Morgunblaðið - 02.03.2018, Síða 21

Morgunblaðið - 02.03.2018, Síða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018 London, Brussel. | AFP. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur brugðist reið við uppkasti að sáttmála um útgöngu Breta úr Evr- ópusambandinu. Sagði hún á mið- vikudag að hún myndi aldrei leyfa ESB að grafa undan fullveldi Bret- lands og bætti við að enginn for- sætisráðherra landsins myndi sam- þykkja slíkt. Í drögunum er lagt til að Norður- Írland verði í tollabandalagi við ESB til þess að ekki þurfi að setja upp eft- irlit á landamærunum að Írlandi. „Drögin að hinum lagalega texta myndu ef þau kæmu til framkvæmda grafa undan hinum sameiginlega markaði Stóra-Bretlands og ógna stjórnarskrárlegri heild Stóra-Bret- lands með því að búa til landamæri tolla og regluverks niður með Ír- landshafi og enginn forsætisráð- herra Bretlands gæti nokkurn tím- ann samþykkt slíkt,“ sagði hún. May sagði einnig að hún vildi að það væri „Juncker forseta [fram- kvæmdastjórnar ESB] og öðrum al- gerlega skýrt að við munum aldrei“ samþykkja að aðrar tollareglur gildi í Norður-Írlandi en annars staðar í Bretlandi. May ræddi í gær við Donald Tusk, forseta Evrópusambandsins, í Lond- on. Fyrir fundinn sagði Tusk að kynni May ekki að meta hugmynd- ina ætti hún að finna annan kost. Hann kvaðst þess hins vegar fullviss að aðildarríki ESB myndu sam- þykkja drögin. Þá bætti hann við að viðskipti yrðu aldrei snurðulaus utan tollabandalagsins og Evrópska efn- hagssvæðisins. Snurður væru óhjá- kvæmilegur fylgifiskur Brexit. Samningsaðilar um útgöngu Breta úr ESB hafa heitið því að finna mjúka lendingu á því hvernig málum verði háttað með landamæri Norður- Írlands og Írlands. May flytur í dag ávarp þar sem hún hyggst gera grein fyrir áætlun- um breskra stjórnvalda um útgöng- una. Deilan um írsku landamærin hefur yfirskyggt þá umræðu í vik- unni. Hart deilt um írsku landamærin  May segist aldrei munu samþykkja hugmyndir ESB um tollabandalag Fer úr ESB Áfram í ESB Landamæri Írlands Eftir Brexit verða landamærin milli Norður-Írlands og Írska lýðveldisins einu landamæri Breta og ESB á landi 500 km löng 400 30.000 Landamærin nú FólksflutningarAndsnúin Brexit Viðskipti Útganga Í RSKA LÝÐVELDIÐ NORÐUR- ÍRLAND Belfast 48 N-Írland hafnaði útgöngu úr ESB 52 Bretland, heild gatnamót fara daglega yfir landamærin til vinnu Ótakmörkuð viðskipti Heimild: Evrópuþingið Írskir ríkis- borgarar mega búa í N-Írlandi og þar með í Bretlandi Fólk fætt á N-Írlandi getur gerst írskir ríkisborgarar og þar með ESB-borgarar STÓRA- BRETLAND Áfram í ESB Norður-Írland 44 56 Norður-Írland Norður- Írland Írland Írska lýðveldið 57% við ESB Útflutn. Útflutn. við ESB 21 17 34% Forseti Rússlands, Vladimír Pútín, tilkynnti í ræðu í gær að landið byggi nú yfir nýrri kynslóð ofurvopna sem gæti komist framhjá öllum eld- flaugavörnum og nú þyrftu önnur stórveldi að fara að taka mark á hernaðarmætti Rússlands, sam- kvæmt frétt AFP. Í ræðu sinni vitnaði Pútín í eigin ræðu frá 2004 þar sem hann lofaði að undir sinni forystu myndu Rússar þróa nýja kynslóð vopna, loforð sem hann sagðist nú hafa efnt. Pútín sækist eftir endurkjöri í forseta- kosningum Rússlands 18. mars. „Það vildi enginn í raun tala við okkur. Enginn hlusta á okkur. Hlustið á okkur núna,“ sagði Pútín við standandi lófatak frá æðstu emb- ættismönnum landsins, þar á meðal Sergei Sjoigu varnarmálaráðherra og Sergei Lavrov utanríkisráðherra. Á meðan á ræðunni stóð sýndi for- setinn myndefni þar sem var verið að prófa nýja eldflaug sem hann sagði geta flogið á tuttuguföldum hljóð- hraða ásamt því að geta hækkað og lækkað flug eftir þörfum. Lýsti Pút- ín því yfir að þetta vopn væri „ósigr- andi“ og „fyrirmyndarvopn“. Forsetinn tók fram að Rússland hefði líka þróað nýjar smærri eld- flaugar sem geta borið kjarnorku- vopn hvert sem er á hnettinum og sagði hann eldflaugina „komast hjá öllum þekktum loft- og eldflauga- vörnum“. Á sama tíma hafa Rússar þróað nýtt ómannað neðansjávarfar- artæki sem getur borið kjarnavopn og er hraðskreiðara en kafbátar og tundurskeyti. Pútín hrósaði einnig nýrri kynslóð vísindamanna og kallaði þá „hetjur okkar tíma“. Rússnesk yfirvöld ætla að efna til samkeppni um nafngiftir þessara nýju vopna. Pútín kynnir nýja kynslóð ofurvopna  Telur eldflaugakerfið ósigrandi AFP Ofurvopn Vladimír Pútín greinir frá hinum nýju vopnum Rússa. Meira til skiptanna Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.