Morgunblaðið - 23.02.2018, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018
✝ SæmundurHafsteinn
Jóhannesson fædd-
ist í Reykjavík 28.
desember 1950.
Hann lést 12. febr-
úar 2018.
Foreldrar hans
voru Ragnheiður
Kristinsdóttir, f.
24.12. 1918, d. 18.3.
1991, og Jóhannes
Friðrik Sigurðsson,
f. 7.1. 1923, d. 27.2. 1994. Bræður
hans eru Kristinn Jóhannesson,
kvæntur Áslaugu Erlu Guðna-
dóttur, Sigurður Helgi Jóhann-
esson, áður kvæntur Guðrúnu
Ínu Einarsdóttur og Brynju Guð-
mundsdóttur, og Jóhann Haukur
Jóhannesson, kvæntur Eygló
Kristinsdóttur.
Þann 7.7. 1973 gekk Hafsteinn
að eiga Guðmundu Magneu
Magnúsdóttur, f. 30.8. 1950.
steinn var mikill Breiðabliks-
maður og landsliðsmaður í
frjálsum íþróttum á áttunda ára-
tugnum. Hann var formaður
frjálsíþróttadeildar Breiðabliks í
10 ár og útnefndur Silfur- og
Heiðursbliki. Hafsteinn var mik-
ill áhugamaður um veiði. Hann
var formaður Stangaveiðifélags-
ins Stakks í nokkur ár, lék með
leikfélaginu í Vík og var frímúr-
ari í tæp fjörutíu ár. Var þar
embættismaður í tíu ár, einnig
stjórnarmaður í UMFÍ og Park-
insonsamtökum Íslands.
Hafsteinn vann fjölbreytt störf
fyrri hluta ævinnar, í fiski á Eski-
firði, við garðrækt og á verk-
stæði Strætó í Kópavogi, versl-
unarstörf hjá Kron, bókhald hjá
Skeljungi og við ungmennastarf
hjá félagsmálastofnun Kópavogs.
Hafsteinn varð sveitarstjóri aust-
ur í Mýrdal 1982 og gegndi því
starfi í tuttugu ár. Fluttist síðan
á Selfoss og vann sem fjármála-
og starfsmannastjóri hjá Sýslu-
manninum á Selfossi í tíu ár eða
á meðan heilsan leyfði.
Útför Sæmundar Hafsteins fer
fram frá Selfosskirkju í dag, 23.
febrúar 2018, klukkan 14.
Börn þeirra eru 1)
Magnús Orri Sæ-
mundsson, f. 26.8.
1974, kvæntur Guð-
rúnu Gísladóttur, f.
28.3. 1979. Börn
þeirra eru Katla
Magnea, f. 18.8.
2007, Stígur, f. 30.1.
2010, og Flóki, f.
20.6. 2015. 2) Jó-
hanna Friðrika
Sæmundsdóttir, f.
4.5. 1980. 3) Guðmundur Óli Sæ-
mundsson, f. 6.7. 1987, d. 13.6.
1988.
Hafsteinn ólst upp í austurbæ
Kópavogs en eyddi flestum
sumrum við sveitastörf í Höfða í
Grýtubakkahreppi. Lauk gagn-
fræðaprófi frá Lundi í Öxarfirði
og prófi frá Samvinnuskólanum
á Bifröst 1973. Einnig lauk hann
prófi í opinberri stjórn og stjórn-
sýslu í Háskóla Íslands. Haf-
Fallinn er frá góður drengur
og vinur og eftir sitjum við með
góðar minningar.
Leiðir okkar lágu fyrst saman í
keppni og félagsmálum hjá
Breiðabliki, báðir kornungir.
Hafsteinn var félagsmálamaður
af guðs náð og frábært að starfa
með honum.
Leið hans lá til Víkur í Mýrdal
sem sveitarstjóri. Hann hafði
mikinn áhuga á veiðiskap og fljót-
lega eftir að hann flutti í Vík fór
hann að hafa afskipti af ánum
þar, m.a. Vatnsá og Kerlingar-
dalsá.
