Morgunblaðið - 02.03.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 02.03.2018, Qupperneq 24
Teppa Höfundur leggur til flexitíma til þess að létta á umferðarálagi. Ég vann í Osló á skrifstofu Norsk Hydro rétt við gamla flugvöllinn á Fornebu. 1.700 manns unnu þarna skrifstofustörf. Margir vinnufélag- anna minna höfðu eignast einbýli og þurftu að keyra langt í vinnuna. Þarna tíðkaðist svokölluð „fleksitid“ en það þýddi að koma mátti til vinnu hvenær sem var frá kl. 6-9 á morgn- ana og fara tilsvarandi fyrr heim. Þannig gátu A-menn losnað við um- ferðaröngþveitið og um leið létt á umferð fyrir B-fólkið. Við skráðum nafn okkur í bók er við mættum og tímann og svo í hvert sinn er við fór- um út úr húsinu eða heim. Ekki virt- ist þetta fyrirkomulag valda vanda- málum á vinnunni sem var verkfræðistörf í minni deild. Ef við dreifðum mætingu í vinnu á 3 klst. skipulega sem víðast mætti létta mikið á þessu klukkutíma umferð- aröngþveiti á Stór-Reykjavíkur- svæðinu tvisvar á dag. Að sitja í bíl í mikilli umferð er mjög óhollt og þreytandi. Það er talið að mengun sé að jafnaði sex sinnum meiri inni í bílnum en utan hans. Hér er því líka um heilsuna að ræða. Pálmi Stefánsson Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Flexítími gæti leyst umferðaröngþveiti margra 24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018 Því ber að fagna að langflestir íslenskir læknar, á fimmta hundrað talsins, skuli hafa siðferðislega burði til að standa með frumvarpi Silju Daggar, sem er stefnt gegn umskurði svein- barna á Íslandi. Þeir láta það fylgja með yfirlýsingu sinni að umskurn drengja stuðli ekki að betri heilsu né hafi fyrirbyggjandi áhrif og eiga þar sennilega aðallega við hugmyndir um að umskurn bægi frá hættu á meini í getnaðarlim. Þvert á móti valdi þessi aðgerð sársauka og geti leitt til alvarlegra og jafnvel langvarandi fylgikvilla. Læknar sverja við Hippokratis að rækja starf sitt „umfram allt ekki til skaða“. Það skyldu fleiri gera og þá sérstaklega þeir sem stöðu sinnar vegna geta haft áhrif á framvindu þessa máls. Læknarnir láta þess ekki getið að fjöldi sveinbarna deyr eftir þessar aðgerðir. Í Bandaríkjunum einum eru skráð hátt í 200 slík dauðsföll árlega en allir vita að þau eru miklu fleiri. Mikillar við- leitni gætir að skrá aðrar dán- arorsakir en umskurð til þess að fela þessi skammarlegu tilfelli. Ef sveinbarn smitast t.d. af heila- himnubólu í gegnum sárið á limn- um þá er heilahimnubólga skráð sem dánarorsök þó að ljóst sé að hann hefði aldrei smitast án þess- arar ónauðsynlegu og skaðlegu að- gerðar. Auk líkamlegra afleiðinga kemur svo til andleg kröm sem umskornir ein- staklingar hafa sumir hverjir kvartað und- an. Það þarf ekki að fjölyrða um fjölda dauðsfalla þar sem umskurðir eru gerðir utan spítala af ófag- lærðum. Til marks um það er sú regla í gyðingdómi til forna, að hafi foreldrar misst þrjú fyrstu sveinbörn sín eftir umskurn þá þurftu þau ekki að láta umskera þann fjórða. Kannski vilja þeir sem leggjast gegn þessu frumvarpi innleiða þess stað í lög á Íslandi, að gyðingar og múslímar á Íslandi megi ekki umskera fjórða sveininn ef aðgerðir hafa mislukkast svona leiðinlega með þá fyrstu þrjá! Andstæðingar frumvarpsins hérlendis láta svo sem þeir sem styðja frumvarpið séu haldnir gyðingahatri. Gyðingar skilji það svo að því sé beint gegn gyð- ingdómnum. Umskurn