Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.02.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2018 ✝ MagnúsínaBjarnadóttir fæddist í Reykja- vík 16. júní 1923. Hún lést á Hjúkrunarheimil- inu Sóltúni 5. febr- úar 2018. Foreldrar henn- ar voru Vestur- Skaftfellingar frá Herjólfsstöðum í Álftaveri; Bjarni Bjarnason, f. 24. janúar 1891, d. 10. desember 1980. Pálína Bjarnadóttir, f. 2. nóvember 1895, d. 29. júlí 1985. Bræður hennar voru Bjarni Sigurður, f. 23 desember 1920, d. 7. sept- ember 1997, og Skarphéðinn, f. 30. maí 1925, d. 13 mars 2012. Magnúsína giftist 16. júní 1950 Ragnari Jónssyni, f. 4. ágúst 1921, foreldrar hans voru Jón Ívarsson og Aðal- heiður Ólafsdóttir. Ragnar lést 12. nóvember 1980. Magnúsína Magnúsína fluttist nokkurra daga gömul út í Viðey. Um tveggja ára aldur flutti hún á Njálsgötu 29 ásamt fjölskyldu sinni og bjó þar til sjö ára ald- urs. Árið 1930 flutti fjöl- skyldan á Álftanes, fyrst að Brekku og ári síðar að Sval- barða þar sem þau bjuggu til ársins 1940. Þá flutti fjöl- skyldan að Sogamýrarbletti 20 í Sogamýri, sem nú heitir Rauðagerði 74 sem var í eigu fjölskyldunnar til ársins 2012. Magnúsína lauk barnaskóla- prófi frá Bjarnastaðaskóla á Álftanesi. Hún stundaði nám við kvöldskóla og lauk að auki einum vetri við Húsmæðra- skólann í Hveragerði. Hún starfaði við verslunarstörf og var í kaupavinnu í Ölfusi og í Fljótshlíð. Hún hjálpaði einnig til á heimili móðurbróður síns Vilhjálms um árabil. Eftir að dætur hennar fæddust helgaði hún sig uppeldi þeirra og vann auk þess við verslunarstörf með hléum. Eftir lát Ragnars vann hún lengst af í versl- uninni Glugganum við Lauga- veg. Útför Magnúsínu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 23. febrúar 2018, klukkan 13. og Ragnar eign- uðust tvær dætur; 1) Sólrún Lilja, f. 26. ágúst 1950, maki Jóhannes Norðfjörð, f. 5. nóvember 1949. Börn þeirra eru a) Ragnar, maki Kristín Björk Við- arsdóttir, b) Heiða Björk, sambýlis- maður Andrew Shaw c) Íris, maki Helgi Páll Einarsson og d) Magnús Freyr, maki Berglind Sigurjónsdóttir. 2) Pálína Aðalheiður (Heiða), f. 23. júlí 1954, maki Oddur Jósef Halldórsson, f. 24. nóvember 1953. Börn þeirra eru a) Halldór Þórður, maki Hafdís Bjarnadóttir b) Anna Lilja, maki Erlingur Brynjúlfs- son og c) Sigrún Edda, sam- býlismaður Andreas Bönding Jakobsen. Eru langömmubörnin ellefu og eitt langalangömmubarn. Elskuleg mamma okkar hefur kvatt okkur. Hún var ekki bara mamma heldur líka okkar besta vinkona og fyrirmynd í svo mörgu, sem alltaf var hægt að leita til. Hún lagði mikið upp úr því að vera vel til fara og fara vel með. Hún var einstök amma og langamma og stoltust var hún af fólkinu sínu, hún gekk aldrei undir öðru nafni en amma Magga hjá öllum hópnum. Eftir að hún flutti í Sóltún kom það sterkast fram hvað hún var elskuð af öllu fólk- inu sínu því þar var oft margt um manninn, sannkölluð fé- lagsmiðstöð fjölskyldunnar. Við minnumst æskuáranna okkar með mikilli hlýju þar sem samheldni og umhyggja réðu ríkjum. Mamma var mikil hús- móðir og naut hún sín best í því hlutverki að elda mat, baka og fegra heimilið. Hún hafði yndi af handavinnu og eru ófá stykki og myndir eftir hana, sem fjöl- skyldan naut góðs af. Eftir að við systur stofnuðum heimili var ósjaldan hringt og við beðnar um að koma við og taka með heim mat eða kökur, sem hún vissi að kæmi sér vel. Aldrei var haldið upp á afmæli í fjölskyld- unni öðruvísi en pönnukökur væru á borðum frá mömmu. Mamma var mikill dýravinur, hundar voru í miklu uppáhaldi hjá