Morgunblaðið - 09.03.2018, Síða 27

Morgunblaðið - 09.03.2018, Síða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018 ✝ Erla Dürrfæddist í Reykjavík 6. nóv- ember 1935. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 27. febrúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Heinrich Dürr, verkfræð- ingur í Þýskalandi, f. 1910, d. 1969, og Sigrún Eiríksdóttir húsmóðir, f. 1911, d. 1990. Systur Erlu eru Hjördís, f. 1934, Hildegard María, f. 1938, d. 2012, og Anna Sigríður Pálsdóttir (sam- mæðra), f. 1947. Hinn 21. nóv. 1953 giftist Erla Guðjóni Magnússyni, raf- virkjameistara og bifreiða- stjóra, f. 1931, d. 2009, þau skildu. Synir þeirra eru: 1) Magnús Hinrik, dýralæknir, f. 1954, maki Ása Einarsdóttir framhaldsskólakennari, f. 1953. Barn Magnúsar af fyrra hjónabandi með Ingibjörgu Bragadóttur, f. 1954, d. 2017, er Bragi Hinrik, f. 1973, sam- 1994. Dóttir Páls og Sigurlaug- ar er Steinunn Bjargey, f. 2005. 3) Kristinn, verkfræð- ingur, f. 1964, maki Marianne Elisabeth Klinke hjúkrunar- fræðingur, f. 1973. Börn Krist- ins af fyrra hjónabandi með Diep Ngoc Phan, f. 1963, eru Stella Mai, f. 1992, sambýlis- maður Jens Kristian Steinmetz Beck, f. 1989, barn Alexander, f. 2017. Sandra Linh, f. 1996, sambýlismaður Christian Bang Kristensen, f. 1994. Börn Kristins og Marianne eru Magnús, f. 2004, og Björn, f. 2007. Hinn 8. ágúst 1987 giftist Erla seinni eiginmanni sínum, Þórhalli Halldórssyni verkfræðingi, f. 1922, d. 2010. Börn Þórhalls eru Helgi efna- verkfræðingur, f. 1949, Rósa sjúkraliði, f. 1951, Halldór matreiðslumaður, f. 1957, og Guðmundur Þór framkvæmda- stjóri, f. 1963. Erla vann við verslunarstörf alla sína starfsævi, lengst af sem verslunarstjóri hjá Bræðr- unum Ormsson hf. Útför Erlu fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 9. mars 2018, klukkan 13. Meira: mbl.is/minningar býliskona Svandís Magnúsdóttir, f. 1973, börn: Fannar Logi, f. 1998, Magnús Hinrik, f. 2004, og Sigurður Ingi, f. 2011. Börn Magnúsar og Ásu eru Erla Dürr, f. 1986, Hulda, f. 1991, og Einar Þorgeirsson, f. 1981 (sonur Ásu). 2) Páll Rúnar, f. 1960, fast- eignasali, maki Sigurlaug Ásta Val Sigvaldadóttir táknmáls- fræðingur, f. 1968. Börn Páls af fyrra hjónabandi með Krist- ínu Elínborgu Sigurðardóttur, f. 1961, eru Sigurður Rúnar, f. 1980, börn: Hekla Kristín, f. 2001, Kristján Egill, f. 2012, og Jóel Þeyr, f. 2017. Guðjón, f. 1986, maki Ida Marianne Smáradóttir, f. 1986, börn: Viktor Páll, f. 2008, og Emilía Isabel, f. 2012. Egill, f. 1988, unnusta Andrea Ósk Gunn- arsdóttir, f. 1990. Páll Krist- inn, f. 1990, sambýliskona Guðný Eik Arnarsdóttir, f. Elskulega tengdamóðir mín kvaddi okkur í vikunni sem leið. Erla Dürr var einstök kona sem umvafði sína nánustu ættingja og vini skilyrðislausri ást. Ég minnist þess hversu kvíð- in ég var að hitta Erlu, áhrifa- mestu konuna í lífi mannsins míns, í fyrsta skipti. Ekki minnkaði sú tilfinning eftir að við hringdum á dyrabjöllunni og konan sem opnaði leit út eins og kvikmyndastjarna. Hún tengda- móðir mín var nefnilega gullfal- leg og hafði mikla og fallega út- geislun. Hún var lítil og nett, hárið alltaf óaðfinnanlegt sem og andlitsfarðinn sem var mátu- lega mikill til þess að draga fram það líf, bros og gleði, sem ávallt skein úr augum hennar. Ég fann fyrir minnimáttar- kennd gagnvart Erlu á þessum tímapunkti og í gegnum huga minn flaug hugsunin „hvernig tekst mér að tengjast þessari glæsilegu konu?