Morgunblaðið - 09.03.2018, Page 39

Morgunblaðið - 09.03.2018, Page 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018 Indverski arkitektinn Balkrishna Doshi hlýtur hin virtu Pritzker- verðlaun í ár, en þau eru ein virtasta viðurkenning sem veitt er á sviði arkitektúrs. Doshi, sem er níræður, starfaði með svissneska arkitektinum Le Corbusier og hafði yfirumsjón með hönnun hans á borginni Chandigarh í norðurhluta Indlands sem var fyrsta borgin sem byggðist upp eftir að Indland hlaut sjálfstæði 1947. Doshi er þekktur fyrir að vinna að hagkvæmum húsnæðislausnum og varð einn áhrifamesti arkitekt í heimalandi sínu eftir að Indland öðl- aðist sjálfstæði. Doshi er fyrsti Ind- verjinn sem hlýtur Pritzker- verðlaunin sem veitt hafa verið frá árinu 1979. „Balkrishna Doshi hefur alltaf skapað alvarlegan arkitektúr, sem er laus við íburð eða eltist við tískuna,“ segir í umsögn dómnefnd- ar verðlaunanna. Þar kemur fram að hönnun hans búi yfir „djúpri til- finningu fyrir ábyrgð og löngun til að leggja sitt af mörkum fyrir föð- urlandið og íbúa þess með ekta há- gæðaarkitektúr“. Doshi fæddist 1927 inn í fjölskyldu sem fengist hafði við húsgagnagerð í tvær kynslóðir. Hann lærði arkitekt- úr í Mumbai áður en hann fluttist til Parísar 1951 til að vinna fyrir Le Corbusier og sneri aftur til Indlands Balkrishna Doshi hlýtur Pritzker-verðlaunin í ár AFP Þakklátur Balkrishna Doshi. 1954 til að hafa yfirumsjón með hönnunarverkum lærimeistara síns. „Ég get þakkað læriföður mínum, Le Corbusier, fyrir að hafa hlotið þessi virtu verðlaun,“ sagði Doshi þegar hann frétti af verðlaununum. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það hefur verið afskaplega lær- dómsríkt og gefandi ferli að vinna plötuna, prófa alls konar hugmyndir og leggja svo lokahönd á verkið. Ég hlakka mikið til að leyfa fólki að heyra útkomuna,“ segir tónlistar- konan Hildur Vala sem heldur út- gáfutónleika í Salnum í kvöld kl. 20.30 til að fagna útkomu þriðju plötu sinnar, Geimvísindi. Hildur Vala vakti fyrst athygli 2005 þegar hún sigraði í Idol Stjörnuleit. Í framhaldinu sendi hún frá sér tvær plötur, Hildur Vala 2005 og Lalala 2006, en dró sig síðan úr sviðsljósinu til að sinna tónlistar- og háskólanámi ásamt barneignum. „Ég menntaði mig í grunnskóla- kennslufræði og lauk meistaraprófi sem tónmenntakennari. Auk þess lærði ég söng, hljómfræði og teoríu í Tónlistarskóla FÍH.“ Datt í lukkupottinn Tólf ár eru síðan Hildur Vala sendi frá sér síðustu plötu sína, en nýja platan sker sig frá fyrri plötum hennar að því leyti að hún inniheldur aðeins frumsamið efni eftir Hildi Völu sjálfa. „Ég samdi einnig tvo texta, en fékk síðan til liðs við mig textahöfundana Dag Hjartarson, Hjalta Þorkelsson og Skúla Jóns- son,“ segir Hildur Vala og bendir á að lögin hafi fæðst fyrst og síðan textarnir. „Ég er afar ánægð með hvað þeir hafa góða tilfinningu fyrir tónlistinni og hvað textarnir syng- jast vel, því það er ákveðin áskorun að setja íslenskan texta við tilbúið lag enda þarf að huga vel að fraser- ingunni. Mér finnst ég hafa dottið í lukkupottinn að hafa fengið svona góða textahöfunda til liðs við mig.“ Aðspurð segist Hildur Vala hafa samið megnið af lögunum á síðustu árum, en önnur séu eldri. „Mér fannst að ég yrði að koma efninu frá mér, því ég var komin með svo ansi góðan lagabunka. Mér fannst ég ekki endalaust geta haldið áfram að semja fyrir skúffuna. Mér fannst ég verða að henda þessu út í kosmósið til að geta haldið áfram og valdi því að ofhugsa ekki hlutina eða liggja of lengi yfir þeim,“ segir Hildur Vala og tekur fram að ekki muni líða önn- ur 12 ár þar til hún sendir næst frá sér nýtt efni. „Nú er ég komin á bragðið, enda er svo einstaklega skemmtilegt að vinna að eigin tónlist,“ segir Hildur Vala sem tók virkan þátt í upptöku- ferlinu og eftirvinnslu. „Næst langar mig að gera ennþá meira sjálf, vinna sjálf í tónlistarforritunum og fikta meira í tækninni,“ segir Hildur Vala og tekur fram að sér hafi þótt nauð- synlegt að vera með puttana í öllu í ljósi þess að hún væri með eigið efni. „Það er svo miklu skemmtilegra að vera með eigið efni. En manni stendur ekki á sama um hvernig það er unnið og sett fram,“ segir Hildur Vala. Spurð hvort því fylgi meira stress svarar hún því neitandi. „Nei, alls ekki. Í starfi mínu sem tónlistar- kennari, meðal annars á vegum Stelpur rokka, legg ég mikla áherslu á að fólk í tónlisti eigi ekki að hugsa of mikið um viðtökurnar og við- brögðin. Ég hvet nemendur, ekki síst stelpur sem skortir stundum sjálfstraust, til að kýla á hlutina og vera ekki að ofhugsa málið. Full- komnunaráráttan skilar engu heldur kemur bara í veg fyrir að farið sé af stað,“ segir Hildur Vala og tekur fram að ungt tónlistarfólk veiti henni mikinn innblástur. „Mér finnst ungt tónlistarfólk oft vera frumlegt í hugsun og sýna nauðsyn- lega dirfsku,“ segir Hildur Vala og bætir við að gróskan í íslenskri tón- list sé mikil. Aðspurð hvernig hún myndi lýsa tónlist plötunnar segir Hildur Vala hana vera ljúfsára með nettum trega. „Í hljóðheimi laganna legg ég mikla áherslu á röddina, þótt söng- urinn sjálfur sé nokkuð látlaus. Þetta er hugguleg stemning með smá töff ívaf, örlítill blús.