Morgunblaðið - 02.03.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018
Framtak-Blossi er umboðsaðili
fyrir VOLVO PENTA á Íslandi
Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is
Framtak-Blossi
kappkostar að bjóða
góða þjónustu og
sanngjarnt verð á
varahlutum.
Hafið samband við
Hafþór í síma 895-3144
eða hafthor@blossi.is
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Sögur af uppákomum tengdum
straumi ferðamanna hingað til lands
fjölgar í takt við komur þeirra. Álag
á stóra ferðamannastaði fer ekki
fram hjá neinum en æ oftar heyrast
furðusögur frá stöðum sem ekki telj-
ast til hefðbundinna áfangastaða
gestanna. Ekki síst þessa dagana
þegar vinsælt er að fylgjast með
norðurljósunum.
Bændurnir á mjólkurbúinu Bakka
á Kjalarnesi hafa ekki farið varhluta
af þessu. Segjast þau Ásthildur
Skjaldardóttir og Birgir Aðalsteins-
son reglulega fá heimsóknir ferða-
manna þó að þau leggi ekki stund á
ferðamennsku.
„Þó að afleggjarinn heim að bæn-
um láti lítið yfir sér í landslaginu hef-
ur litlum Yarisum sem leggja leið
sína eftir holóttum afleggjaranum
fjölgað mikið. Aka þeir flestir hægt,
stoppa og taka myndir, keyra heim á
hlað og snúa við og eru farnir. Sumir
hafa þó meira við, stoppa og borða
nestið sitt hér og þar eða gista jafn-
vel í vegkantinum úti undir beru lofti
og halda síðan áfram sína leið,“ rita
þau á Facebook-síðu Bakka.
Steininn tók þó úr á dögunum að
þeirra mati þegar lítilli rútu með ís-
lenskan fararstjóra var lagt á þeirra
landi. Þegar Birgir ætlaði að athuga
hvort einhver væri í vandræðum var
hann beðinn um að slökkva ljósin á
bílnum sínum því hann væri að trufla
norðurljósaskoðun. Sagðist farar-
stjórinn vera í fullum rétti til að at-
hafna sig á túni þeirra.
Sem betur fer fátíð atvik
„Hvernig í ósköpunum getur ein-
hver talið sig vera í fullum rétti til að
stunda atvinnurekstur á annarra
manna eign án þess að fá til þess
leyfi?“ spyrja Ásthildur og Birgir.
„Svona tilvik eru því miður fylgi-
fiskur þess vaxtar sem við höfum
upplifað í ferðaþjónustu á undan-
förnum árum. Sem betur fer eru
þetta hins vegar fátíð atvik,“ segir
Helga Árnadóttir, framkvæmda-
stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar,
SAF.
„Hvert fyrirtæki í ferðaþjónustu
þróar sína starfshætti og vinnulag og
þeir sem taka hlutina alvarlega
stöðva á þar til bærum stæðum. Þá
má benda á að ferðaþjónustan hefur
lengi kallað eftir fleiri útskotum og
áningarstöðum við vegi, meðal ann-
ars þannig að ferðamenn geti notið
norðurljósa,“ segir Helga.
Hún bætir því við að hún telji að
mikill meirihluti þeirra sem starfa í
ferðaþjónustu í dag hafi fagmennsku
og gæði að leiðarljósi og séu að
byggja upp til langrar framtíðar.
Gestrisni heimamanna
mikilvæg
Hins vegar þurfi að stíga varlega
til jarðar og fólk innan ferðaþjónust-
unnar megi ekki fara offari.
„Gestrisni heimamanna og velvild
í garð erlendra ferðamanna er stór
þáttur í jákvæðri upplifun þeirra.
Hún er ekki sjálfsögð og því er ekki
síður mikilvægt að ná að byggja
ferðaþjónustuna upp í sátt og sam-
lyndi við íbúa um land allt.
Markmiðið á alltaf að vera að
byggja upp ferðaþjónustulandið Ís-
land sem fyrst og síðast er gott að
búa í,“ segir Helga Árnadóttir.
Sagði bóndann trufla á eigin landi
Bændur á mjólkurbúinu Bakka á Kjalarnesi fengu rútu með ferðamönnum óboðna í norðurljósa-
skoðun Fararstjórinn bað bóndann að trufla ekki sýninguna Fylgifiskur vaxtarins, segja SAF
Mikill fjöldi
» Um 2,2 milljónir erlendra
farþega fóru um Keflavíkur-
flugvöll í fyrra og fjölgaði um
24,2% frá fyrra ári. Þá eru
ótaldar millilendingar.
» Sífellt fleiri ferðamenn
koma hingað að vetri til.
Vetrarferðir voru 23% af
heildarferðum hingað árið
2010 en eru nú 33,3% allra
ferða.
» Isavia spáir því að komum
erlendra ferðamanna fjölgi
um 11% í ár.
Morgunblaðið/Eggert
Norðurljós Bændurnir á mjólkurbúinu Bakka á Kjalarnesi eru ýmsu vanir þegar kemur að heimsóknum ferða-
manna. Þeim þótti þó full langt gengið þegar rútu var lagt óumbeðið á tún þeirra fyrir norðurljósaskoðun.
