Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 Hinn 24. mars sl. birtist grein í Morg- unblaðinu eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur og Viðar Frey Guð- mundsson, frambjóð- endur Miðflokksins, undir nafninu, „Hugs- um lengra en Hring- braut“. Enn og aftur þarf að leiðrétta rang- færslur um staðarval Landspítala og í þessu tilfelli er framkvæmdum í Danmörku blandað af vanþekk- ingu inn í málið. Rangar ályktanir um staðarvalsgreiningar Í greininni eru dregnar rangar ályktanir af staðarvalsvinnu um nýjan Landspítala. Rökstuðningur Önnu og Viðars byggir m.a. á að Ementor-skýrsla, frá árinu 2001 hafi mælt með byggingu nýs spít- ala frá grunni á nýjum stað, en henni hafi svo verið stungið undir stól. Þetta er rangt. Aðalverkefni Ementor snerist ekki um stað- arval á nýjum Landspítala heldur að innviðum og vinnuferlum spít- alans og sú vinna nýttist vel. Í lok skýrslunnar var Fossvogur ráð- lagður sem vænlegri bygging- arstaður „ef ekki ætti að byggja nýjan spítala á nýjum stað“. Ekk- ert val eða mat fór fram hjá þeim á hagkvæmni þess að byggja á nýjum stað. Ementorskýrslan full- yrti ekkert um að betra væri að byggja á nýjum stað frá grunni, eins og Hilmar Þór Björnsson, arkitekt gefur í skyn grein þann 19.4. Um það lögðu þeir ekkert mat, enda hefði það kallað á ít- arlega skoðun, en gáfu vissulega til kynna að byggja mætti nýjan spítala við Hringbraut. White arkitektar unnu um svip- að leiti ítarlega úttekt á staðarvali við Vífilsstaði, í Fossvogi og Hringbraut. Niðurstaða þeirra var sú að Hringbraut væri ákjósanleg- asti staðurinn. White arkitektar greindu staðina þrjá með til- liti til kosta og galla hverrar staðsetn- ingar, en Vífilsstaðir voru að þeirra mati versti kosturinn. Hvað getum við lært af Dönum? Í grein þeirra Önnu og Viðars er staðhæft að verið sé að byggja hátt í 30 spítala í Danmörku og flestir séu reistir í útjaðri byggðar. Þetta er rangt. Flestar framkvæmdanna eru misstórar viðbyggingar við núverandi spítala, en sex verkefni eru nýbyggingar. Hér að neðan eru nánari upplýsingar um þá spítala sem byggðir eru frá grunni á nýjum stað og hver reynsla Dana er af þessum nýbygging- arverkefnum eftir að maður kynnti sér það sérstaklega.  Nýi spítalinn í Hilleröd hefur ítrekað farið fram úr fjárhags- áætlunum. Ákveðið að fara í ný- byggingu árið 2007. Bygging- armagn og sjúkrarými skorið niður og afhendingu spítalans seinkað um 2-3 ár og verður 2022, 15 árum eftir að ákvörðun er tek- in.  Nýi háskólaspítalinn í Köge er að stærstum hluta nýbygging: Ráðgjafa-/arkitektafyrirtækið C.F Möller og Ramböll ráðgjafaverk- fræðingar voru reknir frá verkinu 2017 vegna þess að fyrsti hluta spítalaverkefnisins var kominn marga milljarða íslenskra króna fram úr áætlunum. Fram- kvæmdum á um það bil 110.000 fermetrum átti að vera lokið 2023, en mun seinka til 2024 vegna nýs útboðs sem fór fram í september 2017. Samtals 14-16 ár frá ákvörð- un.  Nýi spítalinn í Gödstrup: Plan frá 2007. Áætlun um afhendingu 2017 stóðst ekki fremur en kostn- aðaráætlanir; útboðsgögnum hefur seinkað og lengja þarf bygging- artíma til að draga úr kostnaði. Endurskoðuð áætlun miðar við að fyrsti hluti spítalabyggingarinnar verði afhentur 2020. Samtals verður byggingatími 13 ár.  Nýi háskólaspítalinn í Aar- hus, Skejby: Ákveðið að byggja árið 2005. Fjárhagsáætlanir hafa ekki staðist; byggingarmagn skrifstofuhúsnæðis skorið niður í kjölfarið. Innleiðing á starfsemi bráðamóttökunnar seinkaði um ár og veruleg mistök við uppsetn- ingu pípulagna hafa leitt af sér miklar rakaskemmdir. Fyrsta lagi tilbúinn 2019. 14 ára bygging- artími.  