Morgunblaðið - 14.03.2018, Side 29

Morgunblaðið - 14.03.2018, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018 Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú verður að láta reyna á dómgreind þína því það hefur ekkert upp á sig að láta aðra stjórna lífi þínu á öllum sviðum. Vertu varkár, segðu ekki of mikið. 20. apríl - 20. maí  Naut Yfirmaðurinn sér eitthvað í þér. Þótt erfiðleikar skjóti upp kollinum hér og þar eru þeir bara til að sigrast á og þú hefur gaman af þeirri glímu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér er heitt í hamsi og þarft að gæta þess að það bitni ekki á þeim sem síst skyldi. Þú hefur tekið ákvörðun sem hreyfir við vinum þínum og ættingjum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur margt að gleðjast yfir á þessum degi. Fólk er vingjarnlegt, fullt af stuðningi og því þykir gaman að hitta þig. Njóttu þess að eyða tíma með fjölskyldunni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er skynsamlegt að hafa eitthvað í bakhöndinni ef einhver áætlun skyldi ekki verða að veruleika. En sjálfsagt er að njóta meðbyrsins meðan hann er. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það má alltaf finna þann flöt á málum að hægt sé að halda upp á þau. Mikilvæg reynsla fæst ekki alltaf án sársauka. Skoðaðu málin frá öllum hliðum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Með gamansemi léttir þú bæði þér og öðrum störfin og hennar vegna vilja allir vinna með þér og fá þig í samkvæmi sín. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hafðu fullkomnunaráráttuna með þér inn í daginn, því hátt viðmið þitt fær- ir þig nær draumunum þínum. Sinntu hjálp- arbeiðni gamals vinar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Freistingarnar eru ekki til þess að falla fyrir þeim; það er bara afsökun þeirra, sem veikir eru á svellinu. Sannir vinir ýta hverjir öðrum áfram til afreka. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gættu þess að vera sérstaklega skýr í öllum tjáskiptum við aðra í dag, ekki síst fjölskyldumeðlimi. Notaðu tækifærið og ræddu þýðingarmikil mál við aðra, ekki síst systkini. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Brynjaðu þig fyrir andstöðu ann- arra og haltu þig við fyrri áætlanir. Farðu var- lega í fasteignaviðskiptum og samninga- viðræðum um arf og sameiginlegar eignir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér finnst mjög gaman að sýna þig þegar völlur er á þér. Farðu þér samt hægt og láttu öryggið sitja í fyrirrúmi. Beittu eðlilegri gagnrýni áður en þú tekur undir málstað annarra. Ólafur Stefánsson birti á Leirn-um „skrýtnar vísur og skemmtilegar“ og hélt sig við töl- una tólf. Níu komust fyrir í Vísna- horni á mánudag og hér koma þrjár þær síðustu: Sveinbjörn Egilsson er þungorð- ur og skorinyrtur í þessum „rit- dómi“: Þetta birtir bragarskort blómaskert og heldur þurrt, það er stirt og illa ort ekki vert að láta burt. Það er „fútt“ í Stellurímum Sig- urðar Péturssonar: Þar var gleði, glaumur, svall, garpar sungu og léku á mis, beljandi straumur skála skall um skjálfandi gljúfur vélindis. Og þá er að velja tólftu og síðustu vísuna. Látum Sigluvíkur-Svein hafa síðasta orðið: Það er ætíð meining mín mestan bæti trega brúði mæta og brennivín brúka gætilega. Hér lýkur Ólafi. Mér finnst rétt að halda áfram og fylla Vísnahorn- ið í sama anda – með skrýtnum vís- um og skemmtilegum. Ísleifur Gíslason