henni og átti hún nokkra um ævina, eins nutu hundar okkar systra góðs af nærveru hennar. Hún hugsaði vel um smáfuglana á veturna sem komu í garðinn hennar. Hún var söngelsk og söng í kórum sem ung kona, kunni ógrynni af lögum og sálm- um. Hún naut þess að lesa enda mikið af bókum sem prýddi hennar heimili. Ekki er hægt að minnast mömmu án þess að geta pabba. Var það mikill missir þegar pabbi okkar lést aðeins 59 ára en mamma hélt ótrauð áfram. Samheldni foreldra okkar var einstök í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Má þar nefna ferðalög um Ísland en íslensk náttúra var þeim báðum kær, það voru ófáar tjaldferðirnar sem við fjölskyldan fórum í. Bíl- túrar voru fastir liðir á vorin út á Álftanes til að fylgjast með komu farfuglanna og anda að sér sjávarloftinu og minnast góðra ára æskunnar þar sem mamma var að miklu leyti alin upp. Skógrækt var sameiginlegt áhugmál foreldra okkar. Árið 1971 gátu þau látið drauma sína rætast þegar þau fengu land á Neðra-Hálsi í Kjós. Fyrir það voru þau ákaflega þakklát að hafa fengið sitt eigið friðland. Strax var hafist handa um gróð- ursetningu þúsunda plantna og byggingu sumarhúss sem þau gáfu nafnið Brekkukot. Um þennan gróðurreit hugsuðu þau um af sérstakri umhyggju. Í dag er þar fallegur og fjölbreyttur skógur sem áður var melar og mói. Brekkukot var alltaf efst í huga mömmu og þar vildi hún helst vera eins oft og tækifæri gafst. Þetta er sannkallaður sælureitur fjölskyldunnar, sem við munum áfram hlúa að um ókomin ár. Með aðstoð okkar systra og fjölskyldunnar var mamma svo lánsöm að geta verið inni á sínu heimili í Stórholtinu þar til í júlí 2016. Hún bjó síðustu 14 mánuði í Sóltúni þar sem hún naut mik- illar umhyggju og erum við þakklát öllu starfsfólkinu þar. Daglega fékk hún heimsóknir frá sínu fólki og kölluðum við það okkar gæðastundir. Takk fyrir allt, elsku mamma. Þínar dætur Sólrún og Heiða. Elsku, elsku tengdamamma. Margs er að minnast í gegn- um þau 50 ár sem við áttum saman. Ég man ein af okkar fyrstu kynnum, ég kom í Stór- holtið til að fá fréttir af Sólrúnu. (Í þá daga voru engir GSM-sím- ar, aðeins langlínusamband eða bréfasendingar.) Hún var í hús- mæðraskóla í Danmörku. Bank- aði ég á dyrnar og Ragnar kom til dyra. Ég man hvernig ég var klæddur. Í hvítum frakka, hvítri nælonskyrtu með lakkrísbindi og svörtum támjóum bítlaskóm, með brilljantín í hárinu. Hann hefur örugglega hugsað – þetta verður verður örugglega ekki langt samband. Mér var boðið í kaffi og meðlæti og fékk þá nýj- ustu fréttirnar af Sólrúnu minni. Árið 1969 flutti ég svo í Stór- holtið og frumburðurinn Ragnar fæddist. Í þrjú ár vorum við hjá þér og hjálpaðir þú okkur ómet- anlega. Margar ferðirnar fórstu út á leikvöll með Ragnar litla og baðaðir hann upp úr eldhús- vaskinum. Þetta voru góð ár. Bústaðurinn Brekkukot var byggður í landi Neðri-Háls í Kjós, ferðirnar voru margar þangað. Hallamálið var þitt uppáhald og að athuga hvort tengdasynirnir hefðu mælt rétt. Þegar elskulegur tengdapabbi féll svo frá 1980 var það mikið áfall fyrir þig og okkur öll. Þú varst mjög sterk persóna og þín orð voru lífið heldur áfram. Sameinaðist þá fjölskyldan enn meira og tók höndum saman um hvort annað. Þá myndaðist sér- staklega sterkt samband milli ykkar mæðgnanna, sem haldið hefur æ síðan. Samband þetta var svo fallegt, hugljúft og sterkt að lengi skal í minnum haft. Jól voru haldin í Stórholt- inu á aðfangadagskvöld og gæti ég trúað því að við Sólrún höf- um verið þar í 48 skipti. Byrjað smátt, en stækkað ört. Börnin