Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 ✝ Helgi Oddssonfæddist í Reykjavík 14. jan- úar 1939. Hann lést 11. janúar 2018 á Landspítalanum. Foreldrar hans voru Oddur H. Helgason, forstjóri, f. 10.4. 1912, d. 3.11. 1986, og Friðbjörg Ingjaldsdóttir hús- móðir, f. 8.10. 1918, d. 14.5. 2012. Helgi var næstelstur átta syst- kina. a) Viggó Alfreð (samfeðra), f. 2.12. 1932, d. 7.3. 1983. b) Sig- rún, f 16.3. 1942, maki Bjarni Ingvar Árnason, f. 17.6. 1942. c) Þóra Rose, f. 12.2. 1944, maki Arthur Rose, f. 19.5. 1934, d. 20.4. 1993. d) Sigurður Bertel, f. 20.9. 1945, maki Iðunn Lúðvíks- dóttir, f. 7.6. 1947, d. 4.3. 2013. e) Inga Björg Magnea. 3) Oddur Ingvar, f. 19.3. 1975, d. 5.2. 1980. Helgi kvæntist Jittawan Khotkham árið 2009 en þau skildu. Helgi ólst upp í Þingholts- strætinu og eftir Grænuborg og Miðbæjarskóla útskrifaðist hann með verslunarpróf frá Verzl- unarskóla Íslands. Hann hélt svo í frekara nám í verslunar- og tryggingarfræðum til Pennsylv- aníu, Englands og Þýskalands. Eftir nám starfaði Helgi hjá Tryggingu og hjá Verði trygg- ingum sem stofnaðar voru af föður hans Oddi. Síðar vann Helgi í Brauðbæ, Þór og Friðriki Bertelsen en síðustu 20 ár starfs- ævinnar hjá Prentsmiðjunni Odda. Helgi var meðlimur í Frí- múrarareglunni Mími ásamt því að hafa verið virkur í Lions- hreyfingunni Þór þar sem hann gegndi formannshlutverki 1988. Útför Helga fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 23. janúar 2018, klukkan 13. Oddur Helgi, f. 10.2. 1950, maki El- ínborg Jóhanns- dóttir, f. 20.3. 1951. f) Pétur Eggert, f 8.11. 1957, maki Margrét Halldóra Kjærnested, f. 17.4. 1960. f) Valgerður, f. 15.12. 1960, maki Friðrik Eysteins- son, f. 12.1 1959, d. 28.12. 2015. Fyrri eiginkona Helga var Ásthildur Inga Haraldsdóttir, f. í Reykjavík 9.7. 1943. Börn þeirra eru 1) Haraldur Helgi, f. 22.3. 1964, maki Esther T. Halldórs- dóttir, f. 17.2. 1969. Börn þeirra eru Alexander, Ísarr Helgi og Klara Valgerður Inga. 2) Katrín, f. 12.12. 1968, maki Bjarni K. Þorvarðarson, f. 22.12. 1966. Börn þeirra eru Kristín Hulda, Ingvar Þór, Þorvarður Helgi og Sagður er á fæti frár fyrirmönnum líkur. Heimalningur hér í Bár Helgi Reykvíkingur. Þessa vísu orti Sigurður Daða- son sláttumaður um pabba þegar hann var í sveit í Grundarfirði. Ferðin þangað tók 16 klukku- stundir í þá daga. Þar sem mikill vöruskortur var á landinu og dekkin þunn eins og blöðrur sprakk sjö sinnum á leiðinni og einnig þurfti að bíða eftir að það fjaraði út úr tveimur fjörðum svo hægt væri að keyra yfir. Pabbi hafði mikla unun af öllu sem við- kom Grundarfirði og hélt alla tíð góðu sambandi við fólkið sitt þar. Þeir vinirnir, pabbi og Kjart- an, rifjuðu stöðugt upp sögur úr sveitinni eins og þegar annar þeirra þurfti að halda á hinum í land úr Leirklett rétt fyrir utan þar sem hann var svo „heppinn“ að vera í stígvélum. Það eru ótrúlegustu minninga- brot sem koma upp í hugann þeg- ar ég hugsa til þín, elsku pabbi, en ein sterk minning er til á mynd þar sem þú stóðst inni í stofu í rauðköflóttum náttsloppi með þau stærstu heyrnartól á þér sem ég hef séð og með hend- urnar upp í loft við söng. Þarna varstu búinn að stilla græjurnar í botn og tókst Hamraborgina þér til mikillar ánægju. Ófáar stundir áttum við í bíltúr milli vina og ættingja um helgar og var þá ávallt spiluð kassettan með Himni og jörð og að sjálf- sögðu sungið með, reyndar við bæði í þau skiptin. Þetta var á þeim tíma þegar Oddur Ingvar var nýfarinn og þú nýfráskilinn og ég á mínum unglingsárum svo ég held bara að