Morgunblaðið - 02.03.2018, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2. M A R S 2 0 1 8
Stofnað 1913 52. tölublað 106. árgangur
SKRÁÐIR UM
5.000 ÍSLENSKIR
FJÁRHUNDAR
ALLT UM
VINNUVÉLAR
OG VERKFÆRI
LISTAHÁTÍÐIN
FERSKIR VINDAR
VERÐLAUNUÐ
24 SÍÐNA SÉRBLAÐ EYRARRÓSIN 38FRÁBÆR FÉLAGI 12
Morgunblaðið/Eggert
Barnaspítali Brýnt er að greina hvað veld-
ur flótta hjúkrunarfræðinga úr stéttinni.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigð-
isráðherra vill setja á fót sérstakt
fagteymi í kringum stuðning við
langveik börn og börn með sjald-
gæfa sjúkdóma.
„Slíkt fagteymi hefði það verk-
efni að tryggja samfellu í þjónustu
við þennan hóp, bæði börnin og fjöl-
skyldur þeirra,“ segir hún í samtali
við Morgunblaðið.
Svandís segir að við gerð kjara-
samninga við BHM á dögunum hafi
verið undirrituð sérstök bókun um
að taka á starfsmannaskorti í heil-
brigðiskerfinu. Þeim málum verði
ekki kippt í liðinn á stuttum tíma,
en mikilvægt sé að greina rætur
vandans í samvinnu við heilbrigð-
isstéttirnar, ekki síst hjúkrunar-
fræðinga. Mikilvægt sé að finna út
úr því hvað valdi því að fjöldi hjúkr-
unarfræðinga kjósi sér annan
starfsvettvang. »11
Greina þarf rætur
mönnunarvandans
Innbrotaalda
» Alls hafa um sextíu innbrot
verið framin á höfuðborg-
arsvæðinu síðan í desember.
» Fjórir sitja í gæsluvarðhaldi.
» Þeir voru handteknir eftir
ábendingar frá árvökulum ná-
grönnum.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Lögregla rannsakar nú tengsl fjög-
urra manna sem sitja í gæsluvarð-
haldi í tengslum við mikla innbrota-
öldu á höfuðborgarsvæðinu síðustu
vikur. Tilraun var gerð til innbrots í
heimahúsi í Garðabæ í fyrrakvöld og
því er talið að fleiri þjófar gangi enn
lausir.
Meðal þess sem lögregla rannsak-
ar eru ferðir mannanna til og frá
landinu til að sjá hvaða innbrotum
þeir geta tengst. Alls eru um sextíu
innbrot óupplýst frá því í desember.
Þá skoðar lögregla líka farsímanotk-
un mannanna til að sjá hverjir hafa
rætt saman og hvenær.
Innbrotin vel skipulögð
Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn segir að grunur leiki á að
innbrotin tengist skipulagðri glæpa-
starfsemi. „Maður sér það á gögnum
sem tekin voru af þessum mönnum.
Menn fara og skoða húsin með ein-
hverjum hætti og láta svo til skarar
skríða,“ segir hann í samtali við
Morgunblaðið.
Talið er að þýfi úr innbrotunum
hafi verið sent úr landi en fylgst hef-
ur verið með sendingum frá landinu
frá því innbrotahrinan hófst.
Rannsaka ferðir og síma
Fjórir menn sitja í gæsluvarðhaldi vegna innbrotaöldu Grunur um að fleiri
gangi lausir eftir innbrotstilraun í Garðabæ Vel skipulagt og þýfið sent úr landi
MGrunur um að fleiri... » 14
Morgunblaðið/Eggert
Ferðamenn Margt ber fyrir augu á
Íslandi sem þarf að mynda.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þó að afleggjarinn heim að bænum
láti lítið yfir sér í landslaginu hefur
litlum Yarisum sem leggja leið sína
eftir holóttum afleggjaranum fjölgað
mikið. Aka þeir flestir hægt, stoppa
og taka myndir, keyra heim á hlað og
snúa við og eru farnir. Sumir hafa þó
meira við, stoppa og borða nestið sitt
hér og þar eða gista jafnvel í veg-
kantinum úti undir beru lofti og
halda síðan áfram sína leið,“ skrifa
bændurnir á Bakka á Kjalarnesi.
