Morgunblaðið - 14.03.2018, Side 31

Morgunblaðið - 14.03.2018, Side 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018 Nokkrir af virtustu karlkyns lista- mönnum Suður-Kóreu hafa undan- farið verið sakaðir um alvarlegt kyn- ferðislegt ofbeldi og áreitni og skekur umræðan menningarlíf landsins. Ásakanirnar hafa komið fram með #MeToo-hreyfingunni og hefur þekktasta skáld þjóðarinnar, Ko Un, meðal annars verið sakaður um alvarlega áreitni og þá hafa þrjár leikkonur stigið fram og sagt kvik- myndaleikstjórann Kim Ku-duk, sem hlotið hefur virtustu verðlaun á kvikmyndahátíðunum í Cannes, Berlín og Feneyjum, hafa ráðist á þær og nauðgað þeim. Hann hafnar því með öllu og kveðst hafa stundað kynlíf með konunum með fullu sam- þykki þeirra. Einn þekktasti leikari Suður- Kóreu, Jo Min-ki, fyrirfór sér í lið- inni viku. Hann hafði verið rekinn úr starfi leiklistarprófessors í einum háskóla landsins eftir að átta konur stigu fram og sögu hann hafa nauðg- að þeim og áreitt kynferðislega. Jo hafði verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni en hann hengdi sig og skildi eftir sex síðna bréf þar sem hann bað fjölskyldu sína og nem- endur afsökunar. Þá baðst fyrrverandi listrænn stjórnandi Þjóðleikhúss Suður- Kóreu opinberlega afsökunar á gjörðum sínum, eftir að kona hafði borið hann þungum sökum um kyn- ferðislega áreitni. Sýningu lokað og ljóðum eytt Skáldið Ko Un, sem hefur undan- farin ár ítrekað verið orðaður við Nóbelsverðlaunin og er 84 ára gam- all, er sakaður um grófa framkomu við yngri skáldkonur. Þess má geta að úrval þýðinga Gyrðis Elíassonar á verkum Ko Un, Sorgin í fyrstu persónu, kom út í fyrra. Fyrstu ásakanirnar á hendur Ko Un birtust í desember í fyrra, í ljóð- inu „Skrímsli“ eftir skáldkonuna Choi Young-mi en í því er fjallað um áreitni af hálfu gamals karlskálds sem er kallað En. Lesendur þóttust þar þekkja Ko, enda pössuðu ýmsar lýsingar í því við feril hans. Gegnum útgefanda sinn í Bretlandi bar Ko Un ásakanir um „ítrekaða óviður- kvæmilega hegðun“ af sér – athygli vekur að hann hefur ekki neitað því í heimalandinu – en Choi steig þá fram og þótt hún nafngreindi ekki Ko sagði hún lýsingarnar sannar. Og fleiri skáld hafa tekið undir það og lýst ruddalegri framkomu Ko, sem er meðal annars sagður hafa þuklað konur ítrekað og fróað sér fyrir framan þær. Í kjölfar ásakananna hafa borgar- yfirvöld í Seúl lokað sérstakri sýn- ingu um skáldskap Ko Un í borg- arbókasafninu, Manibo-safninu hans svokölluðu en í því voru 4.001 hand- skrifuð ljóð skáldsins frá 30 árum, með nöfnum 5.600 manna og kvenna sem hann hafði hitt. Þá hafa ljóð Ko Un verið fjarlægð úr sýnisbókum um skáldskap sem kenndar eru við skóla landsins. Ko Un er langþekktasta skáld Suður-Kóreu. Ungur var hann búddamunkur í um áratug en kvaddi regluna árið 1962 og hefur verið gríðarlega afkastamikið skáld síðan og sent frá sér yfir 150 ljóðabækur. Hafa ljóð eftir hann verið þýdd á fjölda annarra mála. Listamenn sakaðir um nauðgun og áreitni AFP Leikarinn Jo Min Ki fyrirfór sér í kjölfar ásakana átta kvenna. Leikstjórinn Kim Ki Duk er sak- aður um að hafa nauðgað konum. Ko Un Þekktasta skáld landsins er borið þungum sökum.  Alvarlegar ásakanir skekja menningarlíf í Suður-Kóreu Hinn víðkunni hljómsveitarstjóri James Levine var rekinn frá hljóm- sveit Metropolitan-óperunnar í New York á mánudag. Hann hafði verið listrænn stjórnandi hennar í 40 ár og er eignað að hafa gert hana að einni af bestu hljómsveitum samtímans. Hann hefur iðulega verið sagður áhrifamesti og besti bandaríski hljómsveitarstjórinn. Levine var rekinn eftir að rann- sóknarnefnd sem yfirstjórn óp- erunnar skipaði sagðist hafa nægi- legar sannanir fyrir því að stjórnandinn hefði misnotað yngri hljóðfæraleikara kynferðislega gegnum árin. Levine hafði verið sendur í leyfi í desember eftir að The New York Times birti alvarlegar ásakanir nokkurra manna á hendur honum