Nýi háskólaspítalinn í Odense: Það var ákveðið 2008 að byggja háskólaspítalann á auðu svæði við hliðina á Syddansk- háskólanum og planlögðum Cor- tex park vísindagörðum. Ekki ósvipuð hugmyndafræði og með LSH við Hringbraut. Útboð fer fram 2010 og 2011. Búið að seinka byggingunni um tvö ár frá upp- haflegri áætlun. Kostnaðaráætlun um 100 milljarðar króna, en hefur reynst mörgum milljörðum hærri en upphafleg fjárhagsáætlun. Byggingarframkvæmdir skornar niður og sveitarfélagið tók á sig 7 milljarða til að hægt yrði að halda áfram. Áætluð afhending 2022, 14 árum eftir ákvörðun.  Nýi háskólaspítalinn í Ála- borg: Ákveðið 2009. Fjárhags- áætlanir stóðust ekki. Því var m.a. ákveðið að sleppa byggingu „foreldrahótels“ og minnka sjúkrahótelið. Áætluð afhending 2020. Samtals 11-13 ára fram- kvæmdatími. Meðal fjölmargra viðbygginga við spítala í Danmörku má nefna að í Viborg er verið að byggja um 32.000 m2 viðbyggingu við sjúkra- húsið, framkvæmdatíminn 11 ár, frá 2009 – 2020. Í Kolding er ver- ið er að byggja við spítalann álíka stóra viðbyggingu og í Viborg og einnig er verið að byggja við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn. Það verk hefur gengið ágætlega. Hver eru þá skilaboðin? Það er mjög víða verið að byggja við spítala sem oft hefur reynst ágæt- lega, en mun sjaldnar eru byggðir spítalar frá grunni á nýjum stöð- um. Þegar Danir byggja spítala frá grunni, er ekki reynt að eltast við einhvern miðjustað borgar- svæðisins eins og Hilmar Þór álít- ur heldur koma mörg önnur sjón- armið til skoðunar. Stærri verkefni kalla almennt á meiri seinkanir og framúrkeyrslu í kostnaði. Hér á landi má búast við mun meiri seinkunum og framúrkeyrslu kostnaðar við helmingi stærri framkvæmd en nú er í gangi eða um 140.000 fer- metra nýbyggingu. Byggingartími yrði að lágmarki 12 ár til viðbótar við langan undirbúningstíma við aðal- og deiliskipulagsbreytingar, umhverfismat, umferðatengingar, þarfagreiningu byggingarinnar innanhúss, útboð, hönnun o.fl. sem getur auðveldlega tekið 10 ár. Nýr spítali í fyrsta lagi tilbú- inn í kringum 2040, vonandi a.m.k. fyrir 100 ára afmæli lýð- veldisins. Frá 2002 hefur verið miðað við áframhaldandi uppbyggingu við Hringbraut. Aðalskipulagi og deiliskipulagi við Hringbraut var breytt í kjölfar skipulags- samkeppni sem fram fór 2005; unnin var ítarleg þarfagreining og haldin alþjóðleg samkeppni í kjöl- far hæfnisvals um forhönnun spít- alans árið 2010. Fullnaðarhönnun sem boðin var út og er nú vel á veg komin; útboð framkvæmda við jarðvinnu og innviði verður boðin út í sumar og í kjölfarið bygging meðferðarkjarnans. Al- þingi hefur samþykkt fjármögnun og að stöðva hana og ætlað að setja aðra og stærri í gang síðar er algjörlega óábyrgt. Krafa okkar Reykvíkinga ætti að vera skýr. Klára upp- byggingu við Hringbraut sem fyrst. Reykvíkingar eiga að gera þá kröfu að ríkið klári hratt og vel uppbyggingu spítalans. Fram- bjóðendur til borgarstjórnar eiga ekki að gefa ríkisstjórninni neinn afslátt af því að klára núverandi uppbygginu meðferðarkjarna og rannsóknarhúss árin 2023/2024 og algjörlega ábyrgðarlaust að tefja málið. Slík er eingöngu til þess ætluð að vinna hylli óánægða íbúa með einhverri draumsýn. Stað- arval fyrir annar spítala á öðrum stað er aftur á móti eðlilegt og tímabært verkefni sem Reykja- víkurborg á að hafa strax frum- kvæði að með framtíðarþarfir í huga. Sá spítali, austar í borginni, hefði annað hlutverk en bráða- sjúkrahús/háskólasjúkrahús. Keldnalandið kæmi þar aug- ljóslega vel til greina ásamt íbúa- byggð. Eitt sjúkrahús á Íslandi er ekki nóg, - er óöruggt fyrir ey- land þekkt af náttúruhamförum og óásættanlegt fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk sem eini val- kosturinn. Sú aðferðafræði sumra [stjórn- málamanna], að forðast stað- reyndir og vandaða greiningu, en höfða frekar til tilfinninga fólks, er ekki ábyrg pólitík. Vandamálið er ekki staðsetning Landspítala heldur þarf að ráðast í nauðsyn- legar úrbætur samgöngumála í höfuðborginni, ekki