Morgunblaðið - 14.03.2018, Side 12

Morgunblaðið - 14.03.2018, Side 12
Kennsla Mohamed Sesay, einn af aðalvefurunum í Brama Town, sýnir Snæbirni Stefánssyni veftæknina. Snæbjörn er í hönnunarteyminu 1+1+1 og einnig í íslenska hönnunardúóinu Hugdetta. Í verkefninu Sweet Salone mætast tveir heimar, íslensk hönnun og afr- ískt handverk. Afraksturinn er sam- bland af þeirri gleði, von, lærdómi og vináttu sem verkefnið hefur gefið af sér. Í dag, miðvikudag 14. mars, kl 17 verður nýjasti hluti verkefnisins Sweet Salone kynnt í Mengi, Óðins- götu 2, í Reykjavik. Þar verður fagnað litríku samstarfi hönnunarteymisins 1+1+1 við handverksfólk í Sierra Leone. Í tilkynningu kemur fram að 1+1+1 sé samstarfsverkefni hönn- unarteymisins Hugdettu frá Íslandi, Aalto+Aalto frá Finnlandi og hönn- uðarins Petru Lilju frá Svíþjóð. „Við trúum því að í gegnum samtal og samvinnu verði til þekking og skilningur sem víkkar sjóndeildar- hringinn og stuðlar að bættum lífs- kjörum fólks.“ Vefarar í þorpinu Brama Town í Sierra Leone hafa verið að vefa vörur hannaðar af 1+1+1 og lært heilmikið í ferlinu. Þau nota bambus sem þau sækja út í náttúr- una í kringum þorpið og vefa aðallega körfur hversdags sem þau selja við veginn. Verkefnið er unnið að frum- kvæði Auroru velgerðarsjóðs sem síðastliðin 11 ár hefur stutt við upp- byggingu í Sierra Leone. Sjóðurinn hefur einnig stutt við íslenska hönn- un í gegnum Hönnunarsjóð Auroru. Samstarfsverkefnið Sweet Salone Íslensk hönnun og afrískt handverk mætast Ljósmynd/Olivia Acland Ljósmynd/Michael Duff Hópur Hluti af vefurum þorpsins Brama Town með lampa- skerma sem þau hafa verið að gera fyrir verkefnið. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018 Léttir í lund Strákarnir í Barbara eru lífsglaðir og góðir vinir, alveg til í að halda hver á öðrum ef svo ber undir. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við kynntumst allir í kórnumí Menntaskólanum íReykjavík þegar Kári Þor-mar dómorganisti var að stjórna honum. Á lokaári okkar í MR stofnuðum við kvartettinn Barbara til þess eins að taka þátt í Söng- keppni framhaldsskólanna vorið 2014. Þá söng Pétur Björnsson bass- ann með okkur en hann var lærð- astur af okkur í tónlist og leiddi okk- ur. Eftir útskrift fór Pétur af landi brott til fiðlunáms og þá fór kvart- ettinn í dvala um tíma. En okkur langaði til að halda áfram að syngja saman og halda þessum góða vin- skap sem hafði tekist með okkur í menntó, svo við fengum Þórð Atla- son til liðs við okkur í stað Péturs. Og höfum sungið saman síðan,“ segja þeir Páll Sólmundur Eydal og Gunn- ar Thor Örnólfsson sem skipa kvart- ettinn Barbara ásamt fyrrnefndum Þórði og Stefáni Þór Þorgeirssyni. Eins og nafn kvartettsins gefur til kynna eru lögin sem þeir syngja flest í svokölluðum barbershop-stíl, sem er ekki hefðbundinn kórsöngur því melódían er alltaf í næstefstu rödd- inni, ekki þeirri efstu. Þeir Gunnar og Páll skiptast á að syngja tvær efri raddirnar, „lead“ og tenór, hinir sjá um baritón og bassa. Masterclass hjá Paul Phoenix „Þegar Þórður bættist í hópinn ákváðum við að gera þetta af alvöru og æfðum í hverri viku heilan vetur. Það var okkur svolítið til trafala að við vorum ekki allir jafnvígir í nótna- lestri. Gunnar var sterkastur í því svo hann mataði okkur á laglínunum, en það gat verið mikið hark að púsla þessu öllu saman.“ Eftir að Þórður byrjaði í Lista- háskólanum höfðu þeir aðstöðu þar til æfinga. „Til að koma pressu á okk- ur og læra ný lög bjuggum við til Mánubarb; vikulegt einnar mínútu myndband þar sem við sungum bút úr því lagi sem við vorum að æfa hverju sinni. Við settum það á face- booksíðuna okkar og þannig gat fólk fylgst með hvað við vorum að gera og við haldið okkur vel við efnið,“ segja þeir og bæta við að í janúar í fyrra- vetur hafi kvartettinn skellt sér á námskeið hjá Paul Phoenix, fyrrver- andi söngvara King’s Singers á Eng- landi. „Þetta var ákveðinn vendi- punktur fyrir okkur, því eftir það fórum við að taka sönginn fastari tökum og hafa meiri trú á okkur. Við áttuðum okkur á að það sem við vær- um að gera væri gott. Paul Phoenix sagði að hljómurinn væri algerlega á sínum stað hjá okkur og raddirnar okkur féllu vel saman. Hann gaf okk- ur líka ráð í tengslum við sviðs- framkomu, hvernig við ættum að bera okkur, túlka og annað slíkt sem skiptir líka miklu máli þegar við komum fram.