Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 13
Ljósmynd/Getty Images Bíó og popp Hvað sem öllum tækniframförum líður í kvikmyndagerð munu áhorfendur seint hætta að fá sér popp í bíó. svart-hvítar myndir aðeins gerðar í sérstökum listrænum tilgangi. 3. TEIKNIMYNDIN Það voru dagblaðateiknarar sem uppgötvuðu að þeir gátu látið myndir sínar hreyfast með því að ljósmynda eina teikningu í einu og sýna þær síðan á hraðanum 24 rammar á mínútu. Árið 1906 filmaði þannig Bandaríkjamaðurinn J. Stu- art Blackton krítarteikningar á töflu. Sama ár gerði danski skop- myndateiknarinn Storm P. svipaða tilraun en stuttmynd hans er glötuð. Fyrstu langmyndina með þessari tækni gerði þýska kvikmyndagerð- arkonan Lotte Reiniger tveimur áratugum síðar en þar filmaði hún skuggamyndir úr pappa ramma fyr- ir ramma. Straumhvörf urðu þegar Walt Disney frumsýndi Mjallhvít og dvergana sjö árið 1937 en þar naut teiknimyndin sín í öllum regnbogans litum. 4. HLJÓÐMYNDIN Í þrjá ára- tugi þurftu kvikmynda- gerðarmenn að miðla samtölum leikara með millitextum og ýktu látbragði. Samstillt mynd og hljóðrás var tækni sem Bandaríkja- menn fullkomn- uðu og eftir að hún var notuð með góðum árangri í Jazzsöngvar- anum árið 1927 og stuttri teikni- mynd með Mikka mús ári síðar varð ekki aftur snúið. Talmyndin tók yfir hvítu tjöldin. En þróun tækninnar var tímafrek og kostaði sitt. Leik- arar með skrækar, óþjálar raddir eða sterkan erlendan hreim misstu stöðu sína í Hollywood. Fyrst í stað þurfti að fela hljóðnema í blómapott- um og lampaskermum og það olli skrýtnum hreyfingum og stöðum leikaranna. Með þráðlausum sendi- hljóðnemum og eftirvinnslutækni eru slík vandamál fyrir bí. 5. BREIÐTJALDIÐ Allt fram til ársins 1953 voru flestar langmyndir teknar og sýndar í hlutföllunum 1:375. Þegar sjón- varpið hélt innreið sína og bauð upp á svipað kassaform neyddust kvik- myndaframleiðendur til að laða áhorfendur út af heimilunum með nýrri breiðtjaldstækni á borð við CinemaScope sem víkkaði sjóndeild- arhring áhorfenda til muna. Fyrst í stað var þessi tækni mest notuð við gerð epískra stórmynda á borð við Ben Hur og Kleopötru en síðan yfir- tók hún töku- og sýningarformat kvikmyndaframleiðslu almennt. Framþróun hennar hefur haldið áfram með ýmsum hætti, eins og IMAX og OMNIMAX-tækninni, þar sem kvikmyndin umlykur áhorfand- ann. 6. ÞRÍVÍDDIN Annað tilbrigði við töku- og sýn- ingaraðferð sem ætlað var að um- vefja áhorfandann og soga hann inn í myndina er þrívíddartæknin en með henni gátu bíómyndirnar einnig boð- ið upp á upplifun sem sjónvarpið gat ekki. Hún felur í sér sjónhverfingu sem gerir tvær myndir að einni og veitir myndfletinum aukna dýpt gegnum svokölluð þrívíddargler- augu Þessi tækni átti dálitlu gengi að fagna á 7. áratugnum, ekki síst í hrollvekjum af ýmsu tagi, en náði ekki fótfestu. Hún var svo endur- vakin þegar stafræn tölvuvinnsla kvikmynda fór að blómstra í stór- myndum á borð við Avatar (2009). Martin Scorsese lék sér með hana í Hugo (2011) þar sem hann m.a. end- urgerði Eimreið kemur á brautar- pall í þrívídd. 