Morgunblaðið - 02.03.2018, Page 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018
✝ Anna Hjörleifs-dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum
31. mars 1929. Hún
andaðist 21. febr-
úar 2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Þóra Arnheiður
Þorbjarnardóttir
húsmóðir, f. 18.
október 1903 d. 6.
júlí 1970, og Hjör-
leifur Sveinsson, skipstjóri, vél-
stjóri og útgerðarmaður, f. 23.
janúar 1901, d. 29. september
1997.
Anna var næstelst af fimm
systkinum; Sveinn, f. 1. ágúst
1927, d. 4.janúar 2004, Friðrik
Ágúst, f. 16. nóv. 1930, d. 7.
unni Árnadóttur, f. 15. desem-
ber 1954, d) Lárus, f. 9. október
1952, e) Þóra Arnheiður, 14.
ágúst 1954, gift Jóhannesi V.
Oddssyni, f. 12. júní 1956.
Sigmundur og Anna áttu
samtals 19 barnabörn og 38
barnabarnabörn.
Anna ólst upp á Landagötu í
Vestmannaeyjum, en flutti til
Reykjavíkur, þar sem hún
kynntist Sigmundi.
Anna og Sigmundur byrjuðu
sinn búskap á Bakkastíg 10 en
reistu síðan einbýlishús í Langa-
gerði 86 og fluttu þangað inn
með börnin sín öll árið 1954.
Árið 1979 byggðu þau síðan
sumarhús í Öndverðarnesi.
Þegar börnin voru lítil var
Anna heimavinnandi húsmóðir
en þegar börnin komust á legg
hóf Anna nám við Póstmanna-
skólann og starfaði hjá Pósti og
Síma allt til starfsloka.
Útför Önnu fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 2. mars 2018,
klukkan 13
október 2014, Guð-
björg Marta, f. 20.
júlí 1932, Hjörleif-
ur Þór, f. 7. mars
1940, d. 8. mars
1940.
5. ágúst 1948
giftist Anna Sig-
mundi Páli Lár-
ussyni múr-
arameistara, f. 4.
mars 1928, d. 20.
júlí 2012.
Þau eignuðust fimm börn.
Þau eru a) Sigdís, f. 2. febrúar
1949, gift Jóni Óskarssyni, f. 11.
maí 1948, d. 16. sept. 2012, b)
Hjördís, f. 2. febrúar 1949, gift
Kristni Waagfjörð, f. 25. nóv-
ember 1949, c) Benedikt, f. 9.
október 1950, giftur Ernu Þór-
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt og hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Í dag kveðjum við tengdamóð-
ur mína. Á svona stundu koma
upp alls konar minningar sem við
fjölskyldan áttum með þér og áð-
ur með ykkur hjónum saman. Það
voru til dæmis ófáar ferðir í bú-
staðinn sem þið byggðuð í múr-
aralandinu í Grímsnesi. Það var
notalegt að fara í heita pottinn
eða sund á góðum sólardögum og
ófá skemmtileg kvöldin sem við
tókum í spilin og spiluðum Kana.
Þú varst mikil hannyrðakona,
prjónaðir og saumaðir og það lék
allt í höndum þér. Það var eins og
þú værir með málband í augunum
því þegar það átti að fara að mæla
þá sástu bara hvort þetta passaði
eða ekki. Á kveðjustund er ekki
annað hægt en að þakka fyrir
þær góðu stundir sem við áttum
með þér.
Með söknuði þakka ég tengda-
móður minni fyrir samfylgdina.
Erna.
Elsku besta amma Anna.
Þá er komið að kveðjustund.
Það er erfitt en við yljum okkur
við ljúfar og skemmtilegar minn-
ingar. Við höfum alltaf verið í
miklu og góðu sambandi og hjá
ykkur afa dvöldum við systurnar
langtímum saman. Minnisstæð
eru ferðalög okkar innan og utan-
lands þar sem við nutum fé-
lagsskaparins, veiddum, sungum,
sóluðum okkur og ræddum öll
heimsins mál. Bústaðurinn í Önd-
verðarnesi var stolt ykkar og
þangað var gott að koma og láta
dekra við sig. Þið tókuð alltaf vel
á móti okkur, hvort sem það var í
Langagerðinu eða Seljalandi, og
eigum við margar ómetanlegar
minningar með ykkur og fjöl-
skyldunni þar. Á seinni árum átt-
um við yndisleg jól saman og þið
afi mikilvægur hluti af hefðinni.
