Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Qupperneq 34
LESBÓK
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.2. 2018
Hljómsveit gleðinnar og ósjálfráðu tónlist-arinnar sem hefur það mottó að koma áóvart er vöknuð til lífsins með hvelli. Í
gær kom út ný plata sveitarinnar, Leður, en for-
sprakki sveitarinnar, Óttarr Proppé, segir örlítið
nýjan hljóm á plötunni, fágaðri.
„Nýja platan hefur verið í löngu fæðingarferli.
Elstu hugmyndirnar komu upp úr vinnuferðum
árin 2011 og 2012 en það hefur lengi verið vinnu-
ferli hjá Dr. Spock að loka okkur einhvers staðar
af, þar sem menn komast ekki á fundi og fá helst
ekkert að borða án þess að semja það upp í mat-
inn sinn. Í haust fórum við að vinna upp úr þessu
af krafti, sérstaklega eftir að ég losnaði úr ráðu-
neytinu,“ segir Óttarr.
Þú talar um nýjan hljóm?
„Þetta er ennþá rugl og hrærigrautur, metal-
kafli við hliðina á vals og svo framvegis, en að ein-
hverju leyti er meiri fágun yfir hljómnum. Við
höfum verið að vinna með Einari Vilberg upp-
tökustjóra í stúdíói hans Hljóðverk, sem hefur
einhvern veginn haft áhrif á hljóminn. Við höfum
verið öruggari á hljóðmyndinni en oft áður sem
gaf meira svigrúm fyrir ósjálfráðu skriftina;
músíkina. Við vorum ekki með nema mjög óljós-
ar hugmyndir um textana og lásum þá síðan í
músíkina eins og hún kom af kúnni eftir á.“
Óttarr segir einkennismerki Dr. Spock að ekk-
ert sé bannað.
„Sum lög hafa hreinlega orðið til upp úr köfl-
um þar sem spilagleðin hefur ært menn á milli
laga á tónleikum. Þá er það hlutverk okkar
söngvaranna að syngja eitthvað með. Frekar en
að rembast við og ákveða: „Nú ætla ég að syngja
um sumarnótt“ er gott að láta tónlistina frekar
kalla á hljóð. Eitt gott nýtt dæmi er lagið Ele-
fanto be sem varð til þannig að Finni [Guðfinnur
Karlsson] var að syngja einhverja línu, ekki á
neinu tungumáli sem við þekktum. Okkur fannst
í upptökunum að lagið yrði að vera á spænsku og
fengum spænskumælandi sérfræðing á svæðið
til að hjálpa okkur að semja. Hann sagði að það
væri nú kominn vísir að texta þarna í línunni
hans Finna, um mjög sorgmæddan fíl, sem er
mjög skemmtilegt því Finni talar ekki orð í
spænsku.“
Lögin á nýju plötunni hafa fengið að flæða
meira í vinnslunni en oft áður.
„Við höfum verið óhræddari við að leyfa ein-
hverjum karakter í lögunum að taka þau yfir og
alls konar litlir djöflar vöknuðu upp. Áður vorum
við oft að rembast við Dr. Spock, því enginn í
hljómsveitinni veit almennilega hvaðan það nafn
kemur. Núna erum við meira farnir að horfa í
aðrar áttir en að vera að berjast við doktorinn.
Þarna eru nýjar týpur en líka meitlaðar týpur.
Við höfum oft sungið um gamla pirraða menn og
það er gamall maður sem kemur í gegn í einu
laginu sem tekur alveg rosalegt pirringskast.
Það er svolítið viljandi gert að vera ekki að
syngja lög um að fara í vinnuna eða klæða sig í
sokka. Dr. Spock er hljómsveit sem er ætlað að
fara í eitthvað ýktara og skrýtnara,“ segir
Óttarr.
Hvað er öðruvísi við að vinna á þennan hátt?
„Það er tímafrekara en breikkar sviðið. Við er-
um mjög ánægðir með sum lög þarna sem okkur
hefði aldrei grunað að yrðu að því sem þau eru
orðin. Lag eins og Smyglar smjöri vorum við að
vinna með án þess að vita um hvað ætti að fjalla.
Svo kom allt í einu línan „Hann hringdi kallinn“.