drengja sé hluti af sáttmála gyðinga og guðs og því væri samband gyðinga við guðdóminn í hættu, a.m.k. hér á landi. Ég hef alltaf talið mig vera stuðningsmann gyðinga og hef komið fram sem slíkur. Þessi sjón- armið eru móðgandi gagnvart gyð- ingum að mínu mati. Ég tel gyð- inga fullfæra um að skilja sjónarmið annarra en sjálfra sín. Þeir væru ekki sú frábæra þjóð sem raunin er ef þeir gætu það ekki. Þá eru þessi lög að sjálfsögðu engin hindrun í því að múslímar jafnt sem gyðingar geti komið til Íslands og búið hér, jafnt um- skornir sem heilir, konur sem karlar. Hér er þegar búsettur mikill fjöldi umskorinna karla og kvenna og ekkert sem við getum gert við því nema sýna samúð með þeim vegna þess ofbeldis sem þau máttu þola sem börn og búandi við afleiðingar þess síðan – fengu ekki að njóta verndar barnasátt- mála SÞ eða almennra mannrétt- inda. Þeir gyðingar og múslímar sem hafa áhyggjur af sambandi við guðdóminn ættu að hafa völ sem fulltíða menn að láta umskera sig ef þeir geta fengið lækni til starfans. Umskurn drengja byggist á gamalli bábilju – er eins konar blóðfórn sem jafnt gyðingar sem múslímar eiga að taka til endur- skoðunar svo ekki sé talað um hina hryllilegu umskurn á músl- ímskum stúlkum. Það væri ekki merkilegur guð sem klúðraði svo sköpunarverkinu að byrja þurfi á að leiðrétta það um leið og það birtist mönnunum. Þeir sem styðja áframhaldandi umskurn hafa ekki eins háar hugmyndir um guðdóminn og ég hef, nánast trú- laus maðurinn. – Vinur er sá er til vamms segir. Eftir Valdimar H Jóhannesson » Læknarnir geta þess ekki að fjöldi svein- barna deyr. Í Banda- ríkjunum eru skráð hátt í 200 slík dauðsföll ár- lega. Allir vita að þau eru miklu fleiri. Valdimar H Jóhannesson Höfundur er á eftirlaunaaldri. Ekki mikið álit á guði Meðan ýmsir hóp- ar hafa fengið leið- réttingu launa og af- skriftir af lánum á síðastliðnum árum er einn hópur sem hvor- ugu hefur heyrt af nema í fjölmiðlum. Það er sá hópur sem hefur úr minnstu að spila; láglaunafólk, öryrkjar, lífeyr- isþegar og þeir sem eiga allt sitt undir að velferðarkerfið virki. Það fólk berst í bökkum alla daga og jafnvel starfsævina á enda. Nú er komið að okkur að fá leiðréttingu, en við munum þurfa að berjast fyrir henni. Ástæðan fyrir því að við höfum ekki fengið leiðréttingu á kjörum okkar er að störf okkar eru ekki metin að verðleikum. Ef horft er á hvernig störfin okkar eru metin í krónum og aurum þá eru þau í ruslflokki. Gildismat sem skipar störfum okkur í það hólf er skakkt. Sama skakka gildis- og siðferðismatið og fær menn til að leyfa sjálfum sér sjálftöku af skattfé lands- manna á meðan þeim sem þurfa er neitað um lífsnauðsynjar. Þegar staða okkar er svo slæm og framkoma hinna auðugu og valdamiklu er svo óskammfeilin er ekki að undra að fólk fari að láta í sér heyra. Ég er ein þeirra sem vil láta til mín taka í verka- lýðsfélaginu mínu, en ég er á B- lista frambjóðenda til stjórnar Eflingar ásamt góðum hópi fólks sem styður Sólveigu Önnu Jóns- dóttur til formanns. Við leggjum áherslu á málin sem brenna á ís- lensku launafólki. Við viljum að allt fólk lifi mannsæmandi lífi af dagvinnulaunum sínum. Við vilj- um að allt fólk hafi ódýrt og öruggt húsnæði. Við gerum okkur grein fyrir því að til að ná fram þessum kröfum þarf verka- lýðshreyfingin að segja óbreyttu ástandi stríð á hend- ur og hefja raunveru- lega