7. HAND-TÖKUVÉLARNAR Kvik- myndatöku- vélar voru lengst af níð- þungir hlunk- ar á þrífótum sem leggja þurfti teina- brautir fyrir svo að unnt væri að hreyfa þær frá einum stað til ann- ars. Snemma á 7. áratugnum komu fram léttar 16 mm vélar sem gátu tekið upp mynd og hljóð á vettvangi með litlum mannskap og bæði lækkaði það framleiðslukostnað og skapaði nýja möguleika í greininni. Frönsku ný- bylgjuleikstjórarnir, heimildar- myndaleikstjórar og sjálfstæðir frumkvöðlar eins og John Cassave- tes tóku þessum vélum fegins hendi. Meðfærilegar og ódýrar stafrænar tökuvélar sem fara vel í lófa hafa síð- an bylt kvikmyndagerðinni og gert mun fleirum tækifæri til að stunda hana en áður var. Dogma-myndirnar dönsku notuðu tæknina með áhrifa- ríkum hætti, ekki síst í Veislunni (1998). 8. TÖLVUTEIKNITÆKNIN Bandaríska framtíðar- myndin Futureworld varð árið 1976 einna fyrst til að blanda saman venjulegu myndefni og tölvuhönnuðu. Síðan komu myndir eins og Tron, The Abyss og Tortímandinn 2. Vendi- punktar þessarar kvik- myndagerðar voru Júra- garðurinn (1993) sem vakti risaeðlur til lífsins og hin frábæra tölvuteiknimynd Toy Story (1996) sem skapaði allan myndheim sinn í tölvu. Tölvuteikning hefur nú að mestu tekið við af handteikningu í gerð slíkra mynda sem reynst hefur afar arðvænleg og vinsæl. 9. STAFRÆNA RÆMAN Í Star Wars Episode II (2002) ruddi George Lucas brautina fyrir kvikmyndir sem alfarið voru teknar á stafrænt háskerpumyndband. Þar komust framleiðendur og leikstjórar í sæluríki tæknibrellnanna sem síð- an hafa tröllriðið kvikmyndunum, svo mjög að mörgum þykir sem saga og persónusköpun hafi orðið þeim að bráð. Öll eftirvinnsla er mun auð- veldari, þótt hún sé ekki beinlínis ódýr eða hraðvirk, og í raun geta höfundarnir búið til og sýnt allt sem þeim dettur í hug í tölvunum. Jafn- framt hefur stafræna tæknin enn aukið meðfærileika við tökur og hafa jafnvel heilu bíómyndirnar verið teknar á snjallsíma. Stafræn sýning- artækni hefur einnig tekið yfir í bíó- um víða um heim, sem hefur einfald- að dreifingu og gert sendingar þungra filmukassa milli landa óþarf- ar. Árið 2011 varð Noregur fyrstur landa í heiminum til að innleiða staf- ræna sýningartækni í öllum kvik- myndahúsum sínum. 10. HREYFILEIKURINN Tækni sem skráir hreyfingar og tjáningu lifandi leikara með stafræn- um hætti og yfirfærir þær svo á teiknaðan sýndarveruleika var fyrst notuð við gerð tölvuleikja. Hún nemur þannig burt mörkin á milli leikarans og teiknipersónunnar. Þessi tækni, sem kallast á ensku „Motion Capture“ eða „MoCap“, komst með eftirminnilegum hætti inn í gerð leikinna bíómynda með Hringadróttinssögu (2002) þar sem leikarinn Andy Serkis og tölvu- teiknarar sköpuðu sam- an persónuna Gollum. 1927 Vel tókst að samstilla mynd og hljóðrás í Jazzsöng- varanum frá 1927. 2009 Margir nutu þrívíddarmynd- arinnar Avatar frá 2009 betur en ella með þrívíddargleraugum. 1937 Rúmlega áttatíu ár eru síðan Walt Disney frumsýndi teiknimynd- ina Mjallhvít og dvergana sjö. 1998 Danska myndin Festen var tekin með hand-tökuvél. 2002 Stjörnustríðsmyndin Árás klónanna var tekin á stafrænt há- skerpumyndband. 2002 Leikari og tölvuteiknarar sköp- uðu saman persónuna Gollum í Hringadrótt- inssögu. 1996 Í Toy Story var blandað saman venjulegu myndefni og tölvuhönnuðu. 1959 Ben Hur frá 1959 var sýnd í Cinema Scope, sem Bandaríkja- menn hófu að þróa upp úr 1953. Ljósmynd/Getty Images DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og velíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.