Við fórum í margar ógleyman-
legar veiðiferðir með þeim hjón-
um og fjölskyldum okkar um
landið.
Hafsteinn var mjög iðinn og
góður veiðimaður og veiddi oftast
þótt aðrir fengju ekkert. Magn-
ús, sonur hans, sagði eitt sinn
„þetta er óþolandi, maður stend-
ur í sömu sporum og pabbi, hann
veiðir, ég ekki“.
Hafsteinn var skemmtilegur
félagi og uppátæki hans mörg.
Hann fékk m.a. gamlan stöðu-
mæli, sem hann setti niður við
Frúarhyl í Vatnsá, sá sem ekki
borgaði í stöðumælinn veiddi að
sjálfsögðu ekkert í Frúarhyl.
Nú þegar við kveðjum Haf-
stein þökkum við honum góða
samveru og sendum Möggu og
fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum góðan Guð að
styrkja þau.
Jón Ingi, Alda og fjölskylda.
Horfinn er yfir móðuna miklu
vinur og samstarfsmaður til
margra ára, Sæmundur Haf-
steinn Jóhannesson. Hafsteini,
eins og hann var jafnan nefndur,
kynntist undirritaður er við vor-
um samtíða í diplómanámi í opin-
berri stjórnsýslu og stjórnun við
Endurmenntunarstofnun Há-
skóla Íslands. Þessi fyrsta
keyrsla þriggja anna náms hófst í
byrjun árs 1998 og lauk í júní
1999.
Hafsteinn var á þessum tíma
sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Því
starfi gegndi hann tvo áratugi.
Við náðum prýðilega saman og
áttum margar ferðir í hádegis-
verð á Umferðarmiðstöðinni í
Vatnsmýri. Við sóttum fundi í fé-
lagi sem við báðir virtum mikils.
Það var einkar þægilegt að eiga
Hafstein að vini enda var honum
umhugað um velferð þeirra er
hann valdi að vinum, að ekki sé
talað um fjölskylduna, sem hann
mat mikils og sinnti vel.
Næstu árin breyttust hagir
okkar beggja. Undirritaður flutti
frá Ísafirði og varð sýslumaður á
Selfossi 2002. Sama árið lét Haf-
steinn af starfi sveitarstjóra í
Vík. Í upphafi næsta árs vorum
við orðnir samstarfsmenn á
sýsluskrifstofunni á Selfossi.
Hann tók við starfi skrifstofu-
stjóra embættisins. Gott var að
eiga svo einbeittan samherja, er
umhugað var um velferð starfs-
manna og gengi sýsluskrifstof-
unnar og ekki síður lögreglunnar
í Árnessýslu. Við áttum stundum
langar samræður um hag og fjár-
mál embættisins og hvernig bezt
myndi að koma þörfum embætt-
isins um vandrataða stigu stjórn-
sýslunnar. Reyndist hann hinn
bezti bandamaður í þeim efnum,
úrræðagóður að ráða fram úr að-
steðjandi vanda.
Okkur var vandi á höndum ár-
ið 2009 eftir hið fræga hrun, þeg-
ar kreppti að í ríkisrekstri líkt og
víðast hvar í íslenzku þjóðfélagi.
Það var erfið ákvörðun að skerða
vinnutíma starfsmanna til að
mæta því að samdráttur varð í
fjárframlögum. Áttum við langar
og strangar samræður um efnið,
en þegar ákvörðun sýslumanns lá
fyrir var hann hinn trausti og
óbilandi samstarfsmaður og
fylgdi þeim erfiðu ákvörðunum
eftir.
En ánægjustundirnar líka
margar. Hann hafði forgöngu um
að koma upp án kostnaðar at-
hvarfi í kjallara sýsluskrifstofu
með dyggum stuðningi starfs-
fólks og þau náðu að halda mörg
þorrablót án mikilla fjárútláta.