baráttu fyrir réttlátara samfélagi. Í gegnum þátttöku sína í lífeyr- issjóðakerfinu hefur verkalýðshreyfingin því miður færst óþægilega nálægt fjármagninu. Við krefjumst þess að verkalýðs- hreyfingin standi með fólki en ekki með fjármagni. Það er nauð- synlegt að stjórnir verkalýðs- félaga endurspegli miklu betur þann breiða hóp í sem félögunum er, til dæmis erlent verkafólk sem í dag er upp undir 50% fé- lagsmanna í Eflingu, fremur en handvalinn hóp sem nýtur vel- þóknunar foringjanna. Við höfum orðið vör við óþol frá mótframbjóðendum okkar sem valdir voru af uppstilling- arnefnd Eflingar og njóta stuðn- ings núverandi forystu. Auðsjá- anlega finnst þeim við ekki eiga erindi inn á þeirra heimavöll. En staðreyndin er sú að árangur nú- verandi forystu er óásættanlegur, niðurstaðan er smánarsamningar sem sýna að breytinga er sárlega þörf. Þegar óbreyttir félagsmenn vakna og byrja að láta til sín taka gefur auga leið að breytingar munu verða. Ég lít ekki svo á að neinn eigi verkalýðsfélag aðrir en fé- lagsmenn þess. Allir sem er annt um Eflingu og verkalýðsstéttina eiga að fagna nýjum áhuga fé- lagsmanna á þátttöku í félaginu. Í lýðræðisríki er öllum frjálst að bjóða fram krafta sína í fé- lagsmálum. Forystan á hverjum tíma á ekkert tilkall til að líta á Eflingu sem sína einkaeign, jafn- vel þótt forystan samanstandi af fólki sem hefur varið lunganum af ævistarfinu í félagsmálum inn- an samtakanna. Sérstaklega ekki þegar þessi forysta hefur skilað okkur láglaunafólkinu framfærslu sem er ekki bara undir viðmið- unartekjum, heldur líka langt undir fátæktarmörkum og vel- sæmismörkum, kjarasamninga eftir kjarasamninga. Svokallaður stöðugleiki sem ríkt hefur á íslenskum vinnu- markaði síðan í Þjóðarsáttinni 1990 hefur verið borinn uppi á bökum láglaunafólks. Að lifa af 257 þúsund krónum á mánuði, sem eru lægstu Eflingartaxtar, býður ekki upp á stöðugleika eða sátt í lífi nokkurs manns. Það þarf að skipta út þeirri áhöfn sem telur vinnu okkar og lífskil- yrði ekki meira virði en þetta. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar í Eflingu – stéttarfélagi. Kosning utan kjörfundar er hafin í höfuðstöðvum Eflingar að Guð- rúnartúni 1 kl. 9-16 virka daga, en kjörfundur verður 5.-6. mars. Eftir Kolbrúnu Valvesdóttur » Til að ná fram kröf- um sínum þarf verkalýðshreyfingin að segja óbreyttu ástandi stríð á hendur og hefja raunverulega baráttu fyrir réttlátara sam- félagi. Kolbrún Valvesdóttir Höfundur er frambjóðandi til stjórn- ar í Eflingu – stéttarfélagi. Kosning utan kjörfundar er hafin í höf- uðstöðvum Eflingar að Guðrúnartúni 1 kl. 9-16 virka daga, en kjörfundur verður 5.-6. mars. kvalves56@gmail.com Metin að verðleikum Þegar fiskimið landsins komust í ís- lenska lögsögu og vernd, urðu þau Ís- landi efnahagsleg undirstaða og snar þáttur í mestu hag- sæld sem sögur fara af. Ytri aðstæður og framtak í flug- samgöngum koma til sögunnar þegar ferða- mennska verður ann- ar aðalatvinnuvegurinn. Fyrir voru álverksmiðjur knúnar orku fall- vatna. Á sama tíma og okkur fatast við barnakennslu og fíkniefnavand- ann sýna Íslendingar getu í afþrey- ingariðnaði að ógleymdum bolta- íþróttum! Mikil verðmætisaukning útflutn- ings fersks fisks er að þakka sam- keppnisforskoti við að samhæfa framleiðslustigin þörfum markaðs- ins: styttri veiðiferðir, bætt með- ferð aflans, stíft gæðaeftirlit, virkir