Þau skrifa á Facebook-síðu sína að
steininn hafi þó tekið úr á dögunum
þegar lítilli rútu var lagt á þeirra
landi. Þegar Birgir Aðalsteinsson
bóndi ætlaði að athuga hvort einhver
væri í vandræðum var hann beðinn
um að slökkva ljósin á bílnum því
hann væri að trufla norðurljósaskoð-
un. Sagðist íslenskur fararstjóri
hópsins vera í fullum rétti til að at-
hafna sig á túninu. „Hvernig í ósköp-
unum getur einhver talið sig í rétti til
að stunda atvinnurekstur á annarra
manna eign án þess að fá til þess
leyfi?“ spyrja bændurnir. »4
Truflið ekki sýninguna
Bændur finna fyrir auknum átroðningi ferðafólks
Bæirnir hafa lifnað við eftir að langa óveðurs-
kaflanum lauk. Iðnaðarmenn fá svigrúm til að
taka til hendinni og vinna verk sem beðið hafa
vegna veðurs og snjóalaga. Smiðirnir sem eru að
reisa límtréshús í Kópavogi klæða sig þó vel
enda var hann heldur svalur í gær. Fólk sést
meira á ferðinni á tveimur jafnfljótum eða hjól-
hestum. Jafnvel er haft á orði að sumarið sé
komið, þótt marsmánuður sé rétt að hefjast.
Iðnaðarmenn taka til hendinni í útiverkum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bæirnir lifna við eftir langan óveðurskafla
Reykjavíkurborg mun í næstu
viku opna útboð vegna strætóskýla
og auglýsingastanda í borginni.
Þorsteinn R. Hermannsson, sam-
göngustjóri Reykjavíkur, segir
verktaka heimilt að setja upp allt
að 400 biðskýli í borginni.
Meðal nýjunga í skýlunum er að
settir verða upp skjáir með upplýs-
ingum um næstu strætisvagna og
biðtímann. Þeir skjáir verða þó að-
eins settir upp á fjölförnum stöðum.
Franska fyrirtækið AFA JCDe-
caux rekur grænu biðskýlin í borg-
inni. Einar Hermannsson, fram-
kvæmdastjóri félagsins á Íslandi,
segir það taka þátt í útboðinu. »10
Borgin býður út
hundruð biðskýla
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Bið eftir tíma hjá bæklunarlækni á
Landspítalanum getur verið upp
undir hálft ár. Læknirinn metur
ástand sjúklingsins og ákveður hvort
þörf er á aðgerð. Þá tekur við biðlisti
en meðalbiðtími eftir liðskiptaaðgerð
hér á landi er nú um sex mánuðir á
spítalanum, eins og fram hefur kom-
ið í blaðinu.
Eldri maður, sem bíður heima hjá
sér sárkvalinn af verkjum, eftir að fá
tíma hjá bæklunarlækni á Landspít-
alanum segir að biðlistarnir segi ekki
allt. Liðið geti allt að 16 mánuðir frá
því beðið er um tíma og þar til aðgerð
er gerð.
Haldið upplýstum
Samkvæmt upplýsingum frá
Landspítalanum er sjúklingi og
lækninum sem gefur út tilvísun hald-
ið upplýstum um hvenær líklegt er
að tími fáist á göngudeild. Sjúklingur
fari ekki á biðlista eftir aðgerð fyrr
en eftir skoðun bæklunarlæknis á
göngudeild, það er að segja ef lækn-
irinn metur hann skurðtækan. » 6
Bíður í 16 mánuði
eftir liðskiptaaðgerð