“ Listafólk í miklu uppáhaldi Á tónleikunum í kvöld verður efni plötunnar í fyrsta sinn flutt í heild sinni auk þess sem nokur lög af eldri plötunum fá að fljóta með. „Ég hlakka til að leika öll tíu lög plöt- unnar á einum og sömu tónleikum og frumflytja stærstan hluta lag- anna,“ segir Hildur Vala. Hljómsveit kvöldins skipa Birgir Baldursson á trommur, Stefán Már Magnússon á gítar, Andri Ólafsson á bassa, Jón Ólafsson á hljómborð, Grímur Helgason á klarínett og Vilhjálmur Guðjónsson á saxófón, sem allir (nema Vilhjálmur) leika á plötunni ásamt þeim Sigurði Flosasyni á saxófón og Þórdísi Gerði Jónsdóttur á selló. Sérstakir gestir á tónleik- unum verða söngvaskáldið Svavar Knútur, ljóðskáldið Dagur Hjartar- son og Hljómsveitin Eva. „Mig lang- aði til að fá til liðs við mig listafólk sem er í miklu uppáhaldi hjá mér til þess að vera með á þessari sjálfs- hátíð, sem svona útgáfutónleikar eru óhjákvæmilega,“ segir Hildur Vala kímin. Hljómsveitin Eva mun leika eigið efni, en Hildur Vala og Svavar Knútur taka lagið, en hann samdi einmitt titillag plötunnar Lalala. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tækni „Næst langar mig að gera ennþá meira sjálf, vinna sjálf í tónlistarforritunum og fikta meira í tækninni,“ seg- ir tónlistarkonan Hildur Vala, sem tók á móti ljósmyndara blaðsins á æfingu með hljómsveit sinni fyrr í vikunni. „Ég hlakka mikið til að leyfa fólki að heyra“  Hildur Vala fagnar nýrri plötu í Salnum í kvöld kl. 20.30 Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 16/3 kl. 20:00 Frums. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Sun 18/3 kl. 20:00 2. sýn Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Mið 21/3 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Fim 22/3 kl. 20:00 aukas. Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Fös 23/3 kl. 20:00 3. s Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Fös 9/3 kl. 20:00 135. s Lau 17/3 kl. 20:00 138. s Mið 12/9 kl. 20:00 141. s Lau 10/3 kl. 20:00 136. s Fös 7/9 kl. 20:00 139. s Fim 13/9 kl. 20:00 142. s Sun 11/3 kl. 20:00 137. s Sun 9/9 kl. 20:00 140. s Sun 16/9 kl. 20:00 143. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 9/3 kl. 20:00 59. s Lau 10/3 kl. 20:00 60. s Sun 11/3 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu aukasýningar komnar í sölu. Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fös 13/4 kl. 20:00 Frums. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Sun 29/4 kl. 20:00 10. s Lau 14/4 kl. 20:00 2. s Sun 22/4 kl. 20:00 6. s Mið 2/5 kl. 20:00 11. s Sun 15/4 kl. 20:00 3. s Mið 25/4 kl. 20:00 7. s Fim 3/5 kl. 20:00 aukas. Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 8. s Fös 4/5 kl. 20:00 12. s Fim 19/4 kl. 20:00 4. s Fös 27/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 13. s Fös 20/4 kl. 20:00 5. s Lau 28/4 kl. 20:00 9. s Sun 6/5 kl. 20:00 14. s Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Lau 24/3 kl. 20:00 Frums. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Sun 25/3 kl. 20:00 2. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Lau 21/4 kl. 20:00 18. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Sun 22/4 kl. 20:00 19. s Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Fim 26/4 kl. 20:00 20. s Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Slá í gegn (Stóra sviðið) Fös 9/3 kl. 19:30 6.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 Auka Lau 10/3 kl. 16:00 5.sýn Fös 6/4 kl. 19:30 Auka Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Fim 12/4 kl. 19:30 Auka Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fim 15/3 kl. 19:30 Auka Fös 16/3 kl. 19:30 Síðustu Síðustu sýningar komnar í sölu Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 11/3 kl. 13:00 Síðustu Síðustu sýningar komnar í sölu Faðirinn (Kassinn) Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 28.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 30.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 27.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 29.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 31.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Efi (Kassinn) Fös 9/3 kl. 19:30 16.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 18.sýn Mið 21/3 kl. 19:30 20.sýn Sun 11/3 kl. 19:30 Auka Sun 18/3 kl. 19:30 19.sýn Fim 22/3 kl. 19:30 21.sýn Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Sun 11/3 kl. 13:00 14.sýn Sun 18/3 kl. 13:00 15.sýn Sun 25/3 kl. 13:00 Síðasta Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 Fesival Mið 18/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 9/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 22:30 Lau 10/3 kl. 22:30 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.