Morgunblaðið - 02.03.2018, Side 25

Morgunblaðið - 02.03.2018, Side 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018 ✝ Árni PéturGuðbjartsson fæddist 20. janúar 1943 í Austmanns- dal í Arnarfirði. Hann lést 20. febr- úar 2018 á sjúkra- húsinu í Stykkis- hólmi. Foreldrar hans voru Guð- bjartur Guð- jónsson, f. 17.9. 1914, d. 23.9. 1992, bóndi og verkamaður, og kona hans Sigurbjörg Hjartardóttir, f. 26.9. 1916, d. 14.7. 1985, hús- móðir, síðast í Vík á Skaga- strönd. Systkini Árna eru Sigurjón, f. 29.10. 1941 í Austmannsdal, kvæntur Hrafnhildi Jóhanns- dóttur, Eygló Hulda, f. 20.7. 1945 í Austmannsdal, gift Sæv- ari Bjarnasyni, Hjörtur Þór, f. 23.10. 1952 á Bakka í Ketil- dölum, kvæntur Ingibjörgu Dúnu Skúladóttur, og Eyrún, f. rado í Bandaríkjunum. Hinn 18.12. 1966 kvæntist Árni Að- alheiði Rósu Guðmundsdóttur, f. 15.9. 1943, frá Nýpukoti í Víði- dal. Þau hjónin bjuggu síðan á Skagaströnd, lengst af í Ás- garði. Aðalheiður starfaði sem húsmóðir og verkakona. Synir þeirra eru: 1) Guðjón, f. 6.6. 1966 á Blönduósi, vélvirki og sjómað- ur. Guðjón er kvæntur Ellen Magnúsdóttur og eru börn þeirra Viktoría, Rebekka Dögg og Ísak Máni. Fjölskyldan býr í Ólafsvík. 2) Börkur Hrafn, f. 4.11. 1975 á Blönduósi, sjómað- ur. Börkur er kvæntur Kristínu Björk Ágústsdóttur og eru synir þeirra Birkir Snær, Bjartur Bjarmi og Kristall Blær. Fjöl- skyldan býr í Ólafsvík. 3) Sig- urgeir Snævar, f. 6.3. 1988 í Reykjavík, sjómaður. Sigurgeir er í sambúð með Ástu Björgu Jó- hannesdóttur. Fyrir á Sigurgeir soninn Björgvin Orra, en móðir hans er Lee Ann Maginnis. Útför Árna fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag, 2. mars 2018, og hefst at- höfnin klukkan 14. 30.8. 1957 í Reykja- vík, d. 7.4. 1987 á Skagaströnd. Árni fór strax og aldur leyfði að hjálpa til við þau verk sem til féllu í foreldrahúsum og þótti snemma kröft- ugur og fylginn sér. Hann fór til sjós 1958, var sjómaður í Hafnarfirði til 1962 og síðan allar götur til endadægurs á Skagaströnd. Hann hóf útgerð með Sigurjóni bróður sínum 1967, var helm- ingseigandi í útgerðarfyrirtæki þeirra bræðra, Vík, frá 1974 til 2007. Um tíma ráku þeir að auki saltfiskverkun. Eftir 2007 var Árni með útgerð á eigin vegum. Árni eignaðist dótturina Jónu Elísabetu, f. 23.7. 1962, með Ingibjörgu Sigurjónsdóttur. Jóna Elísabet er gift Thomas Blackburn og búa þau í Colo- Elsku pabbi, tengdafaðir og afi. Á sama tíma og mikil sorg og söknuður ríkir yfir okkur öllum erum við þakklát fyrir allar þær dýrmætu minningar sem við átt- um saman. Þú varst yndislegur í alla staði og vildir allt fyrir alla gera. Ófá voru þau skiptin sem þú hjálpaðir okkur eða öðrum í kring- um þig þegar eitthvað bjátaði á og alltaf var það alveg sjálfsagt af þinni hálfu. Hjá þér var alltaf nóg að gera og hver sá sem þekkti þig vissi að ef þú varst ekki heima fyr- ir var hægt að finna þig á bryggj- unni. Þú varst alltaf fyrstur manna til að mæta á bryggjuna á morgnana og með þeim síðustu heim á kvöldin. Fáir menn voru duglegri en þú og við dáðumst oft að dugnaði þínum og hörku í