Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Page 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Page 21
Hangandi hægindi 18.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 TAXFREE AFSLÁTTUR* af La-Z-Boy og Broyhill * Taxfree tilboðið jafngildir 19,35% afslætti. Gildir ekki af sérpöntunum. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. Studio Sterling hafa sérhæft sig í hönnun formfagurra rólustóla og -legubekkja, sem má bæði nota innan- og utandyra. Á heima- síðu þeirra, studio- stirling.com er hægt að skoða ótal afbrigði slíkra stóla sem eru vinsælir á hótelum, veitingastöðum, versl- unum og einkaheim- ilum um allan heim. Stundum er talað um körfuegg dönsku hönn- unarhjónanna Nönnu og Jørgen Ditzel, frá 1959, sem fyrirmynd að öllum þeim hang- andi körfustólum sem áttu eftir að líta dagsins ljós áratugina á eftir. Það er ótrúlegt hvað fallegur stóll, sem svífur í lausu lofti yfir stofugólfinu, gerir mikið fyrir rými. Flæðið er meira, stofan verður hlýlegri og þeir sem sitja í stólnum upplifa eitthvað alveg sérstakt, eins og þeir séu í sínu einkarými þótt aðrir séu í kring. Munið bara að festa þarf stóla sem þessa í traust og góð loft. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Þessi stílhreini hangandi stóll minnir á retró húsgögn 6. og 7. áratugarins en er þó seinni tíma hönnun. Hann kallast Hangin Hoop Chair og er frá breska hönn- unarfyrirtækinu Lee Broom. Stálgrindina er hægt að fá í svörtu og gylltu og áklæðið í mörgum litum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.