og lýstu því hvernig hann hefði not- að vald sitt sem virtur og áhrifa- mikill stjórnandi til að áreita þá og níðast á þeim. Levine sagði árið 2016 upp sem aðalstjórnandi. Hann hafði þá stjórnað úr hjólastól um hríð vegna bakmeiðsla, en stjórnaði þó hljóm- sveitinni áfram af og til. AFP Rekinn James Levine var rekinn eftir 40 ár við Metropolitan-óperuna. Levine rekinn frá Metropolitan óperunni  Sagður hafa beitt yngri menn ofbeldi Röng mynd birtist með ljósvakapistli Við vinnslu Ljósvakans sem birt- ist í blaðinu í gær urðu þau mistök að röng mynd var birt með pistl- inum. Beðist er velvirðingar á þess- um leiðu mistökum. Skrifunum átti að fylgja meðfylgjandi mynd af Gísla Marteini Baldurssyni, umsjónar- manni bráðskemmtilegrar þátta- raðar um belgíska myndasöguhöf- undinn George Remi, betur þekktur sem Hergé, og Tinnabækurnar sem verið hefur á dagskrá Rásar 1 und- anfarnar helgar. Í pistlinum var les- endum á það bent að hægt væri að nálgast þessa skemmtilegu, fróðlegu og vönduðu þætti Gísla Marteins í Sarpinum á vef RÚV í þrjá mánuði frá frumflutningi sem og innslög í Lestinni þar sem rætt var við Tinna- aðdáendur. Gísla Marteini var hrós- að í hástert fyrir jafnt fagmennsku og ástríðu við þáttagerðina. LEIÐRÉTT Fagmennska Gísli Marteinn beindi sjónum sínum að Hergé og Tinna. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 16/3 kl. 20:00 Frums. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Sun 18/3 kl. 20:00 2. sýn Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Mið 21/3 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Fim 22/3 kl. 20:00 aukas. Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Fös 23/3 kl. 20:00 3. s Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Lau 17/3 kl. 20:00 138. s Sun 9/9 kl. 20:00 140. s Fim 13/9 kl. 20:00 142. s Fös 7/9 kl. 20:00 139. s Mið 12/9 kl. 20:00 141. s Sun 16/9 kl. 20:00 143. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fös 13/4 kl. 20:00 Frums. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Sun 29/4 kl. 20:00 10. s Lau 14/4 kl. 20:00 2. s Sun 22/4 kl. 20:00 6. s Mið 2/5 kl. 20:00 11. s Sun 15/4 kl. 20:00 3. s Mið 25/4 kl. 20:00 7. s Fim 3/5 kl. 20:00 aukas. Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 8. s Fös 4/5 kl. 20:00 12. s Fim 19/4 kl. 20:00 4. s Fös 27/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 13. s Fös 20/4 kl. 20:00 5. s Lau 28/4 kl. 20:00 9. s Sun 6/5 kl. 20:00 14. s Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Lau 24/3 kl. 20:00 Frums. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Sun 25/3 kl. 20:00 2. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Lau 21/4 kl. 20:00 18. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Sun 22/4 kl. 20:00 19. s Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Fim 26/4 kl. 20:00 20. s Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Fim 12/4 kl. 19:30 Auka Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 Auka Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Fös 6/4 kl. 19:30 Auka Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fim 15/3 kl. 19:30 Auka Fös 16/3 kl. 19:30 Síðustu Síðustu sýningar komnar í sölu Faðirinn (Kassinn) Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 28.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 30.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 27.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 29.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 31.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Efi (Kassinn) Lau 17/3 kl. 19:30 18.sýn Mið 21/3 kl. 19:30 20.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 19.sýn Fim 22/3 kl. 19:30 21.sýn Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Sun 18/3 kl. 13:00 15.sýn Sun 25/3 kl. 13:00 Síðasta Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 Fesival Mið 18/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.