Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.2. 2018
Þ
eir sem gegna æðstu
embættum þjóða um
drjúga hríð ná að
kynnast mörgu
þekktu fólki sem býr
við svipaðar aðstæður.
Þeir geta því með sanni sagt aðspurðir
að þeir þekki viðkomandi eða hafi
þekkt hann, sé sá fallinn frá.
Það er nú svo
En það að þekkja einhvern hefur
margar merkingar. Flestir geta senni-
lega nefnt dæmi um það, að hafa þekkt
einhvern lungann úr ævinni og vita þó
mest lítið um hvaða mann sá hefur að
geyma. Á vinnustaðnum, í klúbbnum
eða ræktinni er ekki endilega víst að
öðrum séu sýndar allar hliðar. Jafnvel
ekki einu sinni í ræktinni. Jafnvel sá
sem glennir sig mest flíkar aldrei öllu.
Enda ekki til þess ætlast, því að allir
vita að tilveran á það til að verða flókn-
ari en þægilegt er, við persónulegt
óhóf. Eftir langa samveru á sama
vinnustað og í návígi við verkefni dags-
ins má læra á eiginleika og skapferli
vinnufélagans nokkuð vel. Og sér-
staklega ef ríkuleg viðkynning utan
vinnu bætist við.
Ég þekkti hann mjög vel
Fyrir fáeinum árum var allháttsettur
stjórnmálamaður myrtur í einu af
frændlöndum okkar. Það var mjög
óvænt og nánast eins og af handahófi,
því að sá var hvað ólíklegastur til að
hafa safnað að sér hatursfólki. Íslensk-
ur almenningur þekkti sáralítið til
þessa stjórnmálamanns fyrir ódæðið.
En þar sem um frændþjóð var að ræða
og geðfelldur stjórnmálamaður féll svo
óvænt fyrir morðingja hendi var mörg-
um mjög brugðið. Allstór hópur hér
heima tjáði sig um hinn myrta stjórn-
málamann af hlýhug, og fór vel á því.
Ýmsir tóku aðspurðir fram að þeir
hefðu þekkt hinn myrta mjög vel.
Kannski fannst þeim það á þessari til-
finningaþrungnu stund. Þegar betur
var að gáð virtist að í tilviki flestra
væri helst um að ræða tilfallandi kynni
á nokkrum samnorrænum ráðstefnum.
Lengur varð ekki þraukað
Loks tókst flokkssystkinum Jacobs
Zuma forseta að fá hann úr embætti
forseta Suður-Afríku. Þau höfðu lengi
reynt. Zuma var þriðji forseti Suður-
Afríku eftir að „svarti meirihlutinn“
tók við stjórn landsins af „hvíta minni-
hlutanum“.
Það hefur ekki allt lánast vel undir
þeirri stjórn og þrálátur orðrómur ver-
ið um sívaxandi spillingu í tíð Jacobs
Zuma og að einhverju leyti einnig í tíð
fyrirrennara hans, Thabo Mbeki.
Bréfritari „þekkti“ Mbeki. Hafði hitt
hann í fundalotu hans með forsætis-
ráðherrum Norðurlanda og jafnframt
átt með honum tvíhliða fund, sem var
eftirminnilegur. Bréfritari hitti Nelson
Mandela nokkrum sinnum, í stutta
stund í hvert skipti og „þekkti“ hann
því líka. Og þótt hafa verði alla fyrir-
vara á því, hversu vel bréfritari þekkti
Mandela, stendur hann sjálfur tilfinn-
ingalega á því að hann hafi þekkt hann
dálítið. Nelson Mandela var nefnilega
goðsögnin sem sá ekki á við örlítil per-
sónuleg kynni, eins og þau sem bréfrit-
ari er þakklátur fyrir að hafa notið.
Íslenski konsúllinn
Þá er komið að Ramaphosa, fjórða for-
seta Suður-Afríku á tímanum sem
hófst með embættistíð Mandela.
