að hún hefði ekki farið að lögum: „Nei, það er ekkert óþægilegt. Þetta eru allt sjónarmið sem voru komin fram fyr- ir löngu. Ég ræddi þessi sjónarmið við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd síðasta sumar á Alþingi. Þau sjónar- mið komu frá starfsmönnum hæfnis- nefndarinnar. Ég ræddi þessi sjónarmið líka við sérfræðinga míns ráðuneytis og fleiri sérfræðinga,“ sagði Sigríður. Dómsmálaráðherra sagði að lögin gerðu ráð fyrir aðkomu Alþingis, þegar ráðherra vill breyta tillögum hæfnisnefndar. „Það er fordæma- laust að ráðherra hafi aðeins tvær vikur til þess að taka ákvörðun, en hæfnisnefndin hafði marga mánuði. Í því ljósi þarf auðvitað að túlka reglurnar um rannsóknarskyldu ráðherra. Ég lagði mat á umsókn- irnar, m.a. út frá vinnu hæfnisnefnd- arinnar, sem Hæstiréttur hefur úr- skurðað óaðfinnanlega, enda taldi ég mér rétt og skylt að nýta þá vinnu líka,“ sagði Sigríður. Segir ekkert nýtt koma fram í gögnunum  Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi ein fengið gögnin úr ráðuneytinu Vöruðu ráðherra við » Sérfræðingar í dóms- og fjármálaráðuneytinu vöruðu dómsmálaráðherra við því að ef hún ætlaði að breyta lista hæfnisnefndar þyrfti hún að leggja sjálfstætt mat á alla umsækjendur. » Starfsmenn ráðuneytisins höfðu áhyggjur af því að ráð- herrann færi ekki að ráðum þeirra. Sigríður Á. Andersen Morgunblaðið/RAX Landsréttur Ráðherra breytti til- lögum hæfnisnefndarinnar. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Reykjavíkurborg mun innheimta 15 þúsund krónur í innviðagjald á fer- metra í nýjum íbúðum í Furugerði við Bústaðaveg. Gjaldið samsvarar 1,5 milljónum á hverja 100 fermetra. Þetta kemur fram í samkomulagi borgar og eiganda lóðarinnar Furu- gerði 23. Segir þar að Hafsteinn Bao Duong sé eigandi lóðarinnar og að félagið EA11 ehf. sé væntanlegur „framsalshafi lóð- arréttinda“. Uppbyggingin er liður í þéttingu byggðar. Alls 35- 37 íbúðir verða byggðar í Furu- gerði en þar var lengi gróðrar- stöðin Grænahlíð. Fram hefur komið að innviðagjald á að standa straum af kostnaði við innviði á þéttingarsvæð- um í borginni. Innheimtan í Furu- gerði veitir vísbendingu um hver gjaldtakan verður. Útskýrt er í samkomulaginu að greiðslan miðast við að samþykktir verði 3.286 fermetrar ofanjarðar í deiliskipulagi fyrir lóðina. Greiddar séu 15.000 kr. fyrir hvern samþykkt- an fermetra ofanjarðar í deiliskipu- lagi. „Framangreind fjárhæð er mið- uð við vísitölu byggingarkostnaðar sem gildir í nóvember 2017, sem er 135,8. Hún skal framreiknuð miðað við þróun vísitölunnar til gjalddaga,“ segir m.a. í samkomulaginu. Samtals um 50 milljónir Vegna þessa skuldbindur lóðarhafi sig til að greiða Reykjavíkurborg 49,29 milljónir „vegna hlutdeildar í innviðakostnaði“. Þó er tekið fram að ef byggingarmagn ofanjarðar verður minna muni greiðslan lækka. Hún verði þó aldrei lægri en 39,29 millj- ónir. Hún hækkar að sama skapi ef byggingarmagnið verður meira. Athygli vekur að lóðarhafi skuld- bindur sig til að selja Reykjavíkur- borg eina íbúð í Furugerði á 39,29 milljónir. Það er sama upphæð og innviðagjaldið verður að lágmarki, ef byggingarmagnið