við höfum í raun hjálpað hvort öðru í gegnum mjög erfitt tímabil. Eftir að ég stofnaði svo fjöl- skyldu varstu ávallt áhugasamur um hvernig allt gekk og hvað allir voru að gera og ávallt reiðubúinn að aðstoða ef þess var óskað. Helgi hafði einstaklega gaman af því að fara á milli og heyra fréttir af fólki og segja góðar sög- ur en þegar Facebook kom til sögunnar var eins og kippt hefði verið undan honum fótunum því nú vissu allir allt um alla og hann ekki inni í umræðunni á Face- book þó við systkinin hefðum gert þónokkrar tilraunir til þess að koma pabba af stað með það. Það hins vegar birti aftur í lífi Helga þegar honum var boðið að vera á daginn í Hlíðabæ og sagði hann að þar hefði hann unnið stærsta lottómiðann sem í boði var. Ég vil þakka starfsfólki Hlíðabæjar og skjólstæðingum innilega fyrir þá hlýju og um- hyggju sem þau sýndu Helga ásamt heimaþjónustunni og heimahjúkrun því án þeirra hefði þetta fyrirkomulag aldrei gengið upp. Það var einlæg ósk hans að fá að búa heima og vera sinn eig- in herra og það tókst honum til dauðadags. Elsku, elsku pabbi, takk fyrir innilega samveru og samskipti og knúsaðu nú Odd bróður frá mér í kaf. Þín Katrín. Leiðir okkar Helga lágu sam- an fyrir 30 árum þegar ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir Katrínu uppáhaldsdóttur hans eins og hann orðaði það sjálfur og fylgdi þá gjarnan smitandi hlát- ur, enda eina dóttir hans. Þegar að því kom að við Katrín stigum hamingjuskrefið stóra hafði Helgi lúmskt gaman af því þegar stráklingurinn ég stakk upp á að við tækjum okkur bíltúr saman og bað hann upp á gamla mátinn um hönd dóttur hans. Hvort sem það var af því að púkinn kom upp í honum eða að hann tæki hlut- verkið alvarlega lét hann mig svitna hressilega og veitti ekki leyfið fyrr en eftir talsverða yf- irheyrslu og hafði þá teygst á því sem átti að verða örstuttur bíltúr. Þá vann Helgi í Prentsmiðjunni Odda sem hann síðan hélt tryggð við allt þar til að starfslokum kom. Helgi hafði alltaf yndi af ferða- lögum og þau tóku svo sannar- lega kipp þegar vinnunni sleppti. Meðan hann hafði heilsu til voru ævintýrin gjarnan í snjó og á skíðum en seinni árin heillaði sól- in og hitinn meira og hikaði hann ekki við að fljúga hringinn í kringum hnöttinn til að sjá nýja staði og sækja vini heim enda voru vísiteringar hvort sem var erlendis eða á Íslandi hans ær og kýr. Helgi var alltaf á ferðinni en stoppaði stutt á hverjum stað. Rétt nóg til að fá kaffisopa, heyra sögur, segja sögur og nokkra brandara sem hlegið var dátt að. Svo var staðið upp og haldið á næsta stað. Helgi fylgdist vel með öllu og öllum. Hafði einlæg- an áhuga á að fylgjast með hvernig gengi hjá okkur hjónun- um og krökkunum öllum sem hann vissi stundum meira um en pabbinn. Og þegar lönd og höf skildu að þá hringdi hann á sín- um fasta tíma á hverjum degi, svona til að tékka inn og fá og segja nýjustu fréttir. Hann hélt þannig alltaf einstöku sambandi við vini sína nær og fjær þrátt fyrir að kunna miklu betur við símtólið en fésbókina og aðrar ámóta nýjungar. Einkum átti fólkið í Grundarfirði og gamla sveitin hans á Bár sérstakan stað í hjarta Helga en þangað fór hann reglulega og lék þá á als oddi. Síðustu ár sín naut Helgi daglegrar þjónustu við leik og lestur í Hlíðabæ. Helgi sjálfur lýsti því sem vinningi í lotteríi þegar hann komst þar að. Kunn- um við fjölskyldan starfsfólki Hlíðabæjar bestu þakkir fyrir umönnunina og auðsýnda vænt- umþykju. Ég er viss um að þar, rétt eins og við eldhúsborðið heima, mun minningin um Helga lifa og