Það var mikilvægt að börnin okk-
ar skyldu hafa fengið að kynnast
ykkur afa, það er nefnilega litlu
hlutirnir sem sitja eftir í minning-
unum, hve gaman var að spila,
gefa fuglunum, punta sig og fá
sleikjó. Yndislega amma, okkur
þykir endalaust vænt um þig og
allt sem þú hefur gert fyrir okk-
ur. Takk fyrir allt.
Þínar
Ragnheiður og Hrafnhildur.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku amma.
Margar og hlýjar minningar
hellast nú yfir mig þegar ég kveð
þig með trega og söknuði en fyrst
og fremst þakklæti fyrir að hafa
hlotið þann lottóvinning að hafa
fengið þig fyrir ömmu. Þú tókst
mér alltaf opnum örmum og með
bros á vör þegar ég heimsótti þig
og þá mátti heyra með bjartri og
hlýrri röddu „hæ elskan, gaman
að sjá þig“ og þegar þú kvaddir
þá heyrðist „komdu sem oftast“.
Þegar við systur vorum litlar og
leyfðum ekki að láta greiða okkur
og vorum eins og argintætur þá
sagðist þú ætla að sækja hrossa-
skærin og þá vorum við ekki lengi
að leyfa þér að greiða okkur.
Fyrir örfáum árum áttum við
góða kvöldstund saman, bara við
tvær þar sem við földuðum gard-
ínur og þú hafðir svo sannarlega
engu gleymt og hafðir mikið gam-
an af því að geta hjálpað mér við
þetta og að sama skapi gaf það
mér mikið að fá að læra af þér og
að sjá þig svona ánægða að fá að
hjálpa mér. Við spjölluðum um
margt, m.a. um Leiðarljós sem
var sameiginlegt áhugamál og
ættfræðina en þú varst ótrúlega
minnug og fróð um ættir ykkar
afa. Þú sýndir fólki alltaf áhuga
og hlustaðir vel á það sem það
hafði frá að segja. Ef það var eitt-
hvað sem kom upp í umræðunni
sem kom þér verulega á óvart þá
mátti heyra hátt og snjallt
„djísus“.
Minningar um þig og afa úr
Mundakoti eru endalausar og all-
ar bjartar og fallegar. Mig langar
oft til að geta ferðast aftur í tím-
ann til að endurupplifa þann tíma
og hitta ykkur og faðma á ný en
ég verð að láta mér nægja að
ferðast þangað í huganum að
sinni. Skemmtileg minning er um
þig amma að spila kana með
mömmu og systrum pabba þar
sem allar svindluðu út í gegn, sem
var nánast eins og regla og því
fylgdi mikil gleði og hlátrasköll.
Mikið samgladdist þú mér
þegar þú fréttir að ég ætti von á
barni og varst svo sannfærð um
að ég myndi koma með tvíburana.
Það reyndist vera einn yndis-
drengur sem þú náðir að hitta
einu sinni en fylgdist með úr fjar-
lægð. Við undirbúning komu
hans bisaði ég við að prjóna á
hann prjónasett sem þú leið-
beindir mér við að prjóna og
hjálpaðir mér með allar erfiðu
blessuðu flækjurnar sem ég kom
mér í og þú hafðir gaman af. Ég
vildi að Jakob Ernir hjartagull
hefði náð að kynnast ykkur afa en
hann mun kynnast ykkur í gegn-
um frásagnir og myndir hjá mér
og mínum, því get ég lofað.
Ég er svo þakklát fyrir allar
stundir okkar saman og mun ég
sakna þín óendanlega mikið,
elsku amma.
Minning um yndislega ömmu
lifir áfram í hjarta mér. Kveð ég
þig með miklu þakklæti og sökn-
uði þar til við hittumst á ný.
Guð geymi þig, elsku amma.
Þín
Hjördís (Hjödda).
