Morgunblaðið - 21.04.2018, Side 20

Morgunblaðið - 21.04.2018, Side 20
Hvað brennur á kjósendum? Sigríður Garðarsdóttir Sirrý í sjoppunni í Þorlákshöfn Auðvitað brenna at- vinnumálin á okkur. Við þurfum að fá eitt- hvað fjölbreyttara hing- að, við þurfum fleiri störf. Það er haugur af fólki sem keyrir úr bæn- um á hverjum degi. Birgir Þór Brynjarsson nemandi á húsa- smíðabraut í FSu Ég er aðallega að hugsa um hús- næðismálin. Við þurfum fleiri ódýr- ar íbúðir þannig að ekki þurfi að taka risastór lán fyrir fyrstu íbúð- inni sinni. Morgunblaðið/Hari Einar Kristinsson verslunarmaður í Mosfelli á Hellu Það þarf að bæta sam- göngur. Hér við versl- unina leggur hrepp- urinn stétt hérna megin við hringtorgið en Vega- gerðin vill hafa hana hinum megin og þar leggja þeir sebrabraut- ina. Svo er bara ófært beggja vegna. Þetta er smá mál en búið að standa í þeim lengi. Íris Dröfn Kristjánsdóttir verslunarmaður á Flúðum Mér finnst málefni aldr- aðra brýnust. Það geng- ur ekki að senda fólk sem er búið að byggja upp sveitarfélögin í ann- að sveitarfélag til að eyða síðustu metrunum. Auðvitað þarf að hugsa um þessa vegi, en hugs- um fyrst og fremst um okkur. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Húsnæðisskortur, samgöngumál, bygging hjúkrunarheimila, heil- brigðisþjónusta og sambúðin við ferðamenn eru þau mál sem brenna hvað helst á Sunnlendingum þegar nær dregur kosningum til sveitar- stjórna. Þetta má ráða af viðtölum Morgunblaðins við nokkra íbúa á svæðinu að undanförnu. „Við erum að sjá ótrúlega eftir- spurn eftir húsnæði hérna í upp- sveitunum. Þú verður bara að beita einhverjum bellibrögðum til að leysa húsnæðismál fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu og landbúnaði. Það er ekkert til sölu á Selfossi nema á uppsprengdu verði og svo pressast þetta út í jaðarbyggðirnar. Ég held að ríkisvaldið þurfi að beita sértæk- um aðgerðum á þessum svæðum þar sem hefur orðið markaðsbrestur. Ef við ætlum að halda landinu í byggð þá verðum við að sætta okkur við að það kostar,“ segir Gunnar Þorgeirs- son, formaður Samtaka sveitarfé- laga á Suðurlandi. Gunnar segir að fyrir utan hús- næðismál séu stóru sameiginlegu málin á Suðurlandi um þessar mundir þrjú. „Samgöngumálin eru númer eitt. Hjúkrunarheimili númer tvö og heilbrigðisþjónustan, sjúkrastofn- anir, nærþjónusta við íbúa og sjúkraflutningar númer þrjú,“ segir hann. Augljóst er að brýn þörf er fyr- ir ný hjúkrunarheimili eftir að Kumbaravogi og Blesastöðum var lokað. Um þessar mundir bíða 36 eftir hjúkrunarrými á Suðurlandi og 86 bíða eftir hvíldarinnlögn. „Þessi 60 rými sem á að byggja hverfa bara á einum degi,“ segir Gunnar um stöðu mála. Brothætt heilbrigðisþjónusta Tíðar fréttir hafa verið fluttar af stöðu heilbrigðismála á Suður- landi í tengslum við fjölda umferðar- slysa þar. Mikil mildi þykir að oft hafi ekki farið verr en ella sökum langra vegalengda milli stofnana. „Við höfum sagt að Heilbrigðis- stofnun Suðurlands standi sig frá- bærlega með þeim fjármunum sem hún hefur en samfélögin undir HSU eru gríðarlega brothætt. Nærtækt dæmi er heilsugæslustöðin á Klaustri sem fékk þetta rútuslys í fangið. Auðvitað leystu þau verk- efnið en það hefði getað farið verr. Bílstjórinn á sjúkrabílnum er líka slökkviliðsmaðurinn og aðstoðar- maðurinn er líka hjúkrunarfræðing- urinn. Hvað hefði gerst ef þessi tvö Morgunblaðið/Hari Grænmetisræktun Hjá gróðrarstöðinni Jörfa á Flúðum var starfsfólk í óðaönn að pakka gulrótum á dögunum. Húsnæði, heilbrigð- ismál og samgöngur  Sambúðin við ferðamenn ofarlega í huga Sunnlendinga SUÐURLAND VEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er frábært að búa hérna. Hér er fullt af tómstundum og íþrótta- starfi fyrir börn og fullorðna. Leik- skólagjöldin eru með þeim lægstu á landinu og næg vinna fyrir þá sem vilja vinna,“ segir Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, bóndi og sveit- arstjórnarkona í Lambhaga á Rangárvöllum. Margrét og Ómar Helgason reka ásamt öðrum eitt stærsta nautgripabú landsins og fram und- an eru framkvæmdir; byggja á nýtt fjós sem mun bæta aðstöðu til mik- illa muna. Þau eiga fjögur börn svo það er oft ansi líflegt á heimilinu. Það er því eðlilegt að Margrét sé spurð af hverju hún sé að bæta sveitarstjórnarstörfum ofan á allt annað. „Á maður ekki að taka þátt í þessu meðan maður er ungur og er að nýta sér þjónustu sveitarfé- lagsins? Það er góður kostur að vera sjálfs sín herra, það auðveldar Samfélagsverkefni að sitja í sveitarstjórn  Margrét Harpa í Rangárþingi ytra Morgunblaðið/Hari Fjölskyldan í Lambhaga Það er oft líf í tuskunum hjá Margréti og Ómari og börnunum fjórum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.