Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 ✝ Erla Vilhjálms-dóttir fæddist í Reykjavík 23. mars 1958. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 11. janúar 2018. Foreldrar henn- ar eru Margrét Sigurðardóttir skrifstofukona, f. 20. ágúst 1932, og Vilhjálmur Pálmason vélstjóri, f. 6. desember 1927, d. 4. mars 1986. Foreldrar Margrétar voru Sigurður Jónsson, f. 11. febrúar 1902, d. 7. október 1976, og Sigríður Daníelsdóttir, f. 24. nóvember 1903, d. 9. apr- íl 1996. Foreldrar Vilhjálms voru Pálmi Vilhjálmsson, f. 13. desember 1896, d. 23. desem- ber 1960, og Jórunn Guð- mundsdóttir, f. 21. nóvember 1903, d. 4. nóvember 1993. Systkini Erlu eru: Auður inn- anhússarkitekt, f. 20. júní 1954, egi. 2) Dagmar, flugfreyja, f. 8. ágúst 1990, sambýlismaður hennar er Guðmundur J. Arn- grímsson, f. 5. ágúst 1992, en hann starfar hjá Vodafone, sonur þeirra er Magni Aron, f. 9. júní 2017. Erla tók virkan þátt í ýms- um félagsstörfum og má þar nefna m.a. á vettvangi íþrótta- félagsins Vals og einnig tók hún þátt í kórastarfi og var m.a. í Pólýfónkórnum. Þá var hún félagi í Oddfellowreglunni. Á námsárum sínum tók Erla þátt í trúnaðarstörfum á vett- vangi iðnnema. Erla útskrifaðist með próf í hárgreiðslu frá Iðnskólanum í Reykjavík í maí 1978 og öðl- aðist síðar meistararéttindi í hársnyrtiiðn. Erla starfaði við þá iðn, lengst af hjá hár- greiðslustofunni Kristu, eða allt til ársins 2000, en þá skipti hún um starfsvettvang og hóf vinnu fyrst hjá Kreditkortum og síðar hjá Valitor. Hjá Vali- tor starfaði hún eins og heilsan leyfði, eða fram á sumarmán- uði 2017. Útför Erlu fer fram frá Hall- grímskirkju í dag, 23. janúar 2018, og hefst athöfnin klukk- an 13. d. 28. nóvember 2002, maki Sig- urður Einarsson; Pálmi fram- kvæmdastjóri, f. 11. desember 1959, maki Áslaug Ívars- dóttir; og Sigríður, vinnur við skrif- stofustörf, f. 21. september 1966, maki Jóhann H. Bjarnason. Árið 1978 hóf Erla sambúð með Magna Blöndal Péturssyni, f. 19. mars 1957, nú starfs- manni hjá Lyfjum og heilsu, en þau giftust 16. júlí 1988. For- eldrar Magna eru Fríða K. Gísladóttir, f. 26.7. 1934, og Pétur Blöndal Snæbjörnsson, f. 16. febrúar 1925, d. 20. desem- ber 1995. Börn Erlu og Magna eru: 1) Pétur Blöndal arkitekt, f. 19. ágúst 1985, sambýliskona hans er Helene F. Hanøy, f. 19. september 1987, lögfræðingur, þau eru búsett í Bergen í Nor- Elsku yndislega Erla systir mín! Nú ertu farin frá mér og ég veit ekki hvernig ég á að kom- ast í gegnum allt án þín. Við vorum eitt, ég og þú. Það er mér óendanlega sárt að þurfa að kveðja þig þó svo að við höfum vitað í hvað stefndi. Ekki bara það að kveðja þig nú heldur þurftum við að horfa á eftir Auði systur fyrir 15 árum úr sama sjúk- dómi og þú hefur glímt við síð- ustu níu ár. Þú varst yndisleg á allan hátt, varst svo blíð, traust, hjartahlý og umhyggjusöm, máttir ekkert aumt sjá, varst alltaf jákvæð, alltaf glöð og kát og laðaðir að þér fólk og öllum þótti vænt um þig. Þú varst mikil félagsvera og mikill mannþekkjari og gast lesið fólk auðveldlega, mannglögg með eindæmum og ættrækin. Þú varst viðkvæmt blóm, hrif- næm, mikill húmoristi og ófeimin, vildir helst tala við alla sem þú þekktir eða kann- aðist við og á stundum þar sem litlu systir fannst nóg um, oh, þarf hún alltaf að tala við alla? Stundum gastu verið bein- skeytt og lást ekki á skoðunum þínum. Nú ertu engill á himnum sem passar okkur hin en þú varst samt alltaf engill, bara engill í mannsmynd, varst mér og mínum alltaf svo góð og vildir allt fyrir okkur gera. Við deildum sama áhuga- máli, að borða góðan mat, elda góðan mat og tala um góðan mat, við sögðum oft að lífið væri of