Afar mikilvægt er að rækta
mannleg samskipti og léttari
hliðar tilverunnar. Það var hon-
um lagið.
Hafsteinn var einkar hjálp-
samur og lét sig ekki muna um að
skutla undirrituðum í flug til
Keflavíkur um miðja nótt, ef svo
bar undir. Eftir starfslok vegna
ásóknar Parkinson-sjúkdómsins
lét hann sig ekki muna um að að-
stoða samborgara sína og moka
fyrir þá snjó svo að þeir kæmust
úr húsi. Faðir minn naut þess auk
margra er áttu óhægt um vik.
Leitt er að geta ekki fylgt hon-
um síðustu sporin vegna annarra
skuldbindinga. Hans góðu konu
Magneu, börnum, tengdabörnum
og barnabörnum sendum við Þór-
dís kona mín innilega samúðar-
kveðjur. Við eigum margar góðar
minningar um samveru með hon-
um og Magneu. Megi hinn hæsti
höfuðsmiður lífsins blessa minn-
ingu Hafsteins og fjölskylduna.
Genginn er góður drengur og líf
mitt er auðugra fyrir það hafa átt
hann að vini og samferðamanni.
Hafi hann þakkir fyrir.
Ólafur Helgi Kjartansson,
lögreglustjóri á Suð-
urnesjum og fyrrverandi
sýslumaður á Selfossi.
Okkar ágæti vinur Hafsteinn
Jóhannesson er fallinn frá. Á
kveðjustund streyma minning-
arnar fram um Hafstein og þau
ár sem liðin eru frá því við kynnt-
umst honum fyrst. Kynnin hófust
þegar þau Hafsteinn og Magnea
bundust tryggðaböndum ung að
árum.
Hafsteinn var glaðlyndur og
félagslyndur maður og naut þess
að starfa með fólki. Hann var
atorkusamur og hugmyndaríkur
og hafði mörg áhugamál. Hann
var íþróttamaður og sérlega
áhugasamur um veiðar af öllu
tagi og fjölskyldan fór oft í veiði-
ferðir á meðan heilsa hans leyfði.
Þær eru minnisstæðar dúkkurn-
ar sem þau Magnea útbjuggu af
veiðimönnum af ýmsu tagi. Þar
mátti finna þolinmóða veiðimann-
inn, lygna veiðimanninn og fleiri
karaktera sem Hafsteinn hafði
sérlega gaman af að útbúa.
Dýrmæt minning frá seinni ár-
um er um afann sem með mikilli
þolinmæði aðstoðaði sonarsoninn
við að tína köngulær í garðinum
og lítill drengur kom inn í eldhús
með lófann fullan af ofursmáum
kóngulóm til að fá krukku hjá
ömmu.
Það er sárt að sjá á eftir mönn-
um sem hafa mikið að gefa fjöl-
skyldu sinni og samferðamönn-
um.
Við vottum vinkonu okkar
Magneu og börnum þeirra,
Magnúsi og Jóhönnu, og allri fjöl-
skyldu Hafsteins okkar dýpstu
samúð og vitum að minningar um
góðan dreng lifa.
Sigríður Hlíðar
og Karl Jeppesen.
Hafsteinn varð fljótt hluti af
hópnum okkar sem samanstóð af
bekkjarsystrum úr MR og fjöl-
skyldum þeirra, hann var mað-
urinn hennar Magneu og varð
strax vinur okkar allra. Hann var
glaður á góðum stundum, sem
voru vissulega margar og marg-
víslegar í áranna rás. Ferðalög,
árshátíðir og alls kyns uppákom-
ur, alls staðar var Hafsteinn
hrókur alls fagnaðar og fremstur
meðal jafningja. Hann var stór í
eiginlegri og óeiginlegri merk-
ingu, hann talaði hátt og söng
hátt og hann var stór og sterkur
og hafði verið keppnismaður í
frjálsum íþróttum þegar hann
var yngri. Svo sagði hann svo vel
frá að unun var á að hlýða.