gegnum tíðina og gerum enn. Þú lést ekkert á þig fá og hélst ótrauður áfram sama hvað. Þrjóskur, duglegur, traustur, hjartahlýr og ótrúlega lífsglaður eru nokkur orð af mörgum sem lýsa þér best. Það var alltaf stutt í hláturinn hjá þér og það fór ald- eilis ekki á milli mála þegar þú hlóst, því hlátrasköllin dundu um allt hús. Þér þótti fátt skemmti- legra en að segja gamansögur frá gömlum tímum. Það allra skemmtilegasta við sögurnar þín- ar var hins vegar að sjá hvað þú ljómaðir við að segja þær í hvert skipti. Það skipti ekki máli hvort það voru sögur frá gömlum tímum eða sögur af sjónum, þú gast alltaf sagt okkur eitthvað skemmtilegt og naust þín í botn í hvert skipti við að segja frá því. Á erfiðum tímum sem þessum hugsar maður út í það hvað lífið getur verið ósanngjarnt. Hins vegar, eins og þú sagðir við okkur sjálfur er þetta gangur lífsins og ekkert hægt að gera nema takast á við það með jákvæðu hugafari. Alveg til síðasta dags varstu með jákvætt hugarfar, brostir til okkar og varst staðráðinn í því að sigrast á þessum veikindum. Þetta eitt sýnir okkur hversu mikinn bar- áttuvilja þú hafðir. Jákvæðni þín og styrkur í gegnum öll veikindi þín er hlutur sem við munum taka með okkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Þakklæti og ást er okkur efst í huga þegar við hugsum til baka. Betri föður, tengdaföður eða afa hefðum við ekki getað beðið um. Við elskum þig og við söknum þín. Minning þín mun lifa með okkur um ókomin ár. Hvíldu í friði og takk fyrir allt, elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Guðjón Árnason, Ellen Magnúsdóttir, Viktoría Guðjónsdóttir, Rebekka Dögg Guðjónsdóttir og Ísak Máni Guðjónsson. Eftir Strandgötunni ganga nokkrir ungir menn, þeir voru ný- komnir í land úr siglingartúr af einum Hafnarfjarðatogaranum. Búnir að stríla sig upp, tilbúnir á djammið, og stefnan var sett á Mánabar. Fyrir utan Bæjarbíó var hópur krakka sem höfðu hug á að komast í fimmbíó. Einn þessara ungu manna, glæsilega klæddur, dökkhærður með Presley- greiðslu, stoppaði við, seildist í vasa sína og dró upp lúkufylli af seðlum og kallaði „vantar ykkur ekki í bíó“ um leið og hann dreifði seðlunum yfir hópinn, hélt svo á eftir félögum sínum. Þessi saga kemur í hugann er ég sest niður til að setja á blað örfá orð í minningu Árna bróður míns. Ég varð ekkert mjög hissa er ég heyrði söguna, því hún lýsti hon- um vel. Ef hann átti eitthvað vildi hann deila því með öðrum, ekki síst þeim er minna máttu sín. Þennan eiginleika erfði hann frá móður okkar, sem aldrei mátti neitt aumt sjá án þess að reyna að bæta þar um. Einnig hafði hann mjög ríka réttlætiskennd. Á síð- asta vetri hans í skóla sem ung- lingur tók hann eftir því að einn bekkjarfélaginn var lagður í ein- elti og var þar einn forsprakki eins og oftast er í slíkum málum. Árni gat ekki horft upp á slíkt, leysti málið á sinn hátt og eineltinu var lokið. Frá æskuárunum vestur í Arnarfirði er margs að minnast. Árni var með frjókornaofnæmi sem krakki og gat því ekki verið við heyskap eins og aðrir á heim- ilinu. Honum leið