Mig langar í fáum orðum að
minnast frænku minnar, hennar
Önnu, frá Skálholti í Vestmanna-
eyjum, sem hefur kvatt okkur á
89. aldursári. Mínar fyrstu minn-
ingar um þessa glaðlyndu frænku
eru fyrir rúmlega fimmtíu árum,
þegar tvíburadætur hennar voru
ráðnar til að passa krakkasúpuna
í Skarðshlíð. Í þá daga komu þau
gjarnan í heimsókn í sveitina,
þessi sæmdarhjón, Anna og Sig-
mundur, þá var alltaf fjör, eggja-
tínsla eða fjöruferð. Þær heim-
sóknir voru síðan endurgoldnar
að einhverju leyti í Langagerðið,
þar sem alltaf voru höfðinglegar
móttökur hjá þessum sæmdar-
hjónum, það er hér þakkað ásamt
öllum samverustundum. Sam-
bandið varð stopulla með árun-
um, eins og gengur í þessari tíma-
lausu veröld, þó var alltaf fylgst
með úr fjarlægð. Ég er afskap-
lega þakklát fyrir að hafa náð að
hitta Önnu á fallega heimilinu
hennar í Fossvoginum fyrir u.þ.b.
tveimur árum og rifja upp ýmis-
legt ásamt dætrum hennar.
Kæru Sigdís, Hjördís, Benni,
Lalli og Þóra, ég sendi ykkur og
fjölskyldum ykkar mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Inga.
Anna
Hjörleifsdóttir
✝ Ásdís Ólafs-dóttir fæddist á
Siglufirði 5. ágúst
1932. Hún lést á
Landspítala Foss-
vogi 20. febrúar
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Ólafur Jóns-
son vélstjóri, f. 19.5.
1908, d. 2.3. 1985,
og Stefanía Sig-
urjónsdóttir, f. 26.8.
1907, d. 5.11. 1940. Ásdís var
einkabarn þeirra.
Árið 1953 giftist Ásdís Trausta
Gestssyni skipstjóra, f. 3.2. 1932,
d. 28.9. 2012. Foreldrar hans
voru Gestur Árnason og Krist-
jana Einarsdóttir. Börn og af-
komendur þeirra eru: 1) Jör-
undur, f. 14.5. 1950, d. 5.3. 2016,
maki Ingveldur Jóhannesdóttir.
Börn þeirra: a) Harpa, sonur
Gunnlaugur, b) Trausti, maki
Fanney Kristinsdóttir, börn
þeirra: Jörundur, Álfhildur og
Ingibjörg, c) Sigríður, maki Guð-
mundur Rúnar Brynjarsson,
börn hennar: Ísafold, Hákon og
Trausti. 2) Stefanía, f. 5.9. 1952,
dóttir hennar: a) Ásdís Sig-
mundsdóttir, maki Stefán B.
Árnason, börn þeirra Stein-
Ólafsfirði 1951 en fluttu til Akur-
eyrar 1958. Trausti var skipstjóri
og Ásdís annaðist börnin og
heimili. Árið 1969 réðst Trausti
til Matvælastofnunar Sameinuðu
þjóðanna (FAO) og vann á þeirra
vegum til 1987 sem skipstjóri og
ráðunautur. Ásdís fylgdi eigin-
manni sínum út í þetta mikla æv-
intýri lífs þeirra. Hún bjó honum
og börnum þeirra heimili í lönd-
um eins og Panama, Filipps-
eyjum, Gana, Kenía, Barein, Srí
Lanka, Indónesíu, Bangladess og
Pakistan. Auk fastrar búsetu í
þessum löndum ferðaðist Ásdís
með manni sínum til fjölda ann-
arra landa á þessum slóðum þar
sem þau stoppuðu skemur við.
Við heimkomuna 1987 keyptu
þau fiskibátinn Ásdísi EA-250 og
stundaði Ásdís færaveiðar með
manni sínum meðan heilsan
leyfði. Orðspor þeirra var slíkt
að þau voru beðin um að sigla til
Grænlands og síðar meðfram
ströndum Bretlands, Írlands og
Norður-Frakklands til að kynna
íslenska bátasmíði og veiðarfæri.
Trausti andaðist í september
2012. Ásdís tókst á við andlát
Trausta af mikilli reisn en sár
var missir hennar þegar Jör-
undur elsta barn þeirra féll frá
2016.
Útför hennar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 2. mars
2018, og hefst kl. 13.30.
grímur og Stefanía.
3) Maríanna, f.
25.12. 1953, maki
Ásgeir Adamsson,
dætur þeirra: a)
Katla, b) Hildur,
maki Héðinn Árna-
son. 4) Ólafur
Traustason, f. 12.9.