Þá fórum við að velta fyrir okkur: Hver er kallinn
og hvað í ósköpunum vill hann? Við sáum hann
strax fyrir okkur sem gaur með eitthvað misjafnt
en furðulegt í huga. Niðurstaðan var að auðvitað
smyglar hann smjöri. Það lag, sem var mjög
hressilegur rokkari, er því orðið að hressilegum
rokkara með mjög dramatískri sögu af brjáluðu
smjörburðardýri. Það verður gaman fyrir mig að
kljást við hann á sviðinu af því þetta er stríð í lag-
inu, milli söngvarans og smyglarans.“
Maður hefur á tilfinningunni að það þurfi
mikla orku í að vera í Dr. Spock, sé nánast eins
og að vera atvinnuíþróttamaður?
„Alveg frá því hljómsveitin var stofnuð höfum
við verið í ákveðinni keppni um hvað við getum
spilað hratt, hversu mikið við getum komið hver
öðrum á óvart, höfum lagt ómöguleg verkefni
fyrir Adda trommara, sem er með fullkomnunar-
áráttu, og það er mikið mottó hjá hljómsveitinni
að fara lengra og krefjast meira hver af öðrum.
Margt af því besta sem við höfum upplifað hefur
orðið til því menn hafa hreinlega verið búnir á
því. Þá brotnar lagið niður eða söngvarinn hættir
að geta sungið og fer að grenja. Það leysir eitt-
hvað úr læðingi. Þetta er svona áhættumúsíser-
ing. Það má líka segja að þetta hafi alltaf byggst
á „live“ spilamennsku, sem er mögnuð því það
verður svo mikið samspil við áhorfendur. Þá
erum við dálítið að stríða og kveikja á áhorf-
endum en sömuleiðis halda þeir okkur við efnið.“
Þið leggið mikið upp úr umgjörð í kringum Dr.
Spock, er mikilvægt að koma á óvart?
„Ég held það séu ákveðin viðbrögð við því
hvað mikið af tónlist og menningu krefst lítils af
þátttakendum og áhorfendum. Það er dálítið
mikið af tónlist sem er til þess að létta lífið eða
vera bara hugguleg og það má alveg vera meira
um ögrun.“
Hvað er svo fram undan hjá Dr. Spock?
„Við ætlum að kanna þennan endurnýjaða
þrótt okkar, við erum búnir að vera í hálfgerðum
dvala í sjö til átta ár. Við erum búnir að taka lof-
orð af mannskapnum að vera til taks næsta árið
og erum með metnaðarfullt plan um spilerí og
upptökur.“
Þú sagðir einu sinni að rokkið gagnaðist þér í
pólitíkinni. En gagnast pólitíkin í rokkinu?
„Pólitíkin gengur út á að fá innsýn í hluti, túlka
þá, skilja og vinna úr þeim. Fyrir mér er tónlistin
líka þannig og það sem mér finnst skemmtilegast
við tónlist er tækifærið til að bregðast við. Þess
vegna finnst mér svo skemmtilegt að vinna hana
í rauntíma, hafa ekki nákvæma hugmynd um
hvernig textinn verður áður en lagið byrjar og
þurfa einhvern veginn með hjálp undirmeðvit-
undar að búa hann til í flæðinu. Í pólitík er harka
í skoðanaskiptum og ákveðin undirliggjandi
paranoja sem getur verið ágætis drifkraftur að
færa yfir í músík. Ég held að tónlist sé það list-
form sem er næst tilfinningalífinu og ef það eru
djúpar og hættulegar ástríður einhvers staðar þá
er það í pólitík. Reynslan af því hefur örugglega
skerpt aðeins á tilfinningahnífunum í mér, það er
ágætt.“
Dr. Spock er í banastuði þessa dagana.
Frá vinstri: Guðfinnur Karlsson, Guðni
Finnsson, Þorbjörn Sigurðsson, Óttarr
Proppé, Arnar Þór Gíslason og Franz
Gunnarsson.
Morgunblaðið/Hari
Ekki lög um að klæða sig í sokka
Orkusprengjan Dr. Spock var hvað virkust á árunum 2005-2010 en hefur verið í örlitlum dvala síðustu árin.
Hljómsveitin er hins vegar komin í banastuð og stefnir á spilamennsku en ný plata, Leður, kom út fyrir helgi.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
’Margt af því besta sem viðhöfum upplifað hefur orðið tilþví menn hafa hreinlega veriðbúnir á því. Þá brotnar lagið nið-
ur eða söngvarinn hættir að geta
sungið og fer að grenja.
Leiðsögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem vera átti á Þjóðminjasafninu fyrir
viku, frestaðist vegna veðurs en verður þess í stað í dag, sunnudag, klukkan 14. Katrín geng-
ur með gestum um safnið með leiðsögn undir yfirskriftinni Galdrar, glæpir og glæfrakvendi.
Forsætisráðherra með gestum