best í fjörunni, þar veiddi hann mikið af stórum og fallegum sjóbirtingi. Hann náði ótrúlegri leikni við þetta þrátt fyr- ir lélegan búnað. Það komu menn frá Bíldudal með flottasta búnað þess tíma en fengu sáralítið. Galdurinn var sá að vera á réttum stað á réttum tíma eins og ætíð með flest veiðarfæri. Snemma byrjum við að fara með pabba á sjó með rauðmag- anet, kolanet og svo handfæri út á fjörðinn. Níu og tíu ára gamlir fór- um við að stelast einir út á fjörð á skektu er pabbi átti sem hét Alda. Erfiðlega gekk að koma henni á flot fyrir svona litla pjakka en þá fengum við stundum vin okkar af næsta bæ til aðstoðar og stundum kom hann með. Þetta gerðist í fyrstu þegar faðir okkar var ekki heima en síðar kom að því við gát- um beðið um leyfi. Uppátæki okkar voru af ýms- um toga á þessum árum, klifur í klettum í leit að svartbakseggjum, jakahlaup á Vaðlinum og margt fleira sem liðist ekki í dag. Eitt af uppátækjunum var þó líklega heimskulegra en önnur. Pabbi var inni á Bíldudal á Elliðanum ásamt bónda af næsta bæ. Blæjalogn var, okkur langaði á sjó, en réðum ekki við að koma Öldunni á flot. Við fundum tvær tómar olíutunn- ur, veltum þeim niður í fjöru, bundum þær saman með reipi og ýttum á flot. Þetta fór allt vel að lokum, en hefði getað farið illa. Við vorum af og til samskipa í nokkur ár, en frá 1965 til 2007 allt- af, þar af 40 ár sem meðeigendur í útgerð. Ég vil að lokum segja þakka þér, kæri bróðir, fyrir sam- fylgdina þessi sjötíu og fimm ár. Guð blessi minningu þína. Við hjóni, vottum aðstandend- um innilega samúð. Sigurjón og Hrafnhildur. Mér bárust þær sorgarfréttir í síðustu viku að stórfrændi minn Árni Guðbjartsson væri fallinn frá eftir baráttu við erfið veikindi. Árni var einn af þeim sem lítil hætta er á öðru en að verði þeim afar minnisstæður sem nutu þeirra forréttinda að kynnast. Hann var gegnheill einstaklingur og eitt hundrað prósent Íslending- ur og bar hag lands og þjóðar mjög fyrir brjósti. Mér eru mjög minnisstæðar heimsóknir okkar föður míns, Rúnars Kristjánssonar, til þeirra Árna og Öllu á heimili þeirra í Ás- garði á Skagaströnd. Höfðingleg- ar móttökur voru reglan þar á bæ og síðan tóku við rökræður um stjórnmál og seinni heimsstyrjöld- ina. Árni var afar áhugasamur um styrjöldina og hafði lesið sér mikið til um hana og kynnt sér annað efni sem um hana fjallaði. Ég á ófáar góðar minningar um Árna frænda en ein er mér sér- staklega minnisstæð. Ég var eitt sinn að hjóla í sundtíma á Skaga- strönd, líklega hef ég verið eitt- hvað um tólf ára gamall eða hér um bil. Reiðhjólið fór eitthvað að stríða mér fyrir utan Vélaverk- stæði Karls Berndsen og stöðvaði ég ferðina þar, en fyrir utan verk- stæðið var Árni að spjalla við nokkra karla. Ég blótaði reiðhjólinu hressi- lega en gerði það á ensku. Minnir mig að ég hafi sagt: „Damn it!“ Árni sneri sér að mér og sagði ró- lega: „Frændi, við erum Íslend- ingar. Við blótum á íslenzku.