orti: Landið okkar vigtað var – að vísu er það talið ungt: Það eru fjórir fjórðungar. Mér finnst það ekki vera þungt. Mývetningar eru löngum hnyttn- ir. Svo kvað Hjálmar Stefánsson Vagnbrekku: Heitir Gola hryssa stinn. Hún er í fola bráðskotin. Brýtur í mola meydóm sinn, mörg eru svola tilfellin. Friðrik Jónsson á Helgastöðum kvað: Heimsins brestur hjálparlið, hugur skerst af ergi. Þegar mest ég þurfti við þá voru flestir hvergi. Enginn veit sitt endadægur. Kristmann Guðmundsson orti: Gegnum lífið létt án vanda liðugt smó hann. Nennti seinast ekki að anda og þá dó hann. Hér er gömul manvísa: Fyrri kýs ég, falda brú, í faðmi að sofna þínum, en Indíalöndin eiga þrjú með öllum gæðum sínum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Síðustu stökurnar og fjórir fjórðungar „ÞAU HÖFÐU EKKERT Í HÖNDUNUM. VERST AÐ ÞÚ SAGÐIR RANNSÓKNARLÖGGUNNI AÐ „TAKA VÍSBENDINGUNNI“.“ „STRÆTÓINN MINN FER EFTIR TVÆR MÍNÚTUR OG ÉG ÆTLA AÐ VERA UM BORÐ!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hún lætur þér líða eins og sólin skíni! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann KANNSKI HEFÐUM VIÐ EKKI ÁTT AÐ KOMA ÓBOÐIN! NEI NEI! KALLI OG FRÚ MUNU ELSKA AÐ SJÁ OKKUR! ÞAU SVARA EKKI! HELDURÐU AÐ ÞAU SÉU ÚTI? NEI, ÉG HEYRI Í ÞEIM BLÓTA ÞARNA INNI! BANK BANK BANK ÞAÐ ER SVO MARGT Í GANGI Í VERÖLDINNI ÞAÐ ER ERFITT AÐ FYLGJAST MEÐ KJAFTÆÐI. GERÐU BARA ÞAÐ SEM ÉG GERI HUNSAÐU ÞAÐ Víkverji lýsir velþóknun sinni áCliff Burton-þemanu í spurn- ingakeppnmi framhaldsskólanna Gettu betur! á þessum vetri. Ætli bassaleikarinn sálugi úr Metallica hafi séð það fyrir þegar hann „tjill- aði“ á fallegu vorkvöldi vestur í San Francisco 1986 að hann ætti eftir að verða í lykilhlutverki í spurn- ingakeppni ungmenna hér uppi á Ís- landi 32 árum síðar? Svona er heim- urinn skrýtinn. x x x Burton hefur borið í tvígang ágóma í sjónvarpshluta Gettu betur!, svo Víkverji hafi séð, það gæti verið oftar, og birt af honum ljósmynd. Fyrst var spurt um hljóm- sveit hans, þrassbandið góðkunna Metallica, og stóðu svarendur þá á gati. Staðreynd sem Víkverji og fleiri þrasshausar eiga erfitt með að kyngja. Nú á föstudaginn var svo spurt um dánarstað franska heim- spekingsins René Descartes en hann sálaðist í Svíþjóð á því herrans ári 1650. Og hvernig tengist það Cliff Burton? Jú, hann lét líka lífið í Sví- þjóð, haustið 1986, í rútuslysi. Mun- urinn er sá að Descartes lést í Stokkhólmi en Burton skammt frá Ljungby í Smálöndunum. x x x Spurningin um Descartes var íbesta falli loðin og myndefnið ruglandi en lið Fjölbrautaskólans í Breiðholti lét ekki slá sig út af laginu og kom með rétt svar. Vel gert! Af því tilefni henti annar spurningahöf- unda, Villi naglbítur, í meinfyndinn René Descartes-brandara. Það er létt yfir mönnum þarna í Gettu bet- ur! í vetur og er það vel. x x x Svarið dugði FB skammt en gamliskólinn hans Víkverja, Mennta- skólinn á Akureyri, vann sannfær- andi sigur í keppninni. Sú sveit virk- ar óvenju vel að sér enda þótt hún kveikti hvorki á Burton né Desc- artes. Skólameistari hefur vænt- anlega farið yfir það með henni strax í gær. Hvað er annars með þessa ágætu kisu í MA? Hvenær kom hún til skjalanna? Var ekki meðan Vík- verji nam nyrðra. vikverji@mbl.is Víkverji Og Jesús sagði við alla: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn daglega og fylgi mér (Lúk: 9.23)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.