Morgunblaðið - 02.03.2018, Síða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2018
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Við völdum prógrammið út frá
gestasöngvara tónleikanna, sem er
Elmar Gilbertsson tenór,“ segir Sig-
urður Halldórsson sellóleikari um
tónleika barokkhópsins Symphonia
Angelic sem fram fara í Fríkirkjunni
í kvöld kl. 20. Með honum koma fram
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzó-
sópran, Halldór Bjarki Arnarson
semballeikari, Laufey Jensdóttir
fiðluleikari og Arngeir Heiðar
Hauksson teorbuleikari.
„Við vorum strax ákveðin í því að
flytja verk eftir Monteverdi,“ segir
Sigurður, en fyrir valinu þar urðu
aríur og dúettar úr óperunni Krýn-
ing Poppeu sem ráða för fyrir hlé.
„Þema tónlistarinnar fyrri hluta
kvölds er ástir og örlög. Þegar nær
dregur hléi birtir aðeins yfir pró-
gramminu og undir lokin þróast
þetta yfir í fögnuð,“ segir Sigurður,
en á efnisskrá seinni hluta kvöldsins
eru aríur og dúettar úr óperum eftir
Georg Friederich Händel, þeirra á
meðal „Ombra mai fu“ og „Lascia
ch’io pianga“.
„Sem rauður þráður gegnum
efnisskrána eru náttúrulýsingar í
tónum eftir Biber sem gefa ákveðið
rými milli söngatriða,“ segir Sig-
urður og vísar þar til verksins So-
nata representativa þar sem fiðlan
líkir eftir ýmsum dýrahljóðum. Ein-
leik í fiðlusónötunni leikur Laufey.
Ratar beint í hjartað
Spurður um tilurð Symphonia
Angelica rifjar Sigurður upp að
hann hafi verið stofnaður 2015. „Sig-
ríði Ósk langaði að syngja kantötu
Händels, Lucreziu og fleiri verk af
þeim toga með barokkhljóðfærum
og var að leita að hljóðfæraleikurum
til samstarfs. Þá var henni bent á
mig,“ segir Sigurður, en í framhald-
inu fengu þau Halldór og Arngeir til
liðs við sig. Vorið 2016 varð draumur
Sigríðar Óskar að veruleika á tón-
leikum á Listahátíð í Reykjavík og
fyrir frammistöðu sína þar var hún
tilnefnd til Íslensku tónlistarverð-
launanna 2016.
Að sögn Sigurðar er ekki alltaf
hlaupið að því fyrir hópinn að halda
tónleika í ljósi þess hve stór hluti
hópsins býr og starfar erlendis.
„Halldór Bjarki býr í Hollandi þar
sem hann stundar nám í semballeik
og barokktónlist við Konunglega
tónlistarháskólann. Laufey býr í Sví-
þjóð og Arngeir hefur búið og starf-
að í London síðustu tvo áratugi. Þeg-
ar hópar í Evrópu leika barokk-
tónlist eru þeir nær undan-
tekningarlaust með að minnsta kosti
eina teorbu í hljóðfæraskipaninni,“
segir Sigurður, en teorba er bassa-
lúta. „Með sembalnum og sellóinu er
teorban mikilvægur hljómur í
rytmasveitinni og hefur fleiri liti og
dýnamíska breidd.“ Spurður hvern-
ig megi skýra vinsældir barokk-
tónlistar enn þann dag í dag bendir
Sigurður á að barokktónlist hafi ver-
ið popptónlist síns tíma. „Með örfá-
um undantekningum er tónlistin
frekar létt, fjörug og rytmísk. Þetta
er glæsileg gæsahúðartónlist sem
ratar beint inn í hjartað,“ segir Sig-
urður.
