Morgunblaðið - 09.03.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 09.03.2018, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 9. M A R S 2 0 1 8 Stofnað 1913  58. tölublað  106. árgangur  www.verkogvit.is Velkomin á stórsýninguna Verk og vit Laugardalshöll 8.–11. mars Allt það nýjasta í íslenskum byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð ER GLÖÐ AÐ SJÁ STELPUR FÁ TÆKI- FÆRI TIL AÐ TEFLA MÁTTUR SAM- KENNDAR OG HJÁLPRÆÐIS HEFUR YNDI AF ÞVÍ AÐ VERA TIL OG LÆRA ANDIÐ EÐLILEGA 38 NICHOLE LEIGH MOSTY 12SUSAN POLGAR 6 Sigríður Snævarr, fyrsti kvensendiherra Íslands, var sérstakur gestur Nasdaq í Kauphöll Íslands í gær, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, og hringdi bjöll- unni kröftuglega eftir að hafa tekið til máls. Hún segir m.a. forsendu fyrir völdum og áhrifum beggja kynja í viðskiptalífinu vera að viðskiptalífið reyni að draga til sín metnaðargjarnar konur og að fyrirtæki leggi áherslu á að eiga viðskipti við þá sem gæta að kynjasamsetningu stjórna og lykilstjórn- enda. Lítill árangur hefur náðst t.d. á sl. 10 árum í Nor- egi þrátt fyrir reglur um fjölgun kvenna í lykil- stöðum, en þar í landi séu aðeins um sjö prósent kvenna forstjórar, hér á landi eru það 8%. »4, 18, 20 Morgunblaðið/Eggert Hverjum bjallan glymur á degi kvenna Aðeins átta prósent forstjóra á Íslandi eru konur Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Samkvæmt samantekt samtakanna Cruise Iceland skildu útgerðir, farþegar og áhafnir skemmtiferðaskipa eftir 7-8 milljarða króna hér á landi í fyrra. Pétur Ólafsson, formaður Cruise Iceland og hafnarstjóri á Akureyri, segir að hér verði til um 300 heilsársstörf vegna komu skipanna, mörg þeirra séu á landsbyggðinni. Fjölmörg fyrirtæki veita þjónustu vegna komu skipanna og ríki og sveitarfélög innheimta af þeim ýmiss konar skatta og gjöld. Alls tóku fjórtán hafnir hringinn í kring- um landið á móti skemmtiferðaskipum á síð- asta ári. Langstærstar eru hafnirnar í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði hvað varð- ar fjölda farþega. Fleiri skip komu hins veg- ar til Hafnasamlags Norðurlands í fyrra en Faxaflóahafna, eða 172 skip á móti 135, en mörg minni skemmtiferðaskipanna koma eingöngu á minni hafnirnar. Samkvæmt upplýsingum Péturs fóru um níu þúsund far- þegar í hringsiglingar um Ísland í fyrra. „Þróun í smíði skemmtiferðaskipa og bún- aði þeirra er ótrúlega hröð þar sem umhverf- ismál og orkunýting er í forgrunni,“ segir Pétur. Hann segir að mörg þeirra skipa sem nú eru í smíðum verði knúin náttúrugasi. Brýnt sé að huga að því að koma upp birgða- stöð fyrir náttúrugas (LNG) hér á landi og hafi hann m.a. rætt við olíufélög um upp- byggingu slíkrar stöðvar. Þar telji hann að staðsetning á Dysnesi við Eyjafjörð komi vel til greina. Skapa 300 heils- ársstörf  Skemmtiferðaskip skildu eftir 7-8 millj- arða króna í fyrra MHröð þróun í smíði nýrra skipa »14 Ljósmynd/Sverrir Karlsson Tekjur Skemmtiferðaskip á Grundarfirði.  „Menn hafa vanrækt lægstu hóp- ana. Þessir hópar hafa setið eftir og bilið breikkar á milli lægstu hóp- anna og annarra hópa,“ segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnu- markaðssérfræðingur og dósent við HÍ. Hann telur að þetta sé ein meg- inskýringin á þeim umbrotum sem nú eiga sér stað í verkalýðshreyf- ingunni sem sjást með sigri Sól- veigar Önnu Jónsdóttur í formannskosningu í Eflingu og áð- ur í kjöri Ragnars Þórs Ingólfs- sonar sem formanns VR. Hann telur að það skipti launa- fólk miklu máli að hafa sameinaða og samstiga verkalýðshreyfingu. Annað sé vatn á myllu vinnuveit- enda. Titringur er innan verkalýðs- hreyfingarinnar eftir sigur Sól- veigar Önnu. Óvissa er um hvaða breytingar gætu verið í farvatninu á vettvangi ASÍ og um samstarf stéttarfélaga. » 10 Umbrotin vegna þess að lægstu hóp- ar hafa setið eftir 1. maí Bilið hefur breikkað milli lægstu hópa og annarra, að mati sérfræðings. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson  Margir þingmenn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks velta því nú fyrir sér hvort þingmeiri- hluti ríkisstjórnarinnar í fjórum fastanefndum Alþingis sé enn fyrir hendi eftir að þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfs- dóttir, þingmenn VG, greiddu at- kvæði með vantrauststillögu stjórn- arandstöðunnar á dómsmála- ráðherra. Hvort þeirra um sig situr í tveim- ur fastanefndum þingsins og meiri- hlutinn í atkvæðagreiðslum í nefnd- um ræðst af þeirra atkvæði. Þingmenn sem rætt var við í gær, segja að boltinn sé hjá VG. »4 Spyrja hvort meiri- hluti sé fyrir hendi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.