1961, maki Brian
Mernick. 5) Gestur,
f. 5.11. 1964, maki
Hulda Gunn-
arsdóttir, börn þeirra: a) Gunnar
Þór, börn hans Linda, Almar og
Logi, b) Ásdís Björg, maki Andri
Snæbjörnsson, synir þeirra Víðar
og Snæbjörn Kári, c) Ásrún Ýr,
maki Klas Rask, börn þeirra
Heimir, Anna og Johan Jör-
undur, d) Trausti Þór, e) Gestur
Þór.
Ásdís missti móður sína ung
og bjó hjá móðurforeldrum sín-
um í Hafnarfirði í nokkur ár.
Þegar faðir hennar kvæntist
Maríu Jónsdóttur og hóf búskap
á Akureyri flutti Ásdís til þeirra
og lauk þaðan gagnfræðaprófi
árið 1948. Ásdís flutti suður og
vann m.a. hjá Flugfélagi Íslands
en væntanlegum eiginmanni sín-
um kynntist hún á Siglufirði.
Ásdís og Trausti hófu búskap í
Móðir okkar, Ásdís Ólafsdótt-
ir, er fallin frá. Hún veiktist í
byrjun árs og kvaddi eftir stutta
baráttu og hélt á vit Trausta síns.
Hún var búin að sakna hans mik-
ið. Hann og bróðir okkar, Jör-
undur sem andaðist fyrir tveim-
ur árum, hafa tekið vel á móti
henni.
Móðir okkar var stórmerkileg
kona og líf hennar eitt ævintýri,
ekki alltaf auðvelt en alltaf þess
virði að takast á við það og vinna
sigra. Hún missti móður sína ung
og kannski var það þess vegna
sem hún lagði mikla áherslu á
mikilvægi og samstöðu fjölskyld-
unnar. Hún var lánsöm að kynn-
ast stóru ástinni í lífi sínu aðeins
17 ára gömul, föður okkar
Trausta Gestssyni skipstjóra, og
eiga með honum 60 ára ástsælt
hjónaband. Fjölskylda pabba var
henni mikilvæg og viljum við
þakka hlýhug og þann stuðning
sem þau sýndu henni, sér í lagi
eftir lát föður okkar.
Hún var ótrúlega falleg og
glæsileg kona, hún mamma okk-
ar, dökkhærð og dökkeygð með
leiftrandi bros. Allt lék í höndum
hennar. Hún var listamaður og
skapandi þegar kom að allri
handavinnu og saumaskap. Hún
saumaði eigin dragtir og kjóla
þar til fyrir nokkrum árum. Okk-
ur systrum hefur verið sagt að
stelpurnar í Ólafsfirði hafi slegist
um að passa okkur því við vorum
alltaf svo fallega klæddar. Hún
var meistarakokkur, óhrædd við
tilraunir og nýjungar sem ekki
sáust á borðum vina okkar. Hún
skapaði fjölskyldunni fallegt
heimili og fyrir marga var það
eins og að ganga inn í framandi
heima þegar komið var í Lang-
holtið.
Hún var metnaðargjörn fyrir
hönd okkar allra og vildi að við
nýttum tækifæri til menntunar
sem hún og pabbi höfðu ekki
möguleika á. Í okkar fjölskyldu
er sagt „þegar mamma og pabbi
voru í sjómannaskólanum“ en
þegar pabbi var þar við nám
skúraði hún skólann og aðstoðaði
skólameistarahjónin og vann fyr-
ir fæði og húsnæði. Við systur
urðum eftir hjá ömmum okkar og
öfum í Ólafsfirði og á Akureyri
þann vetur.
Við segjum líka „þegar
mamma og pabbi voru að vinna“
fyrir FAO. Árið 1970 hélt hún á
vit ævintýranna með föður okkar
og yngstu börnunum þremur.
Þau bjuggu víða um heim, eink-
um í þróunarlöndum og þar eign-
uðust þau fjölþjóðlegan vinahóp
og var sú vinátta tilefni til heim-
sókna löngu eftir að störfum
þeirra þar lauk. Móðir okkar bjó
okkur, fyrirhafnarlaust, heimili
og öryggi í framandi löndum.
Þau enduðu þennan ævintýrafer-
il tvö ein í strákofa á sandrifi við
Cox’s Bazar í Bangaladess.
Móðir okkar hélt áfram að
troða nýjar og óhefðbundnar
slóðir þegar hún gerðist háseti
hjá pabba og þau sóttu sjóinn á
Ásdísi EA 250, hraðfiskibát sem
þau fjárfestu í þegar þau luku 20
ára starfsævi hjá FAO. Nú var
ferðast um íslensk fiskimið og
gist í höfnum sjávarplássa um
land allt. Ásdís EA varð nýtt
heimili sem hún sinnti af sömu
natni og myndarskap og öðrum
heimilum sem hún bjó til.