Hafsteinn var sveitarstjóri í
Vík í Mýrdal og bjuggu þau
Magnea þar í um 20 ár. Ferðin
sem hópurinn okkar fór í til Víkur
árið 1992 er ógleymanleg þeim
sem tóku þátt í henni. Þá var
Hafsteinn með yrðling í bílskúrn-
um og hrafnsungi elti hann eins
og hundur. Hann ók með okkur á
pallbíl niður á Mýrdalssand og
fyrir Hjörleifshöfða. Þar sýndi
hann okkur ýmsa fugla sem urpu
þar og fræddi okkur um það sem
bar fyrir augu. Við fengum líka
að smakka hjá þeim Magneu salt-
aðan fýl – lostæti sem er ekki á
hvers manns diski.
Við fylgdumst með því þegar
óvæginn sjúkdómur fór að sýna
sig og vera til ama. Lengst af tók
Hafsteinn tilkomu hans með ró
og af karlmennsku. Hann talaði
jafnvel um herra Parkinson sem
ferðafélaga sinn og gerði góðlát-
legt grín að honum. Seinna bætt-
ust fleiri vágestir við og þegar
þeir tóku völdin smátt og smátt
var fátt um varnir. Nú er barátt-
unni við þessa óboðnu gesti lokið
og Hafsteinn hefur hlotið hvíld.
Mikil sorg er nú kveðin að
Magneu vinkonu okkar, Magnúsi
og fjölskyldu og Jóhönnu. Megi
almættið styrkja þau og styðja
um ókomna tíð. Við söknum vinar
í stað og sendum samúðarkveðj-
ur til allra sem þekktu Hafstein
og voru honum nánir.
Bekkjarsystur úr 6.-X í MR
1970,
Áslaug, Ásta, Bergþóra J,
Bergþóra S, Helga F, Helga
GS, Hrefna, Ingibjörg, Mar-
grét, Marta, Ólöf B, Ólöf
HG, Ragnheiður, Sigríður
ÁH, Sigríður H, og Sigrún.
Sæmundur Haf-
steinn Jóhannesson
sem við hittum þig þá fékkst þú
okkur til að gleðjast og allar okk-
ar áhyggjur fóru út um gluggann,
að því leyti varst þú svo ótrúlega
einstakur.
Við áttum góðar stundir sam-
an á Kleppsveginum. Þú komst
oft og fékkst að taka hádegislúr-
inn þinn hjá okkur og alltaf vor-
um við jafn spennt að fá þig. Litli
körfuboltinn sem við keyptum
handa þér var þitt uppáhalds
leikfang hjá okkur, og færni þín
með hann var alveg með ólíkind-
um. Þegar við hugsum til baka,
þá eru þetta ein af okkar allra
ánægjulegustu minningum,
boltaleikur með þér. Í hverri ein-
ustu heimsókn hjá okkur var
stofuglugginn rosalega áhuga-
verður, að sjá þig standa við
gluggann okkar tímunum saman
að horfa á bílana á Sæbrautinni
og hrópa, eins og þú værir að
reyna að stýra umferðinni. Þar
sátum við með þér og hlógum öll
saman.
Þú fangaðir hjörtu okkar um
leið og við kynntumst þér og skil-
ur eftir þig ógleymanlegar minn-
ingar. Að fá ekki að kynnast þér
enn betur og búa til fleiri minn-
ingar er erfiðasta tilhugsun sem
við getum hugsað okkur. Við er-
um þó einstaklega þakklát fyrir
þær minningar sem þú skilur eft-
ir, og munu þær verma hjörtu
okkar að eilífu. Þegar við hitt-
umst næst skulum við leika sam-
an með bolta.
Við elskum þig, fallegi, ein-
staki engill,
Steinunn og Vilhjálmur
Theodór.
Aðlögun hjá dagforeldrum er
oft erfið en fyrir Henrik var þetta
ekkert mál, það var eins og hann
hefði fæðst inn í okkar dagskrá.
