Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018 LED lausnir frá Lýsing fyrir götur, göngustíga og bílastæði. Ráðgjöf og nánari upplýsingar má fá hjá sölumönnum. Smart City lausnir Jóhann Ólafsson & Co. Krókháls 3, 110 Reykjavík 533 1900 sala@olafsson.is í skóla. Aðeins á fáeinum stöðum í heiminum er skák kennd í leikskóla, þetta er alveg nýtt og sé ég að börnin eru mjög öguð,“ sagði Polgar. Hún bætir við að „það er mjög mik- ilvægt fyrir stelpurnar að fá tækifæri til þess að sýna hvað þær geta. Strák- ar eru oftar hvattir til þess að tefla og er ég mjög glöð að sjá stelpur fá svona tækifæri“. Afrakstur 10 ára vinnu Skákkennsla við Laufásborg hefur verið 10 ára þróunarverkefni, en varaformaður Skáksambandsins, Omar Salama, hefur séð um skák- kennsluna. „Við héldum að þetta myndi kannski bara snúast um að læra mannganginn en þau eru ótrú- lega fljót að fara að tefla. Þetta er af- rakstur 10 ára vinnu,“ segir Matt- hildur Hermannsdóttir leikskólastjóri. gso@mbl.is Susan Polgar stórmeistari heimsótti í gær ungar skákstúlkur í leikskól- anum Laufásborg. Polgar, sem er margfaldur heimsmeistari og var fyrst kvenna til að komast á HM karla árið 1986, hitti stúlkurnar í skákstofu leikskólans, þar sem hún fylgdist með þeim tefla. Einnig leiddi hún þær í stuttri kennslustund og tóku stúlkurnar vel eftir og voru „einbeittar“ að sögn hennar. Fjórar leikskólastúlkur eru á leið á HM grunnskóla í skák í Albaníu í apr- íl, eins og sagt var frá á mbl.is á mið- vikudaginn, og er þetta fyrsta skipti í skáksögunni að leikskólabörn taka þátt. „Ég hef séð mjög ung börn tefla, enda byrjaði ég sjálf fjögurra ára. Það sem er merkilegt í þessu tilfelli er að skák fyrir þennan aldurshóp hefur yfirleitt verið kennd í heima- húsum, en hér er verið að kenna skák Morgunblaðið/Gunnlaugur Susan Polgar, stórmeistari í skák, hittir unga HM-fara Glöð að sjá stelpur fá svona tækifæri Magnús Heimir Jónasson Erna Ýr Öldudóttir Haukur Hilmarsson var skotinn til bana af tyrkneska flughernum og lík- ið er í höndum tyrkneska hersins skv. heimildum frá Afrin-héraði. Mohammed Hassan, Kúrdi og blaðamaður í Sýrlandi, sóttist eftir að fá staðfestar fregnir af andláti Hauks og skv. heimildum hans frá hátt sett- um félaga innan vopnaðra sveita Kúrda (YPG), féll Haukur ásamt tveimur arabískum YPG-liðum í skot- árás. Reyndu liðsmenn YPG að kom- ast að honum en urðu að hörfa frá. Lík Hauks sé nú í höndum tyrkneska hersins. Fljótlega standi til að skipta á líkum tyrkneskra hermanna og YPG-liða, þ.á m. líki Hauks. „Við höfum áreiðanlegar heimildir fyrir því að YGP telji hann af og vit- um nokkuð nákvæmlega hvar hann féll en við vitum ekki ennþá hvar líkið er. Kúrdar komast ekki inn á árás- arsvæðið til þess að leita en það hefur verið leitað á öllum sjúkrahúsum í borginni og hann hefur ekki fundist. Í tyrkneskum fjölmiðlum hefur komið fram að Tyrkir séu með líkið og að það verði sent heim, en það hefur enginn haft samband við íslensk yfir- völd vegna þess og þetta gæti verið byggt á sögusögnum eða hreinlega áróðursbragð. Það er allt eins líklegt að hann hafi grafist undir rústum,“ er haft eftir Evu Hauksdóttur, móður hans. Fjölskyldan átti fund með utanrík- isráðuneytinu og lögreglu í dag, en þar fengust engar viðbótarupplýsing- ar, að sögn Evu. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri sagði embætti hans vera að vinna í málinu og hafa leitað til er- lendra samstarfsaðila en hafi ekki fengið staðfestingu á láti Hauks. Sveinn Guðmarsson, upplýsinga- fulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði engar formlegar upplýsingar hafa borist um andlát Hauks. Enn væri því ekki hægt að byrja að reyna að fá tyrknesk stjórnvöld til að afhenda lík- amsleifar hans, en ræðismaður Ís- lands í Tyrklandi væri að vinna í mál- inu sem nyti algers forgangs. Talinn hafa fallið í skotárás flughersins  Stjórnvöld geta enn ekki staðfest lát hans  Tyrkneski herinn með líkið Skjáskot/Youtube-IFB Haukur Hilmarsson Eins og hann birtist á myndbandi á Youtube. Hagstofan hefur í samstarfi við Jafn- réttisstofu og velferðarráðuneytið sent frá sér bæklinginn Konur og karlar á Íslandi 2018. Þar eru teknar saman ýmsar upplýsingar sem gefa vísbendingar um stöðu kvenna og karla í samfélaginu. Meðal þess sem fram kemur í bækl- ingnum er að hlutur kvenna við stjórn fyrirtækja fer minnkandi eftir því sem fyrirtækin verða stærri. Eru þær töl- ur frá árinu 2016 og sýna að fram- kvæmdastjórar fyrirtækja með 1-49 starfsmenn eru í ríflega 20% tilvikum konur. Hlutfallið var 12-13% í með- alstórum fyrirtækjum, með 50 til 249 starfsmenn. Í fyrirtækjum með meira en 250 starfsmenn voru tæplega 10% framkvæmdastjóra konur. Hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja fer hins vegar vaxandi eftir því sem fyrirtækin eru stærri, eða frá 26% og upp í 39%. Færri konur eru stjórnarformenn. Neðra kortið sýnir hlut kynjanna í ýmsum áhrifastöðum í þjóðfélaginu. Hæstur er hlutur kvenna í opinberum nefndum og ráðum, eða um 45%. Af átta hæstaréttardómurum er aðeins ein kona en konur voru 43% héraðs- dómara í árslok 2017. Konur eru nú 38% þingmanna, svo dæmi sé tekið. Hlutfall kvenna í áhrifastöðum 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% Opinberar nefndir og ráð (2016) Ráðherrar (febr. 2018) Sveitarstjórnarmenn, kjörnir (2014) Héraðsdómarar (des. 2017) Félög blaða- og fréttam., félagsmenn (2016) Forstöðumenn ríkisstofnana ( jan. 2018) Alþingismenn, kjörnir (2017) Framkvæmdastjórar fyrirtækja (2016) Framkvæmdastjórar sveitarfélaga (jan. 2017) Hæstaréttardómarar (des. 2017) Heimild: Hagstofan Því stærri fyrirtæki því færri konur sem stjórna  Nýr bæklingur um hlut kynjanna Hlutfall kvenna í forystu fyrirtækja Eftir stærð fyrirtækja 2016 50% 40% 30% 20% 10% 0% Framkvæmdastjórar Stjórnarformenn Stjórnarmenn 1-49 starfsmenn 50-99 starfsmenn 100-249 starfsmenn 250+ starfsmenn Heimild: Hagstofan Hæstiréttur vís- aði frá kröfu Vil- hjálms H. Vil- hjálmssonar lögmanns um að Arnfríður Ein- arsdóttir lands- réttardómari viki sæti í máli umbjóðanda síns sem rekið er fyr- ir Landsrétti sökum vanhæfis. Arnfríður hafði áður ásamt tveimur öðrum landsréttardóm- urum, úrskurðað að hún væri ekki vanhæf. Var kröfum Vilhjálms hafnað og kærði hann þá úrskurð- inn til Hæstaréttar. Taldi Hæstiréttur að ekki hefði verið kæruheimild skv. lögum á niðurstöðu Landsréttar út frá ágreiningsefninu. Dómurinn hefur enn ekki verið birtur á vef Hæsta- réttar en Vilhjálmur staðfesti nið- urstöðuna í samtali við mbl.is. Vanhæfiskröfu vísað frá af Hæstarétti Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.