Morgunblaðið - 09.03.2018, Side 2

Morgunblaðið - 09.03.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018 Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Hljómtæki Cambridge Audio YOYO S Bluetooth hátalari 26.900 kr. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Einar Hugi Bjarnason hæstaréttar- lögmaður telur dóm Hæstaréttar í máli umbjóðanda hans hafa víðtækt fordæmisgildi. Hagsmunirnir kunni að hlaupa á milljörðum. Málið varðar dráttarvexti sem Arion banki reiknaði af láni meðan stefnandi var í greiðsluskjóli. Tíma- bilið var um 34 mánuðir, frá feb. 2011 til nóv. 2013. „Niðurstaðan er afdráttarlaus. Bankanum var óheimilt að krefja umbjóðanda minn um vexti meðan hann var í greiðsluskjóli,“ segir Einar Hugi sem áætlar aðspurður að umbjóðandi hans fái líklega á aðra milljón endurgreidda frá Arion banka, auk málskostnaðar og vaxta. „Þetta er fyrsta mál sinnar teg- undar sem fær efnislega niðurstöðu í Hæstarétti. Málið varðar heimild fjármálafyrirtækja til töku dráttar- vaxta á tímabili greiðslustöðv- unar. Þetta er auðvitað aðeins fyrsta málið. Það á eftir að koma í ljós hver við- brögðin verða. Ef Arion banki þrá- ast við að end- urgreiða skuld- urum oftekna dráttarvexti vænti ég þess að ein- hverjir sjái sér hag í að leita réttar síns á grundvelli þessa dóms,“ segir Einar Hugi. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur féll í okt. 2016 og stað- festi Hæstiréttur hann í gær. Einar Hugi segir um og yfir tvö þúsund einstaklinga kunni að eiga rétt á endurgreiðslu dráttarvaxta meðan þeir voru í greiðsluskjóli. „Ef hagsmunir í þessu máli eru margfaldaðir með fjölda fólks í sambærilegri stöðu hlaupa hags- munirnir á milljörðum,“ segir hann. Einar Hugi segir aðspurður að Arion banki hafi talið 11. grein laga um greiðsluaðlögun óljósa, þ.e. að óljóst væri hvort eingöngu væri átt við almenna vexti, eða bæði al- menna vexti og dráttarvexti. Markmiðið að aðstoða fólk „Það er að mínu mati með ólík- indum að bankinn hafi talið sér stætt á að krefja skuldarann um dráttarvexti. Vísa ég þar til þess markmiðs laga um greiðsluaðlögun að koma skuldsettum einstaklingum til aðstoðar eftir efnahagslegt áfall í kjölfar hrunsins. Í öðru lagi, sem er nú kannski þungamiðjan í þessu, mátti skuld- arinn samkvæmt lögum um greiðsluaðlögun ekki greiða af skuldum sínum og kröfuhafar ekki taka við greiðslum á tímabili greiðsluaðlögunar. Því voru engin vanskil til staðar. Það lá því mjög skýrt fyrir frá upphafi að það var engin heimild til töku dráttarvaxta. Þetta atriði er áréttað í 7. grein vaxtalaganna. Þar kemur fram að ekki megi krefjast dráttarvaxta ef skuldari heldur eftir greiðslu af lög- mætum ástæðum. Í mínum huga er það auðvitað skólabókardæmi um að greiðslu sé haldið eftir af lög- mætum ástæðum þegar lög mæla beinlínis fyrir um að það megi ekki greiða af skuldunum,“ segir Einar Hugi. Hann hefur sem lögmaður komið að fleiri dómsmálum sem varða efndir fjárhagslegra skuldbindinga í kjölfar efnahagshrunsins. Þá meðal annars gengislánamál Plast- iðjunnar. Hann kveðst aðspurður ekki hafa trú á að dráttar- vaxtamálið sé síðasta dómsmálið sem varðar uppgjör skulda eftir hrun. Bankinn mun skoða málið Haraldur Guðni Eiðsson, upplýs- ingafulltrúi Arion banka, segir gott að niðurstaða sé komin í málið. Með því sé búið að eyða „ákveð- inni óvissu um hvernig bæri að túlka lögin“. „Við munum fara yfir niðurstöðuna,“ segir Haraldur Guðni. Hagsmunirnir hlaupi á milljörðum króna  Lögmaður skuldara telur dóm Hæstaréttar fordæmisgefandi  Maður í greiðsluaðlögun krafinn um dráttarvexti af hálfu Arion banka  Bankinn telur að dómurinn eyði óvissu um túlkun laganna Morgunblaðið/Eggert Arion Tekist var á um innheimtu dráttarvaxta í greiðsluskjóli. Einar Hugi Bjarnason „Dublin er skemmtileg borg og ég hlakka til að koma þangað aftur. Síðast var ég þarna árið 1992 og sjálf- sagt hefur margt breyst síðan þá,“ segir Sigurlína Ellertsdóttir, leikskólakennari í Hafnarfirði. Hún er ein fimm sem fengu nöfn sín dregin úr pottinum í áskrifendaleik Morgunblaðsins í gær og að þessu sinni var í vinning ferð fyrir tvo með WOW air til höfuðborgar Eyjunnar grænu, eins og Írland er oft kallað. Áskrifendaleikurinn stendur í tíu vikur og var útdrátturinn í gær sá níundi í röðinni. Enn á eftir að draga út þá vinninga sem eru farmiðar til Dallas í Texas í Bandaríkjunum. Það verður gert í næstu viku, en alls verða 104 flugmiðar gefnir í áskrifenda- leiknum. Vinningshafarnir