Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 Jón Axel segir að reynt sé eftir því sem tollkvótar leyfa að gera verð- mæti úr próteininu með útflutningi á skyri. Afganginn þurfi að flytja út í formi iðnaðardufts á gildandi heims- markaðsverði. Sala á drykkjarmjólk dregst sam- an eins og undanfarin ár. Sala á rjóma minnkaði einnig og er það breyting frá síðustu árum. Athygli vekur að sala á skyri minnkaði í fyrra en hafa ber í huga að mikil aukning varð árið á undan. Sala á viðbiti og osti jókst á milli ára. Lítil aukning í ostasölu er skýrð með því að inn- flutningur osta hefur verið að aukast. á árinu stækki tollkvótar Evrópu- sambandsríkja og í kjölfar þess megi búast við auknum innflutningi osta til landsins. Gap milli efnisþátta eykst Sala á fituríkari afurðum jókst meira en á próteinríkum afurðum. Er þetta sama þróun og verið hefur undanfarin ár. Það þýðir að gapið á milli fitu og próteins eykst enn. Framleiðslan er stillt af miðað við hærri efnisliðinn. Framleiðslan var 6 milljónir lítra umfram sölu á fitu á innanlandsmarkaði en 19 milljónir umfram próteinhlutann. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sala mjólkurafurða jókst um 2,5% á nýliðnu ári. Er það mesta sala sem sést hefur undanfarna áratugi en mjög hefur þó dregið úr þeirri aukn- ingu sem verið hefur á undanförnum árum. „Við vorum ekki að upplifa eins góða söluaukningu og á árinu á und- an sem var toppár. Sú aukning hefur að einhverju leyti gengið til baka,“ segir Jón Axel Pétursson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Mjólkursamsölunnar. Jón Axel telur að nærtækasta skýringin sé innkoma verslunarris- ans Costco á markaðinn hér. „Á með- an hinir stórmarkaðirnir eru með allt okkar vöruúrval, um 200 vörunúmer, er Costco aðeins með 20 vörur og leggur litla áherslu á mjólk. Það var ákveðið æði þegar Costco kom. Nán- ast öll þjóðin fór þangað til að kynna sér hvað þar væri í boði. Það hafði áhrif,“ segir Jón Axel. Þá telur hann að rólegra hafi verið yfir viðskiptum ferðamanna á síðasta ári en var árið á undan. Þótt fleiri ferðamenn hafi komið til landsins virðist þeir hafa skilið minna eftir. Svo hafi það áhrif að Íslendingar fari mikið til útlanda. Allt hafi þetta áhrif á matvörumarkaðinn og þar með sölu á mjólkurvörum. „Áætlanir okkar fyrir árið 2018 eru hóflegri en fyrir ári og meira í takt við þróunina á árinu,“ segir Jón Axel um framhaldið. Hann nefnir að Slær á aukningu í sölu mjólkurafurða  Minna borðað af skyri og minna drukkið af mjólk 150 140 130 120 110 100 2.000 1.500 1.000 500 0 tonn 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Viðbit Ostar Duft Sala mjólkurafurða 2017 Skipting afurða 2017 Birgðir mjólkurvara Framleiðsla og sala Heimild: SAM Sala eftir vöruflokkum (þúsundir lítra / tonn) 2015 2016 Breyting % Mjólk og sýrðar vörur 42.045 42.019 -0,1 Rjómi og sýrður rjómi 2.918 2.842 -2,6 Skyrvörur 3.560 3.328 -6,5 Viðbit 2.296 2.385 3,9 Ostar 6.255 6.311 0,9 Duft 1.112 1.186 6,7 Innvegin mjólk Heildarsala umreiknuð í fitu Heildarsala umreiknuð í prótein Milljónir lítra Mjólk og sýrðar vörur, 72% Rjómi og sýrður rjómi, 5% Viðbit, 4% Duft, 2% Ostar, 11% Skyr og skyr drykkir, 6% Samtals 58.071 þúsundir lítra og kílóa 391 1.815 585415 1,785 532 Ársbyrjun Árslok Thinkstockphotos Afurðir Sala á smjöri og osti eykst hér en samdráttur er í drykkjarmjólk. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra kynnti formönnum stjórn- málaflokkana tillögu að fyrir- komulagi stjórnarskrárvinnu á komandi kjörtímabili í gær. Tillaga forsætisráðherra byggist á því að núgildandi stjórnarskrá verði end- urskoðuð í heild á þessu og næsta kjörtímabili. „Markmiðið er að þeg- ar þessari heildstæðu yfirferð verði lokið endurspegli íslenska stjórnar- skráin sem best sameiginleg grunn- gildi þjóðarinnar og renni traustum stoðum undir lýðræðislegt réttar- ríki þar sem vernd mannréttinda er tryggð,“ segir í tilkynningu frá for- sætisráðuneytinu. Breytingum áfangaskipt Heildarendurskoðun stjórnar- skrárinnar verður áfangaskipt og munu allir flokkar sem sæti eiga á Alþingi vinna sameiginlega að því að fara heildstætt fyrir stjórnar- skrána ásamt þeim tillögum sem hafa komið fram á undanförnum árum. Breytingartillögur verða síð- an lagðar fyrir Alþingi hverju sinni að undangengu víðtæku samráði. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að sú vinna sem hefur farið fram á undanförnum árum s.s við þjóð- fund, stjórnlaganefnd og stjórn- lagaráð auk starfa stjórnarskrár- nefnda árin 2005-2007 og árin 2013-2016, sú mikla samfélagslega umræða sem átt hefur sér stað, um- ræða og nefndavinna á Alþingi, verði höfð til hliðsjónar. Í minnisblaði forsætisráðherra sem sent var til formanna allra flokka kemur fram að á fyrsta kjör- tímabilinu, 2018 til 2021, verða tek- in fyrir m.a. þjóðareign á náttúru- auðlindum, umhverfis- og náttúru- vernd, þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði hluta kjósenda eða minnihluta þings. Munu formenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi funda að minnsta kosti ársfjórð- ungslega til að leggja stærstu línur um framgang verkefnis. Forsætis- ráðherra boðar fundina og stýrir þeim. Heildarendurskoð- un stjórnarskrár  Tillögur forsætisráðherra um end- urskoðun stjórnarskrárinnar kynntar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í forsvari Katrín Jakobsdóttir mun stýra fundum um breytingarnar. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Kenneth Roth, framkvæmdastjóri Human Rights Watch, hrósaði Ís- landi sérstaklega á blaðamannafundi í París í liðinni viku, og sagði að vegna þrýstings frá Íslandi, í gegn- um Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf í Sviss, hefði forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, haldið aftur af lögreglu sinni, sem þekkt er fyrir að bera litla virðingu fyrir mannslífum. Í frétt AFP-fréttaveit- unnar er haft eftir Roth að andstaða almennings á Filippseyjum við mis- kunnarlausa drápsherferð Duterte gegn fíkniefnasölum sé farin að hafa áhrif á forsetann. Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann gleddist yfir þess- ari frétt AFP. „Það er ánægju- legt að tekið sé eftir því sem við höfum verið að gera og að við náum að hafa áhrif sem þessi. Ég er fyrsti íslenski utan- ríkisráðherrann sem ávarpar Mann- réttindaráð Sameinuðu þjóðanna og ég ræddi sérstaklega um mannrétt- indabrotin á Filippseyjum og gífur- legan fjölda morða filippseysku lög- reglunnar,“ sagði utanríkisráðherra. Hann segir að íslenska fasta- nefndin hafi svo fylgt eftir ávarpi hans og fyrir frumkvæði hennar hafi ályktun um Filippseyjar og mann- réttindabrotin þar verið samþykkt í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóð- anna. „Það er væntanlega það sem Roth, framkvæmdastjóri Human Rights Watch, var að vísa til á blaða- mannafundinum,“ sagði Guðlaugur Þór. Ráðherrann segist alls staðar þar sem hann kemur tala um mann- réttindamál, þar sem uppi er mál- efnaleg gagnrýni á viðkomandi stjórnvöld vegna mannréttinda- brota. „Við munum beita okkur áfram með þessum hætti,“ sagði Guðlaugur Þór. Ísland hafi haft áhrif á Duterte  Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist nota hvert tilefni til þess að ræða mannréttindi  Það hafi hann gert þegar hann ávarpaði Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf í Sviss AFP Höfuðstöðvar Mannréttindaráð SÞ er með höfuðstöðvar sínar í Genf. Guðlaugur Þór Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.