Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Það er mat Vegagerðarinnar að það taki 5-7 ár að breikka Vesturlands- veg á Kjalarnesi. Alls er óvíst hve- nær þetta verk getur hafist. Tals- verð vinna er eftir við undirbúning verksins og ekki er búið að tryggja fé til þess á fjárlögum. Eins og fram hefur komið í frétt- um hefur myndast mikill þrýstingur á stjórnvöld að grípa til aðgerða. Sveitarstjórnir hafa ályktað í þá veru. Facebook-hópurinn Til örygg- is á Kjalarnesi hefur verið stofnaður og loks hafa nokkur þúsund manns skrifað undir áskorun til stjórn- valda. Fyrsta skrefið varðandi breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi er að gera deiliskipulag fyrir svæðið. Sú vinna er langt komin og er gert ráð fyrir að deiliskipulagstillaga verði auglýst í febrúar að sögn Jóns Hall- dórs Jónassonar, upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Starfsmenn Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar hafa unnið að tillögunni ásamt ráðgjöfum frá Eflu verkfræðistofu og Landslagi lands- lagsarkitektum. Eftir er að fara yfir nokkur atriði og eiga frekara sam- ráð áður en tillagan verður auglýst. Lýsing á deiliskipulagstillögunni var kynnt á vef Reykjavíkurborgar í fyrrasumar. Þar var gert ráð fyrir að tillagan yrði kynnt og auglýst í nóvember 2017. Það tókst ekki. Reikna má með að u.þ.b. fimm mán- uðir líðir frá því tillaga er auglýst þar til hún öðlast gildi. Samþykkt deiliskipulags, sem nær til 14 kílómetra kafla, er for- senda þess að hægt verði að ráðast í tvöföldun Vesturlandsvegar. Gróf kostnaðaráætlun fyrir breikkun hringvegar á Kjalarnesi, þ.e. á 10 kílómetra kafla frá Kollafirði að Hvalfjarðargöngum, er um 2.600 milljónir króna, samkvæmt upplýs- ingum G. Péturs Matthíassonar upp- lýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Í þessari áætlun er miðað við 1. áfanga, 2+1-veg. Síðar meir er áformað að breikka Vesturlandsveg í 2+2-veg. Meginverkefnið, að breikka veg- inn á Kjalarnesi í áföngum, fer vænt- anlega í hönnun í sumar, að sögn G. Péturs Matthíassonar. Fyrstu áfangar verksins gætu farið í útboð vorið 2019. Framkvæmdahraði ræðst síðan af fjárveitingum. „Líklegt er að verkið verði boðið út í 3-4 km köflum og að það taki um tvö ár að vinna hvern kafla. Kafl- arnir verða þá þrír. Að ljúka 2+1 vegi frá Esjubergi/Móum að Hval- fjarðarvegi tæki þannig 5-7 ár,“ seg- ir G. Pétur. Í fjárlögum ársins 2018 er hins vegar 200 milljóna króna fjárveiting til að gera hringtorg á Vesturlands- vegi, nánar tiltekið á Esjumelum. Hringtorgið er nú í verkhönnun. Stefnt er að útboði í apríllok eða byrjun maí, að sögn G. Péturs. Hann segir að ákvörðun um útboð verði endanlega tekin í samráði við Reykjavíkurborg. Esjumelar eru eignarland Reykjavíkurborgar. Þar hefur verið að byggjast upp nýtt at- hafnasvæði sem búist er við að eflist og dafni á næstu árum. Því er talin nauðsyn á öruggri vegtengingu Esj- umela við Vesturlandsveginn. Á athafnasvæðinu á Esjumelum er almennt gert ráð fyrir atvinnu- starfsemi þar sem lítil hætta er á mengun svo sem léttum iðnaði, hreinlegum verkstæðum, bílasölum, umboðs- og heildverslunum. Einnig atvinnustarfsemi sem þarfnast mik- ils rýmis, meðal annars vinnusvæðis utandyra á lóðum eða starfsemi sem hefur í för með sér þungaflutninga, svo sem vörugeymslur og matvæla- iðnaður. Íbúðir, hótel og gististaðir eru ekki heimil á athafnasvæði Esj- umela. Breikkun vegarins tekur 5-7 ár  Þrýstingur á breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi  Deiliskipulag auglýst á þessu ári og byrj- að á hönnun vegarins  Vegakaflar boðnir út í áföngum  Gróf kostnaðaráætlun 2.600 milljónir Mynd/Vegagerðin Hringtorg á Esjumelum Torgið er í hönnun. Það mun tengjast nýju at- hafnasvæði við Vesturlandsveg. Vegurinn niður að sjó er Álfsnesvegur. Morgunblaðið/Ómar Á Kjalarnesi Umferðin um Vesturlandsveg hefur vaxið hröðum skrefum á undanförnum árum. Þrýst hefur verið á stjórnvöld að hraða endurbótum. Grunnkort/Loftmyndir ehf. Breikkun Vesturlandsvegar Mosfellsbær Grundarhverfi Hv alf jar ðar veg ur K JA LA R N ES Kollafjörður Hvalfjörður Deiliskipulag fyrir breikkun Vestur- landsvegar nær frá sveit ar fé lags mörk um við Mos fells bæ að Hval fjarðargöng um. Um 14 km kafli. Opinn fundur um samgöngumál á Vesturlandi verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 24. jan- úar, kl. 18.00 til 20.00 í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi. Meðal gesta á fundinum verður Sigurður Ingi Jóhannsson sam- göngu- og sveitarstjórnarráð- herra og flytur hann ávarp. Aðrir sem flytja ávarp eru Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfs- hóps um möguleika á fram- kvæmdum á stofnleiðum í ná- grenni Reykjavíkur og fjár- mögnun þeirra, Geirlaug Jóhannsdóttir, sveitarstjórnar- fulltrúi í Borgarbyggð, og Krist- inn Jónasson, bæjarstjóri í Snæ- fellsbæ. Fundarstjóri verður Páll S. Brynjarsson. Ráðherra á opnum fundi á Akranesi Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið SMÁRALIND www.skornirthinir.is Kíktu á útsöluverðið! Rennilás að framan Loðfóðraður, Vatnsheldur Grófur stamur sóli onica kuldaskór Útsöluverð 4.798 ð áður 11.995 ærðir 37-41t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.