Hann lék sér í ró og næði og án
þess að rífast um allt. Borðaði
vel, stundum svo vel að ég hugs-
aði hvar hann geymdi allan þenn-
an mat. Hann svaf vel og ekkert
mál að leggja hann út í vagn.
Bjarni sagði eitt sinn að hann
hefði verið eitthvað skapvondur,
mér fannst það frekar skondið
þar sem ég gat ekki einu sinni
ímyndað mér Henrik fúlan. Ynd-
islegan dreng eins og hann er erf-
itt að finna.
Oft sat ég á gólfinu og setti
stút á varirnar og beið eftir kossi
frá einhverjum af litlu krílunum
mínum, Henrik var aldrei lengi
að spotta þetta hjá mér og kom
hlaupandi til mín. Opnaði munn-
inn og gaf mér koss og það ekki
einn heldur marga í röð.
Mikið á ég eftir að sakna þín,
litli gullmolinn minn, hvíldu í
friði.
Þín dagmamma
Hulda.
Elsku litli vinur okkar og sól-
argeisli foreldra sinna, Henrik,
er fallinn frá eftir allt of stutta
viðveru hér á jörð.
Dagurinn kveður,
mánans bjarta brá
blikar í skýja sundi.
Lokkar í blænum,
leiftur augum frá,
loforð um endurfundi.
Góða nótt, góða nótt,
gamanið líður fljótt,
brosin þín bíða mín,
er birtan úr austri skín.
Dreymi þig sólskin og sumarfrið,
syngjandi fugla og lækjarnið.
Allt er hljótt, allt er hljótt
ástin mín, góða nótt.
(Ási í Bæ)
Elsku Elísabet, Bjarni og
Björn Elí. Sú sorg sem fyllir
hjörtun er hafin yfir öll orð. Við
vinkonurnar viljum þó senda
okkar dýpstu og innilegustu sam-
úðarkveðjur og megið þið finna
styrk til að takast á við sorgina.
Hugur okkar og hjörtu eru hjá
ykkur og fjölskyldum ykkar.
Ykkar vinkonur,
Kristín, Guðbjörg, Elín,
Oddný, Vala, Guðrún Lilja,
Maríanna, Bergný, Guðný
og fjölskyldur.
Útfararþjónusta
Vönduð og persónuleg þjónusta
athofn@athofn.is - www.athofn.is
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919
Inger Steinsson
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
AGNETE SIMSON.
Guðný Magnúsdóttir
Guðmundur Magnússon Ragnhildur Gunnarsdóttir
Una Þóra Magnúsdóttir Hörður Högnason
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÆGIR BACHMANN BESSASON
loftskeytamaður og kaupmaður,
Þrúðvangi 2, Hafnarfirði,
lést í faðmi eiginkonu sinnar og dætra á
Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 17. febrúar.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 27. febrúar
klukkan 14. Sérstakar þakkir eru veittar starfsfólki Ölduhrauns
fyrir góða umönnun.
Guðný Sigríður Arnbergsdóttir
Stefanía, Lilja, Íris
Ragnhildur og Ingveldur
tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR
frá Guðnabæ,
Hagaflöt 11, Akranesi,
lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða
föstudaginn 16. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju
þriðjudaginn 27. febrúar klukkan 13.
Allan H. Sveinbjörnsson
Jón H. Allansson Heiðrún Janusdóttir
Sesselja L. Allansdóttir Sigurbjörn Hafsteinsson
Sigurrós Allansdóttir Steindór Óli Ólason
Sveinbjörn Allansson Lisbet Einarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN FRIÐRIKSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
hjúkrunarheimilinu Eiri,
áður Stangarholti 30, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 27. febrúar
klukkan 13.
Gylfi M. Einarsson Katrín J. Björgvinsdóttir
Valgarð Einarsson Linda María Stefánsdóttir
Margrét Ástrún Einarsdóttir Ævar Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn