Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 23. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Vilja fá greiddan uppsagnarfrest 2. „Þú ættir að tala við pabba þinn“ 3. Gylfi getur ekki spilað með … 4. Nafn Rúriks misnotað »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fyrsta kvikmynd kvikmyndaleik- stjórans Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega, var heimsfrumsýnd á kvik- myndahátíðinni Sundance í Utah í Bandaríkjunum í gær en hún er meðal 12 kvikmynda í aðalkeppni hátíðar- innar. Kvikmyndin hefur hlotið gagn- rýni á vefnum Screendaily og er farið um hana lofsamlegum orðum og henni m.a. líkt við verk hins virta breska leikstjóra Ken Loach. Andið eðlilega hlýtur lof hjá Screendaily  Hjörleifur Stef- ánsson flytur í dag kl. 12.05 fyrir- lesturinn „Torf- húsabærinn Reykjavík. Híbýli tómthúsmanna á 19. öldinni“, í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Ís- lands. Hann mun gera grein fyrir heimildum um torfhúsabyggð í Reykjavík frá upphafi fram til miðrar 18. aldar, skýra muninn á húsakosti leiguliða og bænda og fjalla ítarlega um híbýlahætti tómthúsmanna. Fjallar um híbýla- hætti tómthúsmanna  Desember í fyrra var viðburðarík- asti mánuðurinn frá opnun Hörpu. Yf- ir 2.000 flytjendur komu þá fram í Hörpu, haldnir voru yfir 60 tónleikar ásamt fleiri viðburðum og gestir voru yfir 200 þúsund talsins sem er tvö- földun milli ára. Um helmingur gest- anna voru börn og ungmenni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hörpu. Meðal viðburða var listahátíð Sigur Rós- ar, Norður og niður en á henni var m.a. boðið upp á dapurlega jóla- tónleika. 2.000 flytjendur og 200.000 gestir Á miðvikudag Norðaustan 15-23 m/s. Þurrt að kalla sunnan- og suðvestanlands, annars snjókoma eða slydda. Á fimmtudag Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað sunnan- og vestanlands, en él á Norður- og Austurlandi. Kólnandi veður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hvöss austanátt og slydda eða snjókoma, en mun hægari vindur og úrkomulítið sunnan- og suðvestanlands. VEÐUR Frakkar og Svíar færðust skrefi nær undanúrslitum á Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla í gær með öruggum sigrum á andstæðingum sínum, Serbum og Hvít-Rússum. Svíar verða að vinna eða ná jafntefli við Norðmenn í lokaumferðinni á morgun til þess að fara í undan- úrslit og treysta á að Króat- ar vinni ekki Frakka sem eru taplausir til þessa á EM. »1 Frakkar og Svíar á réttri leið á EM Lið Skallagríms úr Borgarnesi er á sínu öðru ári í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í vetur og er þar í harðri baráttu. Talsvert hefur gengið á og eftir vonbrigði í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum var skipt um þjálfara. Ítarlega er fjallað um lið Skallagríms í opnu íþróttablaðsins í dag og m.a. sagt frá því þegar félagið varð Íslandsmeist- ari fyrir 54 árum. »2-3 Talsvert hefur gengið á hjá Skallagrími Það verða New England Patriots og Philadelphia Eagles sem mætast í úr- slitaleik bandaríska ruðningsins í NFL-deildinni, hinum svokallaða Of- urskálarleik, um aðra helgi. Patriots vann nauman sigur á Jacksonville Jaguars á meðan Eagles fór frekar létt með Minnesota Vikings. Gunnar Valgeirsson, sérfræðingur Morgun- blaðsins, fjallar um leikina. »4 Patriots og Eagles mæt- ast í úrslitaleiknum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Skíðasvæðið á Ísafirði komst óvænt í heimsfréttirnar um helgina þegar Pita Taufatofua, sem var fánaberi Tonga og keppandi í taekwondo á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro í Brasilíu 2016, keppti þar í 10 km göngu á fismóti á Ísafirði og tryggði sér þátttökurétt á Vetrarólympíu- leikunum, sem verða í Suður-Kóreu 9.-25. febrúar nk. Hann er fyrsti út- lendingurinn sem nær þessum ár- angri á Íslandi. Skíðasvæðið á Ísafirði er eitt það besta á landinu og sérstaklega er gönguskíðasvæðið rómað enda mikil rækt lögð við það. Hlynur Kristins- son, forstöðumaður svæðisins, segir að göngusvæðið sé vel samkeppnis- fært við mörg slík svæði erlendis og Fossavatnsgangan sé orðin hluti af Worldloppet, stærstu alþjóðlegu mótaröðinni. Hlynur segir að mikill metnaður sé í heimamönnum til þess að gera hlutina vel. Skíðahefðin sé til staðar og göngumenningin hafi náð svig- skíðahefðinni. Mikil ásókn sé í nám- skeið í skíðagöngu og um 300 manns, flestir að sunnan, sæki námskeið í janúar. Æfði á hjólaskíðum Daníel Jakobsson var mótsstjóri á alþjóðlega mótinu um helgina. Hann segir að þegar eins stutt er í vetrar- ólympíuleika og nú reyni menn gjarnan að ná lágmörkum á mótum sem eru í veikari kantinum. Fimm útlendingar hafi verið skráðir til keppni á Ísafirði en einn hafi ekki byrjað. Keppandi frá Síle hafi þegar verið búinn að tryggja sig inn á leik- ana í Suður-Kóreu, fulltrúi Trinidad og Tobago hafi ekki náð í farseðilinn, Mexíkói hafi verið á góðri leið en verið dæmdur úr leik og Pita Tau- fatofua hafi stolið senunni. Í erlendum fréttaskeytum kemur fram að Pita Taufatofua, sem er 34 ára, hafi verið úrkula vonar um að komast á leikana eftir að hafa mis- tekist ætlunarverkið á sjö mótum. Í liðinni viku missti hann af flugi frá Istanbul í Tyrklandi til Króatíu, þar sem hann ætlaði að keppa, og þá var Ísafjörður síðasta vonin. „Ég hugs- aði með sjálfum mér að ég yrði að gefa allt í þetta, annaðhvort gröfin eða gleðin,“ var haft eftir honum. Eftir að hafa tryggt sér sætið til Suður-Kóreu, fyrstur skíðamanna frá eyjunni Tonga í Kyrrahafinu, þar sem sólin skín allt árið og snjór er bara til á prenti, réði hann sér ekki fyrir gleði. Hann æfði á hjólaskíðum og sagðist hafa fórnað öllu, stæði illa fjárhagslega þrátt fyrir góðan stuðning (www.gofundme.com/help- tonga-to-the-winter-olympics) en gæti ekki verið ánægðari. Þetta er annað árið sem alþjóðlegt mót í skíðagöngu fer fram hérlendis en í fyrra var keppt á Akureyri og í Bláfjöllum. Tryggði réttinn á Ísafirði  Pita Taufatofua frá Tonga á vetrar- leikana í S-Kóreu Ljósmynd/Instagram. Birt með leyfi Draumur að veruleika Pita Taufatofua horfir yfir Skutulsfjörð. Næst eru það Vetrarólympíuleikarnir. Fánaberi Pita Taufatofua á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.