Bréfritari „þekkir“ hann líka. Ekki
er þó líklegt að Ramaphosa myndi
kannast við það á svipstundu ef spurn-
ingu um það yrði dembt á hann óvænt
og fyrirvaralaust. En nýi forsetinn var,
eins og fram hefur komið, ræðismaður
Íslands í Suður-Afríku. Og þegar bréf-
ritari var staddur í því tilkomumikla
landi, með öllum sínum sláandi and-
stæðum, var Ramaphosa svo vinsam-
legur að bjóða okkur Ástríði út að
borða með sér á fallegum veitingastað.
Þegar gengið var í salinn varð uppi
fótur og fit, kliður og eftirvænting,
jafnt hjá gestum sem starfsfólki stað-
arins. Það fór ekkert á milli mála að
þessi íslenski ræðismaður naut í sínu
landi sérstakrar virðingar og áberandi
velvildar.
Kvöldstundin var ánægjuleg og Ra-
maphosa var kurteis og aðlaðandi mað-
ur, áhugasamur um gestina og þeirra
sjónarmið, en um leið opinn og tilgerð-
arlaus þegar gengið var varfærnislega
á hann um innanlandsmál.
Þrátt fyrir alla athyglina, sem ekki
var reynt að fela, eins og gert myndi í
löndum með lægra hitastig, virtist hann
fjarri því að vera fullur af sjálfum sér
eða yfir sig meðvitaður um hver væri
augljóslega miðpunktur staðarins. Okk-
ur Íslendingunum féll ágætlega við
þennan góða gestgjafa svo þetta varð
notalegur og eftirminnilegur lítill at-
burður.
En þótt bréfritari „þekki“ Ramap-
hosa með þessum hætti er hann engu
nær því en aðrir að sjá það fyrir hvern-
ig hann muni reynast sem forseti Suð-
ur-Afríku.
Það gamalkunna blað, Times í Lond-
on, sagði í gær að Ramaphosa hefði ver-
ið maðurinn sem Nelson Mandela hefði
viljað fá sem eftirmann. Sé það rétt, þá
eru það sannarlega meðmæli sem vega
þungt. Því ólíkt bréfritara þekkti
frelsishetjan hinn nýja forseta vel.
Hin örstuttu kynni af Mandela höfðu
fyrrnefnd áhrif. Og með vissum hætti
var það þannig, að mönnum þótti þeir
komast aðeins nær honum þegar
Robben-eyja, þar sem Mandela sat
fangelsaður um langt árabil, var sótt
heim og fangaklefinn litli og kaldi og
kalknáman, „vinnustaðurinn“, voru
skoðuð undir leiðsögn fyrrverandi sam-
fanga forsetans.
Í sumum fjölmiðlum er nefnt til sög-
unnar að Ramaphosa forseti sé með
allra auðugustu mönnum Suður-Afríku
og einhverjum þykir það nóg til að
hafa um hann efasemdir. En honum
eiga að fylgja góðar óskir og vinsam-
legar vonir. Við vitum ekki betur en að
hann eigi það skilið. Hitt er öruggt að
Suður-Afríka hrópar eftir því og á það
svo sannarlega skilið að mjög margt í
þjóðlífi og meðferð ríkisvaldsins í land-
inu verði fært til betri vegar.
Maður Þórhildar
Hinrik prins og drottningarmaður í
Danmörku féll frá í vikunni. Bréfritari
hitti hann alloft. Farið var með honum
til veiða í Elliðaám. Prinsinn fékk laxa
á sama stað og tengdaafi hans, Krist-
ján X., hafði staðið og nælt sér í nokkra
fiska áratugum fyrr. Skálað var yfir
góðri veiði í Rafveituhúsinu og svo
brunað niður í Höfða og borðað með
drottningu og frú Vigdísi í Höfða.
Minnst er góðra stunda með prinsinum
og drottningunni í Húsinu á Eyrar-
bakka. Í sumarbústað forsætisráð-
herra á Þingvöllum. Nokkrum sinnum
í Amelienborg í Kaupmannahöfn, sem
Nicolai Eigtved teiknaði, rétt eins og
Viðeyjarstofuna okkar. Og síðast í
Fredensborgarhöll fyrir allnokkru. En
Þótt þú þekkir marga eru
þeir til sem þú getur ekki
verið þekktur fyrir að
þekkja og þú bætir það
upp með því að þekkja þá
betur sem þú þekktir lítið
Reykjavíkurbréf16.02.18