gamansögur hans hljóma um ókomna tíð. Hvíldu í friði, elsku tengdapabbi. Bjarni K. Þorvarðarson. Í morgunljómanum lagði bróð- ir minn Helgi af stað í sína dag- legu dagskrá í Hlíðabæ en þar átti hann góða daga síðustu árin. Á hádegi kvaddi hann skyndi- lega, sagði takk fyrir mig, sem var í hans stíl enda sjálfstæður og hugrakkur í lífsins ólgu sjó, þannig endaði hans síðasti dagur. Helgi hefði orðið sjötíu og níu ára 14. janúar – og ættingjar misstu af afmælinu en í staðinn streyma fram minningar allt frá bernskudögum í Þingholtsstræti. Fyrri hluta starfsævinnar var Helgi athafnamaður af nýja skól- anum og kom víða við en um miðjan aldur hóf hann störf í Prentsmiðjunni Odda. Þar fann hann „fjölina sína“ og fyrirtækið naut góðs af jákvæðum viðhorf- um og einlægri ósk hans um vel- ferð fyrirtækisins. Í frístundum má segja að Helgi hafi stundaði mannræktar- starf í samskiptum við samferða- fólk, bæði með heimsóknum og símhringingum sem hófust oft á orðunum; „Sæll Oddi minn, hvernig hefurðu það?“ Ég var alltaf litli bróðir hans. Helgi bróðir var gæfumaður. Hann eignaðist yndislega fjöl- skyldu, átti góða vini og var ágætlega heilsuhraustur fram á síðustu ár. Sorgin gleymir engum og hann fór ekki varhluta af áföllum í lífinu. Tilvera hans mótaðist af orðum skáldsins Jóns Blöndal: „Unaður, kæti, angur, sorg og þrá, skipta um sæti skuggabekkjum á.“ Fjölskyldan varð fyrir þeirri miklu sorg að missa drenginn sinn, Odd Ingvar, á fimmta ári, hann drukknaði í Kópavogi ásamt vini sínum Katli 1980. Bróðir minn bar þessa sorg í hljóði, þá var ekki áfallahjálp komin til sögunnar heldur bara – að standa sig. Þrátt fyrir áföll í lífinu var Helgi alltaf jákvæður og léttur í lund sem lýsir sér vel þegar son- ardóttir mín, Lea Karen, átta ára gömul, frétti af andláti Helga frænda, þá sagði hún: „Já, en hann Helgi frændi var svo hress og skemmtilegur í veislunni á Þorláksmessu, krossaðu hann, einn fyrir mig og annan fyrir fjöl- skylduna.“ Það var einmitt á Þor- láksmessu, hjá okkur Boggu, þar sem mynd af okkur sjö systkin- unum var tekin í hinsta sinn. Minningin lifir. Kæri bróðir, þú áttir hreint hjarta en þar eru uppsprettur lífsins. Blessuð sé minning þín. Oddur Helgi. Elsku Helgi bróðir er dáinn. Hann fór snöggt og hans verður sárt saknað. Ég er svo ánægð með að hann kom í afmæliskaffið til mín í desember. Hann var ekki viss hvort hann kæmist en svo bara birtist hann svo glaður og ánægður að koma og hitta fjöl- skylduna. Helga þótti svo vænt um fjölskylduna sína og leið vel í fjölskylduboðum og var alltaf duglegur að heimsækja vini og ættingja. Einu sinni fyrir nokkrum ár- um var ég heima vegna þess að yngsti sonur minn var veikur. Þá kíkir Helgi inn í kaffi og mætir með þessa stóru litabók og liti handa litla frænda sínum. Það er enn verið að minnast á hvað hon- um fannst þetta meiriháttar flott gjöf og byrjaði strax að lita og líða betur auðvitað. Þetta lýsir Helga vel, mæta á staðinn og gera lukku. Síðustu ár mömmu okkar var Helgi duglegur að að- stoða hana með aðföng og útrétt- ingar. Þetta var ekki síður fé- lagslegt fyrir þau bæði að hittast og fá sér kaffisopa saman hjá mömmu. Það gat verið ansi spaugilegt þegar mamma um ní- rætt var að segja Helga að rétta úr sér og labba ekki eins og gam- almenni, ha ha, og hann sagði bara: já, mamma mín. Elsku Helgi minn, takk fyrir greiðasemina og væntumþykj- una, Guð blessi þig, þín systir, Valgerður (Vala). Helgi Oddsson frændi okkar er fallinn frá tæplega 79 ára að aldri. Hann var elstur sjö barna Odds