Morgunblaðið - 09.03.2018, Side 10

Morgunblaðið - 09.03.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018 Ræðum málefnin! Á morgun, laugardaginn 10. mars, standa málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins fyrir sérstökum málefnadegi í Valhöll, frá kl. 13:30-17:00. Þar gefst flokksmönnum tækifæri til að taka þátt í um- ræðum og stefnumótun um fyrirliggjandi drög að ályktun- um í einstaka málaflokkum fyrir landsfund. Þau er að finna á vef flokksins á www.xd.is, en senda má breytingartillögur á netfangið malefnanefndir@xd.is fram að landsfundi. DAGSKRÁ MÁLEFNADAGSINS 13:30 – 15:00 ■ Atvinnuveganefnd ■ Efnahags- og viðskiptanefnd ■ Fjárlaganefnd ■ Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 15:30 – 17:00 ■ Allsherjar og menntamálanefnd ■ Umhverfis og samgöngunefnd ■ Utanríkismálanefnd ■ Velferðarnefnd Léttar veitingar í boði í lok dags. MÁ L E F N A DAG U R S J Á L F S TÆÐ I S F L O K K S I N S Vilt þú starfa í stjórn málefnanefndar? Minnt er á að frestur til að skila framboðum í stjórnir málefna- nefndanna rennur út kl. 17:00 mánudaginn 12. mars nk. Vakin er athygli á því að allir flokksmenn geta boðið sig fram, óháð því hvort þeir sitja landsfund. Framboðum skal skila gegnum www.xd.is. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ákveðnir hópar launafólks hafa setið eftir í launum og eru með mjög lág laun samanborið við aðra. Þetta er ein meginskýringin á þeim umbrotum sem eiga sér nú stað í verkalýðs- hreyfingunni, sigri Sólveigar Önnu Jónsdóttur í formannskosning- unni í Eflingu og einnig í kjöri Ragnars Þórs Ingólfssonar til formanns í VR í fyrra. Þetta er mat Gylfa Dalmanns Aðalsteinssonar, vinnumarkaðssér- fræðings og dósents við Háskóla Ís- lands. Gylfi segir að yfir lengri tíma litið hafi verkalýðshreyfingin náð miklum árangri í kjarabótum, auknum kaup- mætti launa og uppbyggingu m.a. mjög öflugra fræðslusjóða og starfs- menntasjóða. ,,Hins vegar er alveg ljóst að menn hafa vanrækt lægstu hópana. Þessir hópar hafa setið eftir og bilið breikkar á milli lægstu hóp- anna og annarra hópa.“ Gylfi bendir hins vegar á að VR og Efling eru um margt mjög ólík félög. Samsetning félagsmanna í VR með sína 32 þúsund félagsmenn er mjög frábrugðin Eflingu. Í VR eru ólíkir hópar, fjöldi sérfræðinga og stjórn- enda á háum meðallaunum á sama tíma og stórir hópar ungs fólks, af- greiðslufólks og lagerstarfsmanna eru á mjög lágum launum. Um 6.800 manns svöruðu í seinustu launakönn- un VR og þar mátti sjá að tæplega 1.900 titluðu sig sem stjórnendur og 1.400 sem sérfræðinga að sögn hans. Þessir hópar eru mun ólíklegri til að fallast á verkföll og herská átök en lægst launuðu hóparnir að mati hans. Þá hefur VR allt frá árinu 2000 lagt áherslu á markaðslaun til viðbótar um- sömdum kjarabótum. „Þegar ég var að vinna hjá VR gerðum við könnun sem leiddi í ljós að um 4% VR-félaga fengu greidd laun eftir taxta. Hinir voru með svokölluð markaðslaun,“ segir Gylfi. Þessar andstæður endurspeglist í um- ræðunni í verkalýðshreyfingunni. ,,Ég held að það ætti hreinlega að vera þjóðarsátt um að lyfta lægstu launun- um,“ segir hann. Spurður hvort hann telji hljóm- grunn fyrir verkföllum segir Gylfi að þó að meirihluti hafi stutt boðun verk- falls þegar seinast var kosið um það í VR í maí 2015 hafi ekki verið afgerandi stuðningur við það. Fleiri voru hins vegar hlynntir því í verkfallskosningu í Eflingu. VR hefur ekki farið í verkfall í 30 ár. Umræða er komin upp innan laun- þegahreyfingarinnar um hvort hallar- byltingar í stéttarfélögum kunni að leiða til þess að ASÍ liðist í sundur og slitna muni upp úr samvinnu félaga. Að sögn Gylfa skiptir það launafólk miklu máli að hafa sameinaða og sam- stiga verkalýðshreyfingu. „Sundur- lyndi eða ósamstiga verkalýðshreyf- ing er bara vatn á myllu vinnuveitenda.“ Hafa vanrækt lægstu hópa launafólks  Sundurlyndi og ósamstiga verkalýðs- hreyfing er vatn á myllu vinnuveitenda Gylfi Dalmann Aðalsteinsson Seinasta launakönnun sem Gall- up gerði í fyrrahaust innan Efl- ingar og í öðrum Flóafélögum varpar ljósi á ólík kjör, viðhorf og aðbúnað félagsmannanna. Könnunin leiddi í ljós að leið- beinendur á leikskólum eru með lægstu heildarlaunin eða 354 þúsund kr. á mánuði að með- altali og þar er vinnuálagið mest. Starfsmenn sem vinna við ræstingar eru með lægstu dag- vinnulaunin eða 328 þús. kr. en skrifstofufólk, stjórnendur og sérfræðingar með hæstu heild- arlaunin eða 579 þúsund kr. að meðaltali. 