“ Ég baðst velvirðingar á orðfærinu og hélt áfram ferðinni í sundlaugina en varð hugsi yfir þessum orðum frænda míns. Mér þótti þau síðar mjög lýsandi fyrir Árna frænda, gegnheilan Íslending. Ég votta eftirlifandi eiginkonu Árna og börnum hans og fjöl- skyldum þeirra innilega samúð mína vegna fráfalls hans. Hjörtur J. Guðmundsson. Árni frændi minn og vinur hef- ur nú kvatt þetta líf og að baki er erfið barátta hans við illvígt mein. Æðrulaus tókst hann á við þá þraut til hinstu stundar. Minnis- stætt verður mér síðasta samtal okkar, rúmri viku áður en hann lést. Þar fann ég hann óbugaðan í anda sem fyrr og glettinn í tali. Þar var alltaf styrkur í stafni. Árni varð 75 ára 20. janúar sl. Þá orti ég afmælisvísur þær til hans sem fara hér á eftir. Ég tel að best fari á því að þær verði nú kveðja mín til hans því þær segja sitt um það hvers konar maður hann var, því sannarlega var hann karlmenni til skaps og gerðar. Sjötíu og fimm er garpur gildur, gróinn við hið trausta þel. Öðlingur sem allar skyldur axlað hefur lengi og vel. Eðlisgöfgi í sér ber hann einlæga sem virða má. Sonur Bjarts og Boggu er hann, beggja kosti þar má sjá. Hann um veginn glaður gengur gunnreifur með sönnum brag. Gjörkynntur sem góður drengur, gull er allt hans hjartalag. Dugur hans og driftin snjalla dæmist upp við hæsta stig. Hjálpsamur við allt og alla enn sem fyrr hann kynnir sig. Þar er tryggðin heil á hreinu, haldið fast um gildisþráð. Hann hefur aldrei níðst á neinu, nafnkunnur að margri dáð. Þar má feril frækinn róma, fjörlífskrafta sigurval, bera í faðmi fullan sóma fyrir Vík og Austmannsdal. Maður bestu eðlis arta eykur prýði lífsins völl. Ég vil þakka af heitu hjarta honum fyrir skiptin öll! Árni Guðbjartsson mun lifa áfram í hugum og hjörtum þeirra sem kynntust honum, þekktu hann, unnu með honum til sjós og lands, og lærðu að meta mann- kosti hans og drengskap. Fjöl- skyldu Árna, eftirlifandi eigin- konu hans og sonum og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Rúnar Kristjánsson. Árni Guðbjartsson ✝ Gunnar HelgiGuðmundsson fæddist á Landspít- alanum 20. október 1943. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð 16. febrúar 2018. For- eldrar hans voru Guðmundur Sig- urðsson frá Stekkjarkoti í Njarðvík, f. 11.2. 1921, d. 26.11. 1984, og Guðrún Guðnadóttir frá Kirkjulækjar- koti í Fljótshlíð, f. 14.5. 1922, d. 14.6. 2014. Gunnar var elstur þriggja bræðra en hinir eru Guðni Marís og Samúel Jóhann. Gunnar Helgi kvæntist Jónu Baldvinsdóttur frá Gilsfjarðarbrekku í Gilsfirði árið 1965. Börn þeirra eru Guðmundur Rúnar, f. 1963, kvæntur Hugrúnu Reynis- dóttur, eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. María, f. 1964, á hún fjög- ur börn frá fyrra hjónabandi og fimm barnabörn. Baldvin Óli, f. 1969, kvæntur Örnu Hreins- dóttur. Hann á tvö börn frá fyrra hjónabandi og hún líka. Útför Gunnars Helga fer fram frá Digraneskirkju í dag, 2. mars 2018, klukkan 11. Elsku pabbi. Nú ert þú farinn og kominn á betri stað. Það koma upp svo margar minningar. Þú vannst oft langt fram á kvöld að við sáum þig stundum ekki í marga daga. Svo þegar þú varst í fríi þá var farið oft í bíltúr, stundum austur eða suður í Keflavík og ef