Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Side 8
FRANCES MCDORMAND Leikkonan, sem fer á kostum í kvikmyndinni
Three Billboards Outside Ebbing, Missouri, og talin er eiga mikla möguleika á
Óskarsverðlaunum, fæddist í Illinois-ríki 23. júní 1957 og verður því 61 árs í sum-
ar. Hún var ættleidd af kanadískum hjónum, Noreen Eloise, hjúkrunarkonu frá
Ontario, og Vernon Weir McDormand, presti frá Nova Scotia, sem búsett voru í
Pittsburg í Pennsylvaníu og þar ólst stúlkan upp.
Frances Louise McDormand, jafnan kölluð Fran, nam leiklist í Bethany Col-
lege í Vestur-Virgínu, skammt handan ríkjamæranna, og framhaldsnám í fræð-
unum stundaði hún í þeim kunna Yale-háskóla í Connecticut. Herbergisfélagi
hennar þar var Holly Hunter, einnig heimsfræg og margverðlaunuð leikkona.
Eftir útskrift lék McDormand á sviði víðs vegar um landið en lék fyrst í kvik-
mynd 1984; í Blood Simple, sem leikstýrt var af Coen-bræðrum. Skömmu síðar
giftist hún öðrum þeirra, Joel, og þau eru enn harðgift.
McDormand vakti strax mikla athygli í fyrstu kvikmyndinni en lék ekki að ráði
á þeim vettvangi á ný fyrr en nokkrum árum síðar. Hélt sig að mestu við leik-
sviðið með frábærum árangri og var fljótlega tilnefnd til hinna eftirsóttu Tony-
verðlauna fyrir leik í verkinu A Streetcar Named Desire, sem nefnt hefur verið
Sporvagninn Girnd á íslensku, og vann verðlaunin síðar meir fyrir Good People.
McDormand hefur komið víða við á glæsilegum ferli.
Mikið leikið á sviði, í kvikmyndum og í sjónvarpi. Margir
muna eftir henni í Mississippi Burning frá 1988 og
Fargo sem frumsýnd var 1996 og hún hlaut Óskars-
verðlaun fyrir.
Frammistaða McDormand í Three Billboards Outside
Ebbing, Missouri er stórbrotin. Litlu munaði þó að hún
tæki hlutverkið ekki að sér. Fannst verkið engu að síður
mjög gott þegar hún las það fyrst, persónan sem henni
var boðið að leika frábær, en svaraði þó: „Nei, takk. Ég er
of gömul.“
McDormand var 58 ára og fannst í fyrstu ekki nógu
trúverðugt að kona sem býr við þær félagslegu aðstæður
sem lýst er í myndinni eignist fyrsta barn 38 ára. „Við
hjónin ræddum þetta fram og til baka. Eftir miklar
vangaveltur tók Joel af skarið og sagði: Þegiðu nú og
taktu þetta að þér!“ Sem betur fer, segja ugglaust marg-
ir. McDormand fékk Golden Globe-verðlaun fyrir
frammistöðuna og margir telja Óskarinn handan við
hornið.
Hjónin búa í New York, Þau eiga soninn Pedro
McDormand Coen sem fæddur er í Paragvæ 1994 en þau
ættleiddu ári síðar. Hann fetaði aðra braut í lífinu en for-
eldrarnir; er lærður einkaþjálfari og nuddari. skapti@mbl.is
Í PRÓFÍL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.2. 2018
Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
32.500kr
HILLA MEÐ SNÖGUM
24.900kr
GLERBOX
3.600kr
BEKKUR
FJÖLSKYLDA McDormand hefur verið gift
leikstjóranum Joel Coen í hálfan fjórða ára-
tug. Það ku þykja býsna merkilegt að hjóna-
bönd í Hollywood endist svo lengi.
Þau kynntust 1983 þegar leikkonan kom í
áheyrnarprufu fyrir Blood Simple, fyrstu
kvikmyndina sem Coen-bræður, Joel og
Ethen, gerðu saman. Hún fékk hlutverkið
og síðan hafa þau unnið mikið saman. Joel
hefur upplýst að eftir þessa fyrstu mynd hafi
hann eiginkonuna ætíð í huga þegar hann
skapar persónu í kvikmynd.
Hjónin sátu saman fyrir svörum blaða-
manna fyrir skömmu og voru þá m.a. spurð
um uppskriftina að löngu hjónabandi. „Við
höfum mjög oft unnið saman en líka mikið
verið án hvort annars í vinnunni og getum
því alltaf sagt frá einhverju nýju. Sagt nýjar
og áhugaverður sögur. Það skiptir miklu
máli,“ sagði McDormand.
Frances McDormand, sonurinn Pedro McDormand Coen, og eigin-
maður hennar, Joel Coen, á kvikmyndahátíðinni í Róm 2015.
AFP
Líf og störf með
Coen-bróður
VIÐURKENNINGAR Frances
McDormand er í hópi 23 leikara,
14 kvenna og 9 karla, sem státa af
því að hafa unnið til þrennra eftir-
sóttustu verðlauna í faginu: Ósk-
ars-, Emmy- og Tonyverðlauna,
fyrir frammistöðu í aðalhlutverki.
Óskarsverðlaun fékk hún fyrir
kvikmyndina Fargo, 1996, í leik-
stjórn eiginmannsins, Joel Coen,
Tony-leikhússverðlaunin fékk hún
fyrir leikritið Good People 2011
og Emmy-verðlaunin, sem veitt
eru fyrir leik í sjónvarpsefni, hlaut
McDormand fyrir aðal- og titil-
hluverk í þáttaröðinni Olive
Kitteridge, árið 2015.
Sjaldgæf
þrenna
Frances McDormand og leikarinn Peter Dinklage eins og þau koma áhorf-
endum fyrir sjónir í kvikmyndinni Three Billboards Outside Ebbing, Missouri.
AFP
ÚTLIT Þekkt er að margar leik-
konur í Hollywood nýta sér flinka
lýtalækna til að halda sér ungum
en McDormand gefur ekki mikið
fyrir slíkt. Leikkonan sagði í viðtali
fyrir tveimur árum, þegar hún var
58 ára, að hún myndi aldrei fara í
aðgerð til að breyta útlitinu og
hefði fyrir löngu ákveðið að „eld-
ast eðlilega og tignarlega, án að-
stoðar lýtalæknis“.
McDormand sagði að sér þætti
heldur erfitt að horfa upp á starfs-
systur sínar eftir að andlitum
þeirra væri breytt, í þeim tilgangi
að viðkomandi virtist yngri en
raunin væri „vegna þess að mér
þykir breytingin afmá allt“.
McDormand vill sem sagt halda
áfram að vera hún sjálf; ekki láta
afmá sig!
Frances McDormand ung að árum
áður en stóru leiksigrarnir unnust.
Vill ekki
afmá „sig“
Óskar sér
AFP
AFP
’Við hjónin ræddum þetta framog til baka. Eftir miklar vanga-veltur tók Joel af skarið og sagði:Þegiðu nú og taktu þetta að þér!
Martin McDonagh, Sam Rockwell, Frances McDormand, Graham Broadbent og Peter Czernin
með Golden Globe-verðlaunin þegar Three Billboards … var valin besta myndin í síðasta mánuði.
McDormand á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes 1996 er Fargo var
frumsýnd.
McDormand með
Óskarinn eftir að hún
var valin besta leikkona
í aðalhlutverki fyrir
kvikmyndina Fargo 1997.