Helgasonar, föðurbróður okkar, og Friðbjargar Ingjalds- dóttur. Helgi Oddsson var einstakt ljúfmenni, glaðlegur, glæsilegur og viðkunnanlegur í alla staði. Helgi var frændrækinn með af- brigðum og mikill fjölskyldu- maður. Alla tíð sinnti hann eldra fólki í fjölskyldunni betur en aðrir af okkar kynslóð, var þeim hjálpleg- ur og okkur öllum til fyrirmynd- ar í því efni. Föðursystur okkar sem bjuggu lengst af í Bankastræti 7 og svo á Miklubraut 50 í foreldra- húsum nutu góðvildar hans og hlýju. Helgi snerist í kringum þær og heimilið árum saman og reyndist þeim mikil og góður frændi og vinur. Þær voru sann- arlega ekki þær einu sem nutu mannkosta hans. Góð vinátta var alla tíð milli foreldra okkar og Helga. Faðir okkar, Magnús Helgason sem lést árið 2000, og hann voru nán- ir. Katrín Sigurðardóttir, móðir okkar, fylgdist áfram vel með Helga alla tíð og hitti hann meira að segja rétt fyrir síðustu jól. Við bræður eigum góðar minningar frá liðnum árum sem tengjast Helga Oddssyni og öllu hans fólki og það var jafnan fagnaðarfund- ur þegar hópurinn hittist. Þar fór Helgi fremstur í flokki. Helgi lauk prófi frá Verslunar- skóla Íslands 1958 og var skrif- stofumaður allan sinn starfsferil. Síðasta aldarfjórðunginn á vinnumarkaði starfaði hann hjá Prentsmiðjunni Odda og undi hag sínum þar vel í líflegu vinnu- umhverfi með góðum félögum. Við sendum börnum hans, Haraldi Helga og Katrínu, syst- kinum og öðrum ættingjum og vinum Helga einlægar samúðar- kveðjur allra í fjölskyldu okkar. Blessuð sé minning Helga Oddssonar. Helgi Magnússon, Sigurður Gylfi Magnússon. Einn ágætan vormorgun árið 1945 leggur langferðabíll af stað úr Reykjavík. Förinni er heitið í Grafarnes, sem síðar fær heitið Grundarfjörður, og fyrir höndum er 16 tíma ferðalag. Í bílnum sit- ur fallegur drengur, bjartur yf- irlitum og glaðlegur. Mögulega er gleði drengsins þó blandin nokkrum kvíða þar sem hann veifar til foreldra sinna á leið í ókunna sveit aðeins sex ára gam- all. Reyndar eru þeir miklir mát- ar, Oddur Helgason, kaupmaður og útgerðarmaður, faðir Helga og Sigurjón Halldórsson, skip- stjóri og útgerðarmaður frá Norður-Bár. Leiðir þeirra höfðu legið saman í gegnum útgerð, en nokkrum árum áður höfðu þeir í félagi keypt tvo báta sem Sigur- jón stýrði í Bretavinnu í Hval- firði, við að ferja „offísera“ sjó- hersins. Drengurinn Helgi, fæddur ár- ið sem síðari heimsstyrjöldin hófst, heldur á vit nýrra ævintýra og embættisverka sem vinnu- maður í Norður-Bár í þann mund er erlendir stríðsmenn ákveða að ljúka skelfilegum styrjaldar- kafla. Eins og hjá hinu unga ís- lenska lýðveldi, sem stofnað var sumrinu áður, er nýr kafli að hefjast hjá kaupamanninum unga og mikilvæg mótunarár framundan. Á miðnætti er bíllinn kominn á áfangastað og pilti er ekið fram í sveit. Björg Hermannsdóttir húsfreyja býður hann velkominn og á borð er borið soðið selkjöt. Það hefur Helgi aldrei smakkað áður, en borðar af bestu lyst, að eigin sögn síðar meir. Í sveitinni kann Helgi strax vel við sig. Sjálfur er hann hvers manns hugljúfi og mesti dugnaðar- drengur; rekur kýrnar, sækir vatn og sinnir ýmsu bústangi. Drýgst er þó vinnan í heyskapn- um sem kallar á margar hendur, enda lítið um vélar ennþá. Seinna fjölgar kaupamönnunum; Kjart- an Borg, jafnaldri og besti vinur Helga, bætist í hópinn. Annar verður ekki nefndur án þess að minnast á hinn. Næstu árin koma þeir félagar til Bjargar í Bár á tilsettum tíma að vori, rétt eins og krían sem býr í Bárar- túninu. Sigurður, yngri bróðir Helga, kemur síðar og er líka sveitastrákur