“ Það er skrýtið að ég skuli enn muna eftir þessu óöryggi vegna þess að það liðu ekki meira en 10 mínútur þar til mér leið eins og heima hjá mér. Á þessum stutta tíma var ég bú- in að fá risastórt knús með kossi á kinnina þar sem varalitur hennar hafði fest, hún var búin að sækja þvottapoka og hreinsa „óhreinindin“, segja brandara og ég sest inn í eldhús og við farnar að tala um heima og geima. Heimili tengdaforeldra minna var staður þar sem allir komu saman. Þegar við komum til Erlu með ömmustelpurnar, þær Stellu og Söndru, fannst þeim notalegt að máta fötin hennar og skartgripi. Þar var ekki neitt sem var of „fínt“ til þess að leika sér með. Sandra átti sérstakan skáp þar sem „gullskórnir“ voru geymdir og Stella átti oft leyni- samræður við ömmu sína. Stelp- urnar eyddu mörgum klukku- stundum í sjónvarpsherberginu þar sem amma sat á milli þeirra og klóraði þeim á bakinu meðan þær horfðu á sjónvarpið. Mann- inum mínum var alltaf ætlað súkkulaði sem var geymt sér- staklega fyrir hann í ákveðnum skáp í eldhúsinu. Ömmustrák- arnir Magnús og Björn áttu sín leynileikföng og aðrir í fjöl- skyldunni áttu álegg, nammi eða „knúsa-rútínu“ sem var ein- göngu ætluð þeim. Erla var elskuleg og mér leið alltaf vel í návist hennar. Hún var ótrúlega skemmtileg. Hún þuldi upp ótrúlegt magn af ljóð- um og tjáði sig á myndrænan, fallegan hátt. Síðustu árin hennar voru lituð af alzheimersjúkdómi og færni hennar til samskipta því mjög takmörkuð. Þrátt fyrir það skein persónuleiki hennar alltaf í gegnum sjúkdóminn. Þegar við komum í heimsókn var knúsið alltaf í boði. Undir lokin, þegar hún einstöku sinnum tjáði sig, var það á jákvæðum nótum eins og: „yndisleg“ og „elsku hjartað mitt“. Jafnvel síðustu vikurnar áður en hún lést sást vottur af sérstaka prakkarasvipum sem áður einkenndi hana. Erla fann ávallt góða ástæðu til þess að kveikja á kerti; til þess að fagna því að gestir væru í heimsókn eða annað þvíumlíkt. Hún kveikti einnig á kerti fyrir fjölskyldumeðlimi sem voru á ferðalagi. Tengdamóðir mín er látin en við sem vorum svo heppin að kynnast henni eigum fjársjóð af minningum sem munu ylja okkur. Við munum láta kertaljós loga í minningu hennar og til þess að verma síð- asta ferðalagið hennar. Marianne. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast Erlu sem ungt stelpuskott 14 ára gömul. Erla hafði útlit gyðju, svo fögur og glæsileg var hún, en Erla hafði svo miklu meira en fagurt útlit og glæsileika því hún var mikill húmoristi og alltaf var gaman að hlæja með henni. Erla var ákveðin, hjartahlý og einlæg. Einn af mörgum aðdáendum hennar kallaði hana black beauty. Erlu kynntist ég vel, fluttist inn á heimili hennar og Guðjóns, fyrrverandi eigin- manns hennar, þegar ég var 16 ára 1977, þá nýbúin að missa föður minn. Ég vann með Erlu og fleiri fjölskyldumeðlimum í Bræðrunum Ormsson um tíma og hún var amma strákanna minna fjögurra. Aldrei fékk ég neitt annað en ást og hlýju frá Erlu. Alzheimer tók Erlu allt of fljótt frá daglegu amstri. Takk elsku Erla verndareng- ill, vinur og fyrrverandi tengda- mamma mín. Kveðja Kristín (Stína). Í dag er kvödd hinstu kveðju elskuleg vinkona okkar Erla Dürr. Vinátta okkar hófst er við unnum saman í kvenfataversl- unum í „den“. Erla var einstök á svo marg- an hátt; falleg kona, dökk á brún og brá og augu hennar geisluðu. Hún hafði einstaklega fágaðan fatasmekk, alltaf vel tilhöfð og mikil „lady“. Vinafundir með Erlu voru svo sannarlega dýrmætar gæða- og gleðistundir þar sem slegið var á létta strengi og hláturinn aldr- ei langt undan. Frásagnargleðin gerði allar sögur svo miklu skemmtilegri og gullkornin hennar eru ógleymanleg. Þau verða rifjuð upp á góðum stundum í framtíð- inni. Eftir erfið veikindi hefur Erla kvatt þessa jarðvist og haldið til nýrra heimkynna. Við þökkum henni samfylgdina og einstak- lega fallega vináttu og biðjum henni Guðs blessunar. Innilegar samúðarkveðjur sendum við ástvinum hennar öll- um. Fjóla Emilsdóttir og Sigurrós Guðmundsdóttir. Erla Dürr ✝ Auður fæddist íReykjavík 1. júní 1937. Hún lést á Landspítalanum 1. mars 2018. Foreldrar Auðar voru Guðjón Sig- urðsson múrara- meistari, f. 16. febr- úar 1910, og Margrét Theodóra Gunnarsdóttir hús- móðir, f. 1. nóvem- ber 1911. Börn þeirra eru auk Auðar: Unnur, f. 10. ágúst 1940, Berg- ljót, f. 5. desember 1941, og Bragi, f. 26. desember 1944. Auður giftist séra Kristjáni Róbertssyni, f. 29. apríl 1925. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau í Kanada og eign- uðust þar börn sín þrjú en þau eru: Kristín, f. 29. desember 1962, Helga, f. 7. október 1964, og Marteinn, f. 10. nóvember 1967. Eiginmaður Helgu er Óm- ar Birgisson Aspar, f. 2. nóv- ember 1962. Eiginkona Mar- teins er Jóhanna Ásgeirsdóttir, f. 15. október 1970. Börn Krist- ínar eru Árdís Ágústsdóttir, f. 13. apríl 1981, Auð- ur Robertson, f. 17. september 1992, og Apríl Robertson, f. 14. janúar 1994. Börn Helgu eru Kristjana Stefáns- dóttir, f. 5. maí 1988, og Örn Stef- ánsson, f. 16. júlí 1989. Börn Mar- teins eru Ásgeir, f. 7. júlí 1994, Krist- ján Atli, f. 14. maí 1996, og Ró- bert, f. 14. júlí 2009. Afkom- endur Auðar eru samtals 20. Auður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1957 og prófi frá Kennaraskóla Íslands 1958. Lengst af starfs- ævinnar starfaði Auður við kennslu. Auður var virk í félagsstarfi, meðal annars tók hún þátt í að stofna Kvenfélag Siglufjarðar- kirkju og var formaður þess við stofnun. Þá var hún formaður Kvenfélags Fríkirkjunnar í Reykjavík um tíma. Útför Auðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 9. mars 2018, klukkan 15. Nú hrynur mér hagl úr auga er ég minnist vinkonu minnar og nágranna, Auðar í kjallaran- um. Ég kynntist henni er við vorum bæði kennarar við Vals- árskóla á Svalbarðseyri um og upp úr 2000. Hún var þá vel fullorðin en fljótt kom í ljós að hún var afburðakennari sem náði strax góðu sambandi við yngri nemendur sína, sem hún kenndi meðan hún starfaði við skólann. Ég fullyrði að börn- unum þótti afar vænt um þenn- an „nýja“ kennara og svo var uns hún hætti kennslustörfum við skólann. Hún sagði þeim sögur og miðlaði þeim af reynslu sinn úr lífinu og vit- anlega kenndi þeim að lesa, skrifa og allt það sem börn þurfa að læra á þessum aldri. Hún var mikill fræðari. Örlögin urðu þau að Auður flutti í kjallaraíbúð hér í Strandgötu 41 í lok kennslufer- ils