„Gæsahúðartónlist“
Symphonia Angelic með tónleika í Fríkirkjunni í kvöld
Morgunblaðið/Hari
Hæfileikafólk Barokkhópurinn Symphonia Angelic á æfingu í Fríkirkjunni í gærdag.
gegnum börnin og jafnvel úr sömu
hæð og þau eru í sjálf.
Í upphafi á maður erfitt með að
tengja við þessi börn, þau eru svo
óforskömmuð, talsmátinn ljótur og
þau eru svo veraldarvön að þau virð-
ast vera mun eldri en aðeins sex ára.
Moonee býr með ungri móður sinni,
Halley (Bria Vinaite), í hinu fjólubláa
móteli. „Það er alltaf verið að taka
þennan mann fastan,“ útskýrir Moo-
nee litla fyrir vinkonu sinni sem var
að flytja inn og er að sýna henni mót-
elið. „Þessi kona heldur að hún sé
gift Jesú.“ Fólkið í mótelinu er það
sem kallast „the hidden homeless“ í
Bandaríkjunum, fólk sem á ekki þak
yfir höfuðið en hefur þó rétt svo nóg
milli handanna til að geta búið í
svona skítapleisum tímabundið.
Móðirin, Halley, er álíka fráhrind-
andi og barnið í byrjun, hún er í raun
meira eins og barn heldur en kona,
kann hvorki mannasiði né að ala upp
börn. Annar lykilkarakter er eigandi
mótelsins, leikinn af Willem Dafoe,
sem er sífellt að rukka Halley um
leigu og skamma krakkana. Það
kemur fljótlega í ljós að hann er þó
enginn leiðindagaur, í raun er hann
einskonar hrörlegur og lifaður
verndarengill.
Kvikmyndin líður áfram án sögu-
þráðar, finnst manni, sem kemur
ekki að sök heldur ýtir undir tilfinn-
inguna að maður sé að horfa á heim-
ildarmynd og að persónurnar séu
raunverulegar. Myndavélin fylgir
Moonee og vinum hennar í gegnum
hin ýmsu hversdagslegu ævintýri, en
í síðari hluta myndarinnar byrjar at-
burðarásin að skýrast. Börnin
kveikja óvart í nálægri byggingu,
Halley dregur barnið með sér að
hliðum Disney World til að selja
ódýrar eftirlíkingar af ilmvötnum,
hún byrjar að selja sig og kúnnar
koma til hennar á mótelherbergið á
meðan barnið er í baði. Við sjáum
ástina sem þessi unga móðir ber til
barns síns þrátt fyrir að hafa í raun-
inni brugðist öllum skyldum sínum
sem foreldri. Hún fer með hana á
hótel og pantar morgunmat fyrir
hana sem hún setur svo á eitthvert
uppfundið herbergisnúmer. Stelur
morgunmatnum fyrir barnið og horf-
ir brosandi á það alsælt að raða í sig
kræsingum.
Hægt og rólega er áhorfandinn
búinn að tengjast þessum ógæfulegu
persónum í myndinni. Þegar Mooney
brestur loksins í grát rétt fyrir lok
myndarinnar er það gríðarlega
áhrifaríkt, ég fékk tár í augun, það er
svo sjokkerandi að sjá allt í einu í
raun hversu ungt þetta veraldarvana
barn er. Þessi unga leikkona er alveg
hreint mögnuð. The Florida Project
er lágstemmd mynd um ömurlegan
veruleika, sem fangar þó mann-
gæsku og ást á mjög sterkan hátt.