Stjórn Sorpu hafnaði á fundi sínum
21. febrúar sl. öllum tilboðum sem
bárust í útboði í gas- og jarðgerð-
arstöð í Álfsnesi. Alls bárust fimm
tilboð frá fjórum íslenskum fyrir-
tækjum í útboði á Evrópska efna-
hagssvæðinu í janúar og voru þau
öll yfir kostnaðaráætlun, sem var
upp á rúmlega 3,6 milljarða króna.
Framkvæmdastjóra var á
fundinum falið að hefja
samningskaupaferli við þá bjóð-
endur, sem uppfylla fjárhagslegar
og tæknilegar kröfur. Samkvæmt
upplýsingum Björns Halldórs-
sonar, framkvæmdastjóra Sorpu,
verður bjóðendum sem uppfylla
fyrrnefnd skilyrði send tilkynning
um stöðu mála og boðið að koma
aftur að borðinu.
Aðspurður segir Björn að nú sé
miðað við að upphafsframkvæmdir
geti hafist snemmsumars. Verkið
eigi ekki að þurfa að frestast nema í
nokkrar vikur vegna þessa ferlis.
Lægsta tilboðið hljóðaði upp á
tæplega 4,1 milljarða og var
frávikstilboð frá ÍAV. Þrjú tilboð
voru á bilinu 4,5-4,9 milljarða og
hæsta tilboð var upp á 7,5 milljarða.
Með tilkomu stöðvarinnar verður
hætt að urða heimilisúrgang en í
staðinn verða gas- og jarðgerðarefni
unnin úr honum. Stefnt er að því að
yfir 95% af heimilisúrgangi á sam-
lagssvæði SORPU verði endurnýtt
þegar stöðin er komin í gagnið.
aij@mbl.is
Sorpa hafnaði öllum tilboðum
Morgunblaðið/Frikki
Sorpa Mikil breyting verður með gas- og jarðgerðarstöðinni í Álfsnesi, en
stefnt er að því að hefja framkvæmdir í sumar. Myndin er tekin í Gufunesi.
Rætt við bjóð-
endur sem upp-
fylla skilyrði
Umhverfisstofnun telur líklegt að
aukning framleiðslu um 300 tonn af
þorski og regnbogasilungi í
Skutulsfirði í Ísafjarðardjúpi hafi
talsverð umhverfisáhrif í för með
sér. Þetta kemur fram í umsögn
stofnunarinnar til Skipulagsstofn-
unar um hvort og á hvaða for-
sendum þessi framkvæmd á vegum
Hábrúnar skuli háð mati á um-
hverfisáhrifum.
Fram kemur í umsögninni að
rekstraraðili hefur starfs- og
rekstrarleyfi upp á 400 tonna fram-
leiðslu. Fyrirhuguð aukning felur í
sér að framleiðslan verði 650 tonn
af regnbogasilungi og 50 tonn af
þorski. Fiskurinn verði alinn í 16
kvíum í senn með átta kvíum til
viðbótar í hvíld.
Í niðurstöðum umsagnarinnar
segir: „Umhverfisstofnun telur að
eldið geti haft neikvæð áhrif á
botndýralíf vegna óæskilegrar upp-
söfnunar lífrænna efna í innfirði
Djúpsins. Þetta er sérstaklega
varasamt þar sem hvíld svæða
verður ekki líkt og best verður á
kosið vegna nálægðar þeirra hvors
við annað. Auk þess er óljóst hver
áhrif geta orðið á annað lífríki
fjarðarins og að þörf sé á mati á
samlegðaráhrifum við annað fyr-
irhugað eldi í firðinum.
Ennfremur er það mat stofn-
unarinnar að gæði greinargerðar
og vinnsla gagna og upplýsingar
sem liggja fyrir séu ófullnægjandi
og að skýrari umfjöllun þurfi að
vera í frummatsskýrslu.“
Athugasemdir við eldi
í kvíum í Skutulsfirði
Hefði talsverð
umhverfisáhrif
Alþýðufylkingin sættir sig ekki
lengur við að flokksbundnir félagar
séu jafnframt skráðir í Sósíal-
istaflokk Íslands og taki þátt í
starfi hans. Var ályktað um þetta á
miðstjórnarfundi á miðvikudaginn í
tilefni þess að Sósíalistaflokkurinn
hefur nýlega ákveðið að bjóða fram
til borgarstjórnar í Reykjavík á eig-
in vegum, og hafnað viðræðum um
samstarf við Alþýðufylkinguna.
Miðstjórnin segir að með þessu
sé Sósíalistaflokkurinn kominn í
beina samkeppni við Alþýðufylk-
inguna og því sé tvöföld flokksaðild
héðan í frá ósamrýmanleg. „Því
mælist miðstjórn flokksins til þess
að þeir félagar, sem hingað til hafa
tekið þátt í starfi beggja flokka,
geri nú upp hug sinn og velji hvor-
um flokknum þeir ætli að fylgja að
málum,“ segir í samþykkt mið-
stjórnar.
Alþýðufylkingin var stofnuð í árs-
byrjun 2013, en Sósíalistaflokkurinn
varð til í mars í fyrra.
gudmundur@mbl.is
Ekki hægt að vera
í báðum flokkunum
Alþýðufylkingin setur aðildarskilyrði
Morgunblaðið/Hari
Alþýðufylkingin Setja Sósíalista-
flokknum stólinn fyrir dyrnar.