Foreldrar okkar lögðu áherslu
á að kynnast landi sínu og þær
voru ófáar ferðirnar sem þau
lögðu upp í bæði ein og með góð-
um vinum.
Elsku mamma, þú hefur verið
okkur ómetanleg fyrirmynd og
kennt okkur að allt er gerlegt.
Það er huggun harmi gegn að við
vitum að þú ert núna hjá pabba.
Stefanía, Maríanna,
Ólafur og Gestur
Traustabörn.
Elsku amma mín.
Ef ég ætti að lýsa sambandi
okkar í einu orði myndi ég segja
að það hafi verið einstakt. Allt
frá æsku hefur þú verið mér afar
kær og með árunum myndaðist
með okkur sterkt og gott sam-
band. Þegar ég bauð þér að vera
viðstödd fæðingu Ísafoldar fyrir
rúmlega 13 árum þótti þér það
mikill heiður. Ég vakti þig um
miðja nótt í byrjun nóvember og
sagði þér að nú væri komið að
þessu, barnið væri á leiðinni.
Fæðingin gekk brösuglega en þú
stóðst með mér alla nóttina og
hvattir mig áfram, þar til stelpan
loksins kom. Vinkonum mínum
fannst mörgum mjög sérstakt að
ég vildi hafa ömmu mína með
mér í fæðingu, rétt tvítug, en
mér fannst þetta svo eðlilegt. Því
þú varst mér svo mikið meira en
bara amma.
Við gátum rætt alla heimsins
hluti, það var ekkert of persónu-
legt eða óviðeigandi á milli okk-
ar. Við vorum oftar en ekki sam-
mála, enda frekar líkar. Ég varð
alltaf jafn hreykin að heyra það
þegar fólk líkti okkur saman,
hver vildi ekki líkjast þér? Þú
varst reyndar mikil hannyrða-
kona, en það hefur aldrei verið
mín sérgrein. Listaverk þín sem
þú hefur saumað, eða prjónað,
eru óteljandi. Jólaskrautið sem
þú handsaumaðir og gafst mér
þegar ég var bara lítil stelpa hef-
ur alltaf verið mitt uppáhalds-
skraut. Þú varst mikil jólakona
og það helltist hvergi yfir mann
jafn mikill jólaandi og í Lang-
holtinu. Smákökurnar þínar voru
engar venjulegar smákökur,
heldur allar með einhverju sér-
stöku bragði sem ég kunni engan
veginn að meta fyrr en ég varð
fullorðin, svo sérstakar fannst
mér þær. Þá líka urðu þær
ómissandi partur af jólunum,
smákökurnar hennar Dísu
ömmu. Negulskreyttar mandar-
ínur í skál, ásamt kanilstöng,
þeirri hefð verður viðhaldið,
amma mín. Það kann að hljóma
barnalega, en ég mun sakna þess
að fá og opna jólapakka frá þér.
Það hefur ævinlega verið uppá-
haldspakkinn minn, sem ég hef
geymt þar til allir aðrir pakkar
hafa verið opnaðir. Fullkomlega
innpakkaður, skreyttur með fal-
legum borðum og skrauti sem
hægt er að nýta sem skraut á
jólatréð. Innihaldið alltaf falleg-
asta jólagjöfin.
Í síðustu heimsókn minni til
þín í Langholtið settist ég hjá
þér í sófanum og þú reistir þig
upp, tókst utan um mig og lagðir
vanga okkar saman og sagðir:
„Elsku vina mín, óskaplega þykir
mér vænt um þig.“ Mér þótti líka
ógurlega vænt um þig, amma
mín. Ég kom suður í tvígang
þegar ég hélt að þú værir að
kveðja okkur og í seinna skiptið
sat ég hjá þér yfir nóttina. Við
eyddum nóttinni saman, eins og
um árið, nema þessa nótt dalaði
lífið. Ellefu dögum seinna kvadd-
ir þú þessa tilvist.
Amma mín, hafðu hjartans
þökk fyrir allar okkar stundir,
þær gáfu mér mikið.
Þín
Sigríður (Sigga).
Ásdís Ólafsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Ásdísi Ólafsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg þjónusta
athofn@athofn.is - www.athofn.is
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919
Inger Steinsson