Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 ✝ Gréta SigrúnTryggvadóttir fæddist 12. ágúst 1941 á Raufafelli í Austur-Eyjafjalla- hreppi. Hún and- aðist á gjörgæslu- deild FSA 11. apríl 2018. Foreldar Grétu Sigrúnar voru Ei- ríkur Tryggvi Þor- björnsson, f. 6.8. 1909, d. 22.5. 1969, og Kristín María Guðjónsdóttir, f. 18.2. 1909, d. 24.10. 1986. Bræður Grétu Sigrúnar eru drengur, f. andvana 1935, Ástþór Jón Tryggvason, f. 6.4. 1937, d. 13.10. 2014, Þórir Finnur Tryggvason, f. 22.3. 1939, og Ólafur Guðjón Tryggvason, f. 5.6. 1940, d. 20.2. 2010. Hinn 27. desember 1969 gift- ist Gréta Sigrún Guðmundi Má Sigurbjörnssyni, f. 12.10. 1943, d. 4.4. 2014, þau slitu sambúð árið 1992. Börn Grétu Sigrúnar og Guðmundar eru: 1) Sigríður Kolbrún, f. 1966, maki Svavar Magnússon, f. 1960, börn þeirra eru a) Guð- mundur Gísli, maki Friðrik Halldór Kristjánsson. b) Magnús Ingi, maki Oddný Alda Bjarnadóttir. c) Sigurður Svavar, maki Poula Rós Mittelstein og syn- ir þeirra Petur Marinó og Daníel Máni. d) Kristín María, maki Róbert Atli Di- dron. 2) Tryggvi Kristbjörn, f. 1967, m. Lára Soffía Hrafns- dóttir, f. 1971, börn þeirra a) Petra Breiðfjörð, maki Ingi Valur Davíðsson, synir þeirra eru Baltasar Ríó og Rómeó Bent. b) Alexander Reynir, c) Siguringi Hólmgrímsson. 3) Guðmundur Rúnar, f. 1974, maki Sigurlaug Íris Hjaltested, f. 1974, börn þeirra eru Birg- itta Þórey, maki William Divin- agracia. b) Greta Þórunn, c) Áróra Sif. Útför Grétu fer fram frá Stærri-Árskógskirkju í dag, 21. apríl 2018, klukkan 13.30. Að morgni miðvikudagsins 11. apríl síðastliðinn lést móðir mín eftir tveggja ára baráttu við krabbamein. Elsku mamma mín, þá er kom- ið að kveðjustund. Mikið á ég eftir að sakna samtala okkar, við hitt- umst næstum á hverjum degi og töluðumst við í síma 2-3 á dag. Þú varst sönn hetja í þinni baráttu, aldrei kvartaðir þú, alveg sama hversu mikið sem þú varst veik. Þá er komið að kveðjustund, sem kom of fljótt í mínum huga. Ég vissi að kallið kæmi en var ekki tilbúin. Ég veit að pabbi, afi og amma munu taka vel á móti þér. Ég kveð þig með tárum og mun ávallt elska þig, mamma mín. Guð geymi þig. Blessuð vertu baugalín. Blíður Jesú gæti þín, elskulega móðir mín; mælir það hún dóttir þín. (Ágústína J. Eyjólfsdóttir) Þín dóttir Sigríður Kolbrún. Elsku amma Gréta. Í dag verður elsku amma mín lögð til hinstu hvílu. Mér er þungt fyrir brjósti að horfa á eftir henni og er ég ekki einn um það. Ég man eftir ferðinni okkar saman sem er mér mjög minnis- stæð. Við keyrðum suður og stopp- uðum í gamla Staðarskála og var ferðinni heitið undir Eyjafjöll til Ástþórs að ná í kjöt. Svo komum við við hjá Önnu og Kidda á Rauf- arfelli sem var hefð. Allt þetta gerðum við á einum degi, elsku amma, og fífluðumst við mikið í þessari ferð. Mig langar að koma með eitt ljóð til þín, elsku amma: Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson) Þangað til næst, elsku amma Gréta. Þinn Guðmundur Gísli. Elsku amma. Þegar við Magnús kynntumst þá talaði hann um þig og hve mik- ilvæg þú værir honum og um leið þótti mér vænt um þig án þess þó að hafa hitt þig, ég vissi einfald- lega að kona sem hefði svo falleg áhrif á þennan unga mann væri dásamleg kona en mig óraði ekki fyrir þeirri ólýsanlegu væntum- þykju sem ég fann þegar við hitt- umst fyrst í mars 2012. Strax frá og með þeirri stundu varstu ekki lengur bara amma hans Magga heldur amma okkar beggja. Orð fá ekki lýst hve heppin við erum að hafa fengið þig sem