minnkar. Ekki er gert ráð fyrir að bílastæði fylgi íbúð- inni sem skal vera 65 fermetrar auk 5 fermetra geymslu. Algengt er að bílastæði í kjallara sé nú verðlagt á 4-5 milljónir í nýbyggingum. Jafn- framt skulu Félagsbústaðir hafa kauprétt á 5% íbúða og að minnsta kosti 10% íbúða í fasteignum á lóð- unum vera leiguíbúðir. Íbúar í Furugerði hafa mótmælt þessum áformum og stofnað að- gerðahóp í því skyni. Bætist við gatnagerðargjöld Innviðagjaldið er misjafnlega hátt. Það tekur mið af aðstæðum hverju sinni. Það kemur til viðbótar hefð- bundnum gatnagerðargjöldum. Fram hefur komið að innviðagjald á að mæta hluta kostnaðar við borg- arlínu. Gjaldið á rætur í samnings- markmiðum Reykjavíkurborgar á nýjum uppbyggingarsvæðum sem borgarráð samþykkti haustið 2014. Óli Örn Eiríksson, deildarstjóri at- vinnuþróunar hjá skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar borgarinnar, segir hana hafa gert þó nokkra inn- viðasamninga. Þumalfingursreglan sé sú að ef verkefni hljóðar upp á meira en þús. fermetra, eða 10 íbúð- ir, séu forsendur fyrir innviðagjaldi. Gjaldið taki mið af aðstæðum hverju sinni. Stundum séu byggingarlóðirnar við hliðina á fyrir- hugaðri borgarlínu og stundum komi aðilar með samfélagslega innviði til viðbótar við samgönguinnviði. RÚV borgaði með 40 íbúðum „Það er að segja samfélagslega innviði í skilningnum félagslegt hús- næði eða leiguíbúðir. Gjaldið er því mismunandi eftir reitum. Það var 15.000 krónur á fermetra ofanfjarðar í Furugerði. Á RÚV-reitnum fékk borgin hins vegar 40 íbúðir [í stað innviðagjalds frá RÚV],“ segir Óli Örn um viðskipti RÚV og Skugga. Fram hefur komið að RÚV seldi félaginu Skugga byggingarrétt á reitnum á 2,2 milljarða. Þar verður 321 íbúð og samsvarar byggingar- rétturinn um 7 milljónum á íbúð. Óli Örn segir aðspurður að Skuggi hafi að auki keypt byggingarrétt borgarinnar að þessum 40 íbúðum og um leið gert samning um að selja Fé- lagsbústöðum 15 íbúðir á reitnum. Miðað við lóðarverðið keypti Skuggi byggingarréttinn á 240 millj- ónir. Það dugar fyrir hluta um- ræddra 15 félagslegra íbúða. Óli Örn bendir á að í kynningar- gögnum um borgarlínu fari ein línan hjá Borgarspítalanum skammt frá. „Furugerðið gæti því talist áhrifa- svæði. Það koma til fleiri samfélags- legir innviðir. Ef krökkum fjölgar [vegna þéttingar byggðar í Furu- gerði] þurfa þeir íþróttaaðstöðu, sem er í þessu tilviki í Víkinni hjá Víkingi. Starfshópur er að meta þarfir á íþróttasvæði Víkings og mun það væntanlega koma inn í fjárfestingar- áætlun á næsta ári,“ segir Óli Örn. Tölvuteikning/Arkís Drög Hugmynd að fjölbýlishúsum á lóðinni í Furugerði 23 í Reykjavík. Gjaldið 1,5 milljónir á 100 fermetra íbúð  Borgin semur um innviðagjald í Furugerði við Bústaðaveg  Áformar uppbyggingu hjá knattspyrnufélaginu Víkingi Óli Örn Eiríksson Með þeim lægri » Óli Örn segir gatnagerðar- gjöld í Reykjavík með þeim lægri á landinu, eða um 11.500 kr. á fermetra fyrir fjölbýlishús. » Til samanburðar sé gatna- gerðargjald í Hafnarfirði 31.995 kr. á ferm sem sé það hæsta sem hægt er að inn- heimta samkvæmt lögum. TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.