Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.01.2018, Blaðsíða 25
manninum mínum og Erla kynntist honum Magna sínum. Alltaf héldum við vinkonurnar sambandi og seinna meir þegar við áttum orðið fyrstu börnin okkar, og þessu gleymi ég aldrei. Við Erla hittumst, ég með Sigurgeir og hún með Pétur heima hjá Erlu vestur í bæ, báðar ungar og hamingju- samar nýjar mæður og lífið allt fram undan, þá göntuðumst við með það okkar á milli að við skyldum skrifa minningar- greinar um hvor aðra þegar við yrðum gamlar og ljótar og við hlógum báðar óskaplega mikið að þessu. Ef við aðeins vissum. Þegar við Siggi flutt- um seinna meir til Englands voru Erla og Magni þau fyrstu sem komu og heimsóttu okkur. Öll þessi ár höfum við alltaf haldið sambandi og mætt í fermingarveislur og útskriftir og alls kyns uppákomur í fjöl- skyldum hvers annars. Þau hjónin voru og eru alltaf efst á blaði hjá mér. Erla má svo sannarlega eiga það að hún kann að taka glæsilega á móti fólki, hvort sem það eru stór- veislur eða bara við vinkon- urnar að hittast. Alltaf jafn rausnarlegt. Eins og í sumar þegar við æskuvinkonurnar, ég, Helga Hrönn, Þurý og Erla hittumst heima hjá Erlu, Helga kom frá Svíþjóð þar sem hún býr, en þetta var í síðasta skiptið sem við allar vinkonurnar hittumst. Þrátt fyrir veikindi Erlu var hún þarna með glæsilegt kaffi- boð og þetta var okkur ómet- anleg stund. Þótt við Erla höf- um ekki hist mikið undanfarna mánuði, þá höfum við talað mikið saman í síma, hlegið og grátið saman. Elsku besta vinkona mín, það er ólýsanlega sárt að kveðja þig hér, en ég veit að þú átt eftir að hafa mikið að segja þótt þú sért hinum meg- in við hafið mikla. Elsku Magni minn, Pétur og Dagmar guð veiti ykkur styrk í sorg ykkar. Ég geymi minningu Erlu alltaf í hjarta mér. Hvíl í friði, elsku vinkona. Þín Lóa. Það er mikil eftirsjá í Erlu Vilhjálmsdóttur, hlýju hennar, tryggð, smitandi glaðværð, þrótti og þrautseigju. Það virð- ist ósanngjarnt að slík kona á besta aldri sé kölluð í eilífa sumarlandið frá eftirlifandi og syrgjandi fjölskyldu og vinum, langt um aldur fram þegar svo margt var ógert og óupplifað. Það er þó huggun harmi gegn að eftir sitja minningar – sem smám saman vekja gleði og hlýju fremur en þau sárindi sem nú leita á. Við vorum fimm gamlar samstarfskonur sem höfum haldið hópinn (kallað það saumaklúbb) og brallað ýmis- legt saman í gegnum árin. Erla var í þessum hópi sú sem hafði jafnan orð á því að lífið væri núna og því bæri að lifa því til fulls á meðan færi gæfist. Það gerði hún á meðan hún hafði afl og orku og naut hverrar stundar, naut samvistanna við maka sinn og börn – og ekki síður ömmudrenginn – sem vitaskuld tók öllum öðrum börnum fram og þurfti mikið og fagurt prjónles. Þá var ekki slegið slöku við og hlátrasköll- in til þess eins að efla þróttinn í saumaklúbbnum. Erla var í útliti, fasi og að innræti eins og fagur vormorg- un – eins og svanurinn fagri sem segir frá í ljóði Gests við lag Armas Järnefelts: Einu sinni fagur svanur söng af kæti við loftin blá gamankvæði í kyrrð og næði, átti heima á heiðarvatni, himinn undir og ofaná. Þannig var þessi yndislega „Trilla“ – hún söng af kæti við loftin blá og hafði himininn bæði undir og ofaná. Æðru- leysi hennar í erfiðum veik- indum var aðdáunarvert, aldrei kvartaði hún eða barmaði sér: lífið var núna. Vertu sæl, hjartkæra vin- kona, og þakka þér fyrir sam- fylgdina. Fjölskyldu Erlu – Magna, Pétri, Dagmar og Magna litla Aroni, sem og systkinum hennar og Margréti móður hennar, sendi ég mínar kærustu kveðjur. Dagmar Agnarsdóttir. Hvernig kveðjum við vin- konu okkar? Við rifjum upp góðu og skemmtilegu tímana og varðveitum þá í hjartanu. Er það ekki hjartað sem fram- leiðir tárin? spyr Jón Kalman í bókinni Saga Ástu. Í dag græt- ur hjartað mitt og getur ekki hætt, því ég syrgi af öllu hjarta mína kæru vinkonu. „Þetta er hún Gurrý, hún er ein af gullunum mínum.