Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.2. 2018
Þorramatur aldrei vinsælli
Vinsældir þorramatar eru slík-ar um þessar mundir aðsumt seldist upp, sem er afar
sjaldgæft. Hrútspungarnir eru vin-
sælastir af því súra en slátur, bæði
súrt og nýtt, hangikjöt, sviðasulta og
kæstur hákarl eiga líka marga aðdá-
endur. Að ekki sé minnst á harðfisk-
inn, sem er raunar vinsæll allt árið.
Margir halda meira að segja enn við
tryggð við lundabagga og bringu-
kolla en þeim fer þó mjög fækkandi
að sögn kunnugra.
Þorri og góa mætast um helgina;
þorraþræll kveður fyrir hönd þess
fyrrnefnda og konudagur markar
upphaf góu.
Það sem Íslendingar láta ofan í
sig af svo miklum móð á þessum
árstíma var hversdagsfæði fyrir
margt löngu; matur var reykt-
ur, saltaður og súrsaður til að
hann geymdist sem lengst.
Þorrablót þekktust á öld-
um áður en hinn „ævaforni“
siður að borða þorramat til
hátíðarbrigða var ekki tekinn
upp á ný hér á landi fyrr en
upp úr miðri síðustu öld þegar
Halldór Gröndal, vert í Naust-
inu og síðar sóknarprestur í
Grensásprestakalli, gerði þá tilraun
að bjóða upp á kræsingarnar til að
hressa upp á reksturinn.
Margir hlakka lengi til þorra,
finnst „góðgætið“ ómissandi, en aðr-
ir barma sér yfir öllu þessu ómeti
sem tröllríður samfélaginu.
Þorrinn var blótaður til forna
enda heiðinn siður. Eftir kristnitöku
lagðist siðurinn hins vegar af nema í
heimahúsum, þangað til Íslendingar
öðluðust trúfrelsi á nýjan leik seint á
19. öld að blótin urðu algeng aftur.
Að sögn Árna Björnssonar þjóð-
háttafræðings er fyrsta örugga
heimildin um þorrablót í fund-
argerðarbók Kvöldfélagsins í
Reykjavík frá árinu 1867. Mættir
voru 19 en þarna var um að ræða
leynifélag og meðlimirnir bundnir
strangri þagnarskyldu! Blót
þess telst því varla hafa ver-
ið opinber samkoma.
Íslenskir stúdentar í
Kaupmannahöfn efndu hins
vegar til opinbers þorrablóts
síðla janúarmánaðar árið 1873
skv. umfjöllun í Nýjum félags-
ritum, blaði Jóns Sigurðssonar. Þar
voru samankomnir ýmsir helstu
baráttumenn fyrir sjálfstæði Ís-
lands.
Kristján níundi, konungur Íslands
og Danmerkur, veitti Íslendingum
trúfrelsi í janúar ári síðar, þjóð-
hátíðarárið 1874, og átján dögum
eftir það, 23. janúar, var haldið
þorrablót á Akureyri, sem telja má
hið fyrsta opinbera. Þar voru drukk-
in mörg minni, að sögn Norðanfara.
Blótin lögðust á ný af en þökk sé
Halldóri heitnum í Naustinu er mán-
uðurinn jafn fjörugur nú og raun ber
vitni og þorrablót hafa verið mjög í
tísku hin síðari ár. Á annað þúsund
manns koma jafnan saman á blóti
Stjörnunnar í Garðabæ, svo dæmi sé
tekið, og mun það hið fjölmennasta.
Víða úti um sveitir eru haldin þorra-
blót þar sem heimatilbúin skemmti-
atriði eru í hávegum og menn gera
óspart grín hver að öðrum.
Þorrablótin eru því ekki síður orð-
in mannfagnaðir en átveislur. Enn
er þó mikið etið og drukkið. Sér-
bruggaður þorrabjór rann út sem
aldrei fyrr og einhverjir hafa án efa
haldið í heiðri þann sið að skála í
brennivíni með hákarlinum. Sumum
finnst ekkert íslenskara!