ömmu, annað okkar í vöggugjöf og hitt síðar á lífsleiðinni, þar sem við eigum bara hund og kött en engin börn þá talaðirðu um þau sem hluta af langömmubörnunum og þótti okkur ósköp vænt um það. Þú kenndir okkur að ást er ekki tengd blóðböndum heldur því sem býr í hjartanu og mun það fylgja okkur út lífið. Ekkert var betra en hitta þig eða heyra rödd- ina þína í símanum og í hvert skipti sem þú kvaddir okkur sagðist þú elska okkur og ó hve vel okkur leið að heyra í þér rödd- ina, að heyra þig segja þessi þrjú mikilvægu og sterku orð. Stund með þér gerði alla daga sannar- lega betri. Í kringum þig gátum við alltaf verið við sjálf og þannig komst þú til dyranna, klædd eins og þú varst í hvert sinn. Hreinskilin, sanngjörn og umfram allt full af umhyggju fyrir öllum dýrum og mönnum. Þú varst svo glæsileg kona á allan hátt og okkur mik- ilvæg fyrirmynd. Nú er komin sú stund sem í von okkar var í órafjarlægð. Stund sem við höfum kviðið fyrir og þrátt fyrir veikindi og vitn- eskju um að líkami þinn myndi á endanum gefa sig þá smitaðir þú okkur af óbilandi baráttuhug og fögnuður yfir hverri framför, veittir okkur þá von að þú ættir mun meira eftir og við ættum eft- ir að eiga margar stundir saman, jafnvel eftir að símtalið kom um að þú hefðir verið flutt með sjúkrabíl til Akureyrar trúðum við því að þú kæmir sterkari til baka. Því voru fréttirnar um frá- fall þitt á einhvern hátt líkt og þruma úr heiðskíru lofti og til- finningin einkennist af dofa og von um að þetta sé allt vondur draumur og við vöknum á hverri stundu þar sem allt verður gott á ný. Minning þín lifir alla tíð í hjarta okkar sem eftir lifum. Elsku yndislega amma okkar, sem ert núna orðin fallegur eng- ill, við viljum þakka þér fyrir allar samverustundirnar og fyrir alla þá ást sem þú okkur gafst. Ef við ættum eina ósk myndum við óska þess að hitta þig og segja þér hve heitt við elskum þig þó að ekki væri nema einu sinni enn. Við hittumst aftur hinumegin þegar okkar tími kemur en þangað til mun minning þín ylja okkur um hjartarætur. Við munum ávallt elska þig af öllu okkar hjarta. Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (J.Á.) Ástar- og saknaðarkveðjur. Þinn Magnús Ingi og Oddný Alda. Minningarnar hrannast upp er við kveðjum einstaka vinkonu. Vinskapur okkar spannar fimmtíu ár og aldrei féll skuggi á þá vináttu. Margt var brallað í gegnum ár- in, þegar við Garðar komum norður, fyrst til Grétu og Gumma, en þegar þau slitu samvistum þá til Grétu, sem tók á móti okkur eins og henni einni var lagið. Þá var spilað frameftir nóttu, spjall- að og hlegið enda stutt í gamanið hjá Grétu. Á daginn sátum við og prjónuðum og veltum vöngum yf- ir þessari og hinni prjónaupp- skriftinni, en Gréta var snillingur með prjónana og liggur eftir hana aragrúi verka, en ekkert þótti henni skemmtilegra en að prjóna á barnabörnin og ekki síst á langömmustrákana sem hún kall- aði litlu puttana sína. Gréta gerði ekki upp á milli manna og var hrókur alls fagnaðar. Fyrir nokkrum árum kom hún suður í afmælið mitt alveg óvænt, hafði hún sagt mér að hún treysti sér ekki, en það var í febrúar og allra veðra von, en nema hvað hún ákvað að skella sér sem leynigest- ur, við þvílíkan fögnuð hjá mér, oft hlógum við að viðbrögðunum hjá mér þegar hún birtist. Ég get ekki verið annað en þakklát fyrir að geta aðstoðað hana þegar hún veiktist og þurfti að vera fyrir sunnan, en mikið var hún fegin þegar hún komst norð- ur. Það var alltaf gott að heyra í