“ Dag- urinn er 11. desember, dag- urinn sem við Erla mín hitt- umst síðast. Hún var með gest og kynnti mig svona fallega fyrir honum. Svona var hún Erla, full af hlýju, umhyggju, glaðværð og kærleik sem hún úðaði yfir okkur sem stóðum henni nærri. Erla var líka húmoristi, leikkona, fagurkeri, tónlistar- unnandi og matgæðingur. Það sem við Valkyrjur höfum skemmt okkur í gegnum tíðina þegar Erla setti upp leikkonu- hattinn og sagði sögur á sinn óborganlega hátt. Svo þekkti hún Erla bókstaflega alla, það var næstum sama um hvern við töluðum hún fann næstum alltaf einhverjar tengingar. Erla var ákveðin og hafði sterka réttlætiskennd og lét vel í sér heyra þegar henni var misboðið. Hún lifði lífinu lifandi og lét drauma sína rætast. Ferðaðist um allan heim með Magna sín- um og allra best leið henni á Ítalíu. Erla og Magni, Magni og Erla, það er ekki hægt að nefna annað án þess að hitt fylgi með. Þau voru samrýnd, ástfangin og dásamleg hjón. Pétur og Dagmar unnu svo sannarlega í foreldrahapp- drættinu þegar þeim var út- hlutað Erlu og Magna sem for- eldrum. Hún sagði oft í gríni á síð- ustu árum: „ég er langamma“. Það þýddi að hana langaði svo að verða amma. Og sem betur fer rættist það þegar hún fékk yndislegan Magna Aron í fang- ið í júní sl. Missir hans er mik- ill, hún Erla tók ömmuhlut- verkið með trompi eins og annað sem hún færðist í fang í lífinu. Vinátta okkar hefur verið óslitin síðan mennirnir okkar spiluðu fótbolta saman í Val. Við Valkyrjur höfum gengið saman lífsins veg og það hefur verið okkur ómetanlegt að hafa Erlu til skrafs og ráðagerða í gegnum tíðina. Hún hafði svör við öllu, fylgdist vel með okkur og hvatti okkur til dáða. Elsku Magni minn, Pétur, Helene, Dagmar, Guðmundur og litli sólargeislinn Magni Ar- on – megi allar góðar vættir umvefja ykkur og styrkja. Þetta er hún Erla, hún er ein af gullunum mínum. Minn- ingin um einstaka vinkonu mun lifa. Og að lokum kveðjan okkar góða: „Vi snakkes, love you.“ Arna Guðríður (Gurrý) og Valkyrjurnar.  Fleiri minningargreinar um Erlu Vilhjálmsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2018 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóga með Hildi kl. 9.30 (stóla- jóga og frítt inn), gönguhópur leggur af stað kl. 10.15, vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl. 10.50, postulínsmálun og tálgað í tré hópurinn mætir í hús kl. 13. Árskógar Leikfimi með Maríu kl. 9, smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30, handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16, kóræfing, kátir karl- ar kl. 13. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16, opið fyrir innipútt, hádegismatur kl. 11.40-12.45, kaffisala kl. 15-15.45, heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700. Áskirkja Spilum félagsvist í Dal, neðri sal kirkjunnar og byrjum kl. 20. Allir velkomnir Safnaðarfélag Áskirkju við Vesturbrún. Boðinn Botsía kl. 10.30, brids og kanasta kl. 13. Bústaðakirkja Bóndadagsfjör miðvikudaginn 24. janúar, kótilettur upp á gamla mátann, söngur, harmonikkuleikur gleði og gaman, maturinn byrjar kl. 12.30. Nánari upplýsingar um skráningu veitir Hólmfríður djákni 5538500. Hlökkum til að sjá ykkur. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14. Fella-og Hólakirkja Eldri borgara starf hefst með kyrrðarstund kl. 12, við fögnum þorranum og höldum þorrablót með söng, mat og gleði. Hlökkum til að sjá ykkur Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Postulínsmálun kl. 9, opin hand- verksstofa kl. 13, landið skoðað með nútímatækni kl.13.50, kaffiveit- ingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bútasaumshópur kl. 9-12, glerlist kl. 9- 13, hópþjálfun stólaleikfimi með sjúkraþjálfara kl.10.30, allir velkomn- ir, ferð í Bónus kl. 12.15, rúta fer frá Skúlagötu / Klapparstíg, litaslökun kl. 13, frjáls spilamennska kl. 13-16.30, kynning fyrir íbúa Lindargötu 57- 66 á starsemi og þjónustu hússins kl. 15, kaffiveitingar kl. 14.30. Verið velkomin á Vitatorg, síminn er 411-9450 Garðabæ Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá 09:30-16:00. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara í síma 617-1503, vatnsleikfimi Sjál. Kl. 8:20/15:15. Qi Gong Sjál. kl. 9:00.. gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00, stólajóga í Jónshúsi kl. 11:00. Boccia Sjál. kl. 11:40, karlaleikfimi Sjál. kl: 13:00, Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14:45, línudans í Kirkjuhvoli kl. 13:30/14:30. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl.08:30-16:00, keramik málun kl.09:00-12:00, glervinnustofa m/leiðb. kl 13:00-16:00, leikfimi maríu kl. 10:00-10:45, leikfimi gönguhóps kl. 10:00-10:30, gönguhópur um hverfið kl. 10:30-. Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 10.00 stólaleikfimi, kl. 13.00 hand- avinna, kl. 13.00 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 Alkort, kl. 14.00 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl.16.00 dans. Grafarvogskirkja Þorragleði í dag, þriðjudaginn 23. janúar, kl. 12:00. Gestur verður Gísli Einarsson og um tónlistina sjá Hilmar og félagar. Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Gullsmári Myndlist kl.9:00, Boccia kl.9:30, ganga kl.10:00, málm og silfursmíði kl.13:00, Canasta kl.13:00, tréskurður kl.13:00. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11, allir velkomnir að koma og fá aðstoð við handavinnu, morgunleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, Bónusbíllinn kl. 12.15, gönguhópur kl. 13.00 – þegar veður leyfir, félagsvist kl. 13.15, kaffi kl. 14.15. Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, jóga kl. 9 hjá Ragnheiði, morgunleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30. Helgistund kl. 14, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Fótaaðgerðir 588-2320, hársnyrting 517-3005. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl.8.50, Thai Chi kl.9, myndlistanámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttir kl.9, leikfimin með Guðnýju kl.10, spekingar og spaugarar kl.10.45 postulínsmálun kl.13, brids kl.13, enskunámskeið tal kl.13, bókabíll kl.14.30, bónusbíll 14.55, síðdegiskaffi kl. 14.30 allir velkomnir óháð aldri nánari í síma 411-2790 Korpúlfar Sundleikfimi kl. 7:30 og 14:10 í dag í Grafarvogssundlaug. Listmálun kl. 9 í Borgum, Boccia í Borgum kl. 10 og 16 í dag, helgi- stund kl. 10:30 í Borgum og heimanámskennsla kl. 16:30 í dag. Neskirkja Krossgötur kl. 13. Sigríður Arnardóttir (Sirrý), fjölmiðlakona fjallar um Píeta forvarnarsamtök sem vinna gegn sjálfsvígum. Kaffi og kruðerí. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, trésmiðja 9-12, listasmiðja kl.9- 16, morgunleikfimi kl.9.45, upplestur kl.11,opin listasmiðja m.leiðbeinanda kl.13-16, ganga m.starfsmanni kl.14, boccia,spil og leikir kl.15.30. Uppl í s 4112760 Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 07.15, kaffispjall í króknum kl. 10.30, Pútt i Risinu Eiðistorgi kl. 10.30, kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 12.00, Bridge í Eiðismýri 30 kl. 13.30. Skráning hafin í leikhúsferð 2. febrúar á Föðurinn í Þjóðleikhúsinu. Skráningarblöð lig- gja frammi á Skólabraut og Eiðismýri. Einnig er skráning og allar upplýsingar varðandi félagsstarfið í síma 5959147 eða 8939800. Félagslíf  EDDA 6018012319 III ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæðismanna, SES Hádegisfundur SES Birgir Ármannsson, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins verður gestur á hádegisfundi SES, miðvikudaginn 24. janúar kl. 12:00, í stóra salnum í Valhöll. Húsið verður opnað kl. 11:30. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 900 krónur. Allir velkomnir. Stjórnin. Fundir/Mannfagnaðir Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Askalind 4, Kóp. Sími 564 1864 www.vetrarsol.is 1100 W rafmagnsmótor Dreing 1 – 4 metrar 31cm vinnslubreidd Léur og meðfærilegur Góður við þröngar aðstæður 1131 E snjóblásari Þjónusta Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna. Sími 696 2749 - loggildurmalari@gmail.com Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Teg. ARIZONA -brúnt birkoflor - stærðir 36-48 á kr. 8.950,- Teg. ARIZONA - beige rúskinn, stærðir 36-48 á kr. 10.900,- Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið mán. - fös. kl. 10–18, Laugardaga kl. 10 - 14 Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Íslensku þjónustufyrirtækin eru á  ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.