Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Síða 17
18.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Fjórar vinkonur frá Kína eru staddar viðstyttuna af Leifi Eiríkssyni hjá Hall-grímskirkju þegar blaðamann ber að garði og truflar þær við myndatökur. Þær eru til í spjall og byrja á að segja frá hvaða borg þær eru en það reynist erfitt að skilja kín- verskuna. Blaðamanni heyrist þær segja Conshong. Þær gefast upp á að reyna að koma þessu til skila og láta nægja að segja að þær séu frá Suður-Kína. Man Chen, Suki Chen, Suyi Zhao og Chinki Chen vinna allar við hönnun af einhverju tagi og kynntust í gegnum vinnuna. Þær ákváðu að skella sér í ferð til Norðurlanda. „Við erum hér í fyrsta sinn. Við komum vegna náttúrunnar, sem er stórkostleg, og norðurljósanna,“ segja þær. Blaðamaður spyr hvort þær hafi séð norður- ljósin og þær svara einum rómi: „Jáááá …!“ Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þær höfðu séð þau í Abisko í Svíþjóð, en í ferðinni heimsóttu þær einnig Danmörku og Svíþjóð. Þær kunna vel að meta íslenska veturinn. „Það er aldrei snjór í Kína, þar er heitt, alla vega þar sem við búum. Við vissum eitthvað um Ísland, við lásum okkur til á netinu,“ segja þær. Það sem kom þeim mest á óvart er víðáttan. „Við sjáum fjöllin frá borginni. Og maður sér langt,“ segir Chinki. Þær hyggjast ferðast aðeins um landið, fara gullna hringinn og um Suðurlandið, en þær dvelja í airbnb-íbúð í Reykjavík. Blaðamaður kveður og fær að taka mynd af þeim. Þær vilja endilega gera ákveðið merki með fingrum sem þær segja að tákni hjarta, og stilla sér þannig upp til myndatöku. Að því loknu vilja þessar hressu vinkonur fá að smella af sjálfu, með blaðamanni. Ein þeirra mundar „kjánaprikið“ og festir okkur á ódauð- lega mynd þar sem sú íslenska sker sig aðeins úr hópnum. KÍNA Chinki, Suyi, Man og Suki eru hressar vinkonur frá Kína. Þær voru ánægðar að sjá norðurljósin í Svíþjóð. Sjáum fjöllin frá borginni Vinkonurnar með löngu nöfnin, þær Ain-hoa Arriero Castano og Beatriz Cabe-zas Rodriguez, eru frá bæ nálægt Madríd á Spáni. Það kemur fljótt í ljós að önnur þeirra er hér skiptinemi. „Ég er að læra hérna líffræði í gegnum Eras- mus, ég kom hingað í ágúst. Ég ætla að vera hér í ár,“ segir Ainhoa og sparar ekki stóru orðin. „Ég elska að vera hérna, ég á engin orð. Það er stórkostlegt og allt öðruvísi en á Spáni, bæði menningin og landslagið,“ segir hún. „Ég er orðin vön kuldanum,“ segir hún brosandi. Vinkona hennar, Beatriz, er einnig Erasmus- nemandi, en í Belgíu. Hún kom hingað að heim- sækja vinkonu sína. „Ég kom fyrir tveimur dögum. Það sem ég hef séð hingað til er mjög frábrugðið öllu, en ég elska það. Ég ætla að vera hér í viku.“ Þær stöllur hyggjast ferðast aðeins um og hugðust leigja bíl í nokkra daga og heimsækja Jökulsárlón og skoða ýmislegt á leiðinni. Ungu konurnar hafa skoðun á íslenskum karlmönnum. „Þeir eru mjög ólíkir þeim spænsku!“ segir Ainhoa. „Þeir eru svo kaldir hér, þeir halda sig í fjarlægð. Ég er vön að heilsa öllum með faðmlagi og tveimur kossum en hér heilsast allir með handabandi. Nú er ég að venjast því. Það er svo rólegt á háskólabarn- um, enginn hávaði. Heima á Spáni væri sko há- vaði.“ Ainhoa langar gjarnan að læra smávegis í ís- lensku en segir það erfitt. „Hér tala allir ensku þannig að það er erfitt að læra íslensku, en ég kann nokkur orð. Kannski er betra að fara í lítið þorp að læra hana,“ segir hún og stefnir á að dvelja á Húsa- vík næsta sumar í verknámi hjá hvalaskoð- unarfyrirtæki. Við kveðjumst og þessar brosmildu vinkonur halda á braut út í kuldann, alsælar. SPÁNN Vinkonurnar frá Spáni, Ainhoa og Beatriz, eru vanar að heilsa fólki með faðmlagi og kossum. Þær segja menn- inguna frábrugða því sem þær eigi að venjast og voru hissa á að þurfa að heilsa öllum hér með handabandi. Íslenskir karlmenn lokaðir New York-búarnir Rose Feuer, HaroldTreiber og Sarene Shanus eru stödd íRammagerðinni á Skólavörðustíg að versla þegar blaðamaður ákveður að trufla. Rose, sem er dóttir Sarene, er bókasafnsfræð- ingur og skrifar auk þess ástarsögur. Harold, stjúpfaðir hennar, er kominn á eftirlaun en Sa- rene á og rekur fasteignafyrirtæki. Spurð um ástæðu ferðarinnar svarar Sarene: „Við héldum að við myndum sjá norðurljósin, sem við höfum ekki enn séð. Og það að koma til Íslands var á allra óskalista. Við látum kuldann ekkert stöðva okkur, enda oft kalt í New York. En við héldum líka að landslagið yrði fallegt svona hulið snjó og að það yrði minna um ferða- menn, sem reyndist rétt. Þetta hefur verið stórkostlegt. Algjörlega. Að sjá víðáttuna og sjá sólina koma upp yfir landinu,“ segir hún. „Og fólkið hér er mjög vingjarnlegt,“ skýtur Harold inn í. Ferðin er í heild fimm dagar en þau eru á leið til Ísraels að heimsækja fjölskyldu sem þar býr. „Við reynum alltaf að stoppa einhvers staðar á leiðinni en við förum þangað á hverju ári. Og nú varð Ísland fyrir valinu sem stopp,“ segir Sarene. Þau segja eitt hafa komið virkilega á óvart. „Gróðurhúsið. Við fórum í gær og fengum tóm- atsúpu í Friðheimum og það var æðislegt. Mjög óvænt,“ segir Sarene. Þau eiga eftir að fara í norðurljósaferð áður en þau halda ferð sinni áfram en höfðu séð margt á fáum dögum. „Við höfum ferðast um Suðurland, sáum svörtu ströndina og dvöldum í kringum Vík. Svo fórum við gullna hringinn og líka í leyni- lega lónið,“ segja þau en blaðamaður hefur ekki hugmynd um hvar það er. „Það er líka leyni- legt,“ segir Harold og brosir. BANDARÍKIN Ísland var á óskalistanum Rose, Sarene og Harold voru al- sæl með Íslandsferðina. Þau segja gróðurhúsið Friðheima hafa komið skemmtilega á óvart.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.