í Bár í mörg ár. Í bréfum sem Helgi skrifar heim og Friðbjörg móðir hans varðveitti, segir hann fréttir af ævintýrum þeirra félaga í sveit- inni og aflabrögðum Farsæls. Hann lætur fylgja að það sé voða gaman og sér líði voða vel. Kjart- an hefur síðar haft á orði að Björgu í Bár hafi þótt jafn vænt um þá félaga og hana Ljómalind – og væri þá langt til jafnað. En hvernig sem það var og þó að strákarnir færu úr sveitinni, þá fór sveitin ekki úr strákunum. Æ síðan héldu þeir tryggð við sveit- ina sína og okkur fjölskylduna frá Norður-Bár. Helgi Odds var einstakur ljúf- lingur, lífsglaður húmoristi, sem leiddist ekki að segja góða sögu. Síðustu árin vorum við Hemmi og börnin okkar svo lánsöm að njóta ræktarsemi Helga og vin- áttu. Hann hringdi reglulega í mig og það var dýrmætt að heyra sögur úr sveitinni hjá Björgu ömmu og Sigurjóni afa og þeirra fólki. Fyrir hönd okkar frændsyst- kinanna allra þakka ég Helga samfylgdina, áratuga vináttu og tryggð. Við Hemmi sendum Katrínu, Haraldi og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Megi Helga kaupamanni í Bár farnast vel í nýrri sveit. Björg Ágústsdóttir. Snemma á níunda áratug síð- ustu aldar hóf Helgi Oddsson störf í Prentsmiðjunni Odda. Var ráðinn til þess að sjá um toll- skýrslugerð og annað er tilheyrði innflutningi á vörum til fram- leiðslu prentgripa. Það var mikið happ fyrir Odda. Helgi gjör- þekkti þennan málaflokk og á þessum tíma var einnig gott að þekkja ákveðna menn ef á þyrfti að halda til þess að koma vörum fljótt í gegnum tollinn. Helgi þekkti þá alla. Helgi var náinn samstarfs- maður minn í yfir tvo áratugi. Einstaklega traustur og dugleg- ur sómamaður, mjög þægilegur í umgengni og var alltaf tilbúinn til þess að ganga í önnur störf innan prentsmiðjunnar ef á þurfti að halda. Þrátt fyrir áföll sem hann hafði orðið fyrir í lífinu var hann einstaklega glaðvær, alltaf með bros á vör og stutt í hláturinn. Alltaf boðinn og búinn til þess að aðstoða eða hjálpa til og orðatil- tækið „ekkert mál“ mun alla tíð minna mig á hann. Eftir að við Helgi hættum störfum fyrir Odda hélst mikill og góður vinskapur okkar áfram. Hann hringdi síðast í mig daginn fyrir andlát sitt, hress og kátur eins og ævinlega. Þar sem við Kristín höfum ekki tök á því að fylgja Helga síð- asta spölinn viljum við senda börnum hans, Katrínu og Har- aldi, sem voru augasteinarnir hans, og öðrum fjölskyldumeð- limum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Helga Oddssonar. Knútur Signarsson. Þegar við kveðjum Helga vin okkar til margra ára er margs að minnast. Fyrstu kynni okkar af honum hófust þegar Haraldur sonur hans kom sem kaupamað- ur til okkar í Bakkakot vorið Helgi Oddsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, EYRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Dalsmynni, Flóahreppi, sem lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi miðvikudaginn 10. janúar, verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn 26. janúar klukkan 13.30. Alda Einarsdóttir Magnús Gíslason Ólafur Einarsson Kristín Stefánsdóttir Jóhanna Júlía Einarsdóttir Ingibjörg Einarsdóttir Hjálmar Ágústsson Þuríður Einarsdóttir Steinþór Guðmundsson Svava Einarsdóttir Halldór G. Halldórsson Sigurður Ólafsson Kristrún Bjarnadóttir og ömmubörnin öll Elskulegur eiginmaður minn, GEORG JÓN JÓNSSON bóndi, Kjörseyri, Hrútafirði, lést í faðmi fjölskyldunnar föstudaginn 19. janúar á Landspítalanum við Hringbraut. Fyrir hönd aðstandenda, Dagmar Brynjólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.