þú áttir lengra frí, eins og um páskana, fórum við vestur til afa og ömmu. Svo fórum við ein jólin vestur sem urðu mjög sérstök jól, sérstak- lega fyrir okkur krakkana sem erum alin upp við rafmagn en hjá afa og ömmu var ekkert rafmagn, bara olíulampar og kertaljós. Sem gerði þetta hátíðlegra. Þér var umhugað að okkur liði vel og hafðir áhyggjur af okkur, ef við urðum veik eða meiddum okkur, sérstaklega ef ég meiddi mig þá vorkenndir þú mér svo mikið að það leið yfir mig. Þú sóttir mig meira að segja norður á Strandir í sumarlok, svo ég gæti hitt aðeins afa og ömmu áður en skólinn byrjaði. Þér fannst það sjálfsagt að amma og afi myndu flytja til okkar þegar afi veiktist, þú vildir öllum vel og reyndir að hjálpa ef einhvern vantaði hjálp. Svo flutti ég að heiman og fór að búa. Svo fóru barnabörnin að fæðast. Þegar ég gekk með Sig- urvin þá varstu eitthvað að tuða um að barn væri að eiga barn, þá minnti ég þig á það að þú hefðir átt tvö börn bara 21 árs og ég væri á sama aldri með mitt fyrsta. Svo þegar ég gekk með Almar varst þú mjög spenntur því hann gæti fæðst á afmælisdaginn þinn og þú hringdir meira að segja seint um kvöldið til að gá hvort ég væri nú ekki komin af stað en stráksi lét bíða eftir sér og kom á afmælisdegi Badda bróður í stað- inn. Svo kom Guðbergur, einn strákurinn í viðbót. Svo fæddist loksins Valfríður, eina stelpan í barnabarnahópnum þínum. Og þú varst svo montinn og glaður yfir því að hún fæddist á afmæl- isdegi mömmu. Svo fóru langafa- börnin að fæðast og hvað þú varst stoltur af hópnum þínum. Þið mamma ákváðuð að fá ykkur sumarhús sem þið settuð niður í sveitinni þinni, Fljótshlíðinni, og gerðuð þetta að sælureit sem þið nutuð að vera á og safna orku meðan þið voruð enn að vinna og meira eftir að þið hættuð að vinna. Svo hættir þú að geta farið vegna veikinda þinna. Það var svo erfitt að sjá þig hverfa frá okkur. En nú vitum við að þér líður betur og það hefur verið aldeilis hópur- inn sem hefur tekið á móti þér þegar þú komst. Hvíl í friði, elsku pabbi. Þín dóttir, María. Kæri afi. Það er svo margt sem mig langar að segja en veit ekki hvar ég á að byrja. Það eru svo rosalega margar minningarnar sem við eigum saman úr ferðum okkar austur fyrir fjall í bústaðinn þegar ég var yngri og vestur í sveitina. Ég hugsa oft um hvað það var notalegt hjá okkur í bústaðnum og hvað við gátum dundað okkur við að hlúa að trjánum og hugsa um lóðina og einnig göngutúrarn- ir sem við tókum saman og hitta allt fólkið sem átti bústaðina í kring. Mér fannst rosalegt sport þeg- ar ég var yngri að fá að taka Akraborgina til Reykjavíkur til að komast til þín og að sjá þig standa á bryggjunni bíðandi eftir mér með bros á vör lét mig hlakka meira til ævintýranna okkar. Það er svo rosalega mikið sem þú hefur kennt mér í gegnum tíð- ina og allur sá stuðningur sem þú hefur veitt mér mun ávallt fylgja mér. Elsku afi minn, ég trúi því ekki að að þú sért farinn frá okkur en ég veit að þú munt ávallt fylgja okkur því ég mun ávallt geyma þessar minningar í hjarta mínu og hugsa um brosið og