og barnabörnin, en alltaf var nóg rými. Ekki má gleyma páskum, því við vorum þá líka. Þaðan eru margar góðar minn- ingar. Elsku, elsku Magga. Það var svo margt sem þú kenndir mér, t.d. hvað þú varst alltaf jákvæð og þakklát. Og hvað það var alltaf bjart yfir þér í dagsins önn. Eitt fannst mér alltaf gam- an, það var að langömmubörnin kölluðu þig aldrei langömmu heldur eingöngu ömmu Möggu. Marga góða kosti hafðir þú og marga umfram aðra, t.d. fag- urkeri í klæðnaði, alltaf varst þú flott til fara og hafðir auga fyrir fallegum fötum og skóm. Fal- legum sniðum og litasamsetn- ingu. Útsaumur var þín listgrein og margt af því er til og verður varðveitt með okkur. Skógurinn í Kjósinni verður til um ókomin ár, Ragnari og þér til sæmdar og okkur til ánægju. Um landið þitt ferðaðist þú og varst mjög fróð, náttúruunnandi fram í fingurgóma. Oft hef ég hugsað til þín þegar ég heyri lag Ómars Ragnarssonar, Íslenska konan, því það varst þú. Fróð varst þú líka um fugla og alls ekki má gleyma matseldinni. Fædd varst þú sem listakokkur, ef þú hefðir opnað matsölustað hefði hann blómstrað. Pönnukökurnar í eft- irrétt, sem ómissandi voru í öll afmæli og verður sárt saknað. Svo víðlesin varstu um landið, staðhætti og ábúendur, sem þú fræddir okkur um langt yfir ní- rætt. Elsku, elsku tengdamamma, far þú í friði og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína. Þinn tengdasonur, Jóhannes Norðfjörð. Elsku amma mín, nú hefur þú kvatt okkur fjölskylduna á 95. aldursári. Það sem við vorum heppin að hafa þig hjá okkur svona lengi og mikið er ég ham- ingjusöm yfir því að börnin okk- ar Andy fengu að hitta þig líka og kynnast þér. Því þú varst einstök og svo dýrmæt okkur öllum. Mínar fyrstu minningar með ömmu eru jólin í Stórholtinu og þar hélt fjölskyldan alltaf jólin saman. Magga og dæturnar ásamt fjölskyldu. Hópurinn fór fljótt stækkandi og vorum við mjög mörg saman í fallegu íbúð- inni hennar ömmu Möggu í Stórholtinu. Sagði amma alltaf „þröngt mega sáttir sitja“ og það er svo satt, þar sem fór svo vel um okkur öll og allir him- insælir. Stórholtið alltaf svo fal- lega skreytt og maturinn á heimsmælikvarða, amma hafði unun af að hafa fólk í mat og naut þess að vera gestgjafi. Það var alltaf einstök og hátíðleg til- finning að vera í Stórholtinu þegar Háteigskirkjuklukkurnar hringdu jólin inn. Mun ég alltaf geyma jólin í Stórholtinu í hjarta mér. Sumrin í Brekku- kotinu með ömmu voru líka ynd- isleg og í minningunni er alltaf sól og blíða. Í nokkur sumur fór ég í bústaðinn með ömmu, Magnúsína Bjarnadóttir ✝ Marteinn Guð-jónsson fædd- ist 9. apríl 1925 í Reykjavík. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 8. febrúar 2018. Foreldrar hans voru Guðjón Vil- hjálmsson, bygg- ingameistari í Reykjavík, f. 25. okt. 1896 á Þór- arinsstöðum í Hrunamannahr., Árn., d. 14. mars 1969, og kona hans Guðríður Rósants- dóttir, húsfreyja, f. 8. okt. 1900 á Gíslabala, Árneshr., Strand., d. 6. ágúst 1987. Marteinn ólst upp í Reykja- vík. Systir hans er Sigurrós, f. 3. nóv. 1928. Marteinn kvæntist Guðrúnu Hjartardóttur, fulltrúa og hús- freyju, 27. október 1951. Foreldrar hennar voru Hjört- ur Björgvin Helga- son og Sveinbjörg Jónsdóttir. Synir Guðrúnar og Marteins eru: 1) Guðjón Steinar, kvæntur Eddu Guðgeirsdóttur. Börn þeirra eru: a) Hrund Guðrún, gift Sævari Dór Halldórssyni. Börn þeirra eru Guðjón Atli og Ylva Hrund. b) Ólafur Val- ur, í sambúð með Silju Guð- björgu Hafliðadóttur. Dóttir þeirra er Edda Sif. c) Katrín Heiða, í sambúð með Kristjáni Ágústi Flygenring. 