Morgunblaðið - 23.02.2018, Qupperneq 16
Telja að Seðlabankinn geti
orðið valdur að næstu kreppu
Sigurður Nordal
sn@mbl.is
Með því að hindra innflæði fjár-
magns og þar með áhrif peninga-
stefnunnar á gengi krónunnar, gæti
Seðlabanki Íslands þurft að þvinga
fram samdrátt í innlendri starfsemi
til þess að ná tökum á verðbólgunni.
Mislesi bankinn stöðuna gætu að-
gerðir hans valdið enn frekari sam-
drætti í efnahagslífinu og meiri
lækkun á eignaverði en markmiðið
var í upphafi. Þetta er mat hagfræð-
inga breska hagrannsóknarfyrir-
tækisins Capital Economics, sem í
fyrradag gaf út greiningarskýrslu
um stöðu og horfur í efnahagsmálum
á Íslandi undir yfirskriftinni: Hvað
fór vel og hvað gæti farið illa? (What
went right and what might go
wrong?)
Skýrsluhöfundar líta almennt afar
jákvæðum augum á þróun mála hér á
landi eftir bankahrunið og stöðu
efnahagsmála um þessar mundir.
Þeir benda meðal annars á að það
séu engin greinileg teikn um að efna-
hagslegur óstöðugleiki kunni að
valda erfiðleikum á ný. Þvert á móti
sé afgangur á viðskiptum við útlönd
og í fyrsta sinn í sögunni séu eignir
Íslendinga erlendis meiri en útlend-
inga á Íslandi. Þá hafi skuldir heim-
ila, fyrirtækja og hins opinbera
minnkað niður fyrir það sem þær
voru fyrir efnahagshrun og virðist
nú vera vel viðráðanlegar.
Kjarasamningar skapa hættu
Sérfræðingar Capital Economics
telja hins vegar að helsta hættan
sem steðjar að efnahagsþróun hér á
landi séu kjarasamningar sem
myndu valda launahækkunum um-
fram framleiðnivöxt. Framlengi
fyrirtæki svo aukinn launakostnað
áfram til viðskiptavina muni verð-
bólga rjúka upp. Í kjölfarið þyrfti
Seðlabankinn væntanlega að hækka
vexti verulega.
Skýrsluhöfundar benda á að
Seðlabankinn hafi verið í slíkri stöðu
á árunum 2004 til 2007 og hækkaði
þá stýrivexti sína úr 5,2% í 13,3%.
Hærri vextir drifu þá áfram innflæði
fjármagns sem olli frekari styrkingu
krónunnar. Það átti sinn þátt í að
halda verðbólgu í skefjum þar sem
verð á innfluttum vörum hækkaði
minna en ella.
40% bindiskylda
Þær breytingar sem gerðar hafa
verið á regluverki síðan þá muni
væntanlega ekki leiða til sambæri-
legrar þróunar við slíkar aðstæður,
að mati skýrsluhöfunda. Eftir inn-
leiðingu innflæðishaftanna eru
erlendir fjárfestar skyldaðir til þess
að leggja 40% af fjárfestingu sinni
inn á vaxtalausan innstæðureikning
til eins árs, sem eins og fyrr segir
hindrar flæði fjármagns inn í landið
og dregur þar með úr áhrifum pen-
ingastefnunnar á gengisþróun.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Krónan Innflæðishöft draga úr áhrifum peningastefnunnar á gengisþróun.
Innflæðishöft geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hagvöxt að mati Capital Economics
16 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Breska sjóðastýringarfyrirtækið
Lansdowne Partners flaggaði í Kauphöll
Íslands í gær 11,3% hlut í Fjarskiptum,
eða Vodafone á Íslandi, í gegnum sjóð
sinn Lansdowne European Structural
Recovery Fund. Sjóðurinn tvöfaldaði
eign sína í Fjarskiptum í viðskiptum
sem fóru yfir 10% mörkin í fyrradag.
Engin viðskipti voru í Kauphöllinni með
hluti í Fjarskiptum í gær, fimmtudag.
Lansdowne flaggar yfir
10% hlut í Vodafone
23. febrúar 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 100.34 100.82 100.58
Sterlingspund 139.84 140.52 140.18
Kanadadalur 79.19 79.65 79.42
Dönsk króna 16.587 16.685 16.636
Norsk króna 12.77 12.846 12.808
Sænsk króna 12.38 12.452 12.416
Svissn. franki 106.98 107.58 107.28
Japanskt jen 0.9328 0.9382 0.9355
SDR 145.36 146.22 145.79
Evra 123.53 124.23 123.88
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.5238
Hrávöruverð
Gull 1323.5 ($/únsa)
Ál 2189.5 ($/tonn) LME
Hráolía 65.05 ($/fatið) Brent
● Fermetraverð í
Miðbæ Reykjavíkur
er að meðaltali
40% hærra en
gengur og gerist í
Hafnarfirði, Breið-
holti og Árbæ, mið-
að við fyrstu níu
mánuði síðasta árs.
Þetta kemur fram í Markaðspunktum
greiningardeildar Arion banka. Helst eru
það Vesturbær og Seltjarnarnes sem
eiga roð í Miðbæinn. Arion banki bendir
hins vegar á að miðborgarálagið hafi í
flestum tilfellum lækkað að undanförnu,
sem þýði að úthverfin hafa hækkað
hraðar í verði en miðborgarkjarninn. Það
bendi til að ákveðin mettun hafi orðið í
Miðbænum þar sem verðið var orðið
verulega hátt, og hækkunarþrýsting-
urinn hafi færst lengra út á jaðarsvæðin.
Miðborgarálagið hefur
lækkað að undanförnu
Íbúðir Útverfi hafa
hækkað hraðar.
STUTT
Hrein jógúrt
Ástæða þess
að þú átt að velja
lífræna jógúrt!
Engin aukefni
Meira af Omega-3
fitusýrum
Meira er af CLA fitusýrum
em byggja upp vöðva
g bein
kkert undanrennuduft
n manngerðra
ansfitusýra
biobu.is - Lífrænar mjólkurvörur
•
•
•
s
o
• E
• Á
tr
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Hagnaður Eimskips nam 16,8 millj-
ónum evra á síðasta ári, jafngildi lið-
lega 2 milljarða króna á núverandi
gengi, samanborið við 21,9 milljóna
evra hagnað 2016. Neikvæð breyting
á gengismun á milli ára að fjárhæð 5,8
milljónir evra hafði mest áhrif, að því
er fram kemur í afkomutilkynningu
félagsins til Kauphallar Íslands.
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og
fjármagnsliði, EBITDA, nam 57,2
milljónum evra og jókst um 7,0% milli
ára.
Tekjur Eimskips á síðasta ári
námu samtals 664,0 milljónum evra,
jafngildi 82,5 milljarða króna, og
hækkuðu þær um 150 milljónir evra
eða 29,2% frá árinu 2016. Í áætlunar-
siglingum jókst magn um 4% og
hækkuðu tekjur af þeim um 58 millj-
ónir evra eða 15%. Í flutningsmiðlun
jókst magnið um 41% og hækkuðu
tekjurnar um 92 milljónir evra eða
69%. Þar af voru 73,2 milljónir evra
vegna nýrra fyrirtækja.
Eiginfjárhlutfall Eimskips var
53,2% í árslok og námu nettóskuldir
102,8 milljónum evra.
Gylfi Sigfússon forstjóri segir í
afkomutilkynningu að árið 2017 megi
kalla „ár vaxtar“ hjá Eimskip, þar
sem flutningsmagn, tekjur og
EBITDA hafi aldrei verið hærri. „Ár-
ið var frábært í flutningsmiðlunar-
starfseminni með nýjum fyrirtækjum
í samstæðunni og innri vexti. Félagið
stóð frammi fyrir erfiðleikum í áætl-
unarsiglingum vegna sjómannaverk-
fallsins í byrjun ársins og ójafnvægis í
flutningum tengdum Íslandi sem hef-
ur aldrei verið meira og hafði nei-
kvæð áhrif á rekstrarafkomu.“
Stjórn Eimskips leggur til að
greiddur verði arður til hluthafa sem
nemur um 1.269 milljónum króna eða
sem samsvarar 61% af hagnaði ársins
2017.
Minni hagnaður Eimskips
Tekjur jukust um tæpan þriðjung EBITDA upp um 7%
Morgunblaðið/Eggert
Flutningar Gylfi segir að árið 2017
megi kalla „ár vaxtar“ hjá Eimskip.