Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.02.2018, Qupperneq 40
SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2018
Afgreiðslutími Rvk
Mánudaga til föstudaga kl. 10–18
Laugardaga kl. 11–17
Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi)
www.dorma.is
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
DORMA KYNNIR
Eftir áralanga þróun og prófanir
höfum við náð markmiði okkar.
Við höfum búið til eina
þróuðustu dýnu heims
Simba tvinndýnan er gerð úr einstakri
samsetningu 2500 keilulaga gorma
og móttækilegs minnissvamps.
Fáðu betri svefn
– sama hvert svefnmynstur þitt er.
80 x 200 cm 64.900 kr.
90 x 200 cm 74.990 kr.
100 x 200 cm 79.900 kr.
120 x 200 cm 89.990 kr.
140 x 200 cm 99.990 kr.
160 x 200 cm 114.990 kr.
180 x 200 cm 129.990 kr.
Simba dýnurnar eru fáan
legar í eftirtöldum stærðum
Komdu og
kynntu þér Simba
í næstu Dormaverslun eða á
www.simba.is
V
A
RA
ÁRSINS 2018
B
R
E T L A N
D
HEILSUDÝNUR
Kjörin heilsudýna ársins á
meðal 10.637 þátttakenda í
neytendakönnun KANTAR
TNS í Bretlandi
20%
AFSLÁTTUR
TILBOÐ
áClassic botnum
meðSimbadýnum
Unnendur dönsku sjónvarpsþáttanna Brúarinnar mega vart
mæla fyrir spenningi en nú sér fyrir endann á fjórðu og síðustu
þáttaröð. RÚV hefur sýnt einn þátt á hverju mánudagskvöldi
undanfarið en tekur það nú til bragðs að sýna tvo þá síðustu á
mánudagskvöldið kemur. Stjórnendur þar á bæ telja unnendur
þáttanna hreinlega ekki geta beðið aðra viku eftir þeim síðasta!
Af þessu tilefni hafa æstir áhugamenn, með skáldið Gerði
Kristnýju og Áslaugu Guðrúnardóttur í fararbroddi, ákveðið að
koma saman, horfa á þættina og ræða í kjölfarið. Samkoman
hefur verið auglýst á Hverfisbarnum við Hverfisgötu, þar sem
dýrðin verður sýnd á 100 tommu skjá. Húsið verður opnað kl.
20.00 og er samkoman auglýst til 23.30. Gerður Kristný hefur
greint efni þáttanna af miklu listfengi og hugmyndaauðgi síð-
ustu vikur á Facebook-síðu sinni og viðbrögðin hafa ekki látið á
sér standa. Því má búast við skemmtilegri brúarsmíði á barnum.
Sofia Helin og
Thure Lindhardt,
tveir af aðalleik-
urunum í Brúnni.
Brúarsmíði á barnum
Skáldið Gerður Kristný er afar áhugasöm um
þættina eins og fleira sem sýnt er í sjónvarpinu.
Morgunblaðið/Golli
Danska þáttaröðin Brúin er gríðarlega
vinsæl hér á landi sem annars staðar.
Íslandi hefur aldrei tekist að
sigra Dani í fullorðinsflokki í fót-
bolta. Morgunblaðið sagði, eftir
markalaust jafntefli í Laugardal í
júní 1978 að okkar menn hefðu
aldrei verið nær sigri. Í fjörlegri
grein í blaðinu tveimur dögum
síðar var púlsinn tekinn á áhorf-
endum í stúkunni, undir fyrir-
sögninni „HENDI!“ þar sem var
vitnað í einn þeirra sem hafði
kallað á dómarann.
„Miðvikudaginn 28. júní vörðu
8-9 þúsund Íslendingar fríkvöldi
sínu á nákvæmlega sama hátt.
Þeir röðuðu sér umhverfis stóra
grasflöt í Laugardalnum til að
hvetja strákana. Fólk streymdi
úr öllum áttum niður í dalinn að
loknu sínu dagsverki. Þarna voru
kaupmenn og verkamenn, ráð-
herrar og listamenn, ungir sem
gamlir. Menn reyndu að finna
sér gott útsýni yfir völlinn, í há-
talarakerfinu voru stúkugestir
beðnir að þjappa sér betur sam-
an, og sjónvarpið beindi upp-
tökuvélum sínum að vallarmiðj-
unni. Svo var beðið. Það átti
sem sagt að gera 13. tilraunina
til að sigra Dani í fótbolta.“
Blaðamaður sagði Íslendinga
gera fremur lítið af því að sleppa
sér „yfir fáfengilegum hlutum
sem einum knattspyrnuleik.
Ástæðan gæti vissulega verið
eðlisleg hlédrægni. Hitt er þó al-
veg jafn líklegt að skellir fortíð-
arinnar í þessari íþrótt hafi í tím-
ans rás mótað séríslenzkar
aðferðir við að horfa á lands-
leik“. Þá var engin Tólfa til!
GAMLA FRÉTTIN
„HENDI!“
Áhorfendur á landsleiknum við Dani 1978. Blaðamanni þótti þeir rólegir.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Jared Leto
bandarískur leikari og tónlistarmaður
Jesús Kristur
sonur Guðs
Roger Hodgson
breskur tónlistarmaður