2) Hjörtur Björgvin, kvæntur Guðbjörgu Lind Jónsdóttur. Synir þeirra eru: a) Arnaldur, kvæntur Ólöfu Dröfn Sigurbjörns- dóttur. Dóttir þeirra er Stein- unn Lind. b) Dagur, í sambúð með Helenu Aagestad. Dóttir þeirra er Dagbjört. c) Mar- teinn. 3) Valur Þór, kvæntur Guðnýju Pálínu Sæmunds- dóttur. Uppeldisdóttir hans og dóttir Guðnýjar er Hrefna Sæ- unn Einarsdóttir. Eiginmaður Hrefnu er Egil Hansen. Börn þeirra eru Erik Valdemar og Dagmar Elvíra. Synir Vals og Guðnýjar eru: a) Andri Þór, í sambúð með Freyju Hrund Ingveldardóttur. Sonur þeirra er Matthías Árni. b) Ísak Freyr. 4) Tvíburabróðir Vals f. andvana. Marteinn lauk námi frá Iðn- skólanum í Reykjavík í járn- smíði. Hann starfaði næstu ár hjá Vélsmiðjunni Héðni en vann eftir það hjá Mjólkursam- sölunni í Reykjavík sem járn- smiður og vélvirki allt til starfsloka. Útför Marteins fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 23. febrúar 2018, og hefst athöfn- in klukkan 13. PIRA-hillurnar sem skiptu herberginu okkar Vals bróður minntu á borgarhlið. Ég sé pabba sitja við skákborðið í austurhlutanum en Bjarna Linnet í vestri – báðir í hvarfi í þykkum pípureyk. Skákstaðan sem upp kom eftir enska leikinn er gleymd en líklega stóð pabbi ívið betur. Hann var Reykvíkingur en dvaldi barnungur á sumrin í Hreppunum og seinna á Krókn- um hjá móðurömmu og -afa. Var grallari og næstum drukkn- aður einn daginn í höfninni. Það var fátt hversdagslegt við þenn- an veruleika æskuáranna með heimskreppunni miklu og seinni heimsstyrjöldinni. Hann talaði oft um Bretana, fátæklegan búnað þeirra, kjötkássuna og teið og hversu sleipir margir bæjarbúar töldu sig vera í ensku að geta sagt halló við her- mennina. Samfélagið tók örum breytingum á þessum árum. Hann lifði sig inn í bíómynd- irnar og tónlistin sem hljómaði í huga hans var aldrei ferskari en þá. Bjó á Hverfisgötunni í hús- inu sem afi reisti. Seinna með mömmu og okkur bræðrum í Úthlíðinni og á Kleppsveginum. Vinnudagarnir voru langir í Mjólkurstöðinni sem seinna breyttist í Þjóðskjalasafn Ís- lands þar sem mikilvæga brotið af fortíð þjóðarinnar er sagt geymt. Þar ættu sögur pabba úr Stöðinni heima. Hann var opinn og hrifnæmur, sagði skemmti- lega frá, hermdi eftir enda leik- ari í eðli sínu. Þessi ár var bíla- eign munaður og græni Fólksvagninn enn á færiband- inu. Því gekk pabbi mikið og fór jafnan hratt yfir. Ef hann skrapp út eftir vinnu setti hann alltaf upp bindi. Maður hugsaði stundum hvort bindislaus maður gæti í alvörunni stöðvað tímann. Ferðalög vöktu löngum yndi pabba – að fá að kynnast lífs- háttum framandi þjóða og ólík- um landsháttum. Þannig breytt- ist þögul landafræðin í lifandi veruleika. Þetta voru paradísar- ferðir með mömmu sem færðu þeim svimandi útsýn á nýja ver- öld og fylltu brjóstið einlægri gleði. Pabbi var einstaklega gjaf- mildur og barngóður og stoltur af barnabörnunum og gerði sér einatt að leik að skrá hæð þeirra á skáphurðina góðu í Sól- túni. Hann var minnugur á ólík- ustu hluti en helst þá er tengd- ust ævilöngum áhuga hans á frjálsum íþróttum sem kastdóm- ari á óteljandi innanfélags- og meistaramótum og ræsir í Víða- vangshlaupi ÍR í rúma hálfa öld. Þannig hafði hann á hraðbergi flest heims- og ólympíumet í frjálsum. Hélt alla tíð skrá yfir eigin árangur og félaganna eftir að hann hóf keppni í öldunga- flokki – kvikur á fæti eins og dansari. Sögur hans af takmarkalausu keppnisskapi öldunganna vöktu kátínu þegar menn blésu fyr- irvaralaust til innanfélagsmóts í kringlukasti í Garðinum – óvænt