markaðir og öryggi framboðs til kaupenda. Við þessar kring- umstæður fær flutningsgetan og þróun á því sviði afgerandi þýð- ingu. Hámark útflutnings- verðmætis fæst því með að sinna nálægum hátekjulöndum í Evrópu og Bandaríkjunum, m.a. með flugi. Þessa tengingu markaðs, vinnslu og veiða leika aðrir lítt eftir ís- lenskum útflytjendum. Síst þarf ríkisstýringu á fjarlæga markaði með tvíhliða viðskiptasamningum. Viðskiptasamningur Kanada og ESB hefur ekkert fordæmisgildi fyrir Ísland nema síður sé. Ekkert fær breytt því að land- lega Íslands og náttúrugæði gera nálæga hátekjumarkaði austan hafs og vestan eina eðlilegra kosta í við- skiptum. Fríverslun við Kína eða aðra í s.k. „Asíugátt“ er af við- skiptaástæðum lítils virði fyrir okk- ur. Það má hins vegar vera auð- skiljanlegt, að Kína sóttist eftir þeirri viðurkenningu sem var frí- verslunarsamningur við Ísland . En það var harla vafasamur heiður að Íslendingar, fyrstir Evrópuþjóða, skyldu gera þennan samning, sem Wen Jiabo forsætisráðherra var svo mjög umhugað um að hann heimsótti Ísland 2012 með 100 manna fylgdarliði. Hlutverk hins opinbera er að veita útflutningsgreinunum um- hverfi efnahagslegs jafnvægis, trausts gjaldmiðils og frjálsra við- skipta út á við. Gjaldmiðill okkar, hinn smæsti og óstöðugasti á ver- aldarvísu, er orsök þess að útflutn- ingsgreinarnar eru löngu flúnar í önnur myntkerfi. Við blasir nauð- syn þess að nálgast Evrópusambandið með gengisbindingu við evruna að fyrsta skrefi. Undanfarna áratugi hefur markvisst verið unnið að viðskiptafrelsi fyrir sjávavarafurðir með þeim góða árangri , að á aðalmark- aðssvæðinu, Evrópu- sambandinu, er frí- verslun tryggð með EES-samningnum. Það á við um allar helstu afurðir okkar og er varðveisla þeirrar stöðu Ís- landi lífshagsmunamál („vital inter- est“). Stofnanir þessa marghliða og víðtæka efnahags- og viðskipta- samstarfs eru trygging fyrir áfalla- lausu framhaldi. Tvíhliða viðskipta- samningar eru hins vegar dæmigerð fórnarlömb óstöðugleika og kreppuástands, sem hrynja eins og spilaborg og snúast í andhverfu sína, verndartolla og höft. Það skeði í kreppunni sem hófst 1931. Trump getur hótað úrsögn úr NAFTA, sem er fríverslunarsamn- ingur án stofnana og eftirlts. Það sama á hinsvegar ekki við um Breta og ESB. Brexit má í versta falli helst líkja við efnahagslega sjálfsvígsárás. En spyrjum að leiks- lokum. Ísland er eitt vestrænna ríkja um að eiga útflutning sjávarafurða sem meginstoð allrar afkomu þjóð- arinnar. Okkar hlutur er eilítið brot af heimsviðskiptunum og það er að- eins óskhyggja, að við getum núna efnt til viðræðna við fram- kvæmdastjórn ESB um aukið við- skiptafrelsi fyrir sjávarafurðir háð samþykki ráðherraráðsins og allra 27 aðildarríkjanna. Komi til þess, væri um að ræða almenna upp- stokkun á Evrópumálum En nú er að þreyja þorrann og góuna, bíða lykta ævintýraferða Breta til Brussel og minna viðkom- andi á gildi EES-samningsins. Með hækkandi sól gætu ný tækifæri birst varðandi ESB og er allur var- inn bestur að vera þá vel girtur í brók. Góð ráð gætu fengist í París og Berlín. Fríverslun með sjávarafurðir Eftir Einar Benediktsson Einar Benediktsson »En nú er að þreyja þorrann og góuna, bíða lykta ævintýra- ferða Breta til Brussel og minna viðkomandi á gildi EES-samningsins. Höfundur er fyrrverandi sendiherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.