fyrir Land- spítala heldur fyrir okkur öll. Þar þarf ný borgarstjórn að taka til hendinni. Endurteknar rangfærslur um byggingu Landspítala við Hringbraut Eftir Þorkel Sigurlaugsson » Frambjóðendur til borgarstjórnar eiga ekki að gefa ríkisstjórn- inni neinn afslátt af því að klára núverandi upp- byggingu meðferðar- kjarna og rannsóknar- húss árin 2023/2024. Þorkell Sigurlaugsson Höfundur er formaður velferðar- nefndar Sjálfstæðisflokksins. thorkellsig@gmail.com Seinni umferð Íslandsmóts skákfélaga hefur undanfarin ár farið svo nálægt dagskrá Reykja- víkurskákmótsins að úrslit og við- ureignir hafa því ekki alltaf fengið verðskuldaða athygli. Eins og komið hefur fram vann Víkinga- klúbburinn öruggan sigur með einu hæsta vinningshlutfalli í sögu keppninnar. Þess ber þó að geta að liðið sem hafnaði í 2. sæti, Hug- inn, fékk fleiri mótsstig og réði þar mestu sigurinn yfir Víkinga- klúbbnum í lokaumferðinni. Grein- arhöfundur deilir þeirri skoðun með fjölmörgum að löngu sé tíma- bært að taka upp stigafyrir- komulagið eins og í þýsku Bundes- ligunni, á ólympíumótum og víðar. Þetta er ekki sett fram til að gera lítið úr frammistöðu Íslandsmeist- aranna sem unnu góðan sigur eftir þeim leikreglum sem í gildi voru. Í síðustu viku skilaði Daði Óm- arsson því ágæta verki að færa inn á skrár allar skákir 1. og 2. deildar. Þetta er mikið verk og þakkarvert og margar athygl- isverðar skákir sjá nú dagsins ljós. Ein sú umtalaðasta var viðureign Margeirs Péturssonar á 3. borði gegn litháíska stórmeistaranum Kveinys í keppni TR við Vík- ingaklúbbinn. Eftir vafasama byrj- un hitti Margeir á sterka leiki í flóknu miðtafli og var með unnið tafl þegar hér var komið sögu: Íslandsmót skákfélaga 2017-’18, 7. umferð: Margeir – Kveinys 36. Hf1! Svartur vonaðist til að geta leik- ið 36. … Rgf3 en nú valdar hrók- urinn f3- reitinn og hótar mát- sókn. 36. … Rd7 Eini leikurinn en hvítur á 37. Hf7 og svartur er varnarlaus, t. 37. … Hc8 38. Dc3 eða 38. Hh7. 37. bxc6?? Hrikalegur afleikur sem ekki er hægt að skýra með öðru en æf- ingaleysi. 37. …. Dxa5 – og hvítur gafst upp. Hin þétta dagskrá mótsins gat af sér margar yfirsjónir jafnvel hjá hinum sterkustu meisturum. Þannig misstu Hannes Hlífar og Hjörvar Steinn vænlegar stöður niður í tap í viðureign Hugins og TR. Ef hægt er að draga lærdóm af næstu skák þá er hann sá að eng- inn skyldi stóla á æfingaleysi hjá „gömlu brýnunum.“ Daði Ómars- son vann glæsilegan sigur á Nóa Síríus-mótinu í fyrra og vann þá t.d. Jón L. Árnason sem var eitt- hvað að þæfast í vængtafli. Við svipað tækifæri nokkrum áratug- um fyrr – eftir 1. Rg1-f3 – stóð sjálfur Mikhael Tal yfir Jóni og sagði honum að þetta ætti hann ekki að gera. Af hverju? spurði Jón á móti. Vegna þess að þú ert kóngspeðsmaður, var svarið. Hvort töframaðurinn hafi vitjað Jóns fyrir eftirfarandi skákina liggur ekki fyrir en hann tefldi all- tént í stíl meistarans: Íslandsmót skákfélaga 2017-’18, 7. umferð: Jón L. Árnason – Daði Ómars- son Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Bc5 6. Rb3 Be7 7. 0-0 d6 8. c4 b6 9. Rc3 Rf6 10. f4 0-0 11. Df3 Bb7 12. Bd2 Rbd7 13. Kh1 Dc7 14. Hae1 Hfe8 Allt eftir „bókinni“ en Jón hefur margsinnis meðhöndlað svipaðar stöður með góðum árangri. 15. Rd4 g6 16. Dh3 e5 17. Rf3 exf4 18. Bxf4 Rc5 19. Rg5 h6 20. Rxf7! Tilfinningin fyrir stöðunni svík- ur ekki. Allir menn hvíts eru til- búnir til sóknar. 20. …. Kxf7 21. e5 Rxd3 22. Dxd3 dxe5 23. Bxe5 Had8 24. Rd5! Bxd5 25. cxd5 Hd6 Betra var 25. … Dc5 en „vél- arnar“ segja mér að hvítur eigi að vinna eftir 26. b4! Dxb4 27. He4 Dc5 28. De2! o.s.frv. 26. Bxd6 Dxd6 27. He6! Db4 28. De2 Da4 29. De5 Dh4 30. d6 – og svartur gafst upp. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Þú ert kóngspeðsmaður Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.