að þessu sinni auk Sigurlínu voru Pétur Magnússon, Anna Ólafsdóttir, Guðrún Sig- urþórsdóttir og Þórður Jóhannesson. „Ég er búin að vera áskrifandi að Morgunblaðinu síðan árið 1983, reyndar með einhverju smá hléi endur fyrir löngu. Mér finnst alveg ómissandi að fá blaðið og byrja dag- inn á því að renna yfir það fjölbreytta efni sem er í blaðinu. Í rauninni er Morgunblaðið aðgöngumiði manns út í samfélagið. En um ferðina til Dublin þá er hún virkilega spennandi og tilhlökkunarefni. Þetta kom reyndar upp bara núna fyrr í dag svo ég er ekk- ert mikið farin að velta þessu fyrir mér, en það væri gaman að bjóða börnunum mínum með,“ segir Sig- urlína Ellertsdóttir. Sigurlína er á leið til Dublin  Áskrifendaleikur WOW og Morgunblaðsins  Dallas næst Dublin Höfuðborg Eyjunnar grænu er vinsæll ferða- mannastaður sem Íslendingar hafa jafnan sótt mikið. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Sveitarstjórn Reykhólahrepps ákvað á fundi sínum í gær að nýr Vestfjarða- vegur um Gufudalssveit skuli liggja um Teigsskóg. Fjórir sveitar- stjórnarmenn greiddu atkvæði með þessari leið en einn var á móti. Lengi hefur verið deilt um nýj- an veg á þessum slóðum. Sveitar- stjórnin hefur að undanförnu skoð- að tvo möguleika, leið Þ-H sem fer um Teigsskóg og Vegagerðin taldi besta, og leið D2 sem Skipulagsstofnun mælti með. Sú síðarnefnda, með jarðgöngum undir Hjallaháls, hefur minni umhverfis- áhrif en er mun dýrari. „Við viðurkennum að það eru meiri neikvæð umhverfisáhrif af þessari leið en hins vegar hefur hún jákvæð samfélagsleg áhrif. Hún bætir sam- göngur og eykur umferðaröryggi. Þá er verulegur munur á kostnaði,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveit- arstjóri Reykhólahrepps. Ingibjörg segir að lagning vegarins um Teigs- skóg muni kosta rúma sjö milljarða króna en hinn kosturinn, gangaleiðin, myndi kosta rúma 13 milljarða króna. „Við vitum líka að það væri bið eftir þeim peningum og bið eftir göngum á biðlista. Það eru einhver göng á undan í röðinni og það yrði engin sátt um að setja þessi göng fram fyrir þau. Töf vegna þessa hefði mjög neikvæð áhrif á sunnanverða Vestfirði. Okkur bar siðferðislega að horfa til þess líka.“ Þessi ákvörðun er hluti af vinnu við breytingu á aðalskipulagi hreppsins. Sú tillaga verður nú send til Skipu- lagsstofnunar hvar hún fær umsögn og verður í kjölfarið auglýst. Þá verður hægt að gera athuga- semdir við tillöguna. Skipulagsnefnd hreppsins tekur í kjölfarið afstöðu til athugasemda. Endanlegt aðalskipu- lag verður svo samþykkt í sveitar- stjórn og tekur gildi með staðfestingu Skipulagsstofnunar. Ingibjörg segir að ef allt gangi að óskum verði hægt að gefa út fram- kvæmdaleyfi með haustinu og hefjast handa. Hún segir að ekki liggi fyrir hvernig fjármögnum þessa verkefnis verði háttað. „Við höfum bara orð vegamála- stjóra og samgönguráðherra fyrir því að því verði komið í kring. Já, þetta voru orð fyrrverandi samgönguráð- herra en við fórum líka og hittum nú- verandi ráðherra og hann er sam- mála.“ Vegurinn lagður um Teigsskóg  Nýr Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg  Ódýrari kostur en ganga- leiðin en meiri neikvæð umhverfisáhrif  Vonast eftir framkvæmdaleyfi í haust Djú pif jör ðu r Þor ska fjör ður Þo rs ka fjö rð ur Skálanes- fjall Teigssk ógur Hja llah áls Reykjanes Gufudalssveit Grónes- -hyrna Vestfjarðavegur um Gufudalssveit Loftmyndir ehf. Núverandi vegur Kostur D2 Nýtt vegstæði, kostur Þ-H Ingibjörg Birna Erlingsdóttir Erlendir ferðamenn, karl og kona, létust í árekstri vörubifreiðar og fólksbifreiðar á Lyngdalsheiðarvegi í gær. Slysið átti sér stað um klukkan hálffjögur og var veginum lokað á meðan viðbragðsaðilar unnu á vettvangi. Rannsókn máls- ins er í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurlandi og nýtur hún aðstoðar tæknideildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, sam- kvæmt fréttum mbl.is. Teknar hafa verið skýrslur af vitnum og af ökumanni vöru- bifreiðarinnar. Hann, ásamt far- þega sem einnig var í bílnum, var fluttur til aðhlynningar á sjúkra- húsi en meiðsl þeirra eru ekki al- varleg. Lyngdalsheiði er á milli Laug- arvatns og Þingvalla. Morgunblaðið/Júlíus Árekstur Karl og kona létu lífið á Lyngdalsheiðinni í gær. Banaslys á Lyngdals- heiðarvegi Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson Flaggað Vestfirðingar tóku tíð- indum gærdagsins afar vel.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.