Morgunblaðið/Ómar
Á veitingastaðnum Mat og
drykk á Grandagarði hefur síð-
ustu ár verið boðið upp á þorra-
mat í nýstárlegum búningi og
viðtökur verið mjög góðar, að
sögn Elmu Backman, eiganda
staðarins.
„Við notum bara íslenskt hrá-
efni og íslenskar matarhefðir, en
leikum okkur pínulítið með þær.
Það er rosalega skemmtilegt.“
Hin
kunna matreiðslubók Helgu Sig-
urðardóttur, Matur og drykkur,
er „biblía“ staðarins, segir Elma,
og þaðan er nafn hans komið.
„Við leitum mikið í bókina,
finnum gamlar uppskriftir og
færum í nýjan búning.“ Á með-
fylgjandi mynd er einn rétturinn
sem boðið hefur verið upp á.
Beinin úr sviðakjammanum not-
uð til skrauts „en við höfum tek-
ið kjötið af beinunum, gert úr
því ragú sem við rúllum inn í
pönnukökur og djúpsteikjum.
Það er skemmtileg útgáfa af ís-
lensku pönnukökunni“.
Það eru fyrst og fremst Ís-
lendingar sem leggja sér
þennan nýstárlega þorramat til
munns. „Við reynum að höfða
til Íslendinga; við viljum að ungu
kynslóðirnar uppgötvi hvað
hefðbundinn íslenskur matur
getur verið frábær. Maðurinn
minn er frá Spáni og þegar við
erum þar í heimsókn förum við
alltaf á veitingastaði þar sem
spænskur matur er í boði og þar
er unga fólkið. Það er stolt af
sínum matarhefðum. Okkur Ís-
lendingum hefur fundist hefð-
bundinn íslenskur matur pínulít-
ið hallærislegur en mér finnst
það vera að breytast, sem betur
fer. Ég vil að fólki finnist það hipp
og kúl að borða íslenskan mat!“
Framleiðendur hafa gert nokkrar
tilraunir á síðustu árum með nýj-
ungar á þorranum en undirtektir
verið heldur dræmar.
Norðlenska setti fyrir nokkrum
árum á markað lambatittlinga,
sem hrifu Íslendinga ekki. Þeir eru
þó enn í boði, að sögn Heimis Más
Helgasonar markaðsstjóra, en
sennilega aðallega keyptir upp á
grínið; til að kanna hverjir þori að
leggja sér þá til munns á blótunum!
Kjarnafæði bætti svo um betur
með því að bjóða upp á grænmetis-
sultu og kjötsúpusultu. Hvorugt
náði verulegum vinsældum og er
ekki lengur í boði. Nýjungar í þess-
um efnum hafa því almennt ekki
virkað sérlega vel.
Ýmsar
tilraunir
Harðfiskurinn er sívinsæll.
’
Það var mjög lítið að gera hjá okkur í janúar … Upp á ein-
hverju varð að finna til þess að hressa upp á reksturinn. Þegar
ég svo las Þjóðhætti séra Jónasar frá Hrafnagili þá vakti athygli
mína kafli, sem þar var um íslenskan mat og þorrablót. Þá sló nið-
ur í mig þessari hugmynd: Því ekki að prófa að hafa á boðstólum
einmitt þennan íslenska mat og efna til eins konar þorrablóta?
Halldór heitinn Gröndal um upphaf þorrablóta í Naustinu 1958
INNLENT
SKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is
Gamalt vín á nýjum belgjum
Þeim magnaða mánuði þorra lýkur um helgina með þorraþræl og góa gengur í garð með konudegi. Íslendingar virðast hafa
sporðrennt þorramat sem aldrei fyrr í ár, meira var framleitt en áður en eftirspurn reyndist meiri en framboð og sumt seldist upp.