staddir þar við veðurat- huganir – því þann dag var von á roki úr suðri. Þá fuku mörg gömlu metin út í hafsauga. Nú hefur tíminn fært pabba frið og ókunn lönd að sækja heim. Ég veit að hann mun gleðjast á ferð sinni um ný völ- undarhús og velli og nýta sér vindinn. Megi minningin um góðan mann lifa! Hjörtur Marteinsson. „Við göngum inn ganginn á hjúkrunarheimilinu, opnum dyrnar á herbergi tengdapabba, bönkum og köllum halló til að gera vart við okkur. Matti ligg- ur í rúminu og dottar. Hann rís upp við dogg þegar hann heyrir í okkur. „Er þetta Valur?“ spyr hann og þegar svarið er játandi kemur næst „Er Guðný með þér?“ Við heilsumst með kossi á kinn og það leynir sér ekki að tengdapabbi er glaður að sjá okkur. Hann sest upp í rúminu, fer í inniskóna og kemur sér fyrir á rúmstokknum. Síðan spjöllum við saman í dálitla stund, þar til Matti segir: „Já, það var gaman að sjá ykkur“ og þá vitum við hann er farinn að þreytast. Ég tek mynd af þeim feðgum og svo kveðjumst við. Áður en við lokum á eftir okkur lítum við til baka, veifum og köllum bless. Matti lyftir hendi í kveðjuskyni og kinkar kolli, eins og til að þakka fyrir komuna.“ Á kveðjustund rifjast upp gamlar minningar og á meðan sumar eru brotakenndar þá eru aðrar ljóslifandi og skýrar, eins og þetta síðasta innlit okkar hjóna til tengdapabba, viku áður en hann kvaddi fyrir fullt og allt. Tengdaforeldrar mínir bjuggu í Reykjavík en við Valur eigum heima á Akureyri, svo samverustundir voru færri fyrir vikið en það var alltaf jafn ljúft og notalegt að hitta Gunnu og Matta. Tengdapabbi bar mikla umhyggju fyrir Gunnu sinni og var afar barngóður. Þegar gömlum myndaalbúm- um er flett má sjá margar myndir af afa Matta með eitt- hvert barnabarnanna í fanginu. Þegar þau stækkuðu hafði hann gaman af því að leika gamlan karl og aðra karaktera til að koma þeim til að hlæja. Eins hafði hann þann skemmtilega sið að mæla hæð- ina á barnabörnunum. Þá lét hann þau snúa bakinu upp að hvíta skápnum í bókaherberg- inu, tyllti bók ofan á höfuðið á þeim og setti strik á skápinn þar sem neðri brún bókarinnar nam við. Þar skrifaði hann nafn barnsins og dagsetningu. Matti var líka dýravinur og laumaði hann oft harðfiski eða öðru góð- gæti að hundinum í næsta húsi. Þegar við höfðum keypt húsið okkar á Akureyri og það þurfti að mála það að utan kom Matti, sem var þá um sjötugt, norður til að aðstoða okkur. Klæddur drapplituðu kakí vinnufötunum lét hann ekki sitt eftir liggja við málningarvinnuna. Léttur á fæti og kvikur í hreyfingum, enda æfði hann kastgreinar og keppti á frjálsíþróttamótum fyrir öld- unga langt fram eftir aldri. Tengdapabbi hafði gaman af því að taka ljósmyndir. Bæði á ferðalögum og eins við fjöl- skylduviðburði. Okkur þótti hann oft vera helst til lengi að stilla fókusinn en það var bara partur af prógramminu, enda fóru flestir að skellihlæja eftir að reyna að halda brosinu þetta lengi. Í einni heimsókn tengdafor- eldra minna til Akureyrar fór- um við á Smámunasafnið í Eyja- firði og þar rakst Matti á gamla símaskrá frá árinu 1945. Í skránni fann hann nafn og síma- númer föður síns og gladdist mjög yfir því. Með þessum örfáu minninga- brotum kveð ég tengdaföður minn með kærri þökk fyrir góð kynni. Guðný Pálína Sæmundsdóttir. Ég man eftir afa við ráslín- una í ÍR-hlaupinu, hann miðar byssunni upp í loft, með bláa derhúfu á höfðinu. Hreyfingarn- ar eru snaggaralegar en fum- lausar. Sumardagurinn fyrsti og afi er að ræsa hlaupið í fimm- Marteinn Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.