stutt fyrir vondan mat. Þú varst fantagóður kokkur og kenndir mér svo margt. Þú elskaðir að ferðast og átti Ítalía stórt pláss í þínu hjarta. Þú elskaðir Ítalíu og er ég svo þakklát fyrir að við Jói áttum yndislegan tíma með þér og fjölskyldunni í september síðastliðnum í Toskana. Við áttum að fara í þá ferð, okkur var ætlað það. Einnig átti Noregur líka stórt pláss í þínu hjarta þar sem þú bjóst i um tíma og þar sem elsku Pétur þinn býr nú og í kaupbæti fékkstu yndis- lega norska tengdadóttur, hana Helene. Síðustu mánuðir hafa verið okkur öllum erfiðir en sérstak- lega þó fyrir elsku Magna, Dagmar og Pétur sem hafa staðið við hlið þér í gegnum öllum veikindin. Litli sólar- geislinn okkar allra hann Magni Aron hjálpar okkur í gegnum sorgina. Ég skal vera amma hans. Nú sér elsku mamma á eftir annarri dóttur sinni í Sumar- landið eftir að hafa séð á eftir pabba fyrir rúmum 30 árum. Ég á eftir að sakna þess að sjá þig brosa, hlæja, gráta, fífl- ast, dansa, syngja. Sakna þess að koma á hárgreiðslustofuna þína Smart og Lekkert eins og við kölluðum hana, sakna þess að borða góðan mat með þér og ferðast með þér. Það var alltaf svo gott að koma í Græn- umýrina. Elsku Erla mín, ég á eftir að sakna þín um alla eilífð, alltaf, pabbi og Auður systir hafa nú tekið á móti þér og hafa sjálf- sagt verið fagnaðarfundir. Ég skal passa alla, Magna, Pétur, Helene, Dagmar, Gumma, Magna Aron og mömmu eins og þú varst búin að biðja mig um og þú passar okkur öll líka. Elska þig og sakna þín um alla eilífð. Þín litla systir Sigga. Sigríður Vilhjálmsdóttir. Það eru þung spor að ganga til þess að skrifa kveðjuorð um systur og vin sem fellur frá í blóma lífsins, langt fyrir aldur fram. Þrátt fyrir hina miklu sorg sem því fylgdi mætti Erla örlögum sínum af miklu æðru- leysi. Í orðum sínum þakkaði hún fyrir líf sitt sem hún fékk, fjölskyldu sína og þann tíma sem hún fékk með henni. Hún sagðist hafa átt gott líf og var þakklát fyrir það. Erla systir mín hafði ein- staklega góða nærveru, ríka og næma kímnigáfu og mikla hæfileika til að leika atburði líðandi stundar. Hún var vina- mörg, réttsýn og lífsglöð kona. Á stundu sem þessari flæða minningarnar fram – um allt og allt. Lífshlaupið rifjast upp og myndgerist í huga manns. Gleðistundirnar úr æsku og frá unglingsárum í Sæviðarsundi, þar sem æskuheimili okkar var, rísa hæst og þau minn- ingabrot mun ég varðveita vel og koma áfram til okkar af- komenda. Að leika upp æskunnar ævintýr með áranna reynslu sem var svo dýr, er lífið í ódáins-líki. Ég gref allt hið liðna í gleðinnar skaut, ég gjöri mér veginn að rósabraut og heiminn að himnaríki. (Einar Benediktsson) Sterkustu böndin sem tengja okkur sama eru tilfinn- ingar okkar sem gefa af sér umhyggju fyrir hvort öðru, en það kemur alltaf skýrast í ljós við aðstæður sem þessar. Við fráfall Auðar systur okkar, sem lést árið 2002 aðeins 48 ára gömul, má segja að Erla hafi gengið dóttur Auðar, Mar- gréti Dögg, í móðurstað. Það mynduðust sterk bönd á milli þeirra, og Erlu var umhugað um velferð Daggar og sonar hennar, Darra Más. Það sama kemur upp þegar Erla fer í gegnum sín erfiðu veikindi, að Sigga systir mín og Margrét Dögg systurdóttir sýna henni mikla ástúð og stuðning allt fram á síðustu stundu – það var Erlu mikils virði. Jafnframt hafa þær gætt vel að aldraðri móður okkar Margréti á þessum erfiðu tím- um, þegar sorgin knýr aftur að dyrum hjá henni við það mikla áfall að sjá á eftir öðru barni sínu. Í niðurlagi kvæðis Jóhanns Sigurjónssonar – Sofðu unga ástin mín – segir; „að menn- irnir elska, missa, gráta og sakna“. Þetta er svo rökrétt lýsing á atburðarás lífsins og stöðu okkar nú, við misstum það sem við elskuðum og við grátum það nú. Í söknuði okk- ar munum við minnast lífs- glaðrar konu sem féll frá langt fyrir aldur fram í blóma lífsins, en um hana munum við eiga og varðveita minningar um fal- lega brosið hennar, smitandi hláturinn og allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Guð varðveiti minningu hennar. Kæri Magni og fjölskylda og mamma, megi Guð gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Pálmi Vilhjálmsson. Það eru allt of margar nei- kvæðar tilfinningar sem við finnum fyrir núna eins og sorg, söknuður, reiði, tómleiki, ósanngirni, vonleysi og hræðsla. Það er ómögulegt að hugsa sér lífið án þín og tíminn mun því miður ekki lækna þetta stóra sár sem hefur myndast í hjörtum okkar en það mun koma gróandi í það með tímanum og mynda ör sem við munum læra að lifa með. Við erum með annað stórt ör í hjartanu sem mynd- aðist eftir að Auður systir þín, mamma mín og amma hans Darra fór frá okkur. Það er erfitt að vera ungur og missa mömmu sína en þú áttir svo óendanlegan stóran þátt í að sárið sem myndaðist þá náði að gróa að hluta. Það er ómet- anlegt hvað þú hjálpaðir okkur mikið að takast á við þetta áfall með skilyrðislausri ást þinni og móðurlegri umhyggju og erum við þér ævinlega þakklát fyrir það. Þú varst svo miklu meira en móðursystir og ömmusystir í okkar huga og ég veit að þú leist á mig sem dótt- ur þína og Darra sem barna- barn. Ég get ekki lýst því hvað mér þótti vænt um það og hvernig þú tókst okkur Darra að þér eftir að mamma mín dó. Ég er svo þakklát fyrir alla þá ást og umhyggju sem þú sýndir okkur og þakklát fyrir að vera hluti af lífi þínu. Ég er svo þakklát fyrir að þú hafir fengið að upplifa það að verða amma þegar litli ljósgeislinn þinn hann Magni Aron fædd- ist. Ég er svo þakklát fyrir að þú náðir að vera með okkur á jólunum. Ég er svo þakklát fyrir að þú fékkst að fara til Ítalíu núna í haust, sem var staður sem var þér mjög kær. Ég er svo þakklát fyrir að Magni fékk að eiga þig sem eiginkonu, þakklát fyrir að Pétur og Dagmar áttu þig sem móður og þakklát fyrir að Magni Aron átti þig sem ömmu. Ég líka svo þakklát fyr- ir þig, þakklát að eiga þig að, þakklát fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman og þakklát fyrir allar minningarn- ar sem ég á um þig. Þú varst einstök manneskja, vinamörg og öllum leið vel í kringum þig. Þú varst mikill húmoristi alveg fram á síðasta dag og tókst á við veikindi þín af æðruleysi og hugrekki. Þú misstir aldrei trúna á lífið né vonina um að þú fengir meiri tíma með okkur. Ég er svo stolt af þér og stolt að hafa þekkt þig enda alveg einstakt samband sem við áttum. Þú varst falleg manneskja, ekki bara að utan heldur að innan líka og þú varst svo hlý og góð. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki tekið upp símann og hringt í þig því þú varst alltaf til staðar og faðmur þinn opinn og hlýr. Við getum ekki hugsað okk- ur lífið án þín og viljum það ekki, en það er víst ekkert val, heldur er það verkefni sem okkur var úthlutað og við verð- um að finna út hvernig við leysum það. Þú varst ein hjartahlýjasta og einlægasta manneskja sem við höfum kynnst og lífið verður tómlegt án þín. Ég veit að Auður mamma mín mun taka vel á móti þér ásamt Villa afa og að þú munir skila kveðjunni frá mér. Við vitum að þér líður betur á þeim stað sem þú ert komin á núna þó við hefðum gefið allt til að eiga lengri tíma með þér í þessu lífi. Elskum þig til geimsins og til baka. Hvíldu í friði, elsku besta Erla okkar. (Margrét) Dögg og Darri. Við kveðjum í dag elskulega mágkonu mína, Erlu Vil- hjálmsdóttur. Já Erla var í alla staði yndisleg manneskja. Hún var