Lágstemmd The Florida Project er lágstemmd mynd um ömurlegan veruleika, sem fangar þó manngæsku og ást á
mjög sterkan hátt, að mati gagnrýnanda. Bria Vinaite og Brooklynn Prince sjást hér í hlutverkum mæðgnanna.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fös 16/3 kl. 20:00 Frums. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Lau 28/4 kl. 20:00 25. s
Sun 18/3 kl. 20:00 2. sýn Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s
Mið 21/3 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Fim 3/5 kl. 20:00 27. s
Fim 22/3 kl. 20:00 aukas. Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Fös 4/5 kl. 20:00 28. s
Fös 23/3 kl. 20:00 3. s Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Lau 5/5 kl. 20:00 29. s
Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s
Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Þri 8/5 kl. 20:00 31. s
Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s
Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Lau 12/5 kl. 16:00 34. s
Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s
Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 2/3 kl. 20:00 132. s Fös 9/3 kl. 20:00 135. s Lau 17/3 kl. 20:00 138. s
Lau 3/3 kl. 20:00 133. s Lau 10/3 kl. 20:00 136. s
Sun 4/3 kl. 20:00 134. s Sun 11/3 kl. 20:00 137. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Fös 2/3 kl. 20:00 56. s Fim 8/3 kl. 20:00 58. s Lau 10/3 kl. 20:00 60. s
Lau 3/3 kl. 20:00 57. s Fös 9/3 kl. 20:00 59. s Sun 11/3 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðustu aukasýningar komnar í sölu.
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fös 13/4 kl. 20:00 Frums. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Sun 29/4 kl. 20:00 10. s
Lau 14/4 kl. 20:00 2. s Sun 22/4 kl. 20:00 6. s Mið 2/5 kl. 20:00 11. s
Sun 15/4 kl. 20:00 3. s Mið 25/4 kl. 20:00 7. s Fim 3/5 kl. 20:00 aukas.
Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 8. s Fös 4/5 kl. 20:00 12. s
Fim 19/4 kl. 20:00 4. s Fös 27/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 13. s
Fös 20/4 kl. 20:00 5. s Lau 28/4 kl. 20:00 9. s Sun 6/5 kl. 20:00 14. s
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Lau 24/3 kl. 20:00 Frums. Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s
Sun 25/3 kl. 20:00 2. s Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s
Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s
Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s
Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Lau 21/4 kl. 20:00 17. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn
Fim 8/3 kl. 19:30 Auka Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn
Fös 9/3 kl. 19:30 6.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 Auka
Lau 10/3 kl. 16:00 5.sýn Fös 6/4 kl. 19:30 Auka Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn
Lau 10/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Lau 21/4 kl. 19:30 18.sýn
Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn
Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Fim 12/4 kl. 19:30 Auka
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Fim 15/3 kl. 19:30 Auka Fös 16/3 kl. 19:30 Síðustu
Síðustu sýningar komnar í sölu
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 4/3 kl. 13:00 Sun 4/3 kl. 16:00 Sun 11/3 kl. 13:00 Síðustu
Síðustu sýningar komnar í sölu
Faðirinn (Kassinn)
Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 27.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 29.sýn
Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 28.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Efi (Kassinn)
Lau 3/3 kl. 19:30 14.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 16.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 19.sýn
Sun 4/3 kl. 19:30 15.sýn Sun 11/3 kl. 19:30 Auka
Þri 6/3 kl. 19:30 13.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 18.sýn
Margverðlaunað og spennandi verk !
Ég get (Kúlan)
Sun 4/3 kl. 13:00 13.sýn Sun 18/3 kl. 13:00 15.sýn
Sun 11/3 kl. 13:00 14.sýn Sun 25/3 kl. 13:00 Síðasta
Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar
Oddur og Siggi (Stóra sviðið)
Fös 2/3 kl. 11:00 Þri 6/3 kl. 11:00
Mán 5/3 kl. 11:00 Mið 7/3 kl. 11:00
Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning
Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið)
Lau 3/3 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 15:00
Brúðusýning
Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 2/3 kl. 20:00 Sun 4/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00
Fös 2/3 kl. 22:30 Fim 8/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 22:30
Lau 3/3 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 20:00
Lau 3/3 kl. 22:30 Fös 9/3 kl. 22:30
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 7/3 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 Fesival Mið 18/4 kl. 20:00
Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00
Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Atvinna