30% félagsmanna í Eflingu sögðust vera sátt við laun sín en 43% eru ósátt. Þar af sögðust 12% vera mjög ósátt við laun sín. 27% svöruðu þessu hvorki né. 11,8% hafa mjög miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni og 22,4% frekar miklar áhyggjur en 35% félagsmanna hafa litlar sem engar fjárhagsáhyggjur. 8% óánægð með þjónustu Eflingar Í kosningabaráttunni til stjórnar Eflingar kom fram gagnrýni á starfsemi stéttarfélagsins. Í könnun Gallup voru félagsmenn spurðir hvort þeir væru ánægðir eða óánægðir með þjónustu stéttarfélagsins á heildina litið. 56% Eflingarfélaga sögðust vera ánægðir með þjónustuna, 36% svöruðu hvorki né en 6% voru frekar óánægðir og 2% voru mjög óánægðir með þjónustu fé- lagsins. 12% mjög ósátt við laun sín KÖNNUN GALLUP SÝNDI KJÖR OG VIÐHORF FÉLAGSMANNA Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Titringur er innan verkalýðshreyf- ingarinnar eftir sigur B-lista Sól- veigar Önnu Jónsdóttur í Eflingu og óvissa um hvaða breytingar gætu verið í farvatninu á vettvangi ASÍ og um samstarf stéttarfélaga. Sólveig Anna, sem tekur við for- mennskunni 26. apríl, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vil- hjálmur Birgisson, formaður Verka- lýðsfélags Akraness, ætla að funda í dag og stilla saman strengi. Er ekki útilokað skv. heimildum Morgun- blaðsins að Aðalsteinn Á. Baldurs- son, formaður Framsýnar, mæti einnig til þess fundar. Sameiginlega er vægi þessara félaga 53% á vett- vangi ASÍ. Spurningar hafa einnig vaknað um hvort framhald verður á ára- löngu samstarfi verkalýðsfélaganna sem mynda Flóabandalagið, Efl- ingar, Hlífar, VSFK og StéttVest. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar, tekur þó ekki undir að það muni líða undir lok. Nokkur tími sé þar til nýr formaður taki við í Efl- ingu, sem eigi eftir að setja sig inn í málin. Hann segir Flóafélögin vera með marga sameiginlega samninga. Kolbeinn segir að nú þegar fyrir liggur að kjarasamningum var ekki sagt upp eigi menn sem fyrst að setjast yfir undirbúning að end- urnýjun kjarasamninga og hafa kröfur tilbúnar fyrir haustið. Gott væri ef hægt yrði að ljúka gerð samninga fyrir áramót. Að mati Kolbeins er umræðan um norrænt samningamódel úr sér gengin og ef menn vilji enn fara þá leiðina ætti að byrja hana upp á nýtt. Forysta Samiðnar telur að stétt- arfélögin eigi að draga lærdóm af kosningunni í Eflingu. Í pistli á vef- síðu landssambandsins segir að stéttarfélögin eigi að taka niður- stöðu kosningarinnar í Eflingu al- varlega. Hún hafi víðtæka þýðingu fyrir verkalýðshreyfinguna í heild. ,,Þessi niðurstaða hlýtur að kalla á að fólk innan stéttarfélaganna setjist niður og endurmeti hlutina. Það er ekki hægt að túlka þessa nið- urstöðu með öðrum hætti en að grasrótin sé að kalla á breytt vinnu- brögð. Spurningar blasa við. Getur verið að forysta félaganna hafi verið of upptekin við að byggja upp stofn- anaþáttinn á kostnað samtalsins innan félaganna og hlustunar? Í ein- hverjum fræðum stendur að í dag- legu starfi leiðtogans felist 2/3 í að hlusta og 1/3 að tala,“ segir þar. Mikilvægt sé að fara ekki í skot- grafir heldur nota niðurstöðuna sem vegvísi að nýrri nálgun. Guðmundur Ragnarsson, formað- ur VM, sem fengið hefur mót- framboð í formannskjöri í vor, hefur uppi efasemdir um samflot og sam- starf milli félaga í nýjum pistli á síðu félagsins. Framundan sé ærið verkefni að móta kröfur og velta fyrir sér landslaginu sem er innan verkalýðshreyfingarinnar. ,,Með hverjum getum við unnið? Eru sam- bönd eða félög að fara saman? Hugsanleg gæti niðurstaða okkar orðið sú að okkar kröfur samrýmist ekki hugmyndafræði annarra. VM mun þá láta á það reyna að fara fram eitt sér og á eigin forsendum. Reynsla VM af samfloti með öðr- um félögum í kjaraviðræðum er ekki góð.“ Skjálfti í hreyfingunni en varað við skotgröfum  Grasrótin kalli á breytt vinnubrögð Morgunblaðið/Árni Sæberg 1. maí Samiðn vill taka umræðu um framtíð stéttarfélaga og starfshætti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.