Morgunblaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2018 Þegar Samfylking tók að dalavar búið til framboð Besta flokks til að tryggja fylkingunni áframhaldandi valdastöðu undir fölsku flaggi. Fjórum árum síðar var þátttaka í kosningum í höfuð- borginni komin niður í 60% og að- eins 58% kjósenda tóku afstöðu á kjördag. Samt var talað um sprellið sem merka lýðræð- islega tilraun! Páll Vilhjálmsson skrif- ar:    Átta ár eru síðanJón Gnarr varð borgarstjóri í kjöl- far kosningasigurs Besta flokksins, sem lofaði ísbirni í Húsdýragarðinn og að brjóta öll kosningaloforð.    Sigur Jóns Gnarr lýsti uppgjöf al-mennings á hversdagslegum stjórnmálum.    Að upplagi er Jón Gnarr frjáls-lyndur vinstrimaður, át sig í gegnum Bjarta framtíð og elur núna manninn á bithögum Samfylk- ingar.    Almenningur tók hversdags-stjórnmálin í sátt árin eftir hrun.    Fjölmiðlum tókst að vísu aðkveikja pólitíska elda, sbr. fall ríkisstjórna 2016 og 2017, en ný framboð skóku ekki undirstöð- urnar.    Vinstrimenn og frjálslyndir viljaþó enn freista þess að virkja Gnarr-áhrifin í gegnum pólitískar mótsagnir.    Kallalistinn með konum og slag-orðið ekki vera fáviti er sam- setningur í anda Jóns Gnarr.“ Þó án þess að vera fyndinn. Páll Vilhjálmsson Og nú eru framboðin 17 STAKSTEINAR Íslenska ríkið þarf að greiða Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi for- stjóra Kaupþings, 300 þúsund krónur, auk dráttarvaxta frá 1. desember 2016, í miskabætur vegna símhlerana. Fjórum sinnum var sérstökum saksóknara veittur síma- hlerunarúrskurður gagnvart Hreiðari, frá mars til maí 2010. Hreiðar fór fram á að allir símahlerunarúrskurðirnir yrðu dæmdir ólögmætir. Í málinu var m.a. deilt um hvort hlustað hefði verið á samtöl Hreiðars Más og verjanda hans. Taldi Héraðsdómur Reykjavíkur ekki rök fyrir því að hlustað hefði verið á slík samtöl en féllst á það með Hreiðari að greiða skyldi honum miskabætur fyrir símhlerun í kjölfar yfirheyrslu 17. maí 2010. Hreiðari Má dæmd- ar bætur Hreiðar Már Sigurðsson Hið árlega fyrirkomulag um göngu- götur í miðborg Reykjavíkur tekur gildi í dag, þriðjudaginn 1. maí, og stendur tímabilið yfir í fimm mánuði. Eins og undanfarin ár verða eftir- farandi götur í miðborginni göngu- götur frá 1. maí til 1. október:  Pósthússtræti, milli Kirkju- strætis og Hafnarstrætis.  Austurstræti ásamt Veltusundi og Vallarstræti.  Laugavegur og Bankastræti, frá Vatnsstíg að Þingholtsstræti.  Skólavörðustígur, milli Berg- staðastrætis og Laugavegar. Öll umferð bifreiða verður óheimil á svæðinu að undanskilinni umferð vegna vörulosunar sem heimiluð verður milli kl. 7 og 11 virka daga. Bekkjum og blómakerum verður komið fyrir á svæðinu til að gleðja augað og lífga upp á mannlífið. Laugavegur verður málaður á kafla eins og síðustu ár og unnið að ýmsum sumarverkefnum á göngugötusvæð- inu. Í könnun sem Maskína fram- kvæmdi fyrir umhverfis- og skipu- lagssvið Reykjavíkur árið 2017 voru 75% svarenda jákvæð gagnvart göngugötum en einungis 12% nei- kvæð. Að sama skapi töldu 80% að- spurðra göngugöturnar hafa jákvæð áhrif á mannlíf miðborgarinnar, að því er fram kemur í frétt á vef Reykjavíkurborgar. sisi@mbl.is Gangandi fólk fær forgang í sumar  Nokkrar götur í miðborginni verða göngugötur í sumar  Tekur gildi í dag Morgunblaðið/Ómar TIL SÖLU GLÆSILEGT HÚS Í GOLFPARADÍSINNI EAGLE CREEK Glæsilegt sex herbergja hús á tveimur hæðum, með sundlaug, heitum potti og þreföldum bílskúr á besta stað í Eagle Creek, Flórída. Sjá nánar á www.zillow.com/homedetails/10402-Middlewich-Dr-Orlando- FL-32832/116217201_zpid Allar nánari upplýsingar veitir Jón í síma 898 4455 Veður víða um heim 30.4., kl. 18.00 Reykjavík 3 alskýjað Bolungarvík 3 skýjað Akureyri 4 rigning Nuuk -3 snjókoma Þórshöfn 7 skýjað Ósló 10 léttskýjað Kaupmannahöfn 14 skýjað Stokkhólmur 10 heiðskírt Helsinki 11 heiðskírt Lúxemborg 9 skýjað Brussel 7 rigning Dublin 12 léttskýjað Glasgow 2 heiðskírt London 8 skúrir París 5 rigning Amsterdam 9 skúrir Hamborg 15 léttskýjað Berlín 19 heiðskírt Vín 25 heiðskírt Moskva 16 skúrir Algarve 16 heiðskírt Madríd 9 skúrir Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 19 léttskýjað Aþena 24 léttskýjað Winnipeg 8 alskýjað Montreal 8 rigning New York 8 alskýjað Chicago 17 heiðskírt Orlando 26 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:59 21:51 ÍSAFJÖRÐUR 4:48 22:12 SIGLUFJÖRÐUR 4:31 21:56 DJÚPIVOGUR 4:25 21:25 Rangt farið með nafn Ranglega var farið með nafn Snorra Hrafnkelssonar í frétt um hópakstur bifhjólafólks 1. maí í Morgunblaðinu í gær, á bls 2. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.