hjartahlý, réttsýn og alltaf einstaklega glöð og kát. Hún hlúði vel að sínum og var til eftirbreytni hvernig hún bar hag sinna nánustu ávallt fyrir brjósti. Hvort sem það voru eiginmaður, börnin þeirra tvö, litli ömmu- og afagullmolinn, móðir, tengdamóðir eða tengdabörnin, hún gaf þeim öllum af sínu hlýja hjarta. Missir allrar stórfjölskyldunn- ar er mikill. Erla tók einnig að sér systurdóttur sína og var henni sem besta móðir er Auð- ur heitin, eldri systir Erlu, lést langt fyrir aldur fram. Missir hennar er því einnig mikill nú. Þó að Erla hafi verið einstak- lega vinamörg, kaus hún að hafa aðeins sína nánustu hjá sér á stórviðburðum lífs síns. Samverustundir með Erlu voru jákvæðar, gefandi og skemmti- legar. Ég ylja mér við góðar minningar og kveð frábæra konu með þakklæti í huga. Áslaug. Ég var úti að leika mér, nýtt umhverfi og spennandi „viltu vera memm“. Ljóshærða stelp- an í götunni á móti mér geisl- andi með fallegu bláu augun. Ég sagði já, en þannig byrjar vinátta okkar elsku Erlu, við vorum sjö ára stelpukorn að flytja inn í nýtt íbúðahverfi og allt svo óskaplega spennandi. Við vinkonurnar erum búnar að hlæja mikið um þessi fyrstu kynni. Svo byrjaði skólinn, en hún Erla mín átti það til að mæta of seint í tíma og þá átti kennarinn okkar það ráð að syngja lagið „Erla góða Erla“ þegar hún kom inn og þá varð hún Erla eldrauð í framan af samviskubiti, en okkur vinkon- unum fannst þetta mjög fynd- ið. Svo liðu árin eins og gengur og ég flutti til Hollands um tíma og Helga Hrönn vinkona okkar úr Sæviðarsundinu flutti til Svíþjóðar. Þegar ég kom aftur heim kynntist ég Sigga Erla Vilhjálmsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA MARÍA VAGNSDÓTTIR frá Fremstuhúsum í Dýrafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði fimmtudaginn 28. desember. Hún var jarðsungin frá Mýrarkirkju í Dýrafirði 13. janúar. Aðstandendur senda þakkir til starfsfólks bráðadeildar fyrir góða umönnun. Þökkum auðsýnda samúð. Hermann Drengsson Björn Drengsson Valdís Bára Kristjánsd. Guðbjörg Drengsdóttir Þröstur Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALBORG ÁRNADÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Snorrabraut 56b, Reykjavík, lést föstudaginn 12. janúar á líknardeild Landspítalans. Kveðjuathöfn hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Anna Guðný Ingadóttir Hans Dingler Brynja Ingadóttir Guðmundur Óli Hreggviðsson Brjánn Ingason Bryndís Björgvinsdóttir ömmubörn og langömmubörn Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRAUSTI SÍMONARSON bóndi, Hverhólum og síðar Litlu-Hlíð, lést á heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra, Sauðárkróki, 5. janúar, 97 ára að aldri. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum starfsfólki sjúkrahússins innilega fyrir frábæra umönnun. Aðstandendur hins látna Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR GRÍMUR SKÚLASON, prófessor emeritus, Arnarhrauni 30, Hafnarfirði, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 11. janúar, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 26. janúar klukkan 15. Karólína M. Vilhjálmsdóttir Steinar Gíslason Vilhjálmur Skúli Steinarsson Eva Rún Helgadóttir Sonja Hrund Steinarsdóttir Eyþór Ingi Gunnarsson Davíð Atli Steinarsson og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓR ELÍSSON skipstjóri, Laugarnesvegi 89, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 17. janúar. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 29. janúar klukkan 13. Elín Þórsdóttir Magnús Guðmundsson Guðrún Þórsdóttir Eðvald Eðvaldsson Rósa Björg Þórsdóttir Arnar Gestsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.