Grétu en við töluðum saman í síma nánast í hverri viku. En það var ekki talað um veik- indi ef hún var spurð leið henni vel, en hún gat ekki þakkað lækn- um og starfsfólki Dalbæjar nóg fyrir einstaka umönnun, sagði að það væri dekrað við hana á allan hátt og megum við vera þakklát fyrir það. Við vorum farnar að hlakka til að hittast í byrjun júlí eins og undanfarin ca. 30 ár en þá komum við Garðar norður, hann að fara á Pollamót Þórs en við gistum hjá Grétu í Árgerði öll árin fyrir utan nokkur ár. Við sendum börnum Grétu, þeim Kollu, Tryggva og Rúnari og tengdabörnum, barnabörnum og langömmubörnum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi góðar vættir styrkja ykk- ur og vernda á þessum erfiðu tím- um. Við kveðjum Grétu, vinkonu okkar, með söknuði í hjarta. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Anna og Garðar. Gréta Sigrún Tryggvadóttir Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFNIR HELGASON, lést þriðjudaginn 10. apríl. Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 23. apríl klukkan 15. Birna Stefnisdóttir Aðalsteinn Steinþórsson Brynja Sif Stefnisdóttir Agnar Strandberg Sigurður Hrafn Stefnisson Hekla Ívarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÓLFUR ÞORSTEINSSON, Laugartúni 19a, Svalbarðseyri, lést á heimili sínu fimmtudaginn 12. apríl. Útför hans fer fram frá Svalbarðskirkju föstudaginn 27. apríl klukkan 13.30. Anna Jóhannesdóttir Þórdís Þórólfsdóttir Þorvaldur Vestmann Árný Sveina Þórólfsdóttir Tryggvi Jónsson Eva Dís, Bjarki Þór og Anna Stella Daníel Snær og Aríana Ísis Ástkær móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, ÞÓRA STEPHENSEN aðstoðarskólastjóri, sem lést mánudaginn 16. apríl, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 24. apríl klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heilaheill. Örvar Andrésson Dagbjört Andrésdóttir Þórir Stephensen Dagbjört G. Stephensen Elín Stephensen Ólafur Stephensen Ragnheiður D. Agnarsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA JÓHANNESDÓTTIR, áður til heimilis að Heiðarvegi 4, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, mánudaginn 16. apríl. Hún verður jarðsungin frá Selfosskirkju miðvikudaginn 25. apríl klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, Oddný Magnúsdóttir Emil Guðjónsson Jónína Valdimarsdóttir Guðmundur Baldursson Björgvin Þ. Valdimarsson Sigríður Magnea Njálsdóttir Guðrún Valdimarsdóttir Sigurður Bragason Magnea K. Valdimarsdóttir Björk Valdimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÁLFDÁN DAÐI HINRIKSSON, áður til heimilis í Aðalstræti 13, Ísafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum, Mosfellsbæ, mánudaginn 16. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. apríl klukkan 11. Fyrir hönd aðstandenda, Þórir Hálfdánarson Elsku mamma, tengdamamma, amma og langamma, EYGLÓ INGVADÓTTIR, lést á líknardeildinni í Kópavogi mánudaginn 16. apríl. Útför hennar fer fram í Laugarneskirkju föstudaginn 27. apríl klukkan 11. Haraldur Schiöth Elfarsson Gunnar Þór Schiöth Elfarsson, Arnhildur R. Árnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR INGÓLFSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli aðfaranótt laugardags, 14. apríl. Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 25. apríl klukkan 13. Björn Svavarsson Svavar Bergsteinn Björnsson Eva-Marie Björnsson Margrét Gróa Björnsdóttir Egill Þorsteinsson Hjördís Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.