hláturinn sem þú hafðir. Takk fyrir að vera heimsins besti afi. Sigurvin S. Haraldsson. Kær frændi og vinur er alltof fljótt að velli lagður, stór, sterkur og góður maður er horfinn yfir móðuna miklu en forlögin eða ör- lögin spyrja ekki hvað ég eða þú viljum. Kynni okkar Helga hófust í Fljótshlíðinni okkar kæru fyrir það löngu að örugglega vorum við búnir að gleyma þeirri stundu en við vorum báðir fæddir á sama bænum en hvor sinn daginn í október 1943 og man ég hvað mér fannst það gott að geta sagt mig eldri. Árin liðu og Helgi fluttist í höfuðborgina með fjölskyldu sinni og ungur að árum kynntist hann konu sinni henni Jónu, sam- an eignuðust þau þrjú yndisleg og dugandi börn. Samband þeirra einkenndist af virðingu og um- hyggju hvort fyrir öðru, þau voru samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Helgi og Jóna byggðu sér sumarbústað í Fljótshlíðinni á sama landi og við hjónin og á svip- uðum tíma, þau voru búin að reisa sitt hús þegar við byrjuðum. Þau fylgdust vel með okkar fram- kvæmdum og ef eitthvað vantaði, hvort sem það var byggingarefni eða verkfæri, var þeim málum bjargað án allra málalenginga. Síðar þegar erfið veikindi gerðu vart við sig á okkar bæ fjölgaði heimsóknum og þá var t.d. komið á sláttutraktor og lóðin slegin, til að hjálpa og láta gott af sér leiða. Garðyrkja þeirra hjóna á sumarbústaðarlóðinni var þeirra líf og yndi og bera verk þeirra þess fagurt merki. Helgi hafði af- ar sterkar taugar til staðarins og undi sér hvergi betur en þar í faðmi fjölskyldu og vina. Þau hjón var ávallt gott og notalegt heim að sækja, alltaf vel tekið á móti manni með kaffisopa og rifjaðar upp gamlar skemmti- legar sögur og atburðir og ekki má gleyma sameiginlegu aðdáun- inni á fallegu náttúrunni í Hlíð- inni sem skartar sínu fegursta á fallegum sumardögum. Flotti fjalla- og jöklahringurinn lætur engan ósnortinn og undir leikur fjölbreyttur fuglasöngur og lækj- arniður, þarna birtast töfrar nátt- úrunnar í sinni fegurstu mynd. Helgi var gæddur ríkri rétt- lætiskennd, þoldi illa ranglæti eða að níðst væri á þeim sem minni máttar voru, tók hann ævinlega málstað þeirra og tók upp varnir fyrir þá. Með honum er genginn maður drenglyndur, heiðarlegur og heill. Við hjónin kveðjum hann nú með virðingu og þakklæti og í kærleika, biðjum honum góðrar heimferðar og heimkomu í him- ininn, þar sem vinir bíða í varpa og fagnaðarfundir takast. Elsku Jóna, Gummi, María, Baldvin og fjölskyldur, við biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk og blessun á kveðjustundu. Sigrún Björg Ingþórsdóttir, Hjálmar Magnússon. Kæri frændi. Þú ert laus frá lífsins þrautum og liðin jarðarganga. En áfram lifir í andans brautum ævidaga langa. Drottinn verndar dag og nótt á dularvegi nýjum. Aftur færðu aukinn þrótt í eilífð ofar skýjum. Þú alltaf verður einstök rós elsku vinur góði. Í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi í hljóði (Jóna Rúna Kvaran) Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina. Svava. Gunnar Helgi Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.