“ Viljum ekki nota míkrófóna Frá því síðastliðið vor hafa fjór- menningarnir í Barbara haft þann háttinn á að þeir kaupa tilbúnar út- setningar á lögum sem þeim hugn- ast, oftast á barbershop.org. „Þar getum við keypt bæði nóturnar og svokallað „learning tracks“, en þá er búið að syngja hverja rödd fyrir sig og líka heildarsamsetninguna. Þetta gerir allt svo miklu auðveldara fyrir alla, bæði þá sem syngja eftir eyranu og þá sem syngja eftir nótum. Hver og einn hlustar þá heima á sína rödd og svo þegar við hittumst á æfingum stillum við saman.“ Þeir segjast hafa lagt Mánubarb á hilluna en nota tímann frekar til að æfa sem flest lög og fullvinna þau. „Til að safna á lager, því við vilj- um eiga sem mest í handraðanum þegar við komum fram. Við höfum undanfarin tvö ár sungið af og til á sýningum hjá Reykjavík Kabarett, fullorðinssýningum á vegum Mar- grétar Erlu Maack. Þar fyrir utan höfum við komið mest fram í einka- samkvæmum, árshátíðum, afmælum og öðru slíku. Við gefum kost á okkur til hvers konar viðburða, við viljum koma fram sem oftast. Og við syngj- um bæði á íslensku og ensku. Við syngjum sjaldnast með míkrófóna – viljum frekar nota rýmið og fá að þenja okkur,“ segja þeir félagar og bæta við að fólk sem vilji fá þá til að skemmta geti sent þeim skilaboð á facebooksíðu þeirra: Kvartettinn Barbari. „Þegar við komum fram í einkasamkvæmum syngjum við oft- ast þrjú til fimm lög, enda er þetta orkumikil tónlist og mikið að gerast á sviðinu.“ Stefna á að taka þátt í barber- shop-söngkeppni í Las Vegas Þeir fá greinilega seint nóg af því að syngja félagarnir Gunnar og Páll, því báðir eru þeir í Mótettu- kórnum í Hallgrímskirkju og þar fyrir utan er Gunnar í kórnum Ægi- sif, oktettinum Fjárlaganefnd og klassísku söngnámi. Þórður er í Há- skólakórnum, Stebbi spilar á píanó og Palli spilar á gítar og bassa. „Þetta er okkar líf og yndi. Fé- lagsskapurinn er dýrmætur og það er gaman að gera eitthvað flott með vinum sínum. Við erum allir mjög uppteknir en það er sama hversu mikið er að gera; við finnum alltaf leið til að hittast á æfingum.“ Þeir eru allir bæði í skóla og vinnu og í öðrum tómstundum; Palli er í lyfja- fræði og vinnu, Gunnar í málvís- indum og vinnu, Stefán er að klára verkfræði og byrjar í leiklist í LHÍ í haust og Þórður var að skipta úr Engir rustar þótt kenni sig við barbara Þeir vita fátt skemmtilegra en að syngja og gefa því kost á sér til söngs við hverskonar tækifæri; í afmæl- um, á árshátíðum og öðru slíku. Kvartettinn Barbari vill nota rýmið til að þenja sig. Söngglaðir Þeir tóku lagið fyrir ljósmyndara, enda fúsir mjög til söngs. Í tilefni af Heilaviku í Háskólanum í Reykjavík hafa verið hádegisfyrir- lestrar tengdir heilanum. Á morgun, fimmtudag, verður einn slíkur í stofu V101 í HR kl. 12-14. Þar ætla Ólína Við- arsdóttir, sálfræðingur, doktorsnemi og landsliðskona í fótbolta og Lára Eggertsdóttir Claessen, deildarlæknir á Landspítala, að fjalla um heilahrist- ing undir yfirskriftinni: Erindi Heila- hristingur og afleiðingar hans: Reynslusaga og læknisfræðilegt sjón- arhorn. Einnig ætlar María K. Jóns- dóttir, dósent við sálfræðisvið HR, að fjalla um hvernig við getum best stuðlað að eigin heilahreysti, dregið úr líkum á því að fá heilabilun og þar með aukið lífsgæði okkar á efri árum. Er- indi sitt kallar hún: Heilahreysti á efri árum: Að taka því sem að höndum ber eða spyrna við fótum? Sálfræðinemar kynna einnig ýmis verkefni sem þeir hafa unnið um heil- ann. Allir eru velkomnir. Hádegisfyrirlestrar í tilefni Heilaviku Heilahreysti og heilahristingur Heili Hann er sannarlega margslungið líffæri sem ræður mörgu um líf okkar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.