Morgunblaðið - 14.03.2018, Síða 36

Morgunblaðið - 14.03.2018, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 73. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Handtekinn fyrir utan fangelsið 2. Hársbreidd frá því að fjúka út af 3. Réðust á stúlku í undirgöngum 4. Andlát: Sverrir Hermannsson »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Lof og dýrð er yfirskrift tónleika sem Kammerkór Reykjavíkur og Kammerkór Seltjarnarneskirkju halda ásamt einsöngvurum í Sel- tjarnarneskirkju í kvöld kl. 20. Flutt verður verk eftir Jakob de Haan og nýtt verk eftir Sigurð Bragason, sem stjórnar ásamt Friðriki Vigni Stefáns- syni. Renata Ivan leikur á orgel og Sophie Schoonjans á blokkflautu. Frumflytja verk eftir Sigurð Bragason  Finnska sópran- söngkonan og Grammy-verð- launahafinn Karita Mattila syngur með Sinfóníu- hljómsveit Íslands í Eldborg Hörpu annað kvöld kl. 19.30 undir stjórn Yans Pascals Torteliers. Mattila túlkar ástarsöngva sem Wagner samdi við ljóð ástkonu sinnar Mathilde Wesendonck. Önnur verk eru Draumórasinfónían eftir Berlioz og Passacaglia eftir Webern. Karita Mattila túlkar ástarsöngva Wagners  Valgerður Guðnadóttir, Matthías Stefánsson, Helga Laufey Finnboga- dóttir, Guðjón Steinar Þorláksson og Erik Qvick halda tónleika í Salnum á föstudag kl. 20. Flutt verða ástkær dæg- urlög þjóðarinnar í nýj- um útsetningum í bland við frumflutn- ing laga eftir Val- gerði og Helgu Laufeyju. Ástkær dægurlög í bland við nýtt efni Á fimmtudag Austlæg átt 8-13 m/s, en 13-18 með suðurströnd- inni framan af degi. Víða rigning, einkum þó um landið suðaust- anvert. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan- og norðaustanátt, víða 8-15 m/s. Rigning eða slydda með köflum í flestum landshlutum. Hiti 1-6 stig syðra, frost um mestallt norðanvert landið en hlýnar eftir hádegi. VEÐUR Haukakonur tryggðu sér í gær deildarmeistaratitil kvenna í körfubolta með sigri á Val í æsispennandi leik, 71:67. Enn eru þrjár umferðir eftir af deildinni en forskot Hauka er of mik- ið fyrir önnur lið til að ná þeim. Karlalið Hauka hafði áður einnig tryggt sér deild- armeistaratitilinn á þessari leiktíð svo Hafnarfjarðar- félagið getur státað af báð- um titlum. »2 Haukar unnu báðar deildirnar „Mín upplifun hefur verið allt öðru- vísi. Hérna er allt í toppmálum. Ég er með íbúð á frábærum stað og hef ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Sig- rún Ella Einarsdóttir knattspyrnu- kona, sem notið hefur þess að vera hjá ítalska meistaraliðinu Fiorentina í vetur. Skammt er síðan tvær löndur hennar riftu samningi sínum við ann- að ítalskt félag. »1 „Mín upplifun hefur verið allt öðruvísi“ ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Að vinna bikarinn hefur verið draumur minn og markmið síðan ég vissi af þessu móti,“ segir hand- boltakempan unga Jóhanna Mar- grét Sigurðardóttir en lið hennar, HK, varð bikarmeistari í handbolta, 4. flokki kvenna eldri, um helgina eftir sigur á Val. Jóhanna var valin maður leiksins auk þess að vera markahæst í liði HK, með níu mörk. Hún segist oftast vera með þeim markahæstu en hún spilar stöðu vinstriskyttu. „Það er staða sem hentar mér vel því ég er hávaxin.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Jó- hanna vinnur bikarmeistaratitil með liði sínu en þær komust í úrslit á Ís- landsmeistaramótinu í fyrra. „Við höfum ekki unnið alla leiki í vetur en verið á mikilli uppleið und- anfarið. Við æfðum rosalega vel fyr- ir þennan leik, liðsheildin var sterk og stemningin í hópnum góð,“ segir Jóhanna, enn í skýjunum með sig- urinn. Hún æfir einnig með 16 ára landsliði Íslands í handbolta. Jóhanna byrjaði að æfa handbolta með HK þegar hún var níu ára og sér ekki eftir því, framtíðin er hand- bolti. „Mér hefur alltaf fundist handboltinn skemmtilegur og svo líður mér bara svo vel með boltann í höndunum.“ Flytur til Noregs í haust Jóhanna lýkur grunnskólagöng- unni í vor, er að klára 10. bekk í Smáraskóla og í haust hefur hún nám við íþróttamenntaskóla í Noregi. „Þar er lið sem heitir NTG Kongsvinger og ég fékk fyrirspurn frá þeim um hvort ég hefði áhuga á að fara þarna út og spila með þeim. Kvennalið- ið þarna er sterkt en það er með íslenskan þjálfara sem sá mig á landsliðsæf- ingu og sóttist eftir mér. Það spila tvær íslenskar stelpur með NTG Kongsvinger og önnur þeirra var í HK. Ég var ekkert mjög spennt fyrir þessu fyrst en eftir að ég fór og skoðaði aðstæður vissi ég að ég þyrfti að fara. Aðstaðan þarna er mjög góð og ég mun læra mjög mik- ið. Námið er þrjú ár en ég ætla að byrja á að fara í eitt ár og sjá hvern- ig gengur.“ Draumur Jóhönnu er að verða at- vinnumanneskja í handbolta og er það ein af ástæðunum fyrir því að hún velur að fara til Noregs, til að bæta sig. „Þarna er frábær aðstaða, stanslausar æfingar og ég fæ ein- kunn fyrir að spila handbolta,“ segir hún kát. Líður vel með boltann í hendi  Nýkrýndur bik- armeistari í hand- bolta með HK Morgunblaðið/Árni Sæberg Framtíðin Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, 15 ára, flytur til Noregs í haust til að spila með NTG Kongsvinger. Jóhanna er barnabarn Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. „Amma kemur alltaf að styðja mig, hún er eiginlega stuðnings- maður minn númer eitt,“ segir Jóhanna, sem er í mikilli handboltafjölskyldu. Tveir eldri bræður hennar spila handbolta með meist- araflokki HK og foreldrar hennar æfðu líka handbolta á yngri árum og spiluðu með yngri landsliðum Íslands. „Það er eiginlega ekki talað um neitt ann- að en handbolta við matarborðið heima.“ Auk þess að æfa handbolta nánast alla daga vikunnar þjálfar Jóhanna stelpur í 5. flokki HK. Hún segist læra mikið af því. Spurð um uppáhalds- handboltamenn segir hún það vera Aron Pálmarsson sem er í íslenska karlalandsliðinu og Noru Mørk í norska kvennalandsliðinu. Amma er stuðningsmaður nr. 1 ER BARNABARN JÓHÖNNU SIGURÐARDÓTTUR Uppáhald Nora Mørk. Nafn Manchester United verður ekki í skálinni þegar dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu á föstudaginn. Liðið tapaði á heimavelli gegn Sevilla, 2:1, í gær- kvöldi eftir að liðin höfðu gert marka- laust jafntefli á Spáni. Roma komst einnig áfram. »3 United féll úr leik í Meistaradeildinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.