síns. Það kom fyrir að ég ók henni heim úr skólanum, en þá bjuggum við Gunnur, kona mín, á Svalbarðsströnd. Við fluttum til Akureyrar vorið 2005, keypt- um íbúð, miðhæðina í Strand- götu 41, og vorum þar með orðnir nágrannar Auðar. Tilvilj- un, eða hvað? Hér höfum við átt afskaplega góða samveru, vináttan efldist og umhyggjan gagnvart 117 ára húsinu okkar var okkur öllum mikilvæg. Auður sat löngum stundum með okkur og málaði grindverkið sumarlangt minnst annað hvert ár. Aðrir eigendur sinntu lítt viðhaldi þessa hálf- friðaða húss. Hún gerði sitt meðan kraftar entust. Auður var góður nágranni, greiðvikin og viðræðugóð. Minnisstæð eru ljóðakvöldin sem við héldum ýmist niðri eða uppi. Þá lásum við ljóð til skipt- is og ræddum þau og skáldin. Stundum fylgdi matarboð með. Þá voru þónokkur spilakvöld þar sem spiluð voru ýmis orða- spil sem hún hafði mikið yndi af. Á milli okkar hjóna og henn- ar var virk nágrannavarsla. Gagnkvæmt var að láta vita ef skroppið var að heiman og lykl- ar geymdir og litið eftir íbúð þess sem í burtu var. Auður var mikil sögukona, sagði skemmtilega frá og hafði frá mörgu að segja. Hún var mjög dugleg að ferðast til ann- arra landa og þá ekki síst til hinna fjarlægu, Kína, Afríku o.fl. Auður var heimsborgari, það er alveg víst. Hún bjó í Kanada með manni sínum, sr. Kristjáni Róbertssyni, um skeið, einnig á Seyðisfirði og síðast hér. Hún var fjölfróð, talaði tungumál annarra þjóða og fór vítt um lönd. Hún átti vini víða erlendis og hafði gjarnan samband við þá. Á sl. sumri bauð hún börnum sínum með til Spánar og Mar- okkó, sat þar á úlfalda og hafði apakött á höfðinu. Hún var stolt af þessari ferð og sýndi okkur myndir. Auður var vel hagmælt og lét frá sér gamanmál og fleira í vísuformi. Hún var hrókur alls fagnaðar í dagþjónustu aldraðra á Hlíð, þar sem hún svo hneig niður að lokum. Auður átti við erfiðleika að stríða vegna mjaðmaliða sinna, einnig hafði hún síðustu árin tapað bragð- skyninu. Hún lét aldrei deigan síga þó að eitthvað bjátaði á. Við Gunnur söknum góðs vinar í stað og biðjum henni fararheilla á Guðs vegum. Aðstandendum hennar sendum við samúðar- kveðjur og munum sakna vinar í stað. Hún var yndisleg. Heimir og Gunnur. Auður Guðjónsdóttir ✝ GuðmundurMagnússon fæddist á Kirkju- bóli í Staðardal við Steingrímsfjörð 9. júní 1925. Hann lést á heimili sínu Hlíðarhúsum 3 í Grafarvogi 28. febrúar 2018. Foreldrar hans voru Magnús Sveinsson og Þor- björg Árnadóttir. Systkini hans eru: Lýður, f. 1924, látinn, Guð- laug, f. 1926, látin, Ólafur, f. 1928, og Katrín, f. 1932. Guðmundur kvæntist Mar- gréti Jónfríði Björnsdóttur frá Kringlu í Austur-Húnavatns- sýslu árið 1952. Þeirra synir eru: 1) Magnús Már, f. 1954. Hann býr á Fellsenda í Dala- sýslu, ókvæntur og barnlaus. 2) Vignir, f. 1956, býr á Bitru í Flóahreppi. Kona hans er Sig- urbjörg Þráinsdóttir og dætur þeirra eru Margr- et, f. 1973, sam- býlismaður Magnús Viðar Árnason, börn þeirra eru Ró- bert, f. 2001, og Karitas Milla, f. 2017. Kristjana, f. 1980. Börn hennar og fyrrverandi eiginmanns, Gísla Péturs Hinriksson- ar, eru Ari Eðvald, f. 2007, og Amelía, f. 2010. 3) Björn Steinar, býr í Danmörku. Synir hans og fyrrverandi eig- inkonu hans, Laufeyjar Ásmundsdóttur, eru Guðmund- ur Arnar, f. 1987, sambýliskona hans er Steffie Bogesen og son- ur þeirra Viktor Nord, f. 2017, Brynjar Örn, f. 1989, ókvæntur og barnlaus, og Kristófer Aron, f. 2001. Guðmundur verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju í dag, 9. mars 2018, klukkan 13. Genginn er til feðra sinna kær frændi, Guðmundur Magnússon. Hann var föðurbróðir minn og úr æsku minni geymi ég margar góðar minningar um þennan frænda minn. Hann var eitt fimm systkina sem kennd eru við Kirkjuból í Staðardal, börn Þor- bjargar Árnadóttur og Magnúsar G. Sveinssonar. Guðmundur var reyndar flutt- ur til Reykjavíkur þegar ég man fyrst eftir honum en átti ófá spor- in á æskustöðvarnar. Þeir bræð- ur, faðir minn og hann, voru mjög samrýndir og ekki veit ég til þess að nokkru sinni hafi fallið styggð- arorð milli þeirra. Þeir voru aldir upp í íslenskri sveit með fjöllin, dalinn, ána og heiðarnar allt um- lykjandi. „Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til“ og það átti svo sannarlega við, þang- að sótti hann mikið, ekki síst til laxveiða enda snjall veiðimaður. Mér er t.d. minnisstætt þegar hann sótti af öryggi „fiskinn sinn“ í uppáhaldsveiðistaðinn eins og ekkert væri sjálfsagðara og öðrum vandasamt að leika eft- ir. Akstur varð ævistarf Guð- mundar og stærstan hluta starfs- ævinnar ók hann leigubifreið 26 á Bifreiðastöð Reykjavíkur, BSR. Bílnúmerið R 7720 átti hann lengi og oft mátti hann finna á „staurnum“ á horni Gnoðarvogs og Álfheima þar sem hann beið eftir næsta túr. Bílarnir hans allt- af gljábónaðir og hreinir að utan sem innan. Hann var farsæll og góður ökumaður og varð mér fyr- irmynd í þeim efnum. Eitt helsta áhugamálið voru hestarnir sem hann hélt lengst af á svæði hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi og ófáar voru þær hestaferðirnar sem hann stóð fyrir vítt og breitt um landið með góðum félögum. Glæsir, Gosi og hvað þeir hétu gæðingarnir sem voru honum svo mikið yndi alla tíð og eftir að hann var heim- ilismaður á Eir hýrnaði heldur betur yfir honum þegar minnst var á blessaða hestana og ferða- lögin. Á Eir undi hann hag sínum vel og þangað heimsótti ég hann stundum og alltaf spurði hann frétta af búskap og tíðarfari á Ströndum og hvernig Matta bróður gengi nú með búskapinn í Húsavík. Hugurinn leitaði í sveit- ina og allt fram til hins síðasta hafði hann uppi áætlanir um næstu ferð þangað, mála bústað- inn, tína ber og renna fyrir lax. Eftir að ég kom til Reykjavík- ur stóð heimili hans og Mar- grétar konu hans mér ætíð opið enda vorum við Vignir sonur hans æskuvinir. Margréti missti hann fyrir þrettán árum. Milli Kirkjubólssystkina var gott samband og saman byggðu þau bústaðinn á Selhólnum hand- an Staðarár, við Selgilið sem hjal- aði, fossinn sem söng og þar sem sást svo glatt um dalinn út og inn. Handan ár blöstu æskustöðvarn- ar við undir brattri hlíðinni með túngörðunum og iðjagrænum bæjarhólnum sem geymir ósagð- ar sögur genginna kynslóða. Nú að leiðarlokum minnist ég með þakklæti og virðingu Guð- mundar frænda míns. Með hon- um er genginn góður maður, vel- viljaður, hrifnæmur og sköru- legur hvar hann um gekk. Hans nánustu vottum við Dísa samúð okkar